Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 66

Morgunblaðið - 23.05.2004, Side 66
66 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEKKTIR afrískir tónlistarmenn komu saman dagana 16.–20. maí í Senegal til að taka upp lag í von um að geta vakið fólk til umhugsunar um HIV/alnæmi og heft útbreiðslu sjúkdómsins í álfunni. Þá er mark- miðið einnig að geta dregið úr fá- tækt um helming fyrir árið 2015, en það er ártal sem miðað er við í þró- unarmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna, að því er fram kemur í til- kynningu frá UNICEF. Tónlistarmennirnir heita Salif Keita frá Mali, Youssou N’Dour sem er góðvildarsendiherra UNI- CEF, og Baaba Maal, báðir frá Senegal, Malouma Mint Meidah frá Máritíu, og Cheb Mami frá Alsír. Að nota tónlist til að vekja almenn- ing í Afríku til umhugsunar um HIV/ alnæmi hefur reynst árangursrík leið í baráttunni gegn sjúkdómnum. Áætlað er að lagið verði endalega tilbúið í október á þessu ári. Fulltrúi UNDP, Mark Malloch Brown, sagði að aðeins með vitund- arvakningu almennings væri hægt að yfirstíga þau vandamál sem að álfunni steðjuðu. Yfirmaður kynningardeildar UNDP, Djibril Diallo, lagði áherslu á að Afríka hefði að geyma mikinn mann- auð. ,,Í Afríku er ekki bara að finna listræna hæfileika, heldur einnig mikla þekkingu og tæknilega kunn- áttu, auk allra náttúruauðævanna. Það er því mögulegt að nálgast það markmið að heil kynslóð alist upp án HIV/alnæmis árið 2015,“ sagði Diallo. Þróunarmarkmið Sameinuðu þjóð- anna voru samþykkt á fundi Samein- uðu þjóðanna árið 2000. En mark- miðið með þeim er að draga úr mikilli fátækt um helming, veita öll- um börnum grunnmenntun, hefta útbreiðslu HIV/alnæmis og annarra sjúkdóma og draga úr barnadauða og dauðsföllum við fæðingu, allt fyrir árið 2015. FÓLK Ífréttum Sýnd kl. 6. B.i. 16.  Ó.H.T Rás2 Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Meiri hraði. Meiri spenna. Bílahasarinn nær hámarki. Sú æsilegasta til þessa. i i i. i i . íl i i. il il . Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 16. Að breyta fortíðinni getur haft óhugnalegar afleiðingar fyrir framtíðina. Svakalegur spennutryllir sem fór beint á toppinn í USA. Sýnd kl. 4.. Með íslensku taliSýnd kl.4, 8 og10. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.00 Sýnd kl. 1.30 og 3.40. Sýnd kl. 2 og 4.30. Með íslensku tali Sýnd kl. 6, 8 og 10. Blóðbaðið nær hámarki.„Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV HP Kvikmyndir.com  Skonrokk Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Meiri hraði. Meiri spenna. Bílahasarinn nær hámarki. Sú æsilegasta til þessa. i i i. i i . íl i i. il il . Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. ELLA Í ÁLÖGUM Frumsýningi Æðisleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna með Anne Hathaway úr Princess Diaries! Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. kl. 2.20, 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. FORSALA HEFST Á MÁNUDAG!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.