Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 23.05.2004, Qupperneq 62
AUÐLESIÐ EFNI 62 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ YFIR 40 Palestínumenn hafa beðið bana í árásum Ísraelshers í bænum Rafah á sunnanverðu Gaza-svæðinu og í flóttamannabúðum við bæinn frá því á þriðjudaginn var. Ísraelskar hersveitir réðust þá inn í flóttamannabúðirnar til að eyðileggja göng sem Ísraelar segja að hafi verið notuð til að smygla vopnum frá Egyptalandi inn á Gaza-svæðið. Hersveitirnar jöfnuðu einnig tugi íbúðarhúsa við jörðu og yfir þúsund manns missti heimili sín. Alls hafa að minnsta kosti 42 Palestínumenn látið lífið í Rafah. Hermennirnir beittu meðal annars skriðdrekum og þyrlum til að tvístra hundruðum Palestínumanna sem mótmæltu aðgerðum hersins. Tíu mótmælendanna biðu bana, flestir þeirra börn og unglingar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem það gagnrýndi manndrápin og aðgerðir Ísraelshers. Ályktunin naut stuðnings allra aðildarríkja öryggisráðsins nema Bandaríkjanna sem sátu hjá. Ísraelsher flutti flesta hermenn sína frá Rafah á föstudag en sagði að aðgerðunum væri þó ekki lokið. Reuters Piltur grætur við rústir heimilis síns í Rafah eftir að Ísraelsher jafnaði það við jörðu. Tugir Palestínu- manna bíða bana Hæstiréttur hefur sýknað Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson í málverkafölsunarmálinu. Pétur Þór var framkvæmdastjóri Gallerís Borgar. Hann og Jónas voru sakaðir um að hafa blekkt viðskiptavini til að kaupa myndverk sem þeir hefðu átt þátt í að falsa. Meirihluti dómaranna sem dæmdu töldu að vegna þess að Listasafn Íslands var einn þeirra sem kærðu í málinu mætti ekki styðjast við álit starfsmanna safnsins fyrir dómi. Tveir dómarar vildu hins vegar sakfella mennina. Jón H. Snorrason saksóknari segir dóminn vera „veikan“, vegna þess að meirihluti dómara í Hæstarétti hafi fjallað mjög knappt um málið. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Péturs Þórs, sagðist vera afar ánægður með niðurstöðuna. Samband íslenskra myndlistarmanna segir að dómurinn hafi ömurlegar afleiðingar í för með sér fyrir íslenska myndlist. Flestir séu þeirrar skoðunar að verkin sem fjallað var um fyrir dómi séu að stórum hluta fölsuð. Rannsókn í málverkafölsunarmálinu hófst fyrir sjö árum, árið 1997. Hún hefur kostað 50 milljónir. Þar af hefur sérfræðiþjónusta kostað 20 milljónir króna. Morgunblaðið/Jim Smart Verjendur í málverkafölsunarmálinu: Frá vinstri: Karl Georg Sigurbjörnsson hrl., Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Hæstiréttur sýknar Pétur Þór og Jónas Stóra málverkafölsunarmálið ARNÓR Atlason, KA, og Sylvia Strass, ÍBV, voru útnefnd leikmenn ársins í karla- og kvennaflokki á lokahófi Handknattleikssambands Íslands, sem haldið var á Broadway sl. miðvikudagskvöld. Arnór varð einnig fyrir valinu sem efnilegasti leikmaðurinn hjá körlunum, en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu/KR, varð fyrir valinu hjá konunum. Arnór Atlason, sem gengur til liðs við þýska stórliðið Magdeburg í sumar, sópaði að sér verðlaunum á lokahófinu, en auk þess að verða fyrir valinu sem besti og efnilegasti leikmaðurinn á leiktíðinni var hann kjörinn besti sóknarmaðurinn og varð markahæsti leikmaður deildarkeppninnar (riðlakeppni og úrvalsdeildar) með 237 mörk. Morgunblaðið/Kristján Arnór Atlason, handknattleiksmaður úr liði KA, sópaði að sér verðlaunum á lokahófi handknattleiksmanna. Arnór og Sylvia best DAGUR Kári Pétursson, sem gerði Nóa albínóa, er að gera nýja mynd. Nói albínói hefur fengið mörg verðlaun í mörgum löndum og Dagur Kári er orðinn frægur leikstjóri í útlöndum. Nýja myndin hans Dags mun heita Fullorðið fólk og verður á dönsku en Dagur Kári býr í Danmörku. Myndin verður tekin í Kaupmannahöfn en Dagur Kári er að gera myndina núna. Myndin fjallar um mann sem úðar á veggi og úðar aðallega ástarjátningum. Myndin mun kosta 190 milljónir íslenskra króna. Myndin verður líklega tilbúin þegar þetta ár er búið. Næsta mynd þar á eftir mun heita The Good Heart. Þegar hann er búinn með hana er ljóst að fyrstu þrjár myndir Dags Kára eru á þremur mismunandi tungumálum. Dagur Kári Pétursson með nýja mynd Morgunblaðið/Árni Torfason Dagur Kári Pétursson. Atriði úr Nóa albínóa. Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.