Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 18
18 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á
Pradó-listasafn-
inu eru mörg
stórvirki lista-
sögu fyrri alda og
hefur það að
geyma mikinn
fjölda slíkra
verka. Á Safni
Soffíu drottningar (El museo de la
reine Sofia) má hins vegar sjá verk
okkar tíma og aftur til byrjunar 20.
aldarinnar. Mörg eru þau verkin
sem fjalla um átök og ofbeldi en ekki
síður eru þau mörg sem fjalla um
fegurðina eða hið fagra og góða, ótal
verk sem fjalla um hið sammannlega
sem ættu að geta fært okkur nær því
að hafa samkennd með náunganum
og hvatt mannfólkið til samstöðu og
samvinnu. Yfirlitssýning var á Pradó
á uppstillingum eftir Luis Melendes
sem var uppi á 18. öld. Voru þau verk
sannkallaður óður til fegurðar sköp-
unarverksins. Þar var ávöxtum jarð-
ar gjarnan stillt upp ásamt mann-
gerðum hlutum borðhalds svo að
samræmið vakti hugsanir um þá
hamingju og fegurð sem getur staðið
okkur til boða.
Tilfinningahiti í listum á Spáni
Varla er hægt annað en taka eftir
því hve mikill tilfinningahiti og
„dramatík“ einkennir oft verkin á
listasöfnum Spánar, t.d. hjá Goya og
El Greco á Pradó-safninu og svo hjá
ýmsum seinni tíma listamönnum á
„Soffíusafni“ en þar eru verk Picasso
og Tapies svo einhverjir séu nefndir.
El Greco, sem var grískur að upp-
runa, vann aðalævistarf sitt á Spáni,
í Tóledó, 1576–1614 og talsvert af
verkum hans er að finna í safni dóm-
kirkjunnar í Tóledó. Það sem vekur
athygli er hinn mikli tilfinningahiti
sem stafar af verkum hans. Þar er
meðferð lita, birtu og myndbygging-
in miðuð að því að miðla sem sterk-
ast boðskap listamannsins, sannkall-
aður expressionismi. Lengi vel var
El Greco ekki haldið fram í listasög-
unni eða ekki fyrr en á 19. öld og var
þá helst fjallað um hann sem „geð-
truflaðan listamann“ eða jafnvel
listamann með ruglað sjónskyn. Það
var fyrst í lok 19. aldar sem nokkrir
listamenn á Spáni fóru að safna
verkum hans og kynna og vöktu þau
þá verðskuldaða athygli hjá yngri
kynslóð listamanna í Barcelona.
Einn af þessum ungu listamönnum,
Pablo Picasso, keypti verk eftir hann
1905 og gætir áhrifa þess málverks í
hinni frægu mynd Picassos „Ung-
frúrnar í Avignon“.
Ýmsir aðrir listamenn 20. aldar
hafa einnig orðið fyrir áhrifum frá
verkum El Grecos.
Nú er í Lundúnum í National Gall-
ery við Trafalgar Square yfirlitssýn-
ing á verkum El Grecos og lýkur
henni nú um helgina.
Í hinu mikla safni stórkostlegra
verka, Pradó, er hið fræga verk Go-
ya þar sem borgarar í Madríd eru
leiddir til aftöku eftir misheppnaða
uppreisn gegn herdeild Napóleons
er ráðist hafði inn í Spán. Goya hafði
tekið að sér, vegna féleysis að því er
sagt er, að vinna verk er sýndi hetju-
skap Spánverja en fór síðan þá leið
að sýna miskunnarleysi styrjalda og
blóðugs ofbeldis. Umkomuleysi
manneskjunnar við slíkar aðstæður
blasir við í tveim stórum málverkum
Goya á Pradó, í því fyrra er barist í
návígi en í hinu er aftakan. Myndin
af aftökunni með manninum á hvítu
skyrtunni sem teygir út hendurnar
eins og á krossi er örugglega greypt í
hug margra. Goya fyrir 200 árum lif-
ir sig inn í sálarlíf persónanna er
mæta dauðastundinni og miðlar
þeim andblæ til okkar á 21. öld.
Algildar tilvísanir –
Hróp Picassos gegn stríði
Á Safni Soffíu drottningar þar
sem seinni tíma list er til húsa er nú
hið margfræga verk Picassos
„Guernica“. Það vann hann fyrir
heimssýninguna í París 1937 og var
það ásamt nokkrum fleiri listaverk-
um í skála Spánar þar. Borgarastríð-
ið á Spáni stóð yfir og ásamt ótal öðr-
um listamönnum studdi Picasso
heilshugar baráttu spænska lýðveld-
isins gegn herdeildum Francos.
Hann starfaði í París og frétti þar af
atburðum þegar Þjóðverjar höfðu í
samvinnu við Franco gert loftárás á
borgina Guernicu á Spáni.
Ljósmyndir frá afleiðingum
sprengjuárásarinnar birtust í hinu
franska dagblaði l’Humanité og Pi-
casso fór að vinna verk sem varð
hróp gegn stríði. Myndin er unnin úr
persónulegum myndheimi Picassos
og má þar sjá brot úr ýmsu sem hann
hafði fengist við áður eins og t.d.
hina grátandi konu og nautaatið.
Þó að ljósmyndir af vettvangi í
Guernicu hafi verið kveikjan að mál-
verkinu þá er ekkert í myndefni þess
sem vísar beint til atburðarins sjálfs,
hvorki vopn né hermenn, heldur er
vísað til þeirrar sorgar og dauða-
stríðs sem getur verið hvar sem er í
heiminum þegar óbreyttir borgarar
verða fórnarlömb stríðsátaka.
Sem dæmi um táknrænt gildi
Guernicu Picassos má nefna atburð
frá því í fyrravor sem vakti athygli
margra. Veggteppi unnið eftir mál-
verkinu hangir í aðalbyggingu Sam-
einuðu þjóðanna í New York en
þangað var Colin Powell mættur á
fréttamannafund til að tilkynna að
Bandaríkjamenn væru að fara í stríð
við Írak. Á þessum fundi stóð hann
fyrir framan veggteppið „Guernicu“
en listaverkið var hulið með yfir-
breiðslu.
Tvennar sögur fara af því hver
hafi farið fram á yfirbreiðsluna.
Ýmsir héldu því fram að það hefði
verið Powell sjálfur eða einhver úr
hans liði en síðar kom sú skýring að
það hefðu verið fréttamenn ein-
hverra sjónvarpsstöðva því þeim
hefði þótt bakgrunnurinn of „trufl-
andi“ fyrir myndatökur. Hver sem
skýringin er fær þessi atburður líka
táknrænt gildi og mætti kalla hann
„gjörning“. En hver höfundur gjörn-
ingsins er fæst ekki staðfest.
Verk um heiminn í dag
Þótt hin frægu verk listasögunnar
sem hægt er að skoða í Madríd grípi
hugann þá var ekki síður ýmislegt
annað í listasölum þar sem vakti at-
hygli. „Circulo de Belles Artes“ er
menningarmiðstöð í miðborginni við
Calle Alcalá í næsta nágrenni við
stóru söfnin. Þar er leikhús og sýn-
ingarsalir fyrir myndlist ásamt
glæsilegu kaffihúsi.
Í einum salnum þar var sýning á
um 300 plakötum frá spænska borg-
arastríðinu eða frá árunum 1936–39
þegar stjórn spænska lýðveldisins
ásamt ýmsum pólitískum og fé-
lagslegum samtökum átti í baráttu
gegn uppreisn stuðningsmanna
Frankós.
Spænska lýðveldið var stutt af
miklum fjölda menntamanna og
listamanna og var í þeim hópi einnig
mikill fjöldi hönnuða og teiknara
sem lagði sig fram til stuðnings bar-
áttu fyrir bættum kjörum alþýðunn-
ar. Á sýningunni eru það bæði hin
listrænu gæði og upplýsingarnar
sem vekja áhuga. Þarna kemur vel
fram hvernig veggspjöld og mynd-
mál var notað til að koma boðskap
áleiðis. Stundum sem hvatning til
baráttu og samstöðu, stundum til
upplýsinga og uppfræðslu um fé-
lagslega möguleika. T.d. „kenndu fé-
laga þínum að lesa!“ eða áminningar
um hörmungar sem þyrfti að vígbú-
ast gegn eins og plakat með marg-
umtalaðri ljósmynd af líkum barna
er höfðu verið myrt í sprengjuárás
sem víða hefur vakið spurningar um
hvað er rétt að birta og hvar.
Sýningar frá Grikklandi
og Mið-Ameríku
Í annarri menningarmiðstöð í
Madríd, „Centro Cultural del Conde
Duque“, voru sýningar á nýjum
verkum sem færðu fram ýmis sjón-
arhorn á veruleika úti í heimi og
fjölluðu ekki síður um lífsbaráttuna.
Voru það sýningar ungra listamanna
frá ýmsum heimshornum. Í einum
salnum var sýning ungra listamanna
frá Grikklandi. Um var að ræða inn-
setningu, að mestu í formi tölvu-
leikja er fjölluðu á gagnrýninn hátt
um muninn á mynd þeirri sem tölvu-
leikir og hátæknital um stríðsrekst-
ur gefa af stríði og á reynslu fólks
sem lendir í að vera raunveruleg
fórnarlömb slíkra átaka.
Í öðrum sölum Conde Duque
menningarmiðstöðvarinnar var sýn-
ingin „Fjölbreytt borg“ frá Mið-Am-
eríku. Hún var um verkefni sem var
unnið á árinu 2003 af listamönnum
ýmissa borga þar sem fjallað var um
efnivið frá hverfum eða strætum, um
fólkið eða með fólkinu. Þar var ým-
islegt að sjá sem færði mann nær og
gaf ný sjónarhorn á líf fólks og að-
stæður t.d. í Panamaborg, Managva í
Níkaragva og í Kosta Ríka.
Skúlptúr á gangstétt –
hinn fallni
Við Calle Alcada í nágrenni við
Circulo de Belle Arte gengu vegfar-
endur fram á bronsskúlptúr á gang-
stéttarhorni. Þar var hinn fallni her-
maður, höfuð manns og hests, brotin
vopn og hendur. Þetta er eftir Fern-
ando Sanchez Castillo og hluti af
sýningu þar sem verk voru sett upp
tímabundið á ýmsum stöðum í borg-
inni.
Algengt er að sjá „monumental“
listaverk í borgum þar sem hinn
stolti hershöfðingi eða þjóðhöfðingi á
hestbaki gnæfir yfir öllu. Það getur
verið álitamál hvort sum þeirra
verka flokkast undir list en oftast er
tilgangur þeirra að sýna vald per-
sónunnar á hestbakinu eða til að
minna á forna frægð og hafa tákn-
rænt gildi. Sjaldgæfara er að rekast
á verk á strætum eða torgum höf-
uðborga steypt í brons sem sýna og
vekja spurningar um fallvaltleika
þess valds sem byggist á hernaði og
ofbeldi.
Að mæta sögu
og samtíma í Madríd
Í fyrstu viku febrúar sl. gekk lífið sinn gang í Madr-
íd og Jóhanna Bogadóttir var þar á ferð til að skoða
eitthvað af frægum gersemum myndlistarinnar sem
þar er að finna og annað sem gæfi hugmynd um
mannlíf og listir þar. Skömmu síðar verða í Madrid
hörmulegir atburðir sem færðu Spánverja enn nær
hryllingi ofbeldis og átaka í heiminum sem þeir hafa
þó áður fyrr oft fengið rækilega að kynnast. Má víst
segja að saga þeirra hafi oft verið blóði drifin og
margt sem var að sjá í myndlist á söfnum og í sýn-
ingarsölum sem minnti á þá sögu.
Ljósmyndir/Jóhanna Bogadóttir
Fuglar – umhverfisverk á byggingu í Madríd.
Á gangstétt í Madrid – verk eftir Fernando Sanchez Castillo.
Um mikilvægi hinnar skýru hugsunar
frá baráttunni gegn Franco-sinnum.
Picasso með í friðargöngu í Washington 2003. Fimmta innsiglið rofið eftir El Greco.
Höfundur er myndlistarmaður.