Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LY K I L L I N N A Ð H Á L E N D I Í S L A N D S Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is HÁLENDISHAN DBÓKIN ÖKULEIÐIR , GÖNGULE IÐIR OG ÁF ANGASTAÐ IR Á HÁLE NDI ÍSLAN DS Ö N N U R Ú TÁ FA 2 0 0 4 PÁLL ÁSGE IR ÁSGEIRS SON SHANDBÓKIN I S B N 9 9 7 9 9 6 3 9 3 NÝJAR LEIÐ IR OG FERS KAR UPPLÝ SINGAR NÝJAR LJÓS MYNDIR GEISLADISK UR MEÐ M YNDSKEIÐU M AF 80 VÖÐUM Á HÁLENDI NU FYLGIR BÓKSALI FRÁ 1872 FÁÐU NÝJA OG GLÆSILEGA FYRIR ÞÁ GÖMLU HÁLENDISHANDBÓK [ 2004 ] EF ÞÚ ÁTT FYRRI ÚTGÁFU HÁLENDISHANDBÓKARINNAR GETURÐU FARIÐ MEÐ HANA Í PENNANN EYMUNDSSON EÐA MÁL OG MENNINGU ÞAR SEM HÚN ER TEKIN UPP Í NÝJU BÓKINA Á 1.000 KR. ÞANNIG GETURÐU EIGNAST NÝJU BÓKINA Á AÐEINS 3.980 KR. Í STAÐ 4.980 KR. TILBOÐIÐ GILDIR TIL 15. JÚNÍ. UNGIR íþróttamenn úr Rimaskóla sigruðu í öllum aldursflokkum í frjálsíþróttamóti grunnskólanna sem fram fór á dögunum. Alls var um að ræða fjóra árganga, fimmta til áttunda bekk og kepptu bæði kynin til sigurs í öll- um flokkum. Að sögn Helga Árnasonar, skólastjóra í Rimaskóla, er þessi góði árangur að miklu leyti að þakka tengslum skólans við íþróttafélagið Fjölni. „Svo vel vill til að kennari í skólanum, Jónína Ómarsdóttir, er einnig frjáls- íþróttaþjálfari Fjölnis í Graf- arvogi og hefur náð að laða til sín krakkana. Það má segja að flestir hafi kynnst frjálsíþróttunum í gegnum hennar starf,“ segir Helgi. Þetta er fjórða árið í röð sem Rimaskóli vinnur þann titil að vera besti frjálsíþróttaskóli lands- ins og í fyrsta sinn sem sigur vinnst í öllum árgöngum. „Það er engin ástæða til annars fyrir skól- ann en að halda áfram á sömu braut, þar sem ánægjan og efni- viðurinn er enn til staðar og vel það.“ Að sögn Helga eru krakkarnir í skólanum afar stoltir og hverfið allt. „Skólinn stendur sig mjög vel, hann er Íslandsmeistari í skák og ræðumennsku og hefur víða sýnt ótrúlega góðan árang- ur,“ segir Helgi. Morgunblaðið/Kristinn Rimaskóli vann í öllum flokkum HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir gagnrýnir fjárveitingavaldið í nýrri ársskýrslu embættisins fyrir ár- ið 2003. Hann segir embættið ekki hafa fengið fjárveitingar á undanförn- um árum til að halda uppi nægilegum sýnatökum og rannsóknum til að geta sýnt fram á einstæða stöðu Íslands með tilliti til búfjársjúkdóma. Að óbreyttu telur yfirdýralæknir líklegt að Íslandi verði í framtíðinni að lúta „einræðisvaldi“ Evrópusam- bandsins hvað varði innflutning á lif- andi búfé og búfjárafurðum ef ekki verði hægt að sýna fram á einstæða stöðu landsins, sökum „skilningsleys- is“ fjárveitingarvaldsins. Í upphafi ávarps í ársskýrslunni bendir yfirdýralæknir á að Ísland hafi haft undanþágur frá ákvæðum um dýr og dýraafurðir í EES-samningn- um. Árið 2000 hafi ESB óskað eftir því að undanþágur Íslands yrðu af- numdar til samræmis við samning Noregs. Viðræður á þeim tíma hafi engu skilað og fulltrúar ESB tekið málið upp á sameiginlegum fundi með EFTA-ríkjum í lok nóvember sl. í tengslum við innleiðingu þessara ríkja á matvælareglugerð ESB. ESB mun halda áfram með einum eða öðrum hætti „Máli þessu er því ekki lokið og ljóst er að ESB mun halda áfram, með einum eða öðrum hætti, að pressa á Ísland að yfirtaka þessar gerðir, sem myndi þýða að Ísland verði, að öllu óbreyttu, að heimila frjálst flæði á lifandi dýrum og land- búnaðarafurðum frá öllum ESB-lönd- um,“ segir Halldór í skýrslunni. Hann segist gera þetta að umræðu- efni þar sem hann telji að Noregur muni hefja viðræður við ESB um að ganga í sambandið í kjölfar kosninga í Noregi á næsta ári. Semji Norðmenn um inngöngu verði Íslendingar að gera slíkt hið sama. Bendir yfirdýra- læknir á að Noregur hafði í upphafi svipaðar undanþágur í EES-samn- ingnum og Ísland en ákvað síðar að semja um afnám þeirra. Áður en til þess hafi komið hafi yfirdýralæknir- inn í Noregi fengið umtalsverðar fjár- veitingar til að kanna með sýnatökum og rannsóknum hver væri raunveru- leg staða búfjársjúkdóma í landinu. Staðan hafi reynst góð og síðan hafi Norðmenn haldið uppi reglubundn- um sýnatökum til að sýna fram á sitt góða og óbreytta sjúkdómsástand. Yfirdýralæknir gagnrýnir fjárveitingarvaldið Telur líkur á að Ís- land lúti „einræð- isvaldi“ ESB fáist ekki fjármagn SIÐANEFND Háskóla Íslands hef- ur sent frá sér álitsgerð um kæru vegna vefsetursins Kvennaslóða frá dr. Jóhanni M. Haukssyni stjórn- málafræðingi en á vefsetrinu er að finna upplýsingar um konur sem unnið hafa rannsóknir í HÍ og verk- efni þeirra. Helsta niðurstaða siðanefndarinn- ar er sú að tímabundin og málefna- leg starfræksla vefsetursins og aðild Háskólans að því, brjóti ekki í bága við siðareglur Háskóla Íslands. Í umsögn siðnefndarinnar segir m.a.: „Alkunna er og staðfest með rannsóknum, að hlutur kvenna er rýr þegar fjölmiðlar leita til fróðra manna til að fjalla um tiltekin mál og gefa álit. Sömuleiðis er hlutur kvenna rýr í hvers konar stjórnum, ráðum og nefndum, hvort sem er á vegum hins opinbera eða einkaaðila. Þessar fullyrðingar hafa ekki verið vefengdar svo að okkur sé kunnugt, og kærandi í fyrirliggjandi máli vefengir þær ekki í kæru sinni. Með vefsetrinu Kvennaslóðum er gerð tilraun til að breyta þessu ástandi með því að kynna til sögu konur sem eru fúsar til að taka að sér verkefni af því tagi sem um ræðir. Ekki verður séð að þessi aðgerð komi illilega niður á einstaklingum sem eiga ekki kost á aðild að þessu tiltekna vefsetri (þ.e.a.s. körlum).“ Niðurstaðan fagnaðarefni Erla Hulda Halldórsdóttir, sagn- fræðingur hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK), segir niðurstöðuna mikið fagnaðar- efni fyrir þá aðila sem stóðu að verk- efninu, „bæði okkur hjá RIKK og þá aðila utan HÍ sem stóðu að verkefn- inu með okkur og studdu það fjár- hagslega. Þessi niðurstaða þýðir að við getum aftur farið að vinna í því að þróa gagnagrunninn áfram og finna honum varanlegan samastað utan Háskólans, eins og ætíð hefur verið gert ráð fyrir, en sú vinna og frekari þróun gagnagrunnsins hefur setið á hakanum undanfarna mánuði.“ Jóhann M. Hauksson segir athygl- isvert að siðanefndin taki ekki til grundvallarmálefnisins, sem sé að mannréttindi og siðareglur og annað slíkt miði við einstaklinga en ekki hópa. „Jákvæð mismunun og sér- tækar aðgerðir miða alltaf við hópa eins og þær koma fram í lögum hér á Íslandi og það var ekki tekin afstaða til þessa grundvallarefnis,“ segir Jó- hann. „Svo virðist vera sem siða- nefnd segi að jákvæð mismunun sé réttlætanleg innan HÍ vegna þess að gildandi lög og ríkjandi viðhorf á hverjum tíma á Íslandi heimili já- kvæða mismunun.“ Jóhann segir rétt að lögin heimili mismunun, en ekki endilega ríkjandi viðhorf. „Það virðist vera svo að fólk sé sammála grunninum að því sem ég segi en ekki afleiðingunum, sem hljóti að vera að jákvæð mismunun eigi ekki rétt á sér. Samkvæmt jákvæðri mis- munun er til dæmis ráðherradóttur gert hærra undir höfði í samfélaginu en syni fátæklinga sem hafa engin völd eða gæði til að hjálpa afkvæm- inu.“ Siðanefnd HÍ leggur blessun yfir Kvennaslóðir Kærandi segir siðanefndina ekki taka afstöðu til grundvallarefnis kærunnar í umsögn sinni um málið EMBÆTTI sóknarprests í Setbergsprestakalli í Snæ- fells- og Dalaprófastsdæmi hefur verið auglýst laust til umsóknar frá fyrsta septem- ber næstkomandi. Það er biskup Íslands sem auglýsir embættið. Prestakallið er í Grundar- firði, en þar var Karl V. Matthíasson þjónandi sóknar- prestur. Hann hefur nokkur undanfarin ár gegnt þing- störfum á Alþingi og því verið í orlofi. Á meðan hefur sr. El- ínborg Sturludóttir gegnt embætti prests í Setbergs- prestakalli. Í fyrra var stofnað nýtt embætti forvarnarprests, sem Karl hefur nú tekið við. Því sagði hann embætti sínu á Grundarfirði lausu. Presta- kallið auglýst Grundarfjörður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.