Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 40

Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gróa MargrétKristín Finnsdótt- ir fæddist á Kaldá í Önundarfirði 24. september 1924. Hún lést á Landspítala, Fossvogi, 11. maí síð- astliðinn, Foreldrar Gróu voru Finnur Torfi Guðmundsson, skipstjóri og útgerð- armaður, frá Görðum í Önundarfirði og Steinunn Jóhannes- dóttir, bóndakona og klæðskeri, frá Hesti í Önundarfirði. Gróa giftist 24. mars 1952 Ólafi Kolbeins Björnssyni loftskeytamanni frá Ísafirði. Foreldrar hans voru Björn Björnsson verkstjóri og Ingveldur Her- mannsdóttir húsmóð- ir. Börn Gróu og Ólafs eru Ingveldur Guðrún, Björn Jó- hann og Sigurður. Fyrir átti Gróa son- inn Finn Torfa Stef- ánsson. Útför Gróu var gerð mánudaginn 17. maí, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bjartasta bros sem ég minnist úr bernsku var brosið hennar Gróu föð- ursystur minnar. Glaðari hlátur heyrði ég ekki en hennar hlátur. Engin rödd hafði jafn klingjandi hljóm. Það var sama hvort hún talaði eða söng. Kannski var tal hennar söngur. Ég var algjörlega heilluð af þessari fallegu konu með þykka, brúna hárið. Ég man fyrst eftir henni sem gesti í litlu stofunni hjá pabba og mömmu á Akranesi, en mynd hennar hafði ég alla daga fyrir augunum. Efst á vegg trónaði Finnur Torfi afi minn en fyr- ir neðan hann brostu til mín systur pabba, glæsikonurnar Jónína og Gróa eða Ninna og Gógó, eins og þær voru oftast kallaðar. Afi var dáinn, það vissi ég, en dætur hans áttu sín hvorn Finn Torfann. Þeir voru kall- aðir Litli Finnur og Stóri Finnur til aðgreiningar. Gógó átti Stóra Finn, Ninna Litla Finn. Þau áttu öll heima í Reykjavík, eins og amma Steinunn en komu oft upp á Akranes að heim- sækja pabba og Garðar bróður hans, eftir að hann fluttist þangað frá Ísa- firði. Því í raun voru þau að vestan. Þessi fjögur samrýndu systkini voru fædd á Kaldá í Önundarfirði, pabbi 1917, Garðar 1920, Jónína 1921 og litla systirin Gróa 1924. Fjölskyld- an flutti síðan út á Flateyri þaðan sem afi stundaði sjó á vélbátnum Hinrik. Afi var aflaskipstjóri eins og Garðar sonur hans síðar, en á síldinni 1936 drukknaði hann við Siglufjörð, 44 ára að aldri. Þá var pabbi, sem var kallaður Jói, nýorðinn 19 ára, Gæi 15, Ninna 14, og Gógó tæpra 12. Ég var löngu orðin fullorðin mann- eskja þegar ég áttaði mig á því, að 19 ára gamall gekk pabbi minn yngri systkinum sínum nánast í föðurstað. Og kannski var það þess vegna sem svo undurkært var alla tíð með hon- um og Gróu litlu systur hans. Hann var henni meira en Jói bróðir. Þess átti ég eftir að njóta. Hann settist í húsbóndasætið á heimilinu við hlið móður sinnar, Steinunnar ömmu, og saman hjálpuðust þau að við heim- ilisreksturinn. Og þrátt fyrir að þrengra yrði í búi eftir fráfall afa urðu systkinin sér öll úti um nokkra menntun. Pabbi fór í Samvinnuskól- ann, Garðar í Stýrimannaskólann, Ninna varð klæðskeri og Gógó komst einn vetur í Verslunarskólann. Sum- arið ’49 fóru svo báðar systurnar saman á húsmæðraskóla í Sorø í Danmörku. Það var kannski Dan- merkurdvölin sem gerði þær svo elegant. Meðan systur pabba voru í Dan- mörku bjó amma með stóra Finn Stefánsson hjá okkur á Akranesi en upp frá því bjó hún með dætrum sín- um í Reykjavík, fyrst með Ninnu, síðar á heimili Gróu og eiginmanns hennar Ólafs Kolbeins Björnssonar loftskeytamanns. Gógó og Óli hófu reyndar hjúsakap sinn á Ísafirði 1951, en fluttust svo til Reykjavíkur ásamt foreldrum hans, Birni Björns- syni og Ingveldi Hermannsdóttur. Á báðum heimilum ömmu var ég fastur gestur á hverju vori alla mína bernsku og unglingsár. Nú finnst mér erfitt að sjá fyrir mér hvernig þau gátu öll búið saman í gula báru- járnshúsinu á Laugarnesveginum og haft mig sem gest að auki. En í fáein ár urðu foreldrar Óla eins og aukaafi og aukaamma fyrir mig. Ég minnist þeirra sitjandi í glæsilegum bak- háum sófa, Björn gamli þunnhærður og glaðlegur með stórt andlit, Ingv- eldur nett og fínleg með þykkar, hvítar fléttur. Mér finnst eins og hún hafi verið umkringd fallegum út- saumi og danskættuðum húsgögn- um. Og ég man hve Gógó talaði blíð- um rómi við tengdaforeldra sína eins og við Óla manninn sinn sem þó var oftast á sjónum. Og þarna var amma Steinunn með prjónavélina, rokkinn og blómstrandi neríuna sem fylgdi henni hvar sem hún bjó. Það fannst líka pláss fyrir píanó. Við vorum bæði farin að læra á píanó, ég og Finnur frændi. Ég spilaði samvisku- samlega en hikstandi eftir nótum, hann lét nóturnar lönd og leið en vildi strax lokka fram eigin tónlist. Hann spilaði eftir eyranu eins og pabbi. Einhvers staðar var Gógó að syngja. Þó man ég betur eftir söng frænku minnar þegar Ingveldur var fædd á Laugateignum en best eftir að fjöl- skyldan flutti í stóra íbúð á Strand- götunni í Hafnarfirði. Þar bjó amma Steinunn í forstofuherbergi með hornglugga sem vissi að höfninni og endursagði norskar sveitalífssögur eins og þær fjölluðu um nágranna hennar fyrir vestan. Sögupersónurn- ar virtust allar vera úr Önundarfirð- inum. Gógó sveif um stórar stofur og stillti útvarpstækið hátt í eldhúsinu, þegar hún hlustaði á Óskalagaþátt sjómanna. Hún söng með og mér fannst hún kunna öll lögin og alla textana. Og í eldhúsinu sagði hún mér söguna um Hreðavatnsvalsinn. Lagið var eftir Knút R. Magnússon en textinn eftir hana og bekkjarbróð- ur hennar úr Verslunarskólanum, Atla Þormar. Það var vor og þau fóru í útilegu við Hreðavatn og þar varð textinn til sem hljómaði í hverjum óskalagaþætti árum saman og á öðr- um hverjum dansleik og allir tóku undir viðlagið: Manstu hve gaman er sátum við saman í sumarkvöldsins blæ? Sól var sest við sæ, svefnhöfgi yfir bæ. Við hörpunnar óma í hamingjuljóma, hjörtu okkar börðust ótt. Allt var orðið hljótt, yfir færðist nótt. Dreymandi í örmum þér alsæl/l ég gleymdi mér unaði fylltist mín sál. Brostirðu blítt til mín blikuðu augu þín birtu mér huga þíns mál. Manstu hve gaman, o.s.frv. Tjald. Gítar. Íslenskt sumarkvöld. Nokkur ungmenni. Og undursam- legt dægurlag og texti urðu til. Manstu hve gaman. Og ég man hve gaman það var að vera í návist minn- ar glaðlyndu og brosfögru föðursyst- ur. Gaman þegar þau hittust systk- inin og frændfólkið að vestan sem sagði sögur og hló svo tárin streymdu úr augum þess. Og auðvit- að náði sorgin líka til þessara augna. Því „sorgin gleymir engum“ og alls ekki henni Gróu föðursystur minni. Annað barn hennar og Óla var drengur, Björn Jóhann, sem fæddist svo alvarlega þroskaheftur að for- eldrarnir urðu eftir margra ára bar- áttu að gefast upp og láta hann frá sér inn á stofnun. Það var móðurinni afar þungbært. Svo fæddist Siggi og hún tók gleði sína á ný, þótt Bjössi ætti áfram hjarta hennar. Hann sem aðeins gat tjáð sig í söng. Gróa var alin upp við mikinn söng á æskuheimili sínu fyrir vestan. Tvö barna hennar og þrjú barnabörn hafa helgað sig tónlist. Finnur Torfi fyrst sem poppari en nú sem hálært tónskáld. Sonur hans og Eddu Þór- arinsdóttur leikkonu var Fróði Finnsson, einstaklega efnilegur tón- listarmaður sem lést úr krabbameini aðeins nítján ára að aldri. Ingveldur Guðrún var söngkona áður en hún sneri sér að útvarpsþáttagerð og þau tvö börn hennar sem uppkomin eru, Ólafur Kolbeinn og Hildur, eru bæði tónlistarmenntuð, Ólafur píanóleik- ari, Hildur cellóleikari sem auk þess syngur engilblítt eins og amma hennar. Þótt önnur börn Gróu, barnabörn og barnabarnabörn hafi ekki kvatt sér hljóðs á opinberum vettvangi enn veit ég að í þeim býr söngur. Söngur, bros, ljúflyndi og glaður hlátur er arfleifðin hennar Gróu frænku minnar. Og heit ást til alls sem lifir. Fyrir allt þetta var hún elskuð. Megi góður guð sefa sorg þeirra sem syrgja hana. Blessuð sé minning Gróu Finnsdóttur. Steinunn Jóhannesdóttir. Nú er langri vegferð móðursystur minnar Gróu Margrétar lokið og eft- ir standa minningarnar. Og brunnur minninganna er djúpur. Ef mæla á kosti hennar þá er af mörgu að taka. Hún var glæsileg og fríð. Hafði já- kvætt hugarfar, sama á hverju gekk, og getu til að takast á við tilveruna. Sérlega listræna vitund, næmi fyrir umhverfinu og hinu fagra í veröld- inni. Góða vitsmuni, hlýju og sann- girni. Og stórt hjarta. Þessa kosti og aðra hafði frænka mín í ríkari mæli en aðrir. En það er ekki það sem upp úr stendur í minningunni, heldur hlát- urinn og hvað allt var skemmtilegt. Þegar Gógó kom í heimsókn, eða þegar farið var í heimsókn til hennar, var hlegið, og enn frekar ef frænd- fólk úr Önundarfirði mætti. Ósjaldan fór ég í heimsókn í Laugarnesið, á fyrstu árunum mínum í pössun eða í sunnudagsbíltúr með ömmu og Franka frænda. Síðar einn bara af því að það var svo gaman. Sögurnar þegar systurnar voru í essinu sínu, þessar sögur um systkinin, ættingja, vini og annað samferðafólk. Hvað þær voru skemtilegar. Jafnvel þótt þær væru sagðar aftur og aftur. Skemmtilegri sögumenn fundust ekki. Þá var ekki síður hlegið þegar bræður þeirra, Jóhannes og Garðar, mættu. Eða Haddi frændi og Franki frændi. Á stundum sem þessum flaug tíminn hratt við hlátrasköll og gaman. Eflaust á ég eftir, sem og þeir sem þekktu frænku mína, að minnast slíkra stunda lengi, og sakna. Minningarnar eru margar en mér er minnisstæðari vikudvöl í sum- arbústað við Ölver með Gógó, mömmu og nafna mínum. Kannski vegna þess hve margar myndir voru teknar í ferðinni. Ég hef verið um 5 til 6 ára og mér finnst sem hlegið hafi verið allan tímann. Þegar nafni sagði mér löngu síðar að honum hefði þótt leiðinlegt að ná í mjólk á næsta bæ fannst mér hálf skrítið að hann hefði ekki skemmt sér jafn vel og við hin. Svona mætti áfram halda. Mótlæti fékk þessi lífsglaða frænka mín einnig. Hún var ekki tólf ára þegar hún missti föður sinn svip- lega 1936. Þá féll sonarsonur hennar frá ungur. Þetta hefur eflaust sett mark sitt á hana, og fannst mér að hún hefði dýpri skilning á lífinu en margir hennar samferðamenn. Það var mikil djúphyggni og viska til- svörum hennar, sem eflaust má rekja til þessarar lífsreynslu. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir skemmtunina og þá hlýju og leiðsögn sem hún veitti mér. Það voru mikil forréttindi að fá að vera samferða henni. Missir manns hennar, Óla Koll, barna og barna- barna er mikill. Þeim sendum við Þórunn og Stefanía okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og óskum Guðs blessunar. Finnur Torfi. GRÓA FINNSDÓTTIR Okkar hjartkæra, SVEINBORG J. KRISTJÁNSDÓTTIR (Bogga), Hringbraut 50, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 24. maí kl. 13.30. Rafn Kristjánsson, Guðríður Gísladóttir, Ingibjörg Rafnsdóttir, Magnús Rafnsson, Arnlín Óladóttir, Sigríður Rafnsdóttir, Rafn Jónsson, Auður Rafnsdóttir, James Bett, Hjördís Rafnsdóttir og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BJARNI MAGNÚSSON, Borgartúni 30a, áður Heiðvangi 8, Hafnarfirði, lést á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, föstu- daginn 14. maí sl. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 24. maí kl. 13.30. Sigrún Steingrímsdóttir, Dóra Margrét Bjarnadóttir, Sigurjón Pálsson, Ingunn Bjarnadóttir, Gunnar Rúnar Óskarsson, Magnús Bjarnason, Anna Sveinsdóttir, Steingrímur Bjarnason. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGFINNS KARLSSONAR, Hlíðargötu 23, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkra- húss Neskaupstaðar fyrir þá góðu ummönnun og hlýju er honum var sýnd. Valgerður Ólafsdóttir, Viggó Sigfinnsson, Edda Kristín Clausen, Óla Helga Sigfinnsdóttir, Guðmundur Lýðsson, Salgerður Jónsdóttir, Ólafur Ásmundsson, Sigfinnur Valur Viggósson, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Ólafur Þröstur Viggósson, Sesselja Jónsdóttir, Jóna Harpa Viggósdóttir, Þráinn Haraldsson, Guðný Björg Sigurðardóttir, Þorsteinn Birkir Sigurðarson, Sigfinnur Fannar Sigurðarson og langafabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA KJARTANSDÓTTIR frá Miðhvammi, til heimilis að Byrgisholti, Aðaldal, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 17. maí. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 13.30. Elínborg Hólmgeirsdóttir, Halldór Jónasson, dóttursynir, tengdadætur og langömmubarn. Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, INGVAR DANÍELSSON, Hólabergi 76, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 16. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag vangefinna og Umsjónarfélag einhverfra. Fyrir hönd annarra ættingja, Daníel Viðarsson, Margrét Magnúsdóttir, Hjalti Daníelsson, Guðrún L. Friðjónsdóttir, Inga Skarphéðinsdóttir, Helga Viðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.