Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SAMEINAST Tilkynnt var um sameiningu Norðurljósa og Fréttar, útgáfu- félags Fréttablaðsins og DV, í gær. Félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, forstjóra Baugs Group, og Pálma Haraldssyni, framkvæmda- stjóra Eignarhaldsfélagsins Fengs, eiga tæp 60% í í hinu nýja félagi. Hafa misst báða foreldra Fjögur systkini á Tálknafirði hafa misst báða foreldra sína en sá elsti í systkinahópnum, Ólafur Sveinn Jó- hanneson, hefur tekið að sér for- eldrahlutverkið. Móðir systkinanna lést úr heilablóðfalli nýverið en faðir þeirra lést í slysi fyrir fimm árum. Keypt í búlgarska símanum Félag í meirihlutaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og fjárfesting- arfélagið Advent International fara fyrir hópi fjárfesta sem hafa náð samkomulagi um kaup á 65% hlut í Bulgarian Telecommunication Company, BTC, af búlgarska ríkinu. Kaupverð er samtals um 24 millj- arðar íslenskra króna. Ný stjórn í Færeyjum Jafnaðarflokkurinn, Sam- bandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn í Færeyjum náðu í gær sam- komulagi um skiptingu ráðuneyta í næstu stjórn eyjanna. Jóannes Eidesgaard, formaður Jafn- aðarflokksins, verður lögmaður Færeyja. Gilligan segir af sér Andrew Gilligan, fréttamaður BBC, hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna fréttar þar sem hann hélt því fram að breska stjórn- in hefði látið gera skýrslu um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka „meira spennandi“ til að réttlæta innrásina í Írak. Gilligan viðurkenndi að sumt í fréttinni væri rangt en sagði að BBC hefði mátt þola „mikið ranglæti“ í skýrslu Brians Huttons lávarðar. Mannæta dæmd í fangelsi Þjóðverji sem játaði á sig mannát var í gær dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að drepa og leggja sér til munns mann sem hann sagði hafa sjálfviljugan látið éta sig. Hafnað var kröfu saksóknara um að mann- ætan yrði dæmd í 15 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 40/42 Viðskipti 16/17 Minningar 43/48 Erlent 20/21 Kirkjustarf 48/49 Minn staður 24 Myndasögur 56 Höfuðborgin 25 Bréf 56 Akureyri 26 Dagbók 58 Suðurnes 27 Staksteinar 58 Árborg 28 Brids 59 Landið 29 Íþróttir 60/63 Listir 30/31 Leikhús 64 Daglegt líf 32/35 Fólk 64/69 Forystugrein 36 Bíó 66/69 Þjónusta 39 Ljósvakamiðlar 70 Viðhorf 40 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 36 STARFSMÖNNUM Landspítala – háskóla- sjúkrahús voru afhent uppsagnarbréf í gær en uppsagnirnar taka gildi á morgun, 1. febrúar. Í síðustu viku töldu stjórnendur sjúkrahússins að segja þyrfti upp 52 starfsmönnum. „Við náðum samkomulagi við ansi marga starfsmenn, bæði um lækkun á starfshlutfalli og síðan voru ýmsir sem ákváðu að fara á eftirlaun,“ segir Erna Einars- dóttir, sviðsstjóri starfsmannamála LSH. Upp- sagnirnar snerta öll svið sjúkrahússins og í hópi þeirra sem sagt var upp störfum eru læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og ófaglært fólk. Misjafnt er hve löngum uppsagnarfresti starfsfólkið á rétt á, en hann er 3–6 mánuðir. Auk uppsagnanna taka um mánaðamótin gildi ýmsar aðrar breytingar vegna samdráttarað- gerða, svo sem breytingar á starfshlutfalli, vökt- um og samdráttur á yfirvinnu. Stöðugildum á sjúkrahúsinu fækkar eftir sem áður um 180 á árinu og eru þá meðtaldir tímabundnir ráðning- arsamningar sem ekki verða endurnýjaðir. Aðgerðirnar í heild snerta yfir fimm hundruð starfsmenn sjúkrahússins. 36 sagt upp hjá Landspítala VÖRUBIFREIÐ með kranabómu rakst á vegvísi á brúnni yfir Reykjanesbraut, á móts við Mjódd í Breiðholti, síðdegis í gær með þeim afleiðingum að skiltið féll niður og eyðilagðist. Mikil mildi þykir að ekki fór verr að sögn lögreglunnar í Kópavogi en engin meiðsl urðu á fólki við óhappið þrátt fyrir töluverða um- ferð. Umferð stöðvaðist á brúnni um hríð á meðan lögreglumenn úr Reykjavík og Kópavogi hjálp- uðust að við að færa skiltið og stjórna umferð. Skiltið er mjög þungt og því hefði getað farið mun verr ef bif- fram sem tjóninu veldur eða finnst við eftirgrennslan og þá er um tryggingamál að ræða. „Þetta er alveg ótrúlega al- gengt miðað við það að skiltin eru í hæð sem er nokkuð yfir löglega hámarkshæð bíla,“ segir Sigurður en leyfileg hámarkshæð á farmi er 4,10 metrar. „Ef farmur er of hár á viðkomandi aðili að fá lög- reglufylgd. En við erum öllum bíl- stjórum sem þurfa að flytja farm sem er of hár innan handar og það hefur komið fyrir að við höfum tekið niður skiltabrýr en þá ber flutningsaðila að greiða kostn- aðinn.“ reið hefði t.d. verið ekið undir skiltið eða í námunda við það er það féll. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi skemmdist vöru- bifreiðin sáralítið við óhappið en skiltið er hins vegar ónýtt. Alltof algengt Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir alltof al- gengt að flutningabílar með of háa farma reki sig í og jafnvel felli skilti innan borgarmarkanna. Hann segir kostnaðinn við við- gerðir á skiltum þó aðeins að litlum hluta lenda á Reykjavík- urborg, því yfirleitt gefur sá sig Morgunblaðið/Júlíus Ekið var á skiltið með þeim afleiðingum að það féll í götuna. Lögreglumenn ýttu því burt af götunni. Bíll ók á vegvísinn „VIÐ lítum svo á að þetta sé sam- runi í skilningi samkeppnislaga sem samkeppnisyfirvöldum beri að athuga,“ segir Guðmundur Sig- urðsson, yfirmaður samkeppnis- mála Samkeppnisstofnunar, um samruna Norðurljósa og Fréttar sem tilkynntur var í gær. Hann leggur þó áherslu á að þar með sé hann ekki að segja að samruninn brjóti í bága við samkeppnislög. Að sögn Guðmundar hafði lög- maður Norðurljósa samband við Samkeppnisstofnun síðdegis í gær og er ráðgert að þessir aðilar hittist á fundi í næstu viku. Hann segir ennfremur að Norðurljós hafi sjö daga til að tilkynna samrunann formlega, og leggja þar með fram ítarlegar upplýsingar, til stofnun- arinnar. Þá fer málið í ákveðið ferli innan stofnunarinnar sem gæti tek- ið allt að fjóra mánuði. „Þegar okkur hefur borist full- nægjandi tilkynning höfum við einn mánuð til að rannsaka hvort það sé eitthvað sem líklegt er að fari gegn markmiðum samkeppnislaga,“ út- skýrir Guðmundur. „Ef við kom- umst að því að það þurfi að skoða þessi mál nánar verðum við að til- kynna viðkomandi aðila það innan eins mánaðar frá því okkur barst tilkynning um samrunann. Eftir það höfum við allt að þrjá mánuði til að komast að niðurstöðu.“ Samkeppnisstofnun um breytingu á Norðurljósum Mun taka samrun- ann til skoðunar ÞRIGGJA ára drengur liggur á gjör- gæslu Landspítalans eftir að hafa fengið alvarleg brunasár af völdum heits vatns í heimahúsi á Patreksfirði í gær. Að sögn læknis á staðnum var bruninn alvarlegur þar sem um 25– 30% líkama drengsins brenndust. Barnið var svæft, því gefin verkjalyf og búið um sárin en læknirinn mat stöðuna þannig að kalla þyrfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja barnið á sjúkrahús í Reykjavík. Slysið átti sér stað um kl. 18 í gær og var þyrlan komin til Patreksfjarðar um tveimur klukkustundum síðar. Barnið var strax flutt á gjörgæslu og er líðan þess stöðug að sögn sérfræð- ings sem þar starfar. Taldi hann að barnið þyrfti að vera a.m.k. fram yfir helgi á sjúkrahúsinu. Þriggja ára barn hlaut alvarleg brunasár UNGUR piltur slasaðist er hann féll fram af snjóskafli í Bláfjöllum í gær- kvöld. Talið er að fallið hafi verið um fjórir metrar og hann missti meðvit- und er hann skall til jarðar. Hann var kominn til meðvitundar áður en lög- regla ásamt sjúkra- og neyðarbíl var komin á staðinn. Var hann fluttur undir læknishend- ur á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi. Að sögn læknis á slysadeild hlaut pilturinn þungt höfuðhögg. Féll fram af snjóskafli FLAGGAÐ skal við opinberar stofnanir þegar 100 ár verða liðin frá stofnun heimastjórnar á Íslandi, á morgun, sunnudaginn 1. febrúar. Þetta ákvað forsætis- ráðherra með skírskotun til for- setaúrskurðar um fánadaga og fánatíma. Í lögum um íslenska fánann segir að æski- legt sé að almenningur dragi fána á stöng á fánadögum, þá daga sem ríkisfáninn er hafður uppi á opinberum byggingum, þ.e. á fæðingardegi forseta Íslands, nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, sumardag- inn fyrsta, 1. maí, hvítasunnudag, sjó- mannadag, 17. júní, 1. desember og jóla- dag. Flaggað á afmæli heimastjórnar GREIÐLEGA gekk að slökkva eld í mannlausu húsi við Njálsgötu í Reykjavík seint í gærkvöldi. Þrír dælubílar og tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og var fyrsti dælubíll- inn kominn að húsinu kl. 22.42. Aðeins örfáum mínútum seinna var búið að ráða niðurlögum eldsins. Mikill reykur var í húsinu og unnu slökkviliðsmenn við að reykræsta í gærkvöldi. Elds- upptök voru þá enn óljós. Eldur á Njálsgötu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.