Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 32
I SOLISTI Veneti, ein af virt- ustu hljómsveitum Evrópu, leik- ur á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 15 á vegum Listahátíðar. Hljómsveitin leikur eingöngu ítalska háklassík eins og hún ger- ist best, eftir meistara á borð við Vivaldi, Tartini, Paganini, Ross- ini og Puccini. Orðspor hljóm- sveitarinnar hefur borist víða enda I Solisti Veneti þekkt bæði fyrir framúrskarandi tónleika og frábærar hljómplötur. Íslenskur einleikari leikur með hljómsveit- inni hér, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar er Claudio Scimone, en hann stofnaði I Solisti árið 1959 í borginni Padúa. Frá þeim tíma hefur hljómsveitin leikið í meira en 50 löndum, víðsvegar í Evrópu, í Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu, Rússlandi og Suður- Ameríku. Hljómsveitin kemur reglulega fram á öllum helstu tónlistarhátíðum heims, þar á meðal Salzborgarhátíðinni, þar sem henni, einni erlendra hljóm- sveita, hefur verið boðið að leika árlega allt frá árinu 1965. Þótt hljómsveitin sé dáð á tón- leikasviðinu hafa vinsældir hljómplatna hennar ekki verið síðri, og verðlaunin sem hún hef- ur sópað að sér fyrir þær eru mörg. Þar má nefna frönsku verðlaunin Grand Prix du Disque fjórum sinnum, Grammy-verð- launin, Grand Prix de l’Academie du Disque Lyrique-verðlaunin, Elisabeth Memorial Medal of London; Caccilia-verðlaun belg- ískra tónlistargagnrýnenda, verðlaun ítalskra tónlistargagn- rýnenda, og fjölda annarra. Fáar hljómsveitir hafa enda slegið I Solisti við í útgáfu, því alls eru diska- og plötu- titlar hennar nú á fjórða hundrað. I Solisti Veneti hafa einnig hlotið gullmedalíu Ítalíufor- seta fyrir störf sín, auk ótal annarra ítalskra og alþjóð- legra viðurkenninga. Fremstu tónlistar- mönnum heims hefur þótt það virðingar- vottur að koma fram með hljómsveitinni, og sá hópur sem það hefur gert skartar stjörnum á borð við Salvatore Accardo, Rug- giero Raimondi, Kötju Riccia- relli, Placido Domingo, Jean Pierre Rampal, Marilyn Horne, James Galway, Mstislav Rostropo- vic, Svjatoslav Richter og Paul Badura-Skoda. Þá hefur fjöldi tón- skálda samið verk fyrir hljómsveit- ina. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju verða leikin verk eftir Paganini, Pasculli, Rossini og Vivaldi, þar á meðal Flautukons- ert í D-dúr nr. 3 ópus 10, sem kallaður er Il Gard- ellino, en í honum leikur Áshildur Haraldsdóttir einleik með sveit- inni. Áshildur Haraldsdóttir einleikari með I Solisti Veneti Í flokki með fremsta tónlistarfólki heims Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari I Solisti Veneti heldur tónleika á Listahátíð í Reykjavík í dag. LISTIR 32 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kaupendur – Seljendur – Leigjendur – atvinnuhúsnæðis: Höfum gott úrval húsnæðis á öllu höfuðborgarsvæðinu. Bjóðum einnig upp á nýbyggingar úr stáli. Hafið samband. 533 4300 Salómon Jónsson - löggiltur fasteignasali Dalbrekka Kóp., 400 fm þjón- ustupláss Til Sölu/leigu: Mjög vandað hús- næði fyrir hvers konar þjónustu eða léttan iðnað, grunnfl. 235 fm með 165 fm milligólfi. Stórar innkeyrslu- dyr. Upphituð stæði framan við hús- ið. Laust samkl. Mjög gott verð eða 23,5 millj. (Óskar, gsm: 846 8407) Hafnarstræti – Miðbærinn 743 fm. Til Sölu/leigu: Frábærlega staðsett húsnæði. Samþykktar teikningar fyrir vínveitingarstað. Húsnæðið er kjallari, 2 hæðir og ris- hæð, samtals 743,3 fm. Mjög mikið endurnýjað. Húsið skilast tæplega tilbúið undir tréverk. Hér er tækifæri fyrir athafnarfólk. (Björgvin, gsm: 698 2567) Atvinnuhúsnæði www.husid.is Bæjarlind Kóp., 600 m2 skrif- stofu-/ þjónusturými Í vel staðsettu húsi er laust um 600 fm rými á 3. h. (2. hæð). Lyfta í hús- inu, góð aðkoma og næg bílastæði. Frágangur eftir nánara samkomu- lagi. Laust nú þegar. Mjög hagstætt verð. Húsnæði skilað eftir þörfum leigjanda. (Björgvin, gsm: 698 2567) Stórhöfði Rvík 365 m2 innkeyrslubil. Gott atvinnu- húsn., 304,4 fm steinsteypt, tvö inn- keyrslubil, miklir gluggar, bjart, loft- hæð 4,8-7,0 m. Gólf steinsteypt fyrir mikinn þunga. Milliloft um 60 fm með skrifstofum, kaffi- og setustofu. Hægt að byggja um 200 fm við austurend- ann. Mikið útipláss og bílastæði sam- tals um 600 fm. Einkar hentugt fyrir heildsölu, verktaka eða annað viðlíka. Laust 1. ágúst nk. afhent veðbanda- laus. (Bjarni, gsm: 821 0654) Hvaleyrarbraut Hf 4x 270 m2 bil. Til Sölu/leigu: Mjög vel staðsett innkeyrslu- og þjónustu- húsn., nálægt höfninni í Hafnarfirði. Stálgrind samloka/límtré á steyptan kjallara. Hægt er að skipta húsn. í 4 sjálfstæðar einingar, 270 fm hvor. Hagstætt verð og kjör. (Björgvin, gsm: 698 2567) IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði opnar sýningu á verkum Þorkels G. Guðmundssonar listnáms- kennara kl. 13 í dag, sunnu- dag. Sýningin nefnist Þorkell Gunnar Guð- mundsson, Hönnun og handverk í hálfa öld. Þor- kell verður sjö- tugur 20. júní nk. og lætur nú af störfum við skólann. Iðnskólinn vill af til- efninu heiðra Þorkel vegna starfsloka hans, en hann hóf kennslu við skólann árið 1964. Auk kennslu í hönnun og listum við skólann síðustu áratugi hefur Þorkell skilað drjúgu dagsverki í hönnun og myndsköpun og verð- ur fjöldi listmuna Þorkels á sýn- ingunni. Þorkell var fyrstur íslenskra hönnuða til að fá húsgögn sín fjöldaframleidd. Meðal verka eru Spira-svefnbekkurinn, sem barst inn á þorra íslenskra heimila og Stuðla-skilrúm sem framleidd voru í meira en 15 ár. Hvort tveggja er talið lýsa höfuðein- kennum Þorkels sem hönnuðar. Samhliða sýningunni í Iðnskól- anum verður opnuð vorsýning nemenda. Hún stendur til 31. maí. Sýning á verkum Þorkels Gunnars stendur til 10. júní. Op- ið kl. 13–17. Til heið- urs Þor- keli G. Þorkell Gunnar Guðmundsson Á LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík gefst að vanda að heyra ýmislega tónlist sem annars ber ekki fyrir eyru þó hún sé vissulega skemmtileg og jafnvel framúrskarandi. Þar á meðal er söngsveitin Nuova Compagnia di Canto Popolare, NCCP, sem, eins og nafnið ber með sér, syngur alþýðu- tónlist og þá alþýðutónlist frá Ítalíu, eða svo var í það minnsta í upphafi. Flokkurinn sá, sem er sex manna hljómsveit, var stofnaður fyrir rúmum þremur áratugum til að varðveita sönghefð heimahéraðs stofnendanna, Campania, á suðvest- urhluta Ítalíu þar sem Napólí er höfuðborg. Í spjalli við Marco Sfogli, sem hefur verið býsna lengi í hljómsveitinni, frá 1976, þó ekki sé hann einn stofnenda, kemur fram að þó hljómsveitin sé alltaf trú rótum sínum hafi hún, fljótlega eftir að hann gekk í sveitina, þróast í þá átt að semja tón- listina sjálf. Í upphafi, um miðjan sjöunda áratug- inn, var höfuðáhersla á að varðveita sönghefðir og þjóðlög sem menn óttuðust að myndu útaf deyja, en að sögn Sfoglis fylgdu margar hljómsveitir í kjölfar NCCP og því gátu menn leyft sér að semja sjálfir þegar fram leið. „Við höfum þó samið tón- list í sama anda, verið trúir þeim hefðum sem ráð- ið hafa ríkjum í Campaníu í gegnum aldirnar þar sem mætast straumar úr ólíkum áttum, evrópsk tónlist og arabísk.“ Leitað í frumheimildir Mannaskipti hafa verið allnokkur í hátt í fjöru- tíu ára sögu sveitarinnar, sem vonlegt verður að teljast, og uppúr henni hafa verið stofnaðar þó nokkrar hljómsveitir sem gert hafa garðinn fræg- an á þessu sviði á Ítalíu og víðar. Af engri sveit fer þó sama orð og NCCP, enda ruddi hún brautina sem aðrar ítalskar hljómsveitir þjóðlegrar tónlist- ar feta í dag. NCCP er vinsæl hljómsveit í heimalandi sínu og víða um heim, því hún hefur verið að segja lát- laust á tónleikaferðalagi í á fjórða áratug og eft- irsótt á tónlistarhátíðir víða um heim. Sfogli segist ekki þreyttur á að ferðast þó árin séu orðin mörg. „Hver tónleikaferð, að leika fyrir ný andlit og eyru, fyllir okkur nýjum krafti,“ segir hann. Eins og getið er byggir NCCP tónlist sína á gömlum hefðum í Campaníu, en einnig leitar hún lengra aftur, fer í frumheimildir, ef svo má segja, og Sfogli segir að þannig hafi þau gefið út plötur með sterkum arabískum keim, aðra þar sem áhrif- in eru sótt til sígauna, til Balkanskaga og svo megi telja. „Napólí er frá fornu fari dyr Evrópu að Austurlöndum nær og fjær, þangað bárust menn- ingarstraumar með kaupskipum og farmönnum. Það má því segja að við séum að tengja saman ólíka menningarheima.“ Hljómsveitin hefur gefið út fjölmargar plötur á starfsævinni og er enn að, nú standa yfir upptökur á plötu sem koma á út fyrir þessi jól sem Sfogli segir að sé mjög frábrugðin fyrri verkum, enn sé hljómsveitin að leita fyrir sér, leita nýrra leiða, en hann vill ekki segja meira um hvert stefni, segir að það muni koma í ljós í fyllingu tímans. Margar ferðir umhverfis hnöttinn Framan af ferlinum var NCCP einkar vinsæl tónleikasveit um allan heim, fór margar ferðir umhverfis hnöttinn, en er smekkur manna breytt- ist á níunda áratugnum segir Sfogli að heldur hafi dregið úr ferðalögum um hríð þó hljómsveitin hafi alltaf haldið vinsældum sínum heima fyrir. Undir lok áratugarins fór svo aftur að vænkast hagur vina þjóðlegrar tónlistar því þá fundu menn upp merkimiðann heimstónlist og aftur varð eft- irspurn víða um heim. Á síðasta áratug má svo segja að hljómsveitin hafi stigið skrefið til fulls, því nú var öll tónlist sem hún lék frumsamin með sterka vísun í gamlan sið, eins og getið er að fram- an. Plötuútgáfa hljómsveitarinnar var með minnsta móti á níunda áratugnum en glæddist til muna á þeim tíunda og er enn fjörleg. Sfogli segir þó að það sé sveitinni í sjálfu sér ekkert kappsmál að gefa út plötur. „Við tökum upp plötur þegar okkur finnst ástæða til, þegar við höfum eitthvað að segja, og gætum þess vegna tekið upp margar plötur eitt árið eða enga plötu í mörg ár.“ Hann segir að ferðalögin séu meðal þess helsta sem knýr sveitina áfram, það að kynna nýja heima fyrir fólki um allan heim. „Við förum um eins og landkönnuðir til forna, leitum að nýrri upplifun og nýjum hugmyndum, en við erum líka að kynna fyrir fólki menningarsögu okkar.“ Nuova Compagnia di Canto Popolare leikur á Nasa í kvöld og hefst leikur hljómsveitarinnar um kl. 21.00 Hver tónleikaferð fyllir okkur nýjum krafti Hljómsveitin Nuova Compagnia di Canto Popol- are leikur á Nasa í kvöld á Listahátíð í Reykjavík. Ítalski söngflokkurinn hyggst kynna fyrir Íslendingum aldagamla tónlistarhefð og um leið nýja í Nasa í kvöld. Árni Matthíasson ræddi við einn liðsmanna Nuova Compagnia di Canto Popolare.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.