Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 58
58 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Smáfólk
VÁÁÁ!! ANDFÝLAN ÞÍN GÆTI FENGIÐMÁLNINGUNA Á VEGGJUNM TIL ÞESS
AÐ FLAGNA
HVAÐ MEINARÐU
MEÐ GÆTI?
HÉR SITUR
YFIRHUNDUR
VIÐ
SKRIFBORÐ
AÐ TAKA
ÁKVARÐANIR
OG ALLAR RANGAR!ÉG ER BÚINN AÐ TAKAHUNDRAÐ ÁKVARÐANIR
Í DAG...
Á ÞESSUM
LISTA ERU
NÖFN 10
MILLJÓN
HUNDA...
ÉG ÞARF AÐ FÁ SKÝRSLU
UM ALLA ÞESSA HUNDA
SKRIFAÐA Í ÞRÍRITI
ÞAÐ LEIÐ AFTUR
YFIR RITARANN MINN!
Beini
© LE LOMBARD
ÉG GET EKKI UNNIÐ SVONA! ÞETTA ER ALVEG ÓÞOLANDI!
NÚ, HVAÐ?
ÉG VAR AÐ FÁ Í HENDURNAR NÝJUSTU
BÓKINA MEÐ ÆVINTÝRUNUM OKKAR.
EÐA MÍNUM RÉTTARA SAGT ÞVÍ ÞÚ ER
BARA AUKAPERSÓNA
ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ
KYNNIR AÐ LESA
MÉR TIL GAMANS GERÐI ÉG LISA YFIR
KOSTI ÞÍNA EINS OG LÍTILSVIRÐINGU,
MÓÐGUN, SVIKRÁÐ, AUÐMÝKINGU OG
FÚLMENNSKU SEM ÞÚ HEFUR BEITT TIL
ÞESS AÐ SKAÐA ÍMYND MÍNA Í
GEGNUM ÞESSAR 44 BLAÐSÍÐUR
JÁ?
Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR EINS
OG ER?
GERÐU
ÞAÐ
ALHEIMURINN ER BARA BÍFLUGNASKÍTUR
MIÐAÐ VIÐ ÞETTA
ÉG FÉKK 45 SPÖRK FRÁ ÞÉR OG VINUM ÞÍNUM, ÉG FÉKK 60 SINNUM RAFLOST,
12 SINNUM MUNAÐI MINNSU AÐ ÉG DRUKNAÐI, ÉG LENTI 102 Í FANGELSI OG
10 Í DÝRAGEYMSLUNNI, ÉG FÉKK MATAREITRUN 402 OG EINU SINNI HÉLT FÓLK
AÐ ÉG VÆR MARSBÚI
OG 1209 SINNUM ÞURFTI ÉG AÐ LAGA
LIMGERÐIÐ SEM ÞÚ EYÐILEGGUR
ÞEGAR ÞÚ KEMUR Í YFIR
GARÐINN MINN
78 SINNUM FÉKK ÉG BÓLUR ÚT UM
ALLT, ÞÚ KALLAÐIR MIG HEIMSKINGJA
14200 SINNUM OG 9 SINNUM TÓKSTU
BEINIÐ MITT
NEI! JÚ!
21 SINNI MÁLAÐIRÐU MIG GRÆNAN, 1 SINNI BLEIKAN, 4 SINNUM
DOPPÓTTAN, ÞAR AF EITT SKIPTI MEÐ KROSSUM, ÞÚ LÉST
MANNÆTU MAURA ELTA MIG 7 SINNUM, SVO ÉG TALI EKKI UM
FLÆRNAR SEM ÞÚ ERT ALLTAF AÐ DEILA MEÐ MÉR
ÉG FÓR Í
HREINSUN Í
GÆR
FINNST ÞÉR EKKI VERA NÓG KOMIÐ?!
Á ÉG AÐ KLIPPA AF
ÞÉR FELDINN SVO
ÞÆR TOLLI EKKI?
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
UM jólin varð ég fyrir því „láni“ að fá
í jólagjöf kaffivél eina forláta, var
kaffivél þessi keypt í Hagkaupum í
Smáralind og var vélin bæði lagleg
fyrir augað og sögð hella upp á ágæt-
iskaffi.
Nú um daginn tók ég þessa vél úr
kassanum og fór með hana upp í
sumarbústað þar sem ég ætlaði að
hita okkur hjónum gott kaffi.
Nú bar svo við að þessi fallega vél
þverneitaði að hita vatnið, þrátt fyrir
tilraun númer tvö. Undirritaður tók
því vélina með heim aftur, og sagði
við konu sína að það yrði ekkert mál
að fá nýja vél, þar sem engin verslun
vildi láta spyrjast út annað en að hún
bæri fulla ábyrgð á þeim vörum sem
hún seldi.
Undirritaður gerði sér nú ferð úr
Keflavík til að skila þessari vél og fá
að sjálfsögðu aðra sem mundi gera
honum þann greiða að hita vatnið,
eins og kaffivélar eiga að gera.
Starfsmaður Hagkaupa í Smára-
lind tjáði mér að hann mætti ekki
láta mig fá aðra vél, en ég gæti sjálf-
ur farið með vélina í „viðgerð“ í Sjón-
varpsmarkaðinn í Síðumúla!
Það skal tekið fram að ég var ekki
með kvittun fyrir kaffivélarkaupun-
um þar sem þetta var jólagjöf, og ég
óvanur að fá kvittun, eða þess þá
heldur biðja um kvittun fyrir þeim
jólagjöfum sem ég hef fengið.
Ég benti manninum á að ég hefði
komið frá Keflavík í þessum erinda-
gjörðum, og að vélin hefði verið
keypt í Hagkaupum, ekki í Sjón-
varpsmarkaðnum, og endurtók þann
vilja minn að fá aðra vél sem vonandi
gerði það sem hún ætti að gera, þeir
gætu svo sjálfir farið með vélina í
viðgerð ef það hentaði þeim, en án
árangurs, og þar sem klukkan var að
verða sex hefði ég ekki náð inn í
Sjónvarpsmarkað fyrir lokun.
Undirritaður gerði sér svo aðra
ferð til Reykjavíkur með þessa for-
láta kaffivél og fór með hana í við-
gerð í Sjónvarpsmarkaðnum í Síðu-
múla.
Á leið upp í bústað kom ég svo
nokkrum dögum seinna við í Sjón-
varpsmarkaðnum til að ná í vélina
sem þá var búið að laga, en þar sem
ég var ekki með kvittun fyrir vélinni
varð ég að borga viðgerðina sjálfur,
þrátt fyrir að ég segði manninum að
hann gæti séð það á vélinni að hún
hefði aldrei verið notuð, væri ný, og
þess vegna í ábyrgð. Þessi af-
greiðslumaður sagði við mig „að ef
þeir ættu að trúa öllum sem koma“
þá skildist mér að þeir væru ekki í
góðum málum. Lítilsvirðandi
sleggjudómur gagnvart viðskipta-
vinum.
Þykir því líkegt að Sjónvarps-
markaðurinn „prógrammeri“ sína
starfsmenn á svipaðan hátt.
Undirritaður hafði ekki fyrir því
að ræða við verslunarstjóra Hag-
kaupa, þar sem umræddur starfs-
maður var sjálfsagt að framfylgja
reglum sem verslunarstjórinn setti
honum, og hann eflaust styður sinn
starfsmann.
Undirritaður fer hér með fram á
að Hagkaup greiði fyrir viðgerðina á
„fínu“ vélinni sem hljóðaði upp á
rúmar 2.800 kr. ásamt tveimur ferð-
um til Reykjavíkur sem óhætt er að
verðleggja á 2.500 kr. ferðina, sam-
tals: kr. 7.800, og leggi inn á reikning
minn í Sparisjóðnum í Keflavík.
Mun ég biðja Morgunblaðið að
birta eftirfarandi á sama stað, með
feitu letri, þegar skuldin er greidd:
Kaffivélarmálið gegn Hagkaup í
höfn – og geta því lesendur Mbl. séð
hvenær Hagkaup og undirritaður
hafa náð sáttum.
Á báðum umræddum stöðum fékk
ég það á tilfinninguna að viðskipta-
vinir fyrirtækjanna væru álitnir lyg-
arar ef einhver vandamál kæmu upp,
uns þeir gætu sannað öðruvísi.
Ég vil benda fólki sem er að hugsa
um að versla í báðum ofantöldum
verslunum að hafa þessa framkomu í
huga.
Vil ég taka það fram að enginn
vandi var að sjá að vélin var algjör-
lega ónotuð.
Í annarri verslun í Kópavogi hang-
ir uppi skilti sem á stendur eitthvað á
þessa leið:
Ef þú ert ánægður með viðskiptin
við okkur, láttu aðra vita.
Ef ekki, láttu okkur vita.
Og geri ég þá ráð fyrir því að um-
rætt fyrirtæki vilji ganga þannig frá
málum við viðskiptavininn, að hann
sé sáttur við viðskiptin.
Þetta ættu Hagkaupamenn að
taka til athugunar. Hagkaup og
Sjónvarpsmarkaðurinn: Svona kom-
ið þið ekki fram við viðskiptavini
ykkar!
VILHJÁLMUR
ARNGRÍMSSON,
Suðurgarði 18,
230 Reykjanesbæ.
Hagkaup
Frá Vilhjálmi Arngrímssyni,
aðstoðarslökkviliðsstjóra:
ÞEGAR á Alþingi kom fram frum-
varp sem varð að svokölluðum villi-
dýralögum var ég formaður Skot-
veiðifélags Íslands. Félagið studdi
þetta merka framfaramál.
Nú fréttist að allmargir skotveiði-
menn (líklega ekki félagar í Skotvís)
hafi, væntanlega í bráðræði, vegið
að vísindastarfi sem fjármagnað er
með veiðikortagjaldi. Það er ótrú-
legt uppátæki að falsa veiðiskýrslur.
Þetta er nú svarið við spurning-
unni.
En ég leyfi mér að bæta nokkrum
orðum við umræðuna um þetta mál.
Við lifum á ágætum bletti jarð-
arinnar og við stjórnkerfi af bestu
gerð; löggjafar-, framkvæmda- og
dómsvald, að ógleymdri kristinni
siðfræði. Stórlyndir menn með
erfðaefni víkinga mega því ekki
fremur en aðrir ganga gegn kerfi
samfélagsins.
Tilmæli: Reynum öll að sjá okkur
sjálf sem hluta af dýraríki sem við
viljum ekki skaða. Einnig við með
„veiðidelluna“ getum þetta mæta
vel. Við þurfum ekki magnveiði til
að fullnægja ásköpuðu veiðieðli.
BJARNI KRISTJÁNSSON,
fv. rektor THÍ.
Af hverju get ég ekki
orða bundist?
Frá Bjarna Kristjánssyni: