Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 35

Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 35 KVENNAKÓRAR hafa í aukn- um mæli rutt sér til rúms á liðnum árum og er það skemmtilegt mót- vægi við karlakórana og það skrítna er að blönduðum kórum fækkar ekki heldur fer jafnvel fjölgandi, þannig að það fer að verða verðugt verkefni að kanna hve margir landsmenn syngja í kór- um og hve mikið það göfgar sam- félagið með bættu mannlífi. Allir eru þessir kynskiptu kórar á land- inu áhugamannakórar. Það má alls ekki leggja að jöfnu áhugamanna- kór og lélegan kór. Margir áhuga- mannakórar gera gríðarlegar kröf- ur til kórfélaga og krefjast vandvirkni og metnaðar og stand- ast mörgum atvinnukórum snúning í söng sínum, en því miður eru líka til kórar sem gera of litlar kröfur til sjálfra sín. Kvennakórinn Vox Feminae hef- ur frá upphafi haft mikinn metnað, ferðast innanlands sem utan og gef- ið út geisladiska. Margrét Pálma- dóttir hefur stjórnað kórnum og þjálfað frá upphafi og kórinn hefur vaxið jafnt og þétt undir leiðsögn hennar og er orðinn mjög góður og getur leikið sér að flóknari verk- efnum, sem hann sýndi vel á tón- leikum sínum 2. maí. Efnisskráin var að mestu sótt í óperubókmennt- irnar og var mjög heilsteypt. Fyrst sungu þær Þórey Sif Brink Harðardóttir og Guðrún Árný Guð- mundsdóttir Hve klukkur blítt klingja úr Töfraflautu Mozarts, síð- an sungu átta kórfélagar kór bændakvennanna úr Brúðkaupi Fígarós. Öll verkefni kórsins voru flutt af miklum þokka. Hljómur kórsins er fallegur og hreinn, gott jafnvægi er á milli raddanna og tónstaða stöðug og góð. Söngurinn fallega mótaður og vandaður og kórinn ræður yfir miklu styrkleika- sviði og framburður texta er skýr. Þótt erfitt sé að gera upp á milli laga langar mig þó að nefna Brúð- arkórinn úr Lohengrin Wagners, La Fede og La Caritá eftir Rossini, en í því síðara söng Inga Backman stórglæsilega einsöng með kórnum. Eftir hlé langar mig að geta sér- staklega La Vergine degli Angeli eða munkakórsins úr Á valdi örlag- anna eftir Verdi en hér var það nunnukór sem söng hlutverk munk- anna og Inga túlkaði Leonoru virki- lega glæsilega. Einnig vil ég geta Nornakórsins úr Macbeth. Auk áðurnefndra laga söng Inga Backman aríu Súsönnu Giunse alfin il momento úr Brúðkaupi Fígarós, Als die alte Mutter eftir Dvorák og Senza mamma o bimbo úr Systur Angelicu eftir Puccini og var túlkun hennar á angist Angelicu hreint stórglæsileg. Inga sýndi það og sannaði að hún er mjög góð söng- kona með fallega rödd sem hún beitir af mikilli natni og kunnáttu auk þess sem hún geislar af tján- ingargleði og gáska þegar það á við. Síðast á efnisskránni var lokakór úr Systur Angelicu þar sem Inga, Þórey Sif og Guðrún Árný sungu einsöng með kórnum. Þetta var glæsilegur endir á stórgóðum tón- leikum og Arnhildur Valgarðsdóttir fór á kostum á píanóinu. Margrét leiðir kórinn ákveðið, markvisst og af músíkölsku næmi. Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Reykjavíkur er annar góður kvennakór sem hélt samsöng 2. maí. Kórarnir eru jafn gamlir en eru gjörólíkir. Verkefnaskráin var að hluta til helguð vorinu og hófst með sænskum lögum og finnsku þjóðlagi. Lag Alvéns Uti vår hage var fallega sungið með réttum áherslum sem er sjaldgæft að heyra hérlendis. Síðan fylgdu Glädjens blomster, Värmlandsvis- an, Vem kan segla og sumarsálmur Åhléns. Síðan fylgdi sálmurinn I himmelen og Söngvar úr jörðinni. Síðast fyrir hlé var lag sem Mist Þorkelsdóttir samdi fyrir kórinn í tilefni 10 ára afmælisins, Ég hlusta á þær glóa. Öll voru þessi lög vel flutt og sænski framburðurinn mjög góður. Efnisskráin eftir hlé var af veraldlega taginu að und- anskildum tveimur gospellögum. Í lagi Rutters It was a lover and his lass var sópraninn ekki hreinn. Best fluttu lögin eftir hlé að mati undirritaðs voru gospellögin tvö og síðan Kenndu mér að kyssa rétt og Please Mr. Postman, en flest voru lögin á efnisskránni nokkuð góð með einstaka undantekningum. Gott jafnvægi er í kórnum, sem er oftast hreinn innbyrðis. Hljóm- urinn í kórnum er nokkuð góður. 1. sópran átti til að syngja sig aðeins í sundur og einstaka kórfélagar að heyrast í gegn af og til. Í gosp- ellögunum sýndi kórinn að hann getur hljómað kröftuglega með fyll- ingu en gegnumsneitt var hann ansi spar á mikinn hljóm þrátt fyrir þennan mikla fjölda söngvara og fjölmörg tækifæri til að spretta úr spori. Í lok hlés sungu konur úr Kórskóla Kvennakórsins þrjú lög við undirleik Vignis Þórs Stefáns- sonar sem einnig lék með kórnum í síðustu lögunum. Öllu þessu stjórn- aði Sigrún Þorgeirsdóttir af mynd- ugleik. TÓNLIST Salurinn í Kópavogi KÓRTÓNLEIKAR Vox Feminae. Einsöngvari Inga Back- man. Píanóleikari Arnhildur Valgarðs- dóttir. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir. Sunnudagurinn 2. maí kl. 15.00. Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kvennakór Reykjavíkur. Píanóleikari Vignir Þór Stefánsson. Stjórnandi Sigrún Þorgeirsdóttir. Sunnudagurinn 2. maí kl. 20.00. Tveir góðir kvennakórar Jón Ólafur Sigurðsson ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 47 59 0 5/ 20 04 www.urvalutsyn.is Trygg›u flér bestu k jörin og bóka›u strax á n etinu! *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. Porto Platanias 59.720 kr.* Örfá herbergi á flessu einstaka tilbo›i Nú er tækifæri a› komast til Krítar og búa á 4ra stjörnu hótelinu Porto Platanias. Fallegt hótel me› fyrsta flokks fljónustu og gó›um mat. Hóteli› stendur vi› ströndina í Platanias í göngufæri vi› veitingsta›i, verslanir og bari. Loftkæld herbergi, sundlaug, barir og veitingasalur. á mann í tvíb‡li í 7 nætur me› hálfu fæ›i. Glæsilegt sumartilbo› 7., 14., 21. og 28. júní Morgunblaðið/Eggert Vox Feminae á sviði Salarins í Kópavogi. ÆFINGAR eru nýhafnar á rússneska leikritinu Svartri mjólk eftir Vasílij Sígarjov í Þjóðleikhúsinu. Þýðandi verksins er Ingibjörg Haraldsdóttir en leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson. Svört mjólk gerist á niðurníddri lestarstöð í afskekktu þorpi í Rússlandi. Aðalpersónur verkins eru ungur maður og ófrísk kona hans sem búa í Moskvu en ferðast um og pranga brauðristum inn á andvaralítið sveitafólk. Sölu- mennskan hefur gengið vel og þau bíða þess eins að komast burt úr þessari holu. En lestin lætur bíða eftir sér, og svo birtast þorpsbúarnir sem telja sig hafa verið svikna í viðskiptum. Kaldranalegur stórborg- arveruleikinn og lífið úti á landi rekast harkalega á, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Vasílíj Sígarjov er 27 ára en hefur þegar vakið at- hygli í leikhúslífi Evrópu. Hið virta höfundaleikhús Royal Court Theatre í London hefur frá því árið 2001 sett upp þrjú leikrit eftir hann, Plasticine, Svarta mjólk og nú síðast Ladybird. Plasticine vakti strax mikinn áhuga á Sígarjov og hlaut hann fyrir það Evening Standard-verðlaunin sem efnilegasta leik- skáld ársins. Þegar Royal Court sýndi Svarta mjólk ári síðar voru gagnrýnendur á einu máli um að Síg- arjov hefði tekist að skrifa enn betra og dýpra leik- verk. Ólafur Egill Egilsson, sem fer með hlutverk unga mannsins, leikur nú í fyrsta sinn hjá Þjóðleikhúsinu eftir útskrift úr LHÍ. Aðrir leikendur eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir sem leikur eiginkonu hans, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Sigurður Skúlason, Tinna Gunn- laugsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Jóhann Sigurðarson. Um tónlist sér Sigurður Bjóla, búningar eru í höndum Filippíu I. Elísdóttur, höfundur leikmyndar er Vytaut- as Narbutas. Verkið verður frumsýnt á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins í haust. Svört mjólk æfð í Þjóð- leikhúsinu Morgunblaðið/Þorkell Leikarar og aðstandendur leikritsins Svört mjólk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.