Morgunblaðið - 31.01.2004, Page 20

Morgunblaðið - 31.01.2004, Page 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ verið þau einu sem gerðu mistök.“ Dyke gekk lengra og sakaði Hutton, sem er einn virtasti lög- maður Bretlands, um að hafa gert mistök. „Mér þætti afskaplega for- vitnilegt að sjá hvað ýmsum öðrum löglærðum lávörðum þætti um [niðurstöður Huttons] ef þeir myndu kynna sér þær.“ Dyke kvaðst myndu tjá sig enn frekar FRÁFARANDI útvarpsstjóri breska ríkisútvarpsins, BBC, Greg Dyke, gagnrýndi í gær vinnubrögð Brians Huttons lávarðar, sem í niðurstöðum rannsóknar sinnar á aðdraganda sjálfsvígs bresks vopnasérfræðings gagnrýndi BBC harðlega en hreinsaði stjórnvöld af öllum ásökunum. Dyke, sem sagði starfi sínu lausu í fyrradag í kjöl- far úrskurðar Huttons, sagði í morgunþætti BBC í gær, að hann væri ekki sáttur við allar niður- stöður Huttons, og að ójafnræðis gætti í skýrslu hans, er væri mein- gölluð. „Ég og fleiri hjá BBC, ekki síst lögfræðingar okkar, voru mjög hissa á því hvernig skýrsla [Hutt- ons] var úr garði gerð,“ sagði Dyke. „Það er merkilegt hvernig hann tekur alltaf tillit til þess, þegar um stjórnvöld er að ræða, að menn hafi ekki getað vitað bet- ur, en aldrei í tilviki BBC.“ Dyke sagði ennfremur að það hafi komið mjög á óvart hversu einhliða gagn- rýnin í skýrslunni hafi verið. „Við vissum að við höfðum gert mistök, en við töldum ekki að við hefðum um málið á næstunni, og því verð- ur Tony Blair forsætisráðherra líklega ekki að þeirri ósk sinni að láta málinu lokið. BBC hefur beðið Blair afsök- unar á rangfærslum í frétt sem flutt var í morgunþætti stöðvar- innar í maí í fyrra, þar sem fullyrt var að stjórnvöld hefðu vísvitandi bætt villandi upplýsingum inn í skýrslur sérfræðinga um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka í því augnamiði að réttlæta þátttöku Breta í herförinni til Íraks. Ekki þótti síst umdeild sú fullyrðing, að Írakar gætu beitt efnavopnum sín- um með 45 mínútna fyrirvara. Síðar gerðu stjórnvöld uppskátt um að vopnasérfræðingurinn Dav- id Kelly hafi verið heimildarmaður fréttamanns BBC, Andrews Gillig- ans, og skömmu eftir að nafn Kellys var nefnt opinberlega fyr- irfór hann sér. Blair fól Hutton að rannsaka atburðarásina sem leiddi til sjálfsvígs Kellys. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem gerð var fyrir blaðið The Daily Telegrap telja 56% Breta að skýrsla Huttons hafi verið „hvítþvottur“ á stjórnvöld- um, og 67% treysta fréttamönnum BBC – en 31% treystir ríkisstjórn Blairs. Dyke gagnrýnir vinnubrögð Huttons Meirihluti Breta telur lávarðinn hafa „hvítþvegið“ stjórnvöld London. AFP. Reuters Greg Dyke, fráfarandi útvarps- stjóri breska ríkisútvarpsins, BBC. ÁRÁSUM sjóræningja á skip á heimshöfunum fjölgaði í 445 á síð- asta ári úr 370 árið áður, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Al- þjóðlegu siglingamálastofnunar- innar (IMB). Að minnsta kosti tuttugu og einn sjómaður var drepinn og sjö- tíu og eins sæfara er saknað eftir að sjóræningjar réðust á skip þeirra. Árið áður urðu sjóræn- ingjar tíu manns að bana. Aðeins á einu ári hafa sjóránin verið fleiri frá 1991 – þegar IMB byrjaði að skrá þau – en það var árið 2000 þegar 469 árásir voru skráðar. Í skýrslu IMB segir að talið sé að allir sjómennirnir, sem hurfu í sjóránum á síðasta ári, hafi verið drepnir. Sjóránum þar sem byssum var beitt fjölgaði úr 68 í 100 og 359 sæfarar voru teknir í gíslingu til að krefjast lausn- argjalds. Ráðist var til uppgöngu á yfir 300 skip og nítján skipum var rænt. Tanskip urðu fyrir 23% árás- anna og Alþjóðlega siglinga- málastofnunin segir það mikið áhyggjuefni að sjóræningjar geti náð slíkum skipum á sitt vald þar sem farmur þeirra er yfirleitt hættulegur. Talin er hætta á að hryðju- verkamenn ræni tankskipum og noti þau sem risastórar sprengjur til árása. Sjóránum fjölgar Kuala Lumpur. AFP.                             !      "# $%           !   ! " #  " !$ % & ' () * ( + ,  !' -+ +..!/0  &      '(() &*+,#-.  /' /'/ 01 /1)2/) /( /( '1 /0 3    /22'4'(() 1 1 1 1 1 1 1 11    /(5/() 2( /11 ''1'67'(' )(( 652 ))0 )7( 660 &   '(() *(  '/8 & !# *! ) *!# 2 (036'8 & *! '(8 *  /58 4 !53&+/8        DÓMSTÓLL í Tókýó kvað í gær upp dauðadóm yfir efnafræðingi í dóms- dagssöfnuðinum Aum, er bar ábyrgð á sarin-taugagastilræðinu sem varð 12 manns að bana í jarðlestakerfi Tókýó 1995, og fleiri glæpum. Efnafræðingurinn er 11. meðlimur- inn í Aum-söfnuðinum sem dæmdur er til dauða í undirrétti. Niðurstöðu í máli á hendur leiðtoga safnaðarins, Shoko Asahara, á að birta 27. febrúar. Dauðadómur í Japan Tókýó. AFP. sóknari lagði fram var nokkurra klukkustunda löng myndbandsupp- taka af atburðunum, sem urðu 10. mars 2001. Auk þess að vekja gíf- urlega athygli í Þýskalandi beindi málið kastljósinu að heimi mannáts og öfgafenginnar blætisdýrkunar, sem fram að þessu hefur verið dul- inn. Við rannsókn málsins kom í ljós, að Meiwes hafði verið í netsambandi við rúmlega 200 manns sem höfðu svipaða hugaróra og hann sjálfur, og fyrir réttinum kvaðst hann eiga þús- undir sína líka. Að minnsta kosti fimm manns hafa borið að hafa verið tilbúnir til að láta drepa sig og éta og hafa farið heim til Meiwez í Roten- burg, skammt frá Kassel, en annað- hvort snúist hugur eða verið vísað frá á þeim forsendum að vera ekki nógu aðlaðandi. Meiwez var ákærður fyrir morð til að fullnægja kynferðislegum hvötum sínum, og sagði saksóknari að þótt fórnarlambið, Bernd Jürgen Brand- es, 43 ára, kunni að hafa sjálfviljugur gefið sig Meiwez á vald hafi hinn síð- arnefndi misnotað sér andlega trufl- un fórnarlambsins til að fullnægja eigin fýsnum. ÞJÓÐVERJI sem játað hafði á sig mannát var í gær dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að drepa og leggja sér til munns mann sem hann sagði hafa sjálfviljugan látið éta sig. Dómstóll í borginni Kassel hafnaði kröfu saksóknara um að mannætan, Armin Meiwes, yrði fundin sek um morð að yfirlögðu ráði og dæmd í 15 ára fangelsi. Meiwes hafði játað að hafa drepið, hlutað í sundur og étið mann sem hann kynntist á Netinu. Áður en hann drap manninn hafi þeir haft mök og fullnægt kvalalosta og sjálfs- píningarhvötum sínum í nokkrar klukkustundir. Meiwes hélt því fram, að maðurinn sem hann drap hafi veitt samþykki sitt. Yfirdómarinn í málinu, Volker Mütze, sagði við uppkvaðningu dómsins að Meiwes, sem er 42 ára, hefði ekki framið morð í lagalegum skilningi, en væri sekur um „atferli sem samfélagið fordæmir – nefni- lega að slátra manneskju. Þarna var um að ræða tvo mikið andlega trufl- aða menn sem gátu veitt hvor öðr- um.“ Mannát er ekki glæpur sam- kvæmt lögum í Þýskalandi. Meðal sönnunargagna sem sak- Mannæta dæmd í 8½ árs fangelsi Kassel. AFP. Reuters Sakborningurinn, Armin Meiwez, frammi fyrir þrem dómurum í Kassel í Þýskalandi í gær. Yfirdómarinn í málinu, Volker Mütze, er fyrir miðju. FLOKKARNIR þrír, sem unn- ið hafa að stjórnarmyndun í Færeyjum, náðu í gær sam- komulagi um skiptingu ráðu- neyta í nýrri heimastjórn. Jóannes Eidesgaard, for- maður Jafnaðarflokksins, verð- ur lögmaður og fær að auki eitt ráðherraembætti, Sambands- flokkurinn fær tvö ráðherra- embætti og forseti lögþingsins og Fólkaflokkurinn fær þrjá ráðherra. Fólkaflokkurinn gerði kröfu um að Anfinn Kallsberg, for- maður flokksins, yrði lögmaður en á það var ekki fallist. Kalls- berg sagði í viðtali við færeyska dagblaðið Sosialurin í gær að flest benti til þess að hann yrði utan stjórnarinnar. Leyndi hann ekki vonbrigðum sínum og kvaðst hafa stuðning fær- eysku þjóðarinnar til að hafa með höndum embætti lög- manns. Málefnasamningur lá að mestu fyrir á fimmtudag en deilt var um skiptingu ráð- herraembættanna. Að sögn færeyska útvarpsins gat Jafnaðarflokkurinn ekki fallist á að Kallsberg yrði lög- maður og raunar heldur ekki að hann yrði ráðherra í nýrri stjórn eða forseti lögþingsins. Kallsberg var lögmaður í síð- ustu samsteypustjórn Fólka- flokksins, Þjóðveldisflokksins, Miðflokksins og Sjálfstýri- flokksins. Ný stjórn í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.