Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 24

Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 24
24 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g heyrði fyrir löngu um fjölskyldutengsl á Nýja-Sjálandi frá föðurbróður mínum, Erni heitnum, í Bandaríkjunum og sérstaka sögu þeirra Kristínar Tómas- dóttur, langömmusystur minnar, og sonar hennar Cyrils. Kristín var fimmta barn útvegs- bóndans Tómasar Klog Steingríms- sonar í Ráðagerði á Seltjarnarnesi og konu hans, Valgerðar Ólafsdóttur. Kristín Tómasdóttir var fædd 1854 en árinu áður kom í heiminn Margrét, langamma mín, sem þekkt verður sem Margrét Zoëga. Árið 1854, nokkru fyrir fæðingu Kristínar, drukknar Tómas í sjóferð, en Val- gerður giftist aftur og á hún fjölda af- komenda í báða ættleggina. Ýtarlegt niðjatal Ráðagerðisættar var sett saman fyrir ættarmót sem haldið var á Hótel Sögu árið 1996 og um 350 manns munu hafa sótt. Þær systurnar Kristín og Margrét Tómasdætur voru að sögn mjög sam- rýmdar og svo er að skilja, að Mar- grét hafi stutt systur sína í þeirri ákvörðun að koma sér úr landi á laun. Segir sagan að Kristínu hafi verið ætlaður ráðahagur sem henni var svo mótfallinn að hún hvarf úr landi án leyfis eða vitundar nokkurs annars en Margrétar systur sinnar. Kristín sigldi til Skotlands og er ekki ólíklegt að hún hafi ætlað vestur um haf líkt og íslensku innflytjendurnir, sem fóru um Leith til Bandaríkjanna og Kanada. Í Skotlandi gerðist hún hins vegar ferðafélagi hefðarkonu á leið til Ástralíu. Þar deyr vinnuveitandinn og spyrst ekki til Kristínar á ný, fyrr en þær fréttir berast að hún hafi gifst 1883 og búi í Dunedin á Suðureyju Nýja-Sjálands. Síðar fréttist að hún og maður hennar, Englendingur að nafni John Brookes, eignuðust sjö börn og kemur sá yngsti þeirra, Cyril, mjög við sögu hér. Sennilegt má telja að enginn hafi verið í sambandi við Kristínu, sem nú ritar sig Christena Brookes, utan langömmu minnar Margrétar Zoëga og hún virðist hafa verið býsna spör á að miðla fróðleik um frændfólkið á Nýja-Sjálandi. En í þeirri vitneskju um frændgarðinn fjarlæga sem hér fylgir á eftir kemur fyrst að frændanum Cyril og hans raunalegu sögu. Haldið í stríð 4. ágúst 1914 varð Nýja-Sjáland að- ili að heimsstyrjöldinni fyrri án þess þó að eiga beinan þátt í þeirri ákvörð- un. Þennan dag lýstu Bretar stríði á hendur Þýskalandi og Austurríki- Ungverjalandi eftir að Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Belgíu, og stríðs- yfirlýsing Georgs V konungs gilti sjálfkrafa fyrir breska heimsveldið og þar með hið fjarlæga Nýja-Sjáland. Þótt aðeins fáir Nýsjálendingar muni hafa kunnað skil á atburðarásinni, sem hratt af stað þessum mikla harm- leik, var því almennt fagnað að stríð við Þjóðverja væri hafið. Í október þetta ár lét stór hluti nýsjálenska her- aflans, 8.574 hermenn með 3.818 hesta á 14 skipum, úr höfn í Dunedin og í þeirra hópi var Cyril Brookes. Nýsjálensku herfylkin voru mönnuð eftir heimabyggðum og þar sem Cyril var frá Dunedin í Otago-sýslu, til- heyrði hann Otago Mounted Rifles Regiment, sjálfstæðu herfylki í þrem- ur sveitum sem búið var léttum fall- byssum, eigin fjarskiptabúnaði, verk- fræðingum, læknum, hjúkrunarliði og birgðavörslu. Geipileg stemning ríkti á hafnarbakkanum við brottför og sýna myndir prúðbúna borgara kveðja piltana með hina barðastóru hatta hersins. Ferðinni var heitið til Englands og þaðan til Frakklands í skipalest ásamt 20.000 manna lið- styrk frá Ástralíu. Þessi sameiginlega hersveit eyjaálfu, Australian and New Zealand Army Corps, er jafnan kölluð ANZAC. Eftir að skipalestin var lögð af stað kom hins vegar upp sú staða að Tyrk- ir gerast bandamenn Þjóðverja og var stefnu skipalestarinnar við það breytt og stefna tekin um Súesskurð- inn til Egyptalands. Í kjölfarið fær Winston Churchill, þá flotamálaráð- herra, því framgengt, illu heilli, að gerð skuli innrás í Dardanellasundinu til að hernema Konstantínópel, nú Istanbúl. Undirbúningur þessara hernaðaraðgerða, sem kenndar eru við svæðið Gallipoli, var allsendis ófullnægjandi en Bretar voru þess fullvissir að Tyrkir myndu ekki veita mikið viðnám. Herstjórn Breta hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir Gallipoli og mistök breska flotans varðandi staðsetningu landgöngu Anzac her- sveitanna um nokkra kílómetra varð til þess að innrásin var gerð á ör- mjórri, þröngri strandræmu undir snarbrattri fjallshlíð þar sem Tyrkir áttu auðvelt með að verja sig. 25. apríl 1915 gengu 3.100 Nýsjá- lendingar á land og voru um 700 þeirra ýmist særðir eða fallnir í valinn eftir daginn. Sunnudaginn 2. maí lagði Otago-herfylkið svo til orustu við ókannaðar aðstæður og féllu 400 þeirra 800 sem tóku þátt í orustunni. Mannfallið var skráð sem „needless sacrifice“ (óþarft mannfall), en þess ber að geta að er yfir lauk höfðu allir liðsforingjarnir frá Dunedin og Otago-héraði fallið í valinn. Þeir höfðu ekki vílað fyrir sér að leiða menn sína og segir sagan að liðsfor- ingjunum hafi ekki enst líf til að skrá- setja hetjudáðir manna sinna; gátu þar af leiðandi ekki séð til að hinir óbreyttu fengju þau heiðursmerki sem þeim bar. Innrásin í Gallipoli mistókst algjör- lega og voru hersveitirnar sem eftir voru látnar hörfa um miðjan desem- ber 1915. Af 8.450 Nýsjálendingum féllu 2.721 og 4.752 særðust, og þykir það afhroðshlutfall víst nokkurt eins- dæmi í nútímahernaði. Á War Me- morial safninu í Auckland skoðaði ég Gallipoli-sýninguna og nær hún vel fram þessum óhugnalegu aðstæðum. Á Nýja-Sjálandi er 25. apríl minnst sérstaklega sem Anzac Day. Winston Churchill hlaut hina mestu skömm af Gallipoli, en Mustafa Kemal varð þjóðhetja og forseti Tyrklands undir nafninu Kemal Atat- urk. Nú víkur sögunni hins vegar að Cyril Brookes. Á sjúkrahúsi í Bretlandi „Pray God that you may never know The Hell where youth and laughter go“ Svo kvað skáldið Siegfried Sassoon um vígvelli fyrri heimsstyrjaldarinn- ar. Það er einmitt eftir slíkar hörm- ungar sem Cyril Brookes kemur til Valgerðar ömmu minnar í London. Hann hafði særst í Gallipoli og fyrst verið hjúkrað á spítala á Möltu og síð- an í Skotlandi. Að þeirri dvöl lokinni birtist hann á heimili þeirra Einars Benediktssonar og Valgerðar, dóttur Margrétar Zoëga, og þar með ná- frænku Cyrils. Einar Benediktsson, afi minn, bjó með fjölskyldu sinni á árunum 1910–1921 í London, þar af lengi vel í veglegu 300 ára gömlu húsi með stórum garði í Hounslow, sem þá var í útjaðri borgarinnar. Frá þessu hefur föðurbróðir minn Örn sagt, en hann var 11 ára er Cyril kom til dval- ar hjá þeim. Hann segir móður sína hafa eitt sinn sagt börnum sínum, árið 1916, að von væri á frænda frá Nýja- Sjálandi, hermanni sem þarfnaðist hvíldar eftir spítalavist. Hvorki þá né síðar gaf Valgerður amma Erni eða öðrum skýringu á for- sögu þess að Cyril kom á heimilið. Mér sagði hún býsna margt, bæði sem krakka og síðar er við náðum saman, en aldrei var minnst á Nýja- Sjáland eða fólkið þar. Ljóst má þó vera, að Kristín móðursystir hennar í Dunedin hefur vitað af sínu fólki í London vegna sambandsins við Mar- gréti systur sína í Reykjavík og því getað beint Cyril þangað sem hann var best kominn. Þegar ég fór á hans heimaslóðir 2004 reyndi ég að afla vineskju einmitt um þetta, en án ár- angurs. Eftir að William sonur Cyrils fórst árið 1990, sem síðar segir frá, urðu leið mistök og bréfakassa föður hans því miður fleygt. Meðal þess sem þó hefur varðveist er skjalið þar sem Cyril er leystur undan herþjónustu, heiðursmerki hans og nokkur póstkort, sem her- menn fengu til heimsendinga. Nokk- ur kortanna byggðust á krossasvör- um sem gáfu til kynna að viðkomandi væri á lífi og heill heilsu. Þrjú kortin geymdu þá stuttan texta og er eitt þeirra með útskýringum á mynd sem sýnir skotgröf Cyrils. Á öðru korti segist hann vera á St. Georges spít- alanum á Möltu vegna skotsárs á öxl. Hann vonast til að verða settur í Ráðagerðisætt á Nýja-Sjálandi Hópur ástralskra og nýsjálenskra hermanna sem tóku þátt í átökunum um Tyrkland sem kennd hafa verið við Gallipoli. Strandsvæðið sem hér sést var þéttskipað hermönnum, bæði þeim sem nýkomnir voru og biðu frekari skipana, sem og hinna særðu sem biðu þess að vera fluttir á brott. Fjöldi Íslendinga fluttist af landi brott á 19. öld og fóru flestir þeirra til Vesturheims. Fyrir Krist- ínu Tómasdóttur átti hins vegar eftir að liggja lengri ferð. Hún settist að á Nýja-Sjálandi og eignaðist þar fjölskyldu. Einar Bene- diktsson rekur hér sögu langömmusystur sinnar og niðja hennar. Cyril Brookes og Kristín, móðir hans. Legsteinn Cyrils, eiginkonu hans, Violet, og sonar þeirra, Norman John.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.