Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 45
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 45 Sjóminjasafn Íslands Mér hefur nýlega borist í hendur ritið „Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík“. Þar eru sett fram athyglisverð mark- mið um stofnun sjóminjasafns í Reykjavík og hversvegna sé nauðsyn- legt að koma slíku safni sem allra fyrst upp. Loksins eru góðar vonir um að komið verði á fót sjóminjasafni á ákjósanlegasta stað í höfuðborg Íslands. Þetta safn verður að vera alhliða sjóminja- safn, sem bregður upp áþreifanlegri mynd af sjávarútvegi og sigling- um Íslendinga frá fyrstu tíð og höfða til alls landsins. Ég legg því til að sjóminjasafn í Reykjavík verði nefnt Sjóminjasafn Íslands. Önnur hæð fyrrum fiskverkunar- húss Granda á hafnarbakkanum í Vesturhöfn Reykjavíkurhafnar hefur verið innréttuð sem sýningarsalur. Það kemur satt að segja á óvart hvað þetta er hentugt húsnæði fyrir safn. Salurinn er 360 fermetrar að stærð með mjög fallegt og gott útsýni til austurs, út yfir höfnina og athafna- svæði smábáta og fiskiskipa í Vest- urhöfninni. Gullið tækifæri Óvenju gott tækifæri býðst því til að koma upp myndarlegu sjóminjasafni í höfuðborg landsins, sem stæði jafn- fætis sjóminjasöfnum sem er að finna í nágrannalöndunum. Þannig safn hefði auðvitað átt að vera komið hér á landi fyrir löngu. En áhugi ráða- manna hefur fram til þessa beinst að öðru. Mikil nauðsyn er þó á góðu og myndarlegu sjóminjasafni hér í Reykjavík, bæði sem atvinnuminja- safn vegna varðveislu þjóðarsögunn- ar og til uppfræðslu og fróðleiks öll- um almenningi, ekki síst ungu kynslóðinni. Sjóminjasafn Íslands á að sýna þróun allra fiskveiða og siglinga Ís- lendinga. Þeir sem muna hina miklu sjávarútvegssýningu, Íslendingar og hafið, sem Sjómannadagsráð Reykja- víkur og Hafnarfjarðar stóð fyrir í Laugardalshöll árið 1968, þar sem var sýnishorn og þverskurður af sjávar- útvegi alls staðar að af landinu, minn- ast enn þeirrar skemmtilegu upplif- unar á sögunni, sem sú sýning laðaði fram. Hinar miklu sölusýningar, sjáv- arútvegssýningar, sem hafa síðan verið haldnar, bæði í Reykjavík og nú hin síðari ár í Kópavogi, hafa sýnt mjög vel og ljóslega þá miklu þróun og fjölbreytni sem er að finna í sjávar- útvegi og siglingum og atvinnuvegum þeim tengdum, siglinga- og fiskleit- artækjum, veiðarfæragerð og vélbún- aði margs konar. Í ritinu „Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík“ eru settar fram margar mjög athyglisverðar hugmyndir sem ber að framfylgja. Tengja beri sögu sjósóknar og siglinga við hafið og höfnina, lífæð Reykjavíkur. Efla þekkingu á hafinu og lífinu þar og við strendur landsins með lifandi fiska- safni. Tengd yrði saman áþreifanleg sagan með sýningu á munum og öllum að- stæðum. Fræðsla um nútíð og framtíð á sviði sjávarútvegs og sigl- inga. Slíkt safn myndi laða ungt fólk að sjó- mennsku og veitir nokkuð af því? Í þessum markmið- um felast ótrúlega margir og miklir mögu- leikar og má segja skylt að nota það tækifæri sem nú gefst til að koma af stað myndarlegu sjó- minjasafni í Reykjavík. Alhliða sjóminjasafn Ég undirritaður tek heilshugar undir allar röksemdir í ritinu. Sérstaklega þó eftirfarandi: „Það vantar alhliða sjóminjasafn á Íslandi. Ekkert hér- lent safn stenst samanburð við helstu sjóminjasöfn í nágrannalöndunum.“ Fyrir eyþjóð, sem á velmegun sína og góð lífskjör að þakka þeirri und- irstöðu, sem sjávarútvegur og sigling- ar hafa skapað, er það ekki vansa- laust, að í höfuðborg landsins skuli ekki vera til alhliða sjóminjasafn, sem sýnir sögu fiskveiða, skipa, siglinga, véla, veiðarfæra og veiðitækni. Þess- ari sögu, ásamt þróun siglinga- og fiskileitartækja, hafrannsókna og fiskifræði og annars sem lýtur að sjónum, á að bregða upp. Landið er Ægi gyrt, þótt það virðist oft hafa gleymst. Í allri Evrópu og má segja í öllum heimi eru Íslendingar þekktastir fyrir fiskveiðar og fiskútflutning. Ef til vill á síðustu áratugum einnig vegna Ís- lendingasagna, Halldórs Laxness og Bjarkar. Mörgum útlendingum sem hingað koma finnst þessi doði, þegar kemur að þessum undirstöðuatriðum í lífi Ís- lendinga, vera undarleg afstaða. Sannarlega er það ámælisvert áhuga- leysi. Með því rými og sérstaklega glæsi- legum sýningarsal sem er nú nærri tilbúinn til notkunar á hafnarbakkan- um í Vesturhöfn Reykjavíkur er hér einstakt tækifæri. Nýtt skipulag Mýrargötu og slippasvæðis Það sem skiptir þó ekki minna máli er fyrirhugað skipulag fyrir Mýrargötu og slippasvæðið (Slippurinn, Stál- smiðjan og Daníelsslippur), þar sem í framtíðinni verður nóg rými fyrir plássfrekar byggingar fyrir söfn véla, tækja og veiðarfæra um borð í skip- um, en húsnæði undir slík söfn vantar tilfinnanlega hér í Reykjavík. Fyrr- nefnd söfn hljóta að verða framtíðar- sýn og koma innan nokkurra ára, þó að efri hæð safnahússins á Granda sé ágætur fyrsti áfangi og verði til að byrja með höfuðverkefni. Af tæknihlutum, vélum og tækjum, eigum við Íslendingar marga mjög dýrmæta og nú eftirsóknarverða hluti, vélar og tæki, sem er fyrir löngu hætt að framleiða, en bregða upp mynd af tækniþróun og fyrri tímum. Á tækni- og vélasafni yrði unnt að sjá hvernig „fýrplássið“ eða kyndirýmið var á gömlu síðutogurunum. Hvernig var gufuvélin, stýrið og stýrisvélin og fyrstu bátavélarnar? Möguleikar á fjölbreytni Safnahús á Grandagarði og allt næsta nágrenni býður upp á mikla mögu- leika og fjölbreytni. Sjóminjasafnið í Grímsby er t.d. svo nefnt „lifandi safn“, þar sem allt er á fullri ferð eins og raunverulega var um borð í skipunum. Þar er sýnt hvernig trollið var tekið inn á síðutog- ara, skipslíkan hreyfist og veðurhljóð og vindgnauð heyrist. Áhorfandi sér og heyrir allt sem gerist á þilfari, marr í blökkum og pokinn sveiflast fram og tilbaka, en undir hann skríður pokamaðurinn í svörtum olíustakki, með gulan sjóhatt og leysir frá. Aftur við hlerann eru menn að bæta , „taka í kríulöpp“ eins og það er stundum kall- að til sjós. Hljóð og „effektar“ láta áhorfandann gleyma stað og stund! Þetta safn er mjög vel sótt og vinsælt. Í nágrannalöndunum eru víða sögu- fræg skip við bryggju í næsta ná- grenni safnsins. Í sýningarsal safnsins á Granda verður unnt að sjá skipið út um gluggana á safninu áður en gengið yrði um borð eftir bryggjusporðinum, sem þar er. Sem betur fer eigum við ennþá sögufræg skip, sem skylt er að varðveita, eins og dráttarbátinn Magna (fyrsta stálskip smíðað á Ís- landi), varðskipið Þór og ekki má láta fyrstu skuttogarana fara eins og allir síðutogararnir fóru. Ekki er til einn einasti íslenskur síðutogari eftir til sýnis síðari kynslóðum. Væri það ekki góð kynning fyrir ungt fólk og aðra að hafa einn skut- togara til sýnis við bryggjuna í stað þess að selja þá fyrir lítinn pening í brotajárn? Nýlega voru fréttir um ís- lenska skuttogara sem voru seldir í brotajárn. Hér er því einstætt tækifæri, sem kemur vart aftur, að rétta hlut Reykjavíkur með uppsetningu glæsi- legs og forvitnilegs sjóminjasafns, sem yrði öllum Íslendingum og þá ekki síður ferðamönnum til skemmt- unar og fróðleiks. Ekkert sjóminjasafn Í nýlegu yfirliti yfir söfn á Íslandi, sem birtist í Morgunblaðinu um síð- ustu helgi, eru talin upp söfn í Reykjavík og nágrenni. Þar eru talin upp ellefu listasöfn, sem er auðvitað sérstaklega ánægjulegt, og gleymist þó eitt, hið ágæta safn í Hafnarborg í Hafnarfirði. Í þessari upptalningu 27 safna eru aðeins tvö söfn sem eru kennd beint við sjómennsku og sjóm- injar. Annað er Sjóminjasafn Íslands, ágætt en lítið safn í Hafnarfirði, sem minnir þó frekar á byggðasafn, sem eðlilegt er, þar eð Hafnarfjörður var um árabil, ásamt Reykjavík, annar helsti togarabær landsins. En nýjustu fréttir herma að þessu safni hafi verið lokað og er það leitt. Hitt safnið í þessari upptalningu er Sjóminja- og smiðjumunasafn J. Hinrikssonar, Súðarvogi 4, sem ég veit ekki betur en að hafi verið flutt úr Reykjavík og austur á Neskaupstað, – því miður verð ég að segja. Niðurstaðan er því að í þessari upptalningu 27 safna í Reykjavík og nágrenni er ekki eitt einasta, sem getur borið nafnið sjó- minjasafn. Þetta er í raun og veru ótrúlegt árið 2004! Hefur framlag sjávarútvegs og siglinga gleymst? Það mætti stundum halda að ráða- menn hafi gleymt því að skútuöldin og síðar góður afli og vaxandi hagur tog- araútgerðar í Reykjavík hafði ásamt innlendri kaupskipaútgerð mjög mik- il áhrif á uppbyggingu og vöxt Reykjavíkurborgar. Farþega- og vöruflutningar, komur erlendra rann- sóknarskipa (Pourquoi pas? o.fl.), herskipa og varðskipa voru og eru reyndar enn snar þáttur í borgarlíf- inu, þótt það sé ekki eins og var fram- undir 1960, þegar Miðbakkinn var iðulega fullur af fólki við brottför og komu farþegaskipsins Gullfoss. Styrjaldarárin Ótrúleg umsvif voru við Reykjavík- urhöfn og í Hvalfirði á styrjaldarár- unum 1940–1945. Í góðu sjóminja- safni er unnt að bregða upp þessari sögu og halda henni þar lifandi. Það væri fróðlegt að fræðast þar enn frek- ar um sögu og þátt íslenskra skipa og sjómanna í Orrustunni um Atlants- hafið. Þar létu margir íslenskir sjó- menn lífið og jafnaðist mannfall Ís- lendinga, miðað við fólksfjölda, á við fórnir stórþjóðanna, sem tóku beinan þátt í stríðsátökum á hafinu og á víg- völlum Evrópu. Erlend fiskiskip Alla 19. öld og langt fram á 20. öld var hér við land ótrúlegur fjöldi erlendra fiskiskipa. Árið 1886 voru t.d. 347 franskar skútur á Íslandsmiðum með um 6.100 sjómenn um borð. Alla 19. öldina voru hér frönsk herskip, bæði til eftirlits og sjómælinga, en fyrir ut- an Danmörku var Frakkland það ríki sem hafði hvað mest tengsl við Ísland á 19. öld. Hingað gerðu þeir fræga leiðangra eins og leiðangur Pauls Ga- imards sumrin 1835 og 1836, sem frægt er í íslenskum bókmenntum. Einnig gerðu Englendingar hingað fræga leiðangra (Sir Joseph Banks 1772 og Sir John Stanley 1789 o.fl.). Kynning á skipakosti í þessum leið- öngrum, aðbúnaði o.fl. á að sjálfsögðu heima á Sjóminjasafni Íslands. Selvogsbankinn sem upplýst borg Upp úr 1890 kom hingað á miðin mik- ill fjöldi enskra og þýskra togara, og eftir aldamótin 1900 einnig franskir og belgískir togarar og fjölmargar færeyskar skútur. Tryggvi Ófeigsson lýsir vel þessum fjölda erlendra skipa á Íslandsmiðum í stórmerkri ævisögu sinni, sem Ásgeir Jakobsson skráði: „Selvogsbankinn var nær alfarið vertíðarslóð íslenska togaraflotans og útlendra af ýmsum þjóðernum. Þar var jafnan mergð af færeyskum og frönskum skútum. Það var betra fyrir skipstjórnarmenn að hafa gát á sér á Bankanum (þ.e. Selvogsbanka), þeg- ar þrengslin voru sem mest. Þarna voru skipamöstrin oft eins og skógur og á nóttum var Bankinn sem upplýst borg. Slíkur var aragrúi skipanna.“ Veit ungt fólk þetta í dag? Mörg dæmi eru um að afkomendur er- lendra fiskimanna hafi komið hingað til lands í nokkurs konar pílagrímsför til þess að líta það land og það haf þar sem faðir þeirra eða afar háðu sína lífsbaráttu og því miður allt of margir einnig sitt dauðastríð við Íslands- strendur eða á eyðisöndum landsins. Þetta fólk leitar fræðslu um þessar veiðar hér við land og um þær eigum við margar minjar, sem væri unnt að gera aðgengilegar og ljósar öllum gestum sem sæktu heim Sjóminja- safn Íslands á Granda. Lokaorð Eins og hópur fólks úr öllum stéttum hefur bent á mörg undanfarin ár er mikil nauðsyn að koma hér upp góðu og vönduðu sjóminjasafni. Nú gefst til þess einstakt tækifæri, sem má ekki láta sér úr greipum ganga. Slíkt sjóminjasafn getur orðið Reykjavík, höfuðborg landsins, mikill styrkur og öllum Íslendingum og gestum, sem koma til Íslands, til mik- illar ánægju og fróðleiks. Ef vel er á haldið í sambandi við nýtt skipulag Vesturhafnarinnar mun glæsilegt og vel uppsett sjóminjasafn sóma sér vel andspænis væntanlegu hljómleikahúsi í Austurhöfninni og tengja miðbæ Reykjavíkur enn betur við höfnina, atvinnulífið og sögu Reykjavíkur, sjávarútvegs og sigl- inga Íslendinga. Reykjavík, á lokadaginn, 11. maí 2004. Hugleiðingar um sjóminjasafn í Reykjavík Eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson ’Eins og hópur fólks úröllum stéttum hefur bent á mörg undanfarin ár er mikil nauðsyn að koma hér upp góðu og vönd- uðu sjóminjasafni.‘ Guðjón Ármann Eyjólfsson Höfundur er fyrrv. skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sjómenn að störfum í Reykjavíkurhöfn, sem löngum hefur verið vettvangur mikilla umsvifa. Mikil uppbygging er ráðgerð við Mýrargötu. Höfundur leggur til sjóminjasafn við höfnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.