Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 65

Morgunblaðið - 31.01.2004, Síða 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 65 Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Hádegistilboð alla daga Restaurant Pizzeria Gallerí - Café IDOL-stjarna Íslands, Kalli Bjarni, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Í hádeginu á föstudag afhenti hann Hard Rock Café jakkann marglita, sem hann klæddist á úrslitakvöldinu. Jakk- inn góði, sem hefur verið nefndur „gardínujakkinn“ eða „gardínan“ bætist þá í hóp þeirra rokk- og poppminja, sem eru til sýnis á veitingastaðnum. Ennfremur tók hann lagið fyrir gesti staðarins, sem höfðu gaman af þessari uppákomu, og gaf sér tíma fyrir áritanir. Kalli Bjarni er gjafmildur Áletrunin á glerinu segir: „Kalli Bjarni, Idol-stjarna 2004, „gard- ínujakkinn“. Fjölskylda Kalla kom með honum af þessu skemmtilega tilefni: (frá vinstri) Súsanna Margrét, Maríus Máni, Kalli Bjarni sjálfur og Aðalheiður Hulda . „Gardínan“ komin á Hard Rock Bragi Jóhannsson mætti í alveg eins jakka og heilsaði upp á Kalla Bjarna. Morgunblaðið/Eggert VETRARHÁTÍÐ Reykjavíkurborg- ar verður haldin dagana 19.– 22. febr- úar. Dagskráin í ár mun m.a. einkenn- ast af samslætti ólíkra menningar- heima. Svokölluð „Þjóðahátíð“ verður þannig haldin í Alþjóðahúsinu og munu fjórtán þjóðir kynna þar menn- ingu sína, matargerð og fleira með margvíslegum uppákomum. Leikskólabörn í Reykjavík munu þá velja sér þjóðfána og hittast á grænum svæðum borgarinnar til að koma þeim skilaboðum áleiðis að allir í heiminum eigi að vera vinir eins og þau. Einnig verður Barcelona skoðuð í krók og kima á Kjarvalsstöðum. Hápunktur þessarar vetrarhátíðar er þó tvímælalaust heimsókn tónlist- arhópsins Voices for Peace sem mun troða upp þrisvar í porti Hafnarhússins, m.a. einu sinni sér- staklega fyrir börn. Hljómsveitin er skipuð gyðingum, múslimum og kristnum mönnum og flytur tónlist frá bæði frá Evrópu og Mið-Austur- löndum auk gamalla bæna og kvæða. Sveitin er leidd af hinni sjarmerandi söngkonu Timnu Brauer. Hátíðin er ekki bundin við miðbæ- inn og er sérstök áhersla á eitt tiltekið hverfi á hverju ári. Nú er það Árbær- inn sem fær að njóta sín á síðasta degi hátíðarinnar. Það er Höfuðborgarstofa sem sér um skipulagningu Vetrarhátíðar og eru Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og SPRON bakhjarlar hennar. Dagskráin verður auglýst nánar síðar. Friður og fjölmenning á Vetrarhátíð í Reykjavík Timna Brauer ásamt hljómsveitarstjóranum Elias Meiri. Voices for Peace leikur www.reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.