Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 10
10 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
N
ýjasta kvikmynd Mich-
aels Moores, Farenheit
9/11, fékk rífandi viðtök-
ur er hún var frumsýnd á
mánudaginn var á kvik-
myndahátíðinni í Can-
nes. Moore var klappað
lof í lófa að lokinni sýn-
ingu og var hylltur sem rokkstjarna af fjöldan-
um sem beið fyrir utan Hátíðarhöllina er hann
yfirgaf hana. Hann er enda hvergi vinsælli en í
Frakklandi og óvíða fá umdeildar skoðanir
hans á bandarísku samfélagi og stjórnkerfi
betri hljómgrunn.
Blaðamaður Morgunblaðsins var á lokaðri
blaðamannasýningu fyrr um daginn þar sem
einnig voru stórlaxar í faginu á borð við banda-
ríska gagnrýnandann Roger Ebert, Tom
Brooks, kvikmyndafréttamann hjá BBC, Todd
McCarthy sem gagnrýndi myndina fyrir Var-
iety og Alan Hunter, gagnrýnanda Screen Int-
ernational. Þar var einnig staddur sjálfur
Harvey Weinstein, forstjóri Miramax-fyrir-
tækisins, eflaust til að kanna viðbrögð þessara
áhrifaríku manna en hefur samt varla orðið
mikils vísari því það var áberandi hversu menn
héldu mun betur að sér spilunum en á blaða-
mannasýningu á Bowling For Columbine í
fyrra. Þar gátu fáir leynt tilfinningum sínum;
hlógu, klöppuðu, hrópuðu af fögnuði eða baul-
uðu af vanþóknun. Myndin er með í keppninni
á hátíðinni og hefur verið beðið með mikilli eft-
irvæntingu enda hefur hún þegar valdið mikl-
um deilum milli framleiðandans Miramax og
Disney-risans sem hefur ákveðið að dreifa ekki
myndinni í Bandaríkjunum.
Stór hluti áhorfenda á sýningunni sem
blaðamaður Morgunblaðsins sótti var banda-
rískur en viðbrögðin voru samt í jákvæðari
kantinum, töluvert hlegið og klappað að sýn-
ingu lokinni, en þó ekki nærri því eins lengi og
á frumsýningunni sjálfri. Sem bæði gæti falið í
sér vísbendingar um minnkandi stuðning við
Bush meðal landa hans en líka að hann hafi
hvort eð er aldrei haft mikinn stuðning einmitt
meðal blaðamanna og gagnrýnenda.
Mikilvægar upplýsingar fyrir kjósendur
„Þessi mynd er ekki bara „Losum okkur við
Bush“– yfirlýsing, enda þarf maður ekki að
sitja í tvo tíma í kvikmyndahúsi til að komast
að þeirri niðurstöðu,“ sagði Moore við blaða-
menn í Cannes daginn fyrir frumsýningu
myndarinnar. „Við vildum frekar glíma við
stærri málefni, eins og hvar við stöndum nú
sem manneskjur eftir 11. september. Stór hluti
myndarinnar fer í að spyrja spurninga. Svörin
fylgja ekkert endilega því áhorfendur eru
beðnir að blanda sér í umræðuna og reyna að
leita sjálfir svara.“
En hvað sem hann segir þá er myndin samt
greinilegt ákall til bandarísku þjóðarinnar um
að skoða nú vandlega frammistöðu forseta síns
áður en hún gerir upp hug sinn í kjörklefanum
2. nóvember. Ákall til þjóðarinnar um að hún
losi sig við George W.Bush.
Þannig er Farenheit 9/11 vissulega hörð
árás á forseta Bandaríkjanna, George W.
Bush, og reyndar á ráðamenn í Bandaríkjun-
um almennt, bæði repúblíkana og demókrata,
sem og bandaríska fjölmiðla fyrir að hafa, að
Moore heldur fram, leynt fyrir þjóðinni mik-
ilvægum upplýsingum með einhliða frétta-
flutningi hliðhollum ráðamönnum.
En það er um leið áberandi hversu heim-
ildaúrvinnsla Moores sjálfs er einhliða og hlut-
dræg í myndinni og því í raun nákvæmara að
tala um hana sem áróðursmynd fremur heim-
ildarmynd. Ólíkt fyrri myndum Moores hefur
hann ekkert rúm fyrir skoðanaskipti. Raddir og
rök andvíg hans eigin fá ekkert pláss að þessu
sinni, sem gerir myndina jafnvel ennþá hættu-
legri en hans fyrri.
Moore neitar ekki að hafa gert þessa mynd
til þess að reyna að hafa áhrif á hvort eða
hvernig bandaríska þjóðin muni kjósa. „Auðvit-
að sýni ég myndina nú í sumar vegna þess að
kosningarnar eru framundan,“ sagði Moore á
blaðamannafundi sem haldin var í Cannes eftir
að blaðamenn höfðu séð myndina. „Það hefði
verið eitthvað bogið við að sýna hana í janúar,
svolítið eins og að sýna jólamynd að sumri til.
Ég átta mig ekki á hversu mikil áhrif myndin
mun hafa á kosningarnar. Ég vona bara að hún
upplýsi áhorfendur og þeir verði betri borgarar
eftir að hafa séð hana, hvað sem það þýðir nú.“
Öll sú umræða sem á eftir að skapast, og er
þegar hafin, í kringum frumsýningu myndar-
innar vestanhafs á eflaust eftir að beina athygl-
inni frekar að einhverjum málum sem Bush
hefði gjarnan viljað komast hjá að þurfa að
ræða svona stuttu fyrir kosningar. En hversu
áhrifamikil myndin á eftir að verða er erfiðara
að spá um, því líklegt verður að telja að myndin
og boðskapur hennar eigi ekki eftir að ná ein-
mitt til þeirra sem Moore beinir orðum sínum
fyrst og fremst til; hinna lægra settu í þjóð-
félaginu og þeirra sem hingað til hafa ekki séð
ástæðu til að mæta á kjörstað.
Poppkornsáróður
En hvað sem líður skoðunum manna á vinnu-
brögðum Moores er erfitt að draga í efa hæfni
hans á sínu sviði, sem áróðursmeistari, maður
með ákveðnar skoðanir á samfélagi sínu og
pólitík, sem honum er einkar lagið að leggja
fram á aðgengilegan, áhrifaríkan en fyrst og
fremst skemmtilegan máta sem hreyfir við
áhorfendum og getur verið sterkt vopn.
„Þegar allt kemur til alls, þá hugsa ég fyrst
og fremst um að gera mynd sem mig myndi
sjálfan langa að sjá á föstudagskvöldi með kon-
unni. Fá pössun og maula poppkorn yfir. Mér
hefur alltaf fundist nauðsynlegt að geta hlegið á
tímum sem þessum. Þess vegna legg ég ætíð
mikið upp úr því að myndirnar mínar séu
skemmtilegar áhorfs og uppfullar af kímni.
Fram til þessa hef ég sjálfur reynt að gera eða
segja eitthvað fyndið, en núna var ég sá alvar-
legi og leyfði Bush að eiga allar fyndnu setning-
arnar. Hann ætti því að geta fengið einhver höf-
undarlaun fyrir,“ sagði Moore á
blaðamannafundi sem haldinn var eftir fyrstu
sýningar á myndinni.
Meðal þess sem Moore gerir í myndinni til
að „skemmta“ áhorfendum, samhliða því að
upplýsa þá, er að sýna ráðamenn í annarlegum
og svolítið vandræðalegum aðstæðum; í sminki
fyrir sjónvarpsupptöku, að laga á sér hárið, t.d.
með því að bleyta greiðuna með munnvatni, og
svo náttúrlega Bush að fara með eitthvert
fleipur, mismæli eða bara flissandi.
Þetta skemmtanagildi hefur átt stóran þátt í
því að Michael Moore, þessi mikli og ástríðu-
fulli róttæklingur, hefur gert heimildarmyndir
sem náð hafa til fleira fólks en heimildarmynd-
ir nokkurra annarra, bæði fyrr og síðar. Bowl-
ing For Columbine, sem færði Moore verðlaun
í Cannes í fyrra og Óskarinn fyrr á árinu, er
mest sótta heimildarmynd í sögu bandarískra
kvikmyndasýninga. „Það sem er sláandi við
það er að 70% þeirra sem sáu hana sögðust
aldrei áður hafa séð heimildarmynd í kvik-
myndahúsi,“ segir Moore.
Bush og bin Laden
Nafn myndarinnar leiðir hugan að bók Rays
Bradburys og samnefndri mynd Francois
Truffaut, Farenheit 451, sem fjallar um fram-
tíðarþjóðfélag ritskoðunar og vísar til þess
hitastigs, sem kviknar í pappír af sjálfsdáðum.
Tímaskeið Farenheit 9/11 spannar kjörtíma-
bil Bush forseta sem lýkur nú í nóvember þeg-
ar haldnar verða forsetakosningar. Það er ekki
mjög margt nýtt sem kemur fram í myndinni;
flestar þessar ásakanir hafa verið lagðar fram,
oftast af þeim sem teljast á róttækari eða
frjálslyndari vængnum í bandarískum stjórn-
málum. En Moore tekst kannski betur nú en
öðrum að tengja þessi ákæruatriði saman og
varpa fram spurningum sem vissulega er nauð-
synlegt að fá svör við.
Hann byrjar á byrjuninni. Með því að leggja
fram, að hann telur, óyggjandi sannanir fyrir
því að Bush hafi bókstaflega rænt forsetastóln-
um með því að þvinga í gegn kosningasigur í
Flórídaríki með aðstoð fréttastofu Fox-sjón-
varpsstöðvarinnar – þar sem fréttastjóri á vakt
á, samkvæmt Moore, að vera nátengdur Bush
– og Hæstaréttar þar sem flestir eigi embætt-
isskipan sína Bush-feðgum að þakka.
Þá gagnrýnir Moore Bush forseta fyrir að
hafa setið með hendur í skauti fyrstu mánuði
kjörtímabilsins, eytt 42% af þeim í fríi við að
leika golf eða í kúrekaleik, og ekkert aðhafst er
sérfræðingar lögðu fram hverja skýrsluna af
annarri sem sögðu að margt benti til að hryðju-
verkaárás á Bandaríkin væri yfirvofandi.
Áður hafði Moore lýst yfir að myndin ætti að
mestu að fjalla um náin viðskiptatengsl Bush-
fjölskyldunnar við bin Laden-fjölskylduna
sádí-arabísku og að vegna þeirra tengsla hefðu
stjórnvöld klúðrað rannsókninni á hryðjuverk-
unum 11. september 2001. T.d. með því að
hleypa úr landi meðlimum úr bin Laden-fjöl-
skyldunni og fleiri sádí-arabískum fjölskyld-
um, alls 24 talsins, þegar flugbann átti að ríkja
dagana eftir árásirnar. Þar nýtur hann stuðn-
ings fyrrum yfirmanns hjá FBI sem heldur
fram að rannsóknin á hryðjuverkunum hafi
klúðrast stórkostlega.
Inn í þessi tengsl milli Bush- og bin Laden-
fjölskyldnanna dregur Moore svo gamlan fé-
laga Bush úr hernum, James R. Bath, einhvern
helsta samstarfsaðila bin Laden-fjölskyldunn-
ar vestanhafs. Til að sanna að Bush hafi reynt
að fela tengsl sín við Bath, leggur hann fram
gamla herskýrslur sem hann segist hafa kom-
ist yfir árið 2000, þar sem þeir eru sagðir hafa
fengið lausn saman úr hernum. Þegar þess var
svo krafist að skýrslan yrði opinberuð fyrir
skömmu, segir Moore að búið hafi verið að rit-
skoða hana með því að fela nafn Baths. Það sé
dæmi um feluleik Bush-fjölskyldunnar.
Viljuga Ísland
Moore afgreiðir sjálf hryðjuverkin af
smekkvísi en þó á mjög áhrifaríkan máta með
því að sleppa því að sýna myndirnar er flugvél-
arnar tvær fljúga á turnana á World Trade
Center en nota hljóðið, með svartri mynd. Svo
sýnir hann viðbrögð þeirra sem sáu þessa
skelfilegu sýn á götum í kring, og svo viðbrögð
Bush, er hann fær fréttirnar þar sem hann er
staddur í kennslustofu með grunnskólabörn-
um. Til eru frægar ljósmyndir frá því er að-
stoðarmenn hvísla að honum að önnur flugvél
hafi flogið á turnana, og af honum að glugga í
Örvæntingarfullt ákall til
bandarísku þjóðarinnar
Reuters
Michael Moore stillir sér upp fyrir ljósmyndara við kynningu myndar sinnar Fahrenheit 9/11 á kvikmyndahátíðinni í Cannes sl. mánudag. Moore hefur
greinilega nýlokið við gerð myndarinnar því nýjustu myndskeiðin komust í fréttirnar aðeins fyrir nokkrum vikum. Hann segir ekki útilokað að eðli máls-
ins samkvæmt kunni vel að vera að hann breyti myndinni og bæti einhverju við hana áður en hún verður frumsýnd vestanhafs. „Ég hef fjármagn og leyfi
til að gera það og því aldrei að vita nema hún eigi eitthvað eftir að breytast. Þetta er samt fullkláruð mynd sem þið sáuð hér í Cannes.“
Engin kvikmynd í Cannes hefur vak-
ið eins mikil viðbrögð og mynd
Michaels Moores, Fahrenheit 9/11,
þar sem hann rekur á tveimur tím-
um viðburðaríkt kjörtímabil George
W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og
leggur fram alvarlegar ásakanir á
hendur forsetanum og hans nánustu
samstarfsmönnum. Skarphéðinn
Guðmundsson sá myndina í Cannes
og var viðstaddur fjörlegan blaða-
mannafund með Moore.
’Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikil áhrif myndinmun hafa á kosningarnar. Ég vona bara að hún upplýsi
áhorfendur og að þeir verði betri borgarar eftir að hafa
séð hana, hvað sem það þýðir nú.‘