Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 46

Morgunblaðið - 23.05.2004, Page 46
SKOÐUN 46 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í UMRÆÐUNNI um fákeppni á fjölmiðlamarkaði hafa verið færð mjög gild rök fyrir þeim hættum, sem stafa af því að fjölmiðlarnir safnist á fárra hendur, manna og stórfyrirtækja sem hafa keimlíka lífsskoðun og heimssýn og vilja gera hana að algildum sannleika. Í flest- um ríkjum, sem Ísland mátar sig við, hafa gilt yfirleitt um langa hríð reglur þar sem reynt er að stemma stigu við slíku ástandi. Markmiðið með reglum um eignarhald er að auka fjölbreytni eignarhalds og um leið tryggja margbreyti- leika skoðana í fjöl- miðlum, ekki sízt minnihlutaskoðana, t.d. sjónarmiða sem beinast að þeim sem fara með völdin í samfélaginu. Fjöl- breytnin á að tryggja að menn megi djarft úr flokki tala. Samkvæmt Mannréttinda- yfirlýsingu Evrópu hvílir sú skylda á stjórnvöldum að tryggja og standa vörð um tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi. Samkvæmt 10. grein sáttmálans hvílir jafnframt sú skylda á stjórnvöldum að skapa hagfelldar aðstæður sem gera fjöl- miðlum kleift að starfa í nafni tján- ingarfrelsis. Samkvæmt 10. grein- inni liggur jafnframt ljóst fyrir, að ekki nægir að stjórnvöld grípi til aðgerða til að ryðja úr vegi hindr- unum gegn tjáningarfrelsinu eða hugsanlegum hættum að hennar mati án þess að í staðinn komi úr- ræði sem gera almenningi kleift að fá fréttir og heyra alls kyns skoð- anir, ekki sízt óvinsælar skoðanir, sem beinast einmitt gegn sömu stjórnvöldum. Þetta er vandaverk. Um þetta hafa fjölmiðlafræðingar og aðrir fræðimenn fjallað talsvert síðast- liðna þrjá til fjóra áratugi. Eign- arhaldsspurningin er ekki bara vandasamt og flókið fræðilegt spursmál, heldur er það jafnframt þrungið pólitískri hugmynda- fræðispennu eða pólitískri tækifær- ismennsku, þegar kemur að því að finna lausnir á raunverulegum vandamálum á þessu sviði. For- sætisráðherra þjóðarinnar lýsti yfir því í nóvember, að hann vissi ekkert um þetta vandamál og væri ekki fær um að tjá sig um það. Samt liðu ekki margir dagar þangað til hann tjáði sig um eignarhaldsvandann nánast eins og sér- fræðingur. Það er gott að vera eldklár! Í umræðum um skýrslu fjölmiðla- nefndar mennta- málaráðherra (sem forsætisráðherra tók í fóstur) hefur hug- myndafræðin um laiss- ez faire frjálshyggju- manna fokið út í veður og vind og raunar hygg ég að sömu sögu sé að segja af klassískum hugmyndum vinstrimanna á Alþingi þótt ekki sé hún jafnæpandi og hjá forsætisráð- herra. Í tilviki vinstri manna er af- staða þeirra í fjölmiðlamálinu skilj- anlegri. Með frumvarpinu er forsætisráðherra að þagga niður í raunverulegum og ímynduðum and- stæðingum. Þetta segi ég vegna þess, að það hefur smám saman orðið deginum ljósara og aðallega í því frumvarpi, sem rætt hefur verið á Alþingi, að því er einvörðungu beint gegn einu tilteknu fyrirtæki, Norðurljósum. Frumvarpið er ekki barn í brók hvað varðar útfærslu og „lausn“ á vandamáli og í þokkabót eru flestir sérfróðir lögfræðingar á þeirri skoðun, að ákvæði þess séu brot á stjórnarskrá og skapi ríkisvaldinu skaðabótaskyldu þrátt fyrir allar þær smábreytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Samt hef- ur forsætisráðherra haldið því til streitu. Verði frumvarpið samþykkt er augljóst að framtíð Norðurljósa er stefnt í voða og þar með störfum hundraða karla og kvenna. Hætt er við, að styrkur Fréttablaðsins og DV veikist og framtíð eina „alvöru“- sjónvarpsins, Stöðvar 2 á frjálsum markaði er í fullkominni óvissu. Með „alvöru“-sjónvarpi á ég við þá almannaþjónustu, sem fólgin er í fréttaflutningi, fréttaskýringum og umræðuþáttum, sem Stöð 2 býður upp á. Við blasir sú hætta að með beinum aðgerðum ríkisstjórn- arinnar verði tryggð fábreyttari fjölmiðlun á Íslandi en verið hefur einmitt þessi misserin eftir að Stöð 2, Fréttablaðið og DV fengu nýja fætur fyrir tilstilli stórfyrirtækis. Hættan á misnotkun eigandans er vissulega fyrir hendi. En um hana eru engin dæmi ennþá. Eig- andinn hefur ekki misnotað þessa fjölmiðla í eigin þágu. Hann hefur m.a.s. lýst því, að hann sé ekki ald- eilis alltaf sáttur við efnistök DV og í upphafi fjölmiðlaumræðunnar við- urkenndi hann vanda fábreytni í eignarhaldi og rétti fram sáttahönd. Á hinn bóginn hafa verið tínd til dæmi, þar sem blöðin tvö Frétta- blaðið og einkum DV hafa verið beitt í gagnrýni á stjórnvöld, eins og t.d. fyrirsögn DV „Lögfesta á gremju Davíðs“. Ég horfði á Árna Magnússon félagsmálaráðherra veifa þessari forsíðu á Alþingi, hneykslaðan niður í rass á ósvífni blaðsins. Sjálfan minnti fyrirsögnin mig á snjalla fyrirsagnagerð í ætt við þá listgrein, sem brezku gæða- blöðin hafa náð lengst í. Kjarni málsins er sá að DV er greinilega í stjórnarandstöðu og hefur ekki miklar mætur á forsætisráðherra. En það er nú einmitt þetta, sem tjáningarfrelsisákvæði stjórn- arskrár Íslands og önnur slík í al- þjóðasáttmálum eiga að tryggja. Að semja reglur um fjölræði í fjölmiðlun, eignarhaldsreglur og tryggja jafnframt fjölbreytta fjöl- miðlun krefst yfirlegu. Ísland er að mannfjölda til á við litla borg og einungis sú staðreynd ætti að vera viðmið, sem menn ættu að hafa efst á blaði. Flas er ekki til fagnaðar. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur lengi verið hálfgerð sorgarsaga og allt fram undir lok síðustu aldar bjuggu blaðamenn við þær kring- umstæður, að þeir máttu þakka fyr- ir að fá launin sín á réttum tíma. Það vantaði einfaldlega fjármagn inn í þessa atvinnugrein og hefur alltaf gert. Þá strax hefðu stjórn- völd átt að vera búin að móta stefnu til styrktar fjölmiðlum og frétta- og skoðanamarkaðnum, eins og t.d. Svíar gerðu með kerfisbundnum hætti. Nú skal gripið til aðgerða loksins þegar fjármagn hefur feng- ist til rekstrar þriggja miðla. En í upphafi skyldi endirinn skoða. Niðurstaðan verður væntanlega sú að Stöð 2 veikist eða deyi, DV og Fréttablaðið lendi í sama gamla blanka farinu en eftir standi Morg- unblaðið í sterkari stöðu en fyrr og Ríkisútvarpið verði áfram veikt og í sömu óvissunni um framtíð sína og fyrirtækið hefur verið um árabil. Vitanlega er ekki gæfulegt að eitt stórfyrirtæki eigi jafnstóran hluta markaðarins og nú er raunin. En hefði ekki verið reynandi að setja í ganga eftirlit með fjölmiðlum á Ís- landi og kanna kerfisbundið hvort eigendur misnotuðu þá? Þótt marga fýsi ef til vill að eiga fjölmiðil leyfi ég mér að stórefa, að til séu þeir einstaklingar sem hefðu áhuga og getu til að fara út í þennan erfiða rekstur yfir höfuð að tala og hvað þá miðað við þau 5%, sem sett hafa verið á eignarhlut markaðsráðandi fyrirtækja eða 35% hjá fyrirtækjum sem velta minna en tveimur millj- örðum. Reglan um tvo milljarða verður jafnframt til þess að slík fyr- irtæki yrðu að gæta vel að því að reksturinn gengi ekki of vel og færi ekki yfir hið „magíska“ 2ja millj- arða mark, sem enginn veit hvaðan í ósköpunum er fundið. Ég hef tekið eftir því að Morg- unblaðið hefur ítrekað farið fram á málefnalegar umræður um fjöl- miðlafrumvarpið. En af hvaða til- efni? Hefur eitthvað skort á það? Það sem Morgunblaðið á sennilega við er að Davíð Oddsson hefur verið gagnrýndur harðlega í ræðu og riti og umræðan snúizt talsvert um hann. En því verður hins vegar ekki á móti mælt að mál hafa snúizt á þann veg af fullkomlega málefna- legum ástæðum. Í upphafi fjöl- miðlaumræðunnar í desember og janúar héldu menn því fram að stefnt væri að því að setja „Baugs- lög“. Þessu neitaði ég að trúa upp á forsætisráðherra og hafði á orði að slíkur smásálarskapur gæti ekki stjórnað stefnumótun forsætisráð- herrans. Nú er komið í ljós að laga- frumvarpinu er ætlað að ryðja úr vegi fjölmiðlaeigandanum Baugi án þess að ákvæði séu í frumvarpinu um að tryggja jafnvirka umræðu í samfélaginu. Í fyrstu gerð voru ákvæði sem beindust gegn prent- miðlunum en framsóknarmenn höfðu vit fyrir forsætisráðherra í því efni. Skýrsla fjölmiðlanefndarinnar, sem fékk aðeins röska þrjá mánuði til að vinna a.m.k. ársverk ef vel hefði átt að vera, varð að leyni- plaggi í forsætisráðuneytinu af óskiljanlegum ástæðum. Á leyni- tímabilinu var fyrsta uppkast hins vonda frumvarps samið og þegar það var loks lagt fram á Alþingi var fjölmiðlaskýrslan hengd aftan við frumvarp og greinargerð þess og vísað til skýrslunnar sem frekari rökstuðning fyrir frumvarpinu. Mér liggur við að segja að með því að hengja ágæta skýrslu við frum- varpið með þessum hætti og vísa í sérvalda passusa í henni, sé verið að setja málið fram á misvísandi hátt. Ég er a.m.k. alveg viss um að sumir höfundar fjölmiðlaskýrslunnar hefðu ekki viljað láta bendla sig við frumvarpið með þessum hætti, þótt formaður nefndarinnar hafi verið neyddur til að aðstoða forsætisráð- herra við að semja frumvarpið. Undirritaður skrifaði tveir grein- ar í Morgunblaðinu 1. og 2. febrúar og aðalatriðið í máli mínu var, að Fábreytni bundin í lög Eftir Halldór Halldórsson ’Lög um eignarhaldværu nauðsynleg. En ég tók skýrt fram að ekk- ert lægi á. Ég er enn sömu skoðunar.‘ Halldór Halldórsson PÓLITÍSK stefnumið rík- isstjórnar sjálfstæðis og fram- sóknar opinberast þessa dagana í takmörkun náms í framhalds- og háskólum landsins. Samtímis er ljóst að langtíma stefnuleysi hefur ríkt og ríkir enn í menntamálum þjóðarinnar. Þetta stefnuleysi er alvarlegt í ljósi örrar þjóð- félagsþróunar sem var fyr- irsjáanleg á mörgum sviðum, þar á meðal menntunar. Á undanförnum árum hefur ein- staklingshyggjuþjóðfélag mark- aðarins vaxið fram. Margir hafa tjáð áhyggjur sínar vegna þeirrar þróun- ar og get ég að mörgu leyti tekið undir með þeim. Hitt er annað mál að vax- andi einstaklings- hyggja hefur einnig haft í för með sér já- kvæða þróun m.t.t. einstaklingsfrelsis og réttinda einstaklinga og hópa. Vaknað hef- ur umræða um frelsi einstaklingsins og rétt yfirleitt, ekki síst gagnvart ríkisvaldinu. Og umræða um al- menn mannréttindi og lýðræði hef- ur einnig fylgt í kjölfar þróunar al- þjóðamarkaðarins. Aukin tækifæri margra þjóðfélagshópa markaðs- þjóðfélagsins hafa eflt þá trú manna að þeir búi yfir mannauð sem sé einhvers virði og hvatt marga til dáða á sviði aukinnar menntunar. Nægir að nefna ungt fólk sem hefur haslað sér völl á sviði atvinnulífsins, konur á öllum aldri og karla á miðfullorðins- árum. Margir hafa séð hag sínum best borgið með aukinni menntun. Þannig hefur spurn eftir menntun og að- sókn að menntastofn- unum aukist á und- anförnum tuttugu árum. Þróunin hefur ekki orðið án átaka um stefnuna, skrefin sem tekin hafa verið, né kostun hennar. Þetta má auðveldlega lesa út úr íhaldssamri orðræðu and- stæðinga aukinna menntatækifæra allt frá stofnun Háskólans á Ak- ureyri 1987. Þetta má einnig greina í þróun ríkisháskóla og svo- kallaðra sjálfseignarskóla og nú nýverið í umræðunni um rann- sóknaháskóla. Þjónustu- og upplýsinga- samfélag nútímans er stétta- samfélag engu síður en iðn- aðarsamfélag síðustu aldar. Þar takast einnig á aðrir hópar en voru mest áberandi í iðnaðarsamfélag- inu. Stéttaátök samtímans snúast um menntunina í landinu og að- gengið að henni. Í þessu drama takast á gamall og nýr tími, þ.e. hinn gamli tími sérhagsmuna frændgarðsins, fárra náms- tækifæra og ríkisskilgreindrar „nytsamlegrar“ menntunar. Og hinn nýi tími einstaklings- hyggjuþjóðfélags markaðarins þar sem menntun er ekki síst spurning um markaðsvirði einstaklinga og einstaklingsbundna menntaþrá áð- ur menntunarlega afskiptra þjóð- félagshópa. Birtingarform stéttaátaka á Íslandi í dag Frá því um miðjan 9. áratug síð- ustu aldar hefur menntatækifær- um á Íslandi fjölgað jafn og þétt. Samtímis hefur þeim einnig gefist kostur á framhalds- og háskóla- menntun sem búa fjærst mennta- stofnununum sjálfum. Þetta hefur fjarnámstæknin gert mögulegt góðu heilli. Auk þess hafa komið til sögunnar háskólar utan höf- uðborgarsvæðisins og mennta- miðstöðvar víða um land. Þróunin hefur verið knúin áfram af fulltrú- um ólíkra þjóðfélagshópa á miðum og neðri hlut stéttaskalans og kall- ast á við áhrif alþjóðavæðingar á sviði atvinnulífs og menntunar. Menntatækifærin eru fleiri og fjölbreyttari í dag og aðgengið meira vegna nýrrar tækni. Þetta er þó ekki öll sagan, því fjöldi fólks víðsvegar um land hefur nú öðlast rétt til háskólanáms á eigin forsendum og án þess að hafa gengið hinn hefðbundna mennta- veg, af einu skólastigi yfir á annað þar sem stúdentspróf er eini að- göngumiðinn að háskólamenntun. Nú hafa t.d. margir Íslendingar á miðfullorðinsárum, ekki síst konur, réttmætan aðgang að háskóla- menntun þótt ekki hafi þeir stúd- entspróf. Þeir þurfa þó að uppfylla ýmis önnur skilyrði, sem byggjast ekki á hinni gömlu mennta- fyrirmynd gamla stéttasamfélags- ins. Þessi skilyrði lúta að starfs- reynslu og kunnáttu á skilgreindum grundvallaratriðum námsins sem um ræðir. Meðal þessa fólks eru fjölmargir sem áð- ur hafa ekki haft tækifæri til há- skólanáms vegna félagslega af- skiptrar stöðu sinnar m.t.t. framhaldsmenntunar. Það sem nú er að gerast í stefnu stjórnvalda undir forystu fram- sóknar- og sjálfstæðismanna er afturhvarf til fortíðar og hug- myndafræði sérhyggju hefðastétta og frændgarðs. Það er nefnilega engin tilviljun að þessir stjórn- málaflokkar hafa verið kenndir við íhaldssemi og fortíðarhyggju. Ákvörðun þessara flokka að sporna gegn fjölgun nemenda í framhalds- og háskólum landsins með því að skjóta til svo litlum fjármunum á fjárlögum til mennt- unar í landinu, sem raun ber vitni, kemur harðast niður á þeim ein- staklingum og hópum sem áður voru afskiptir m.t.t. möguleika á menntun, t.d. vegna búsetu, fá- breytni námstækifæra, efnahags og námsfyrirmynda. Krafan um samræmd stúdentspróf er af sama meiði og mun mismuna nemendum bóknáms og starfsnáms. Það mundi ekki vekja undrun mína ef núverandi stjórnvöld veittu þeim nemendum forgang í háskólanám sem þreytt hefðu samræmt stúd- entspróf. Það væri í anda íhalds- samra menntagilda og mundi í ljósi afturvirkni einkum íþyngja afskiptum þjóðfélagshópum m.t.t. menntunar. Menntaþrá – stéttaátök samtímans? Eftir Hermann Óskarsson ’Að minni hyggju erskattpeningi okkar allra vel varið, sé honum var- ið til að fjölga mennt- unartækifærum þjóð- arinnar.‘ Hermann Óskarsson Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir allar konur flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.