Morgunblaðið - 31.01.2004, Page 21

Morgunblaðið - 31.01.2004, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 21 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Húseignin er 755 fm á 2 hektara eignarlandi ásamt 88 fm hesthúsi. Í hús- inu eru 5 fullbúnar íbúðir og auk þess er sérálma með 6 herbergjum og 3 baðherbergjum og eldhúsi. Eignin hefur nýlega verið mikið endunýjuð og er í góðu ásigkomulagi. Þar er í dag starfrækt útleiga íbúða og herbergja. Gott hesthús er á lóðinni með gerði. Hentugt fyrir gistiheimili, stofnanir, stórfjölskyldur og hestafólk. Rólegt umhverfi - glæsilegt útsýni. Ýmis eignaskipti koma til greina FITJAR - KJALARNESI SKIPTU VIÐ FAGMENN – ÞAÐ BORGAR SIG TALSMENN Bandaríkjastjórnar eru nú í fyrsta sinn farnir að við- urkenna, að leyniþjónustuupplýsing- ar um Írak hafi hugsanlega verið rangar. Hingað til hefur George W. Bush forseti haldið því fram, að ger- eyðingarvopnin, meginástæðan fyrir innrásinni í Írak, myndu finnast. Condoleezza Rice, ráðgjafi Bush í þjóðaröryggismálum, hefur viður- kennt í nokkrum viðtölum, að hugs- anlega hafi upplýsingar leyniþjón- ustustofnana um hættuna af íröskum gereyðingarvopnum verið gallaðar. Hefur hvorki fundist af þeim tangur né tetur í þá níu mánuði, sem liðnir eru frá því Bagdad féll Bandaríkja- mönnum í hendur. David Kay, yfirmaður vopnaleitar Bandaríkjamanna í Írak, sagði af sér í síðustu viku og lýsti þá yfir, að hann teldi engin gereyðingarvopn að finna í landinu. Hvatti hann jafnframt til óháðrar rannsóknar á starfsháttum leyniþjónustustofnananna. Fréttaskýrendur í Washington segja, að játningar Rice og málið allt sé afar erfitt fyrir Bush og stjórn hans en eftir yfirlýsingar Kays hafi ekki lengur verið stætt á því að halda því fram, að gereyðingarvopnin myndu finnast. Rice réttlætti samt innrásina í Írak og sagði, að Saddam Hussein hefði verið „vaxandi ógn“. McCain vill óháða rannsókn Rice vísaði á bug tillögu Kays um óháða rannsókn á Íraksmálinu og ljóst þykir, að Bush-stjórnin muni gera hvað hún getur til að koma í veg fyrir hana. Segir hún, að enn sé verið að leita að gereyðingarvopnum í Írak og auk þess hafi bandaríska leyni- þjónustan, CIA, hafið sína eigin rannsókn á málinu. Þingmenn demókrata krefjast óháðrar rannsóknar og nú hefur sá kunni repúblikani og öldungadeild- arþingmaður John McCain tekið undir það. Segir hann, að óháð rann- sókn á þessu alvarlega máli sé nauð- synleg til að landsmenn fái að vita hvað gerðist og til að þeir verði ekki mataðir á röngum upplýsingum í annað sinn. Leyniþjónustuupplýsingar hugsanlega rangar Ekki lengur fullyrt að gereyðingarvopn muni fyrr eða síðar finnast í Írak Washington. AP, AFP. ÚTFÖR þeirra 10 manna, sem létu lífið í sjálfsmorðsárás Palestínu- manna í Jerúsalem í fyrradag, var gerð í gær. Meðal þeirra var ungur maður, Baruch Hondiashvili, og hér er Ruthy, móðir hans, og aðrir ættingjar yfirkomin af sorg. Ísrael- ar réðust í gær inn í Betlehem og sprengdu upp hús árásarmannsins. Reuters Móðirin yfirkomin af harmi FIDEL Castro, forseti Kúbu, sakaði í gær George W. Bush Bandaríkja- forseta um að hafa lagt á ráðin um að drepa hann. Sagðist hann reiðubúinn að falla með vopn í hönd reyndu Bandaríkjamenn að ráðast á Kúbu. Kom þetta fram á fundi, sem andstæðingar FTAA, Fríversl- unarbandalags Ameríkuríkja, efndu til í Havana. „Við vitum, að Bush samdi um það við mafíuna í Kúbversk-bandarísku stofnuninni, að ég yrði drepinn. Ég veit það og ber þær sakir á hann,“ sagði Castro en um 1.000 manns frá 32 ríkjum sóttu fundinn. Talaði Castro stanslaust í fimm klukkustundir og aðallega um „stríðsæsingar“ Bandaríkjamanna. Var ræðu hans fagnað með dúndr- andi lófaklappi. Segir Bush vilja sig feigan Havana. AFP. Fidel Castro FRANSKUR dómstóll dæmdi í gær Alain Juppe, fyrrverandi forsætis- ráðherra og leiðtoga Lýðfylkingar- innar, UMP, flokks Jacques Chiracs forseta, í skilorðbundið fangelsi í hálft annað ár fyrir brot á lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka. Juppe var fundinn sekur um að hafa tekið við ólöglegum framlögum þegar Chirac var borgarstjóri í París og Juppe sjálfur sá um fjármál borgarinnar. Dómnum fylgir, að Juppe er bannað að gegna opinberu embætti en hann áfrýjaði strax og getur því enn um hríð að minnsta kosti gegnt starfi sínu sem borgarstjóri í Bordeaux. Dómurinn hefur hins vegar þær af- leiðingar fyrir Juppe, að hann er nú í eins konar pólitísku tómarúmi og metnaðarfullir draumar hans um að taka við af Jacques Chirac sem for- seti Frakklands árið 2007 eru nú í uppnámi. Juppe fund- inn sekur París. AFP. Alain Juppe BÓK sem sögð er sú fyrsta sem skrifuð er eingöngu með slangur- yrðum sem algeng eru í smáskila- boðum, eða sms, sem send eru milli farsíma (gemsa), er nýkomin út í Frakklandi. Fjallar hún um hættur reykinga og er ætluð unglingum. Segir höfundurinn að þótt unn- endur frönskunnar verði ef til vill ekki ánægðir með bókina geti hún gegnt mikilvægu samfélags- hlutverki, auk þess að vera af- þreying. Það eru einkum krakkar á aldrinum 12–15 ára sem nota sms, og hjá þeim hefur orðið til sam- þjappað og flókið ritmál sem miðar að því að koma sem mestu til skila með sem fæstum bókstöfum. Fyrir þá sem ekki eru vel að sér í þessu nýja mál fylgir bókinni orðasafn. Bók á sms-máli París. AFP. ÍSRAELSKI sagnfræðingurinn Benny Morris hefur aukið og end- urbætt kunna bók sína um upphaf Palestínuvandamálsins og kemur þar fram, að Ísraelar frömdu fleiri hryðjuverk og fjöldamorð á Palest- ínumönnum í sjálfstæðisstríðinu 1948 en áður var vitað. Segir hann, að arabar eða Palestínumenn hafi einnig átt meiri þátt í flóttamanna- vandanum en talið var. Nýja útgáfan, sem Cambridge University Press gefur út, er 640 blaðsíður í stað 380 áður en fyrri bókin kom út 1988. Byggist endur- skoðunin á því, sem fram kemur í skjalasafni Haganah, neðanjarðar- hreyfingar gyðinga, en hún var und- anfari ísraelska hersins. Var leynd á þessum skjölum aflétt fyrir nokkru. Morris segir, að Ísraelar hafi rek- ið Palestínumenn frá miklu fleiri þorpum en áður var talið og „fjölda- morð og grimmdarverk“ Ísraela ver- ið fleiri en komið hefur fram. „Þetta þýðir einfaldlega, að hlutur gyðinga í flóttamannavandamálinu var meiri en fram kemur í fyrri bók- inni,“ segir Morris en bendir jafn- framt á, að algengt hafi verið, að Pal- estínumenn sjálfir hafi sent burt konur, börn og gamalt fólk og stund- um skipað fyrir um allsherjarflótta frá þorpunum. Í bókinni virðist Morris reyna að draga úr neikvæðum áhrifum þess- ara nýju upplýsinga og segir, að grimmdarverkin hafi verið „smá- ræði“ miðað við ofbeldið og morðin í þjóðaátökum eins og þeim á Balk- anskaga. Segir hann, að færri en 800 óbreyttir Palestínumenn og fangar hafi verið drepnir og fjöldamorðin verið á bilinu 20 til 30. Hafi fimm til 100 manns verið skotnir í einu. Ísraelar frömdu fleiri fjöldamorð en talið var Ísraelskur sagnfræðingur hefur endurskoðað kunna bók sína um upphaf Palestínuvandamálsins Jerúsalem. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.