Morgunblaðið - 23.05.2004, Síða 68

Morgunblaðið - 23.05.2004, Síða 68
68 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn. FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 6 OG 10. ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Bana Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. i l l i ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Bana  SV MBL HÁDEGISBÍÓ Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIR KL. 12 Sýnd kl. 2, 4 og 10.Sýnd kl. 1.45, 2.45, 4.45, 6, 8, 9.15 og 11. B.i.14 ára. Sýnd kl. 6 og 8. Útlit myndarinnar er frábært. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks. Van Helsing er alvöru sumarpoppkornssmellur sem stendur fyllilega undir væntingum. Þ.Þ. Fréttablaðið.  Tvíhöfði  DV  Roger Ebert Chicago Sun Tribune Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 9.30 og 11. B.i.12 ára FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. Ný rómantísk gamanmynd frá háðfuglinum Woody Allen Með Íslandsvininum, Jason Biggs úr „American Pie“ ofl. frábærum leikurum eins og Woody Allen, Danny DeVito, Christina Ricci (Sleepy Hollow) og Stockhard Channing (West Wing). Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ SKONROKK HJ MBL J.H.H Kvikmyndir.com „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ ÓÖH, DV tt r t r tl t i t r r , . . i ir. Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið l í j f lfil í i . f i i í í í . , r tt l i ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA ÓDAUÐLEGAR HETJUR GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA AÐ EILÍFU! L Í L J I LIF ILÍF ! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i  SV MBL Einhverjir hafa hugsanlega tek-ið eftir því að þarsíðastaplata White Stripes, WhiteBlood Cells, var tileinkuð sveitasöngvasöngkonunni Lorettu Lynn, þótt ofrausn sé að ætla að menn hafi almennt áttað sig á hver Lynn væri, enda þrjátíu ár eða svo síðan hún var hvað vinsælust. Lynn er þó fráleitt búin að syngja sitt síð- asta eins og sannast á nýrri plötu hennar, Van Lear Rose, en á henni kemur Jack White einmitt mjög við sögu. Loretta Lynn er fræg fyrir ævin- týralegt líf sitt og vinsæl fyrir lögin sem hún söng inn á vinsældalista á sjöunda og áttunda áratugnum, en virðingar nýtur hún fyrir lögin sem hún samdi sjálf og textana sem voru oftar en ekki kröftugir ádeilutextar þar sem karlar og karlaveldið fengu á baukinn. Loretta Lynn er dóttir námu- manns, því faðir hennar vann í kola- námu í bænum Butcher Holler í Ken- tucky. Hún var næstelst átta barna og getur nærri að lífið hafi ekki verið dans á rósum hjá svo stórri fjölskyldu í eins herbergis bjálkakofa. Þrettán ára gömul fór stúlkan, sem þá hét Loretta Webb, á bökuhátíð og tók með sér böku sem hún hafði bakað en óvart notað salt í stað sykurs. Bök- urnar voru boðnar upp og sá sem keypti bökuna hennar, ungur her- maður, Doolittle Lynn, sem var að ljúka herþjónustu, vildi hitta þá sem bakaði svo sérkennilega böku. Hann þekkti stúlkuna, enda höfðu þau kynnst þegar hún var ellefu ára. Þau endurnýjuðu kynni sín og tókst svo góð vinátta að þau gengu í hjónaband nokkru áður en Lynn varð fjórtán ára. Fjögurra barna móðir átján ára Doolittle Lynn fékk vinnu í Custer í Washington-ríki og hjónakornin fluttust þangað. Þegar Loretta Lynn var fjórtán ára gömul fæddist þeim fyrsta barnið. Átján ára átti Loretta Lynn fjögur börn og hafði misst fóst- ur oftar en einu sinni. Hún á alls sex börn. Austur Í Kentucky ólst Lynn upp við sveitasöngva, hlustaði á út- sendingar frá Nashville. Hún gerði líka mikið af því að syngja fyrir börn- in og söng svo vel að eiginmaður hennar gaf henni gítar í brúðkaups- gjöf og hvatti hana til að koma sér á framfæri. Ekki leið á löngu þar til Lynn var farin að syngja með hljóm- sveit og stofnaði síðan eigin hljóm- sveit, Loretta Lynn and the Trailbla- zers, en bróðir hennar, Jay Lee Webb, var einnig í hljómsveitinni. Þau tvö voru ekki ein um að hafa tónlistarhæfileika í fjölskyldunni, því söngkonurnar Crystal Gale og Peggy Sue Wright eru systur Lorettu Lynn. Smáfyrirtæki í Vancouver, skammt þaðan sem Lynn bjó, bauð Lynn út- gáfusamning og hjónin héldu til Los Angeles þar sem hún tók upp fjögur lög. Um leið og upptökum var lokið voru framleiddar smáskífur með lög- unum fjórum sem þau sendu síðan til útvarpsstöðva áður en þau héldu aft- ur heim. Í framhaldinu voru börnin svo sett í pössun hjá bróður Lorettu og síðan óku þau um Bandaríkin og heimsóttu allar útvarpsstöðvar sem þau komust yfir til að ýta undir spilun á laginu I’m a Honky Tonk Girl, sem Lynn samdi sjálf. Dugnaður þeirra varð til þess að lagið komst inn á sveitasöngvalistann, náði 14. sæti, og ekki leið á löngu þar til Lynn fluttist til Nashville með fjölskylduna. Umdeild og vinsæl Fyrstu tvö árin söng Lynn nokkuð hefðbundna sveitasöngva, en vildi svo ráða meiru um feril sinn sem kostaði átök og umtal. Hún hafði sitt fram og tók nú líka að semja lög með óhefð- bundnum textum, í stað þess að syngja um ást og söknuð fór hún að semja lög með beittari textum og beinskeyttari þar sem konur voru ekki puntudúkkur heldur hörkutól. Eitt af þeim lögum sem hvað mesta athygli vöktu var Pillan, The Pill, sem seldist gríðarlega vel, fór í efsta sæti vinsældalista, en var gagnrýnt í stól- ræðu presta víða um land og bannað á mörgum útvarpsstöðvum, enda var Lynn að mæra getnaðarvarnir. Af öðrum lögum sem vöktu deilur má nefna Ólétt aftur og Bannað börnum, sem fjallaði um skilnað. Á sjötta og sjöunda áratugnum var Loretta Lynn gríðarlega vinsæl, plöt- ur hennar seldust í milljónavís og hún hlaut fjölda verðlauna, kom alls um sextíu lögum inn á topp tuttugu og fimmtán breiðskífum í efsta sæti breiðskífulista. Það var ekki síst vinnusemin sem hún hafði í heiman- mund og dugði henni vel; sagan segir að um miðbik sjöunda áratugarins hafi hún verið heilu árin á tónleika- ferðalagi og iðulega spilað tvisvar á dag. Allt varð þetta til að gera hana vellauðuga og sagt hefur verið að hún hafi verið fyrsta konan sem varð milljónungur af að syngja sveita- tónlist, þótt karlar sem því náðu hafi verið legíó. Eitt af því sem hún veitti sér fyrir peningana var að kaupa þorp í Kentucky og breyta í safn þar sem hún heiðrar meðal annars minningu föður síns, en hann lést úr lungna- veiki sem spratt af kolaryki. Árið 1976 náði frægð hennar einna hæst, en þá kom út sjálfsævisaga hennar, Dóttir kolanámumannsins, Coal Miner’s Daughter, en áður hafði hún sungið inn á plötu samnefnt lag sitt og gert vinsælt. Bókin náði met- sölu og 1980 var gerð fræg kvikmynd eftir henni þar sem Sissy Spacek lék Lynn og fékk óskarsverðlaun fyrir, en Lynn valdi Spacek sjálf sem aðal- leikkonu. Loretta Lynn og Jack White Í upphafi tíunda áratugarins dró Lynn sig í hlé frá tónlistinni, öðrum þræði til að sinna viðskiptum, en hún rak þá veitingahús, en aðallega til að hjúkra eiginmanni sínum sem var al- varlega veikur. Hann lést 1995. Fyrsta sólóskífa hennar í mörg ár, Still Country, kom út 2000, en þó samdi hún ekki nema tvö lög á henni sjálf. Platan fékk þokkalega dóma, en seldist ekki nema miðlungi vel. Þau Jack og Meg White, sem starfa saman undir nafninu The White Stripes, sendu frá sér þriðju breiðskífu sína 2001, White Blood Cells. Sú var tileinkuð Lorettu Lynn og þegar hún fregnaði það bauð hún þeim í mat. Í framhaldi af því mat- arboði ákváðu þau White og Lynn að vinna saman að einu eða tveimur lög- um sem endaði sem breiðskífa. Margar gamlar sveitasöngva- stjörnur hafa snúið aftur í sviðsljósið á undanförnum áratug, þeirra eftir- minnilegust Johnny Cash, en einnig má nefna Merle Haggard sem dæmi. Ólíkt þeim er Loretta Lynn ekkert að hægja á ferðinni eða hverfa innávið í söng eða stemmningu – hún er þvert á móti kraftmeiri á nýju plötunni en hún hefur verið í mörg ár. Ræður vitanlega mestu að Jack White er ekkert að reyna að hlífa henni, heldur hefur hann tónlistina kraftmikla og hráa þótt sveitasöngvasveiflan sé aldrei langt undan. White lagði reyndar sér- staka áherslu á að menn væru ekki að liggja of mikið yfir hlutunum, ekki nema ein taka á hvert lag og varla það. Framhaldið er svo væntanlega frekara samstarf þeirra Whites og Lynne sem er hið besta mál. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Loretta Lynn snýr aftur Bandaríska söngkonan Loretta Lynn á sér meiri og merkilegri sögu en flestir tónlistarmenn aðrir. Hún sendi frá sér óvenjulega sólóskífu fyrir skemmstu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.