Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 37
færri börn en þær sem litla eða enga menntun
hafa hlotið, börn þeirra eiga meiri lífslíkur,
þær vinna sér inn meiri tekjur, og fjölskyldur
þeirra eru betur nærðar og búa við betri
heilsu og uppfræðslu. Ennfremur hefur verið
sýnt fram á að menntun stúlkna í þróun-
arlöndum skilar meiri ávinningi á ýmsum svið-
um en menntun drengja. Börn virðast hafa
meiri hag af aukinni menntun mæðra sinna en
feðra, ef litið er til minni ungbarnadauða,
meiri fæðingarþyngdar, betra næringar-
ástands og betri og lengri menntunar.
Aukin efnahagsleg völd kvenna koma börn-
um þeirra til góða, því tekjur mæðra renna
frekar til fjölskyldunnar og heimilisins en
tekjur feðra. Verkefni sem miða að því að
bæta aðgengi kvenna að lánsfjármagni hafa
víða gefið mjög góða raun. Lækkuð fæðinga-
tíðni, sem afleiðing af bættri og lengri mennt-
un stúlkna, leiðir til hærri þjóðartekna á mann
í þróunarlöndum. Rannsóknir Alþjóðabankans
benda til þess að það skili meiri aukningu á
landbúnaðarframleiðslu að lengja menntun
stúlkna um eitt ár heldur en að auka aðgang
að ræktarlandi eða notkun á áburði.
Í grein sinni bendir Coleman á að þær þjóð-
ir í þriðja heiminum sem best hafi tekist að
draga úr kynjamismun hvað varðar menntun
hafi einnig náð bestum árangri á efnahags- og
stjórnmálasviðinu síðastliðna hálfa öld.
Fyrirheitum
verði fylgt eftir
Coleman nefnir að
Bandaríkjastjórn
hafi í vaxandi mæli
tekið hagsmuni
kvenna inn í myndina við mótun utanrík-
isstefnunnar. Að vissu leyti hafi Bush-stjórnin
neyðst til að gera það eftir innrásina í Afgan-
istan, þar sem staða kvenna undir stjórn talib-
ana hafi verið hvað lökust í heiminum. En hún
telur enn nokkuð skorta á að kynjasjónarmið
séu nógu ofarlega á baugi og bendir á að í
framkvæmd hafi þeim oft verið kastað fyrir
róða. Hvatt hafi verið til réttarbóta konum til
handa í tengslum við lýðræðisþróun í ríkjum
Mið-Austurlanda, en lítið aðhafst til að fá
þeim framgengt. Stutt hafi verið við áætlanir
sem miða að auknum áhrifum kvenna í um-
bótasinnuðum ríkjum eins og Marokkó, en
þögn ríkt um kvenréttindamál í samskiptum
við íhaldssamari ríki á borð við Sádi-Arabíu.
Og jafnvel þótt fjálglega hafi verið rætt um að
bæta hag kvenna í uppbyggingaráætlunum
fyrir Afganistan og Írak hafi í raun lítið verið
gert til að efla efnahagsleg og pólitísk áhrif
þeirra.
Eins og Coleman bendir réttilega á er mik-
ilvægt að Bandaríkin, öflugasta og auðugasta
ríki heims, taki af skarið í þessum efnum, ekki
síst hvað varðar uppbyggingarstarf í Írak og
Afganistan, en einnig í öðrum heimshlutum.
Hún mælist í grein sinni sterklega til þess að
Bush-stjórnin auki áhersluna á hag kvenna í
utanríkis- og þróunarmálum, og fylgi fögrum
orðum eftir með raunverulegum aðgerðum.
Samfélagið allt
líður fyrir
kynjamisrétti
Mikilvægi bættrar
stöðu kvenna í þró-
unarlöndum verður
ekki sérstaklega tek-
ið til umræðu á Cop-
enhagen Consensus-
ráðstefnunni. En með hliðsjón af röksemdum
Isobel Coleman og margra annarra fræði-
manna virðist þó sem fyllsta ástæða hefði ver-
ið til þess. Veigamikil hagfræðileg rök, ekki
síður en siðferðileg, hníga að því að það ætti
að vera eitt helsta forgangsatriðið í þróun-
armálum að bæta menntun kvenna í þriðja
heiminum og auka efnahagsleg og pólitísk
áhrif þeirra. Þótt kynjamisrétti komi vitaskuld
harðast niður á þeim helmingi mannkyns sem
er kvenkyns þarf samfélagið allt að líða fyrir
afleiðingar þess.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Börn á göngu framan við Stjórnarráðið.
„Lækkuð fæð-
ingatíðni, sem af-
leiðing af bættri og
lengri menntun
stúlkna, leiðir til
hærri þjóðartekna á
mann í þróun-
arlöndum.“
Laugardagur 22. maí