Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 23

Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 23
landi á árunum 2002 og 2003. Að frá- dregnum áður birtum blaðagreinum kemur afrakstur þeirra ferða vænt- anlega út á bók í Lettlandi á komandi hausti. Leva þarf ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún er spurð að því hvort almenningur hafi áhyggjur af því að inngangan í ESB eigi eftir að valda verðhækkunum í Lettlandi. „Já, ekki spurning,“ segir hún alvarleg í bragði. „Langflestir tóku kosningun- um um inngönguna í Evrópusam- bandið fagnandi í fyrra. Almenningur vildi tryggja varnir landsins með inn- göngu í öflugt þjóðabandalag eins og ESB. Ég verð að viðurkenna að ég hafði sjálf töluverðar áhyggjur af því að jafn stuttu eftir að við endur- heimtum frelsi okkar á ný værum við að afsala því að hluta aftur til annarra valdhafa. Eftir að ég hafði eftir Jóni Baldvini Hannibalssyni, sendiherra Íslendinga í Finnlandi, í viðtali að ESB væri mesta byltingin á eftir nýju prenttækninni skipti ég um skoðun og varð fullkominn Evrópu- sambandssinni. Ég trúi því að þegar ESB-aðildin byrjar í alvöru að virka í Eystrasaltslöndunum eigi efasemd- arraddir eftir að þagna. Núna finn ég fyrir ákveðnum skjálfta í samfélaginu,“ viðurkennir hún. „Áhyggjurnar snúa aðallega að því að aðildin eigi eftir að hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Alls konar kjaftasögur eru á kreiki um boð og bönn ESB. Sem dæmi get ég nefnt að sumir halda því fram að brúna kúa- kynið okkar falli ekki undir staðla ESB og verði þar af leiðandi örugg- lega útrýmt. Aðrir segja að ESB eigi eftir að banna verslun með gróft salt og áfram mætti telja,“ segir hún og leggur greinilega ekki mikinn trúnað á sögurnar. „Eins og ég sagði áðan er þó ekki hægt að neita því að verðlag hefur hækkað við ESB-aðildina. Hækkunin kemur auðvitað illa við fólk – sérstaklega eldri kynslóðina því ellilífeyririnn er lágur.“ Leva segir að vaxandi munur hafi orðið á lífskjörum fólks í Lettlandi á síðustu árum. „Hér áður fyrr var fólk með ósköp svipuð laun og þó ein- hverjir væru með aðeins hærri laun en aðrir gátu þeir lítið keypt því vöru- úrvalið í búðunum var svo takmark- að. Vaxandi munur hefur orðið á lífs- kjörum fólks eftir að Lettland hlaut frelsi árið 1991. Unga fólkið hefur yf- irleitt betri tekjur heldur en gamla fólkið. Mamma mín og stjúpi gætu ekki dregið fram lífið á ellilífeyrinum einum saman í sveitinni ef mamma ræktaði ekki grænmeti og stjúpi veiddi þeim ekki til matar. Þeim sárnar að geta ekki keypt neitt af munaðinum í búðunum,“ segir Leva og upplýsir að meðallaun í Lettlandi séu um 200 lats (um 26. 000 ísl. kr.) og flatur 30% tekjuskattur sé greiddur af öllum launum. „Flestir ná að skrimta frá einum mánuði til annars. Fæstir eiga eitthvað eftir í mánaðar- lok til að leggja í sparnað,“ segir Leva. Dreymir unga fólkið um gull og græna skóga í útlöndum? „Jú, suma. Sumir hafa jafnvel látið til skarar skríða – en langflestir kom- ið aftur.“ Af hverju? „Ég veit ekki – kannski vegna fjölskyldunnar, náttúrunnar, samfélagsins. Lítil samfélög virðast hafa mikið aðdráttarafl gagnvart ungu fólki.“ Rússarnir halda sig sér Leva segir að yngra fólk sé já- kvæðara gagnvart ESB en eldra fólk. „Yngra fólk og sérstaklega mennta- fólk sér möguleikana í aðildinni að ESB. Eldra fólkið hefur meiri áhyggjur af því hvað gæti farið úr- skeiðis. Meirihluti rússneska minni- hlutans er mótfallinn ESB-aðildinni. Ef allir „ekki-ríkisborgararnir“ hefðu tekið þátt í ESB-kosningunum hefði aðildin örugglega ekki verið samþykkt í Lettlandi,“ segir Leva og tekur undir með leiðsögumanninum Iru um að Rússarnir séu í erfiðri stöðu í Lettlandi. „Rússarnir geta auðveldlega fengið ríkisborgararétt með því að taka létt próf í lettnesku og lettneskri sögu og borga 20 lats (um 2.600 ísl. kr.). Engu að síður sækjast tiltölulega fáir eftir því að fá lettneskt vegabréf. Rússarnir hafa haldið sig sér og sumir hafa ekki lært lettnesku þó þeir hafi búið í Lettlandi í 50 ár. Eftir að Lettar öðluðust frelsi undan Sovétmönnum hafa þeir orðið óöruggir um stöðu sína. Þeir treysta engum en snúa ekki til baka því að þeir vita sem er að þar eru lífskjörin mun verri en hér.“ Illa staðið að nýju löggjöfinni Leva er spurð að því hvort gripið hafi verið til sérstakra aðgerða í því skyni að auka samskipti Letta og Rússa, t.d. með einhvers konar barna- og unglingastarfi. Spurningin virðist koma henni á óvart. „Hvers vegna?“ spyr hún. „Rússarnir hafa búið í Lettlandi í yfir hálfa öld. Ég get ekki séð neitt að því þó þeir kjósi að vera út af fyrir sig, þ.e. ef þeir láta okkur í friði. Rússar og Lettar eiga ekkert endilega samleið í daglega líf- inu. Rússarnir eru einfaldlega og vilja vera allt öðruvísi. Ég get sagt þér hver er Rússi og hver er ekki Rússi úti á götu án þess að vita neitt meira um fólkið.“ Hvernig þá? „Rússarnir klæðast sterkum litum, t.d. rauðum og bláum. Konurnar bera gyllta skartgripi og eru mikið málaðar. Lettarnir ganga yfirleitt í mildari litum, gráum, brún- um tónum. Konurnar bera silfur- skartgripi og mála sig lítið sem ekk- ert. Rússarnir eru heldur ekki jafn opnir og Lettarnir. Í fjölbýlishúsinu mínu búa 18 fjölskyldur og þar af er ein rússnesk. Lettarnir, sem læra rússnesku í skólanum, voru búnir að tala rússnesku við fjölskylduna í ára- tugi áður en Lettland var frjálst og þeir komust að því að allir í rúss- nesku fjölskyldunni töluðu lettn- esku.“ Renars Danelsons vinnur að dokt- orsritgerð um minnihlutahópa og Evrópusambandið við Evrópudeild Lettlandsháskóla. Eftir að hafa hlýtt á viðhorf Levu til sambúðar Rússa og Letta í Lettlandi er áhugavert að vita hverju hann spái um áframhaldandi sambúð hópanna í Evrópusambands- landinu Lettlandi. „Fyrst ekki kom til árekstra í frelsisferlinu á ég ekki von á að til illinda eigi eftir að koma í framtíðinni. Engu að síður þarf að gæta þess að fara rétt að fólki. Nýju lögin um hlutfall lettnesku í skóla- kerfinu voru því miður ekki nægilega vel kynnt meðal Rússa áður en þau voru sett. Svipuð breyting gekk snurðulaust fyrir sig í Eistlandi. Hér skortir tilfinnanlega einhvers konar samtal á milli rússneska minnihlut- ans og Lettanna.“ Ef illa færi hvað gæti þá gerst? „Sá möguleiki er auðvitað fyrir hendi að í Lettlandi þróist tvö sam- félög – hlið við hlið.“ landi ago@mbl.is Með aðildinni að ESB hefur gluggi Lettlands út í heim enn stækkað. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.