Morgunblaðið - 23.05.2004, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN
52 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ fjölmiðlafár, sem farið hefur
eins og eldur í sinu
undanfarnar vikur út
af fjölmiðlafrumvarpi,
sem ríkisstjórnin und-
ir forystu Davíðs
Oddssonar, hefur ver-
ið að reyna að fá sam-
þykkt áður en þing-
störfum lýkur, hefur
styrkt mig í því, sem
ég hef velt mikið fyrir
mér að undanförnu, að
lög og túlkun manna á
lögum og lagasetn-
ingum, eru teygj-
anlegri en teygja. Það
má skýra með mis-
munandi túlkunum lögfróðra manna
á því, hvort stjórnarskráin segi að
forseti lýðveldisins hafi óskorað
vald, til að neita því að staðfesti fjöl-
miðlafrumvarpið og vísa því þar
með í dóm þjóðarinnar með kosn-
ingu.
Þegar stjórnarskráin
er lesin um þetta efni,
og maður fer eftir regl-
unni: Að fara ekki
lengra en ritað er. Þá
er það ótvírætt að hann
hefur þetta vald. En
hvað veldur því þá, að
sprenglærðir lögfróðir
menn sem setið hafa í
fjölda ára í háskólum
og síðan sem starfandi
lögmenn séu ekki sam-
mála um þau lög sem
rituð eru? Skyldi þar
vera á ferðinni hags-
munapólitíkin, sem veldur því að
menn líta misjöfnum augum á lögin?
Ég hef líka orðið mikið var við
það úti í þjóðfélaginu, að þetta veld-
ur mörgum áhyggjum. Og menn
spyrja: Hverjum er hægt að
treysta? Og til hvers eru menn að
setja lög og skrifa þau niður, ef þau
breytast við túlkun hvers og eins?
En þetta er svo sem ekkert nýtt,
því kristnum mönnum hefur frá
upphafi verið sagt, að fara ekki
lengra en ritað er í Biblíunni. En
eins og heimurinn veit hafa þeir
hunsað það og sitja tvístraðir í
margs konar kirkjudeildum vegna
mismunandi túlkana og takast á um
þær. Við þurfum ekki að fara út fyr-
ir landsteinana til að sjá þetta.
Þetta segir okkur kannski, að
menn vilja ekki fara eftir neinum
lögum. Hvort sem þau eru rituð eða
sögð. Þetta: Þú skalt ekki. Heyra
menn ekki né viðurkenna, nema að
það henti þeim sjálfum. Því þetta ei-
lífa: Ég og mínir fyrst hvað svo sem
lög segja. Virðist vera rauði þráð-
urinn í lífsmunstrinu.
Tökum dæmi með hæstarétt-
ardómara. Þá hefur það oft komið
fram að þeir dæma svo misjafnlega
í sama sakamálinu, að undrun sætir.
Verða algjörlega á öndverðum
meiði, um sekt eða sakleysi hins
dæmda. Þótt þeir séu að dæma eftir
sömu lögum. Og þeir koma jafnvel
sjálfir fram og deila á dóma starfs-
bræðra sinna Að ég tali nú ekki um
mistúlkanir dóma á milli undirréttar
og Hæstaréttar.
Það er kannski með þetta allt,
eins og fótboltann, að það er dags-
formið og hvernig dómarinn er
stemmdur sem ræður oft hver vinn-
ur leikinn. Eða með öðrum orðum.
Hvernig liggur á dómurunum þegar
þeir dæma og hvar eru þeir í flokki.
Tökum líka pólitíkina sem dæmi.
Því þar virðist reglan vera: Ég um
mig frá mér til mín. Eða hvað segir
flokkurinn og formaðurinn? Og
sértu í ríkisstjórninni áttu að játa
og samþykkja allt sem hún gerir og
segir, ella færðu bágt fyrir. En
sértu í stjórnarandstöðu. Þá ber þér
skylda til að vera að öllu leyti á móti
stjórninni. Hvað svo sem hún hefur
fram að færa. Og fylgir þú ekki
þeirri reglu, þá lendir þú á svarta
listanum og þér verður bolað fyrr
en síðar út í horn, eða bara kastað
út, ef þú tekur ekki tiltali.
Sjáum hegðun stjórnarandstöð-
unnar við afgreiðslu fjölmiðlafrum-
varpsins. Hvernig hún fer í hæstu
hæðir gegn Davíð og stjórninni,
sem er þó með þessu frumvarpi að
reyna að sporna við því, að hinir
ríku geti beitt valdi sínu hömlulaust.
En áður en þetta frumvarp kom
fram var rauði þráðurinn í deilu
stjórnarandstöðunnar við stjórnina,
að stjórnin væri stöðugt að gera
hina ríku ríkari og þar af leiðandi
valdameiri.
Svo er það hin hliðin á pólitíkinni,
að menn eru sagðir nota vald sitt til
að hefna sín á þeim, sem þeim
finnst að hafi gert eitthvað á sinn
hlut. Og margir halda fram sem
dæmi, að Davíð Oddsson sé að ná
sér niðri á Jóni Ásgeiri, Bónus og
Norðurljósum með frumvarpinu, áð-
ur en hann sleppir takinu á valda-
mesta embætti þjóðarinnar.
Hryggilegt ef svo væri.
En það er eitt öruggt í þessu, að
þetta fjölmiðlafár. Um lög og póli-
tík. Eins og það hefur birst und-
anfarnar vikur. Hefur grafið undan
trúverðugleika þingsins og minnkað
álit manna á lögfróðum. Því almenn-
ingur lítur þetta spurnaraugum. Og
margir spyrja: Er þetta lýðræðið í
reynd? Ég hvet því þingheim og
lögmenn að slíðra sverðin. Ella fer
þetta á einn veg. Að almenningur
fær það á tilfinninguna, að lög og
pólitík séu lögleysa og vitleysa.
Lög, pólitík og lögleysa
Hafsteinn Engilbertsson skrif-
ar um lög og lagasetningar
Hafsteinn
Engilbertsson
’Þetta segir okkurkannski, að menn vilja
ekki fara eftir neinum
lögum.‘
Höfundur er viðgerðarmaður.
Sími 533 4040 • Fax 533 4041
Opið í dag frá kl. 12-14
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
jöreign ehf
Dan V.S. Wiium hdl.,
lögg. fasteignasali
Erlendur Davíðsson,
lögg. fasteignasali
Hákon R. Jónsson,
sölumaður
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri
EINSTAKLINGS
STRANDASEL/LAUS Einstaklingsíbúð á 3. hæð efstu í litlu fjölbýli. Stórar suð-
ursvalir og gott útsýni. Hús og sameign í góðu ástandi. Laus strax. Áhv.húsbr. 3,8
millj. Verð: 7,8 millj. nr. 3944
ELDRI BORGARAR
MIÐLEITI. ÞJÓNUSTUÍBÚÐ
GIMILI. Rúmgóð og björt 118 m2 endaíbúð
á 3. hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni. Húsvörð-
ur. Góð sameign. Aldursmörk 55 ára.
Stæði í lokuðu bílskýli fylgir. Íbúðin er laus
strax. Ekkert áhvílandi. SÉR ÞVOTTAHÚS.
Verð kr. 24.5 millj.
2JA HERB.
FÁLKAGATA Glæsileg og velstaðsett íbúð í litlu fjölbýli. Suður svalir, tengt fyrir
þv.vél á baði. Sturta og baðker. Nýtt baðherbergi. Glæsilegt útsýni. Rétt við Háskól-
ann. Mikið endurnýjuð eign. Verð 11,9 millj. nr3921
3JA HERB.
TJARNARMÝRI Vönduð, rúmgóð og fallega innréttuð 3ja herbergja íbúð. Hús
nýlega viðgert og málað utan, lítur mjög vel út. ATH skipti á minna í sama hverfi.
Verð 16,5 millj. Nr 2177
4RA HERB
FOSSVOGUR M/BÍLSKÚR.
Falleg og rúmgóð 4ra herb. endaíbúð á 2.
hæð, efstu í litlu fjölbýli. Stórar suðursvalir.
Fallegt útsýni. Góð staðsetnig. Góður bíl-
skúr. VERÐ: 17,8 Millj. nr. 3914
HRÍSMÓAR GBÆR. /BÍLSKÚR. Vorum að fá í einkasölu 3ja til 4ra herb.
íbúð ásamt bílskúr. Íbúð á 1. hæð. Falleg innrétting, parket á gólfum. Þvottahús í
íbúðinni. Verð 18,7 millj.
EINBÝLI
FUNAFOLD M/BÍLSKÚR Mjög gott einnar hæðar einbýlishús ásamt bílskúr,
stærð 191,6 fm. Húsið stendur sunnan við götu með fallegri ræktaðri suðurlóð. Fjögur
svefnherbergi og rúmgóðar stofur. Góð staðsetning. Verð: 27,7 millj. nr. 3818
Ármúla 21 • Reykjavík
Netfang: kjoreign@kjoreign.is
Heimasíða: www.kjoreign.is
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Berjarimi 16 - 1. hæð - BÍLSKÝLI
Vorum að fá í sölu fallega og vel skipulagða
3ja herbergja 79 fm íbúð á 1. hæð með sér-
garði og stæði í bílskýli. Tvö góð svefnher-
bergi og stofa. Þvottahús innan íbúðar.
Beykiparket og flísar á gólfum. Flísalagt
baðherbergi, sturtuklefi og innrétting. Áhv.
húsbr. + viðb.lán 9,2 millj. Verð 13,5 millj.
Halldóra tekur á móti ykkur
í dag milli kl. 13 og 15.
Njálsgata 86 - 3. hæð - LAUS STRAX
Góð 2ja herb. 52 fm íbúð á 3. hæð. Íbúðin
skiptist í stofu, svefnherbergi, eldhús og
baðherbergi. Nýtt pergoparket er á íbúðinni
og rafmagn yfirfarið. Góð íbúð í hjarta
Reykjavíkur. Áhv. er 4,9 millj. Verð 8,9 millj.
Stella tekur á móti ykkur
í dag á milli kl. 15 og 17.
Drápuhlíð 21 - Kjallari - LAUS FLJÓTLEGA
Mjög góð 2ja herb. 71 fm íbúð í lítið niður-
gröfnum kjallara. Íbúðin skiptist í anddyri,
rúmgott hol, svefnherbergi með skápum,
stofu, eldhús með góðu skápaplássi og
baðherbergi. Gólfefni eru parket og flísar.
Góð íbúð á góðum stað. Verð 10,8 millj.
Haukur tekur á móti ykkur
í dag á milli kl. 16 og 18.
Lindasmári 5 - 2. hæð - LAUS STRAX
Mjög góð 3ja herbergja 83 fm íbúð á annarri
hæð. Íbúðin skiptist í hol með skápum,
stofu, tvö svefnherbergi, eldhús með góðri
innréttingu og flísalagt baðherb. með innrétt-
ingu og baðkari. Gólfefni eru dúkur og flísar.
Falleg og góð eign á góðum stað. Áhv. 10,5
millj. Verð 13,9 millj.
Birgir tekur á móti ykkur
á milli kl. 14 og 16.
OPIN HÚS SUNNUDAGINN 23. MAÍ
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is
- Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Til leigu ca 625 fm á jarðhæð
Einstaklega glæsileg og vel staðsett skrifstofu-
bygging við Laugardal. Séraðkoma inn á hæðina
utan frá, beint frá bílastæðum, einnig er aðkoma
að hinum umrædda eignahluta í gegnum glæsi-
lega og mjög snyrtilega sameign sem er með
lyftuhúsi. Sameiginlegt glæsilegt mötuneyti.
Rýmið skiptist í móttöku, opin rými en einnig er
búið að stúka af skrifstofur og fundarherbergi.
Gólfefni eru parket og dúkur. Tölvulagnir eru í
öllu rýminu með aðgengi að sérstaklega útbúnu
tölvuherbergi í kjallara. Verð tilboð.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson,
s. 588 4477 eða 822 8242.
Til leigu - Laust nú þegar
Til sölu 5,5 ha jarðarpartur (ekki lög-
býli) rétt ofan við nyrðri munna Hval-
fjarðarganganna. Á jörðinni er ágæt-
ur húsakostur s.s. töluvert endurnýj-
að þrílyft íbúðarhús sem er nýlega
einangrað og klætt að utan, nýir
gluggar, ný vatns- og skolplögn.
Útihús s.s. fjós, hlaða, véla- og
verkfærageymsla, allt steinhús, í
ágætu standi. Nýlegur 70 fm timbur-
bílskúr. Að auki eru fjárhús og hlaða,
timburhús (b.1950), samt. um 80 fm.
Landið liggur að sjó með stórkost-
legu útsýni yfir Bláfjöll, borgina og
Suðurnesin. Stutt í yndislega sand-
fjöru. Staður sem býður upp á ýmsa
möguleika hvort heldur er fyrir stór-
fjölskyldu, fjölskyldufyrirtæki eða fé-
lagasamtök sem vilja vera við alla
þjónustu í sveitinni.
Fasteignaþjónustan
Skúlagata 30, 3. hæð
Sími 552 6600
Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali.
MÁSSTAÐIR 2
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111