Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 21

Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 21
ólíkum valkostum, á grundvelli bestu líkana sem til eru á hverju sviði. Svo er það hlutverk stjórnmála- manna að taka ákvarðanir um hvort fara eigi eftir tillögunum, og þar koma gildismat og siðfræði inn í myndina. Í dag þurfa stjórnmálamenn að taka afstöðu til þess hvaða verkefnum eigi að sinna án þess að vera nógu vel upplýstir um hvað þau kosti og hvaða árangri þau muni skila. Það má líkja því við að þeir hafi fyrir framan sig matseðil þar sem ekki kemur fram hvað réttirnir kosta. Hagfræðingarn- ir reyna að gefa okkur hugmynd um það, gefa stjórnmálamönnum færi á að taka upplýstari ákvarðanir.“ Hvetja til upplýstari ákvarðanatöku Hvernig ætlið þið að fara að því að sannfæra ráðamenn um að fylgja ráð- leggingum ykkar? „Ég ætla ekki að reyna að sann- færa neinn um að fara eftir þessum tillögum! Fyrir mér vakir fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar. Markmiðið með Copenhagen Con- sensus er að fá ráðamenn og allan al- menning til að horfast í augu við að við neyðumst til að forgangsraða, og gerum það í raun og veru nú þegar. Það ætti að leggja fyrst til atlögu við alvarlegustu vandamálin, með að- gerðum sem koma sem flestum til góða. Stjórnmálamenn munu auðvit- að ekki fara eftir listanum okkar í einu og öllu, en þeir þurfa þá kannski að útskýra af hverju þeir gera það ekki. Fyrir því geta vitaskuld verið gild pólitísk eða siðferðileg rök, en þau koma þá að minnsta kosti upp á yfirborðið. Verkefnið verður því von- andi til þess að örva umræðu og hvetja til upplýstari ákvarðanatöku. Þá er tilganginum náð. Við stefnum að því að ráðstefnan verði reglulegur viðburður, og það væri ánægjulegt ef starf okkar yrði til þess að vandamálalistinn hafi tekið breytingum að fjórum árum liðnum. En einnig má geta þess að víða eru gloppur í vísindalegri þekkingu og mörg svið hafa verið vanrækt. Sem dæmi má nefna að er loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér sína fyrstu skýrslu 1990 kom víða fram að um ákveðna þætti lægi ekki fyrir næg vitneskja. En það varð hvati til frekari rannsókna og er næsta skýrsla kom út 1995 var búið að stoppa í mörg göt, og enn fleiri 2001. Ég vona að Copenhagen Consensus muni á sama hátt leiða í ljós hvaða upplýsingar skorti um ákveðin svið og virka sem hvati til frekari þekking- aröflunar og rannsókna. Við bindum því vonir við að verk- efnið muni annarsvegar gefa skýrari mynd af því hvernig alþjóðasamfélag- ið ætti að fjárfesta,og hins vegar af því hvað við vitum og hvað ekki.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 21 andmælendur fengnir til að gagnrýna hverja ritgerð, til að tryggja að öll helstu sjónarmið kæmu fram. Í þessari viku munu síðan hagfræð- ingarnir níu ræða hvert viðfangsefni fyrir sig, á grundvelli ritgerða sér- fræðinganna og athugasemda and- mælendanna, og reyna að komast að niðurstöðu um hvaða aðgerðir skuli hafa forgang. Munu þeir taka saman lista þar sem 30 til 50 valkostum, sem nefndir eru til sögunnar í ritgerðum sérfræðinganna, er skipað í númera- röð. Vinna þeir út frá því sem fram- kvæma megi fyrir þá fjárhæð sem al- þjóðasamfélagið leggur árlega til þróunarmála, um 50 milljarða doll- ara. Niðurstöðurnar kynntar stefnumótunaraðilum Fundir hagfræðinganna verða lok- aðir, og Lomborg segir það hafa verið ákveðið í því skyni að örva óhindraðar umræður og skoðanaskipti þeirra á milli. Niðurstöðurnar verða hins veg- ar kynntar almenningi að ráðstefn- unni lokinni, næstkomandi laugar- dag. The Economist mun fjalla ítarlega um verkefnið og Cambridge- háskólaforlagið mun síðar á árinu gefa niðurstöðurnar út á bók, ásamt ritgerðum sérfræðinganna. Þá verða tillögur hagfræðinga hópsins kynntar fyrir viðeigandi stefnumótunaraðilum og sendar til helstu alþjóðastofnana og samtaka sem vinna að umhverfis-, þróunar- og mannúðarmálum. Að sögn Lomborgs vildu aðstand- endur verkefnisins einnig skapa vett- vang þar sem viðfangsefnin væru rædd fyrir opnum dyrum, og því hafi 80 ungir háskólanemar af ólíkum uppruna og víðs vegar að úr heim- inum verið fengnir til að koma saman samhliða ráðstefnunni, fara yfir sömu gögn og hagfræðingarnir og komast að sínum eigin niðurstöðum. Stefnt er að því að Copenhagen Consensus verði reglulegur viðburð- ur, hugsanlega á fjögurra ára fresti. Fjórir nóbelsverðlaunahafar Í hagfræðingahópnum eru fjórir nóbelsverðlaunahafar: Robert W. Fogel og James J. Heckman við Chic- ago-háskóla, Douglass C. North við Washington-háskóla í St. Louis, og Vernon L. Smith við George Mason- háskóla. Hinir hagfræðingarnir fimm eru Jagdish Bhagwati við Columbia- háskóla, Bruno S. Frey við háskólann í Zürich, Justin Yifu Lin við Vísinda- og tækniháskólann í Hong Kong, Thomas C. Schelling við Maryland- háskóla, og Nancy L. Stokey við Chicago-háskóla. Reuters adalheidur@mbl.is Smitsjúkdómar eru með alvarlegri ógnum. Hér bera taívanskir námsmenn grímur til að forðast HABL-smit. Sérfræðingar dönsku Umhverfismats- stofnunarinnar völdu tíu málaflokka til umfjöllunar á grundvelli gagna frá Sam- einuðu þjóðunum um alvarlegustu vandamálin sem heimsbyggðin ætti við að etja. Fjárhagslegur óstöðugleiki Ófullnægjandi hagtölur, leyndir veik- leikar í fjármálalífi og óskýr stefnumörk- un ógna ekki aðeins stöðugleika ein- stakra hagkerfa, heldur efnahagslífi heimsins alls. Fólksflutningar Fólksflutningar eru enn mestir á milli nágrannaríkja, en fólksflutningar á milli heimshluta fara vaxandi, einkum frá vanþróuðum svæðum til iðnríkja. Talið er að fjöldi fyrstu kynslóðar-innflytjenda í heiminum sé yfir 125 milljónum, að flóttamönnum meðtöldum. Hreinlætismál og drykkjarvatn Yfir ein milljón jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og 2,4 milljarðar njóta ekki fullnægjandi hrein- lætisaðstöðu. Loftslagsbreytingar Flestir loftslagssérfræðingar telja að losun gróðurhúsalofttegunda, einkum með bruna jarðefnaeldsneytis eins og kola og olíu, valdi hækkandi hitastigi og öðrum loftslagsbreytingum. Það gæti haft mikil áhrif á umhverfið og samfélög manna um allan heim. Menntun Góð og almenn menntun hefur reynst einn mikilvægasti þátturinn í við- leitni til að bæta lífskjör í þróunarlönd- um, byggja upp lýðræðisleg stjórnkerfi og stuðla að friðsamlegum samfélags- háttum. Samkvæmt UNESCO var nær fimmtungur jarðarbúa ólæs árið 2000, og þar af voru tveir þriðju hlutar konur. Niðurgreiðslur og tollmúrar Niðurgreiðslur og tollmúrar skekkja markaði og koma illa niður á skattgreið- endum og neytendum. Samkvæmt mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndi ávinn- ingurinn af afnámi allra viðskiptahindr- ana nema milli 250 og 680 milljörðum dollara á ári. Smitsjúkdómar Smitsjúkdómar hamla hagvexti og framþróun í mörgum ríkjum heims. Víða er enn barist við malaríu, kóleru og aðra sjúkdóma sem legið hafa í dvala, auk þess sem nýir sjúkdómar s.s. alnæmi og HABL hafa komið fram á sjónarsviðið. Stjórnarfar og spilling Spilling og óstjórn grefur undan hag- vexti. Alþjóðabankinn telur spillingu vera stærstu hindrunina í vegi efna- hags- og samfélagslegrar framþróunar. Vannæring og hungur 800 milljónir manna líða hungur á dag hvern. Vannæring og hungursneyð minnka lífsgæði og hamla hagvexti. Vopnuð átök Á síðasta áratug fjölgaði staðbundn- um átökum í heiminum. Talið er að kostnaður alþjóðasamfélagsins af inn- gripum í átök á Balkanskaga, í Sómalíu, Rúanda, Haítí, Persaflóa, Kambódíu og El Salvador hafi numið um 200 millj- örðum dollara á árunum 1990–2000. Viðfangsefnin tíu Nám semnýtist Nám við Hólaskóla, háskólann á Hólum Menntun á sviði ört vaxandi atvinnugreina FERÐAMÁLAFRÆÐI •Diplóma í ferðamálafræði, landvörður og staðarvörður •BA í ferðamálafræði Áhersla er á ferðaþjónustu og uppbyggingu afþreyingar sem tengist menningu og náttúru Íslands. Markmiðið er að veita hagnýtt og vandað starfsnám á háskólastigi þar sem fræði og framkvæmd eru vel samþætt. Diplómanámið er einnig boðið í fjarnámi. FISKELDI OG FISKALÍFFRÆÐI •Diplóma í fiskeldi •BS í fiskeldi og fiskalíffræði Sérstaða námsins mótast af áherslu á líffræði fiska og tæknilegar hliðar fiskeldis. Markmiðið með náminu er að mennta einstaklinga sem eru færir um að sinna fjölbreyttum störfum á þessu sviði. HESTAFRÆÐI •Hestafræðingur og leiðbeinandi •Tamningamaður •Þjálfari og reiðkennari Markmið með náminu er að mennta fólk sem getur haslað sér völl á ýmsum sviðum atvinnugreinarinnar og með því stuðlað að framförum og aukinni arðsemi í hrossarækt, betri tamningum og reiðmennsku. Boðið er upp á undirbúningsnám fyrir ferðamálafræði og fiskeldisfræði við frumgreinadeild Hólaskóla í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sérhæft nám – náin tengsl við atvinnulífið – alþjóðlegur skóli – samstarf við aðra háskóla – ný reiðhöll – nýir nemendagarðar – aðstaða til kennslu og rannsókna í fiskeldi á heimsmælikvarða – sérmenntaðir kennarar – sveigjanlegt og fjölbreytt nám – leikskóli – grunnskóli –fallegt umhverfi – sundlaug – íþróttaaðstaða. Umsóknarfrestur er til 10. júní Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á vef skólans www.holar.is Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 455-6300 w w w . h o l a r . i s H V ÍT T & S V A R T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.