Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 16
16 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„Hjörtum mannanna
svipar saman / í Súdan
og Grímsnesinu“, kvað
Tómas Guðmundsson
um miðja síðustu öld. Á
sama hátt hljóta hjörtu manna að slá í svipuðum takti í
Kaupmannahöfn og Istanbúl, annarsvegar norðarlega
og hinsvegar syðst í Evrópu. Ljósmyndarar Morg-
unblaðsins sóttu þessar ólíku borgir heim á dögunum.
Ómar Óskarsson naut sólar við Eyrarsund, eins og
fjöldi íslenskra ferðalanga gerir um þessar mundir,
enda Kaupmannahöfn einhver vinsælasti áfangastaður
landans. Sverrir Vilhelmsson var hinsvegar í Tyrklandi,
í borginni Istanbúl, sem kölluð hefur verið hliðið að
Evrópu, og svipmyndir þeirra sýna mannlíf götunnar.
Morgunblaðið/Ómar
Hjólhesturinn: Danir eru frægir fyrir reiðhjólin sín, en þetta var komið á hvolf á Kaupmagaragötu, þar sem hljóðfæraleikarar léku og vegfarendur nutu sólar.
Morgunblaðið/Ómar
Tískumyndin: Aðstoðarkona tískuljósmyndara notar skerm til að endurvarpa ljósi á danska módelið sem sendir sitt blíðasta bros í linsuna.
Rispur
Morgunblaðið/Sverrir
Andlit: Á götu í Istanbúl er brosað við ljósmyndaranum.
Morgunblaðið/Sverrir
Marmarahafið: Þeir eiga hjól víðar en í Kaupmannahöfn. Í Istanbúl glitrar Marmarahafið bakvið piltinn sem fylgist með umferðinni.
Morgunblaðið/Sverrir
Tesalinn: Þjóðlegur á rölti með tebrúsann.
Morgunblaðið/Ómar
Nýhöfn: Litrík húsin á góðum degi.
Morgunblaðið/Ómar
Kæling: Ísinn í andlit konunnar.