Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 1

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 1
Allir e iga sér sín leyndarm ál! Æði Setur markið hátt Viggó Sigurðsson tekur við handboltalandsliðinu | Íþróttir Stíll fjöl- hljóma radda Elfriede Jelinek hlýtur Nóbels- verðlaunin í bókmenntum | 28 Íþróttir í dag Möltumenn óttast að illa fari  Nýliðarnir byrja vel í körfunni  Guðlaugur tekur við ÍBV STOFNAÐ 1913 274. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FRÖNSK stjórnvöld mótmæltu í gær fullyrðingum sem fram koma í skýrslu bandarískrar vopnaleitar- nefndar, sem gerð var opinber í fyrradag, en þar var því haldið fram að Saddam Hussein hefði borið fé á ríkisstjórnir og ráðamenn í nokkrum löndum, m.a. í Frakklandi. Sögðu talsmenn stjórnvalda í París að þess- ar ávirðingar hefðu ekki verið sann- aðar. Aðrir, sem í skýrslunni eru sagðir hafa þegið mútur, höfnuðu ásökununum hins vegar með öllu. Meðal þeirra sem sakaðir eru um að hafa þegið mútur eru Benon Sev- an, sem stýrði þeirri áætlun Samein- uðu þjóðanna í Írak sem nefnd var „Olía fyrir mat“, Charles Pasqua, fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands, Valdímír Zhírínovskí, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Rússlandi og Megawati Sukarno- putri, þáverandi forseti Indónesíu. Zhírínovskí, sem heimsótti Írak oft í tíð Saddams, neitaði öllum ásök- unum í gær. „Ég tók aldrei við dropa af olíu eða einum einasta dollara frá Írak eða nokkru öðru.“ Ásakanir af pólitískum toga Frakkar eru sagðir álíta ásaknir í þeirra garð af pólitískum toga spunnar. Löngum hefur þó legið fyr- ir að ýmsir franskir stjórnmálamenn og aðilar í viðskiptum áttu vinsamleg samskipti við stjórn Saddams. /29 Hafna áburði um mútur París. AP. BAUGUR Group rekur nú um 1.000 smá- söluverslanir í Bretlandi. Fyrirtækið hefur fjárfest fyrir 300 milljónir punda, eða 38 milljarða íslenskra króna, það sem af er þessu ári. Á sama tíma hefur það selt hluti í fyr- irtækjum fyrir 21,5 millj- arða íslenskra króna og nemur hagnaðurinn af þeim viðskiptum 7,6 milljörðum króna. Þetta kom fram í erindi Jón Ásgeirs Jóhannes- sonar, forstjóra Baugs, á ráðstefnu sem Barclays- banki hélt í London í gær fyrir helstu ráðamenn í smásöluverslun í Bretlandi. Aðrir fyrirlesarar voru Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, og Stephen Marks, forstjóri French Connection. Nýtt fyrirtæki, Mosaic Group Jón Ásgeir skýrði frá nýju fyrirtæki sem Baugur hefur stofnað, Mosaic Group. Innan þess eru fjórar þekktar verslunarkeðjur, Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles. Rek- ur fyrirtækið 470 verslanir og er veltan áætl- uð 370 milljónir punda á þessu ári, eða 47 milljarðar íslenskra króna. Þetta nýja fyr- irtæki gæti verið áhugaverður kostur til að setja á markað síðar meir. Hann skýrði frá því að Baugur teldi að fjölga mætti skartgripaverslunum Golds- miths úr 165 í 210 á næstu þremur árum. Í lok ræðunnar sagði Jón Ásgeir að Baug- ur teldi að enn væru mörg tækifæri á Bret- landsmarkaði. Markmiðið væri að auka um- svifin enn frekar. „Ef þið hafi spennandi hugmyndir komið þá og talið við mig,“ voru lokaorð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Baugur rekur 1.000 verslanir í Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannesson RÍKUM þjóðum ber siðferðisleg skylda til að hjálpa Afríkuþjóðum til að brjótast úr hlekkjum fátæktar, sjúkdóma og átaka, að sögn Tony Blairs, forsætisráðherra Bret- lands. Hann flutti í gær tilfinninga- þrungna ræðu á fundi í Addis Ababa með ráðamönnum í Eþíópíu og liðsmönnum sérstaks ráðs sem Bretar komu á lagg- irnar til að berjast gegn fátækt í Afríku. Blair hafði áður heimsótt miðstöð umönn- unar fyrir börn og fólk með alnæmi. Skylda ríkra þjóða að hjálpaFLUGLEIÐIR hyggjast vaxa ört á næstunni að sögn Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns félagsins. Því verður lögð fram tillaga á hluthafafundi hinn 18. októ- ber nk. um heimild til aukn- ingar hlutafjár félagsins um allt að 40% eða um 922,8 milljónir króna að nafnvirði, um 8,3 milljarða króna að markaðsvirði. Aukningin er í tveimur hlutum. Annars vegar eru 230,7 milljónir króna þar sem hluthafar falla frá forgangsrétti sínum og hins vegar 692,1 milljón króna þar sem forkaupsrétt- urinn er virkur. Vilja auka áhuga almennings „Við ætlum að nota hlutaféð í tvennum til- gangi. Annars vegar til að auka viðskipti með fé- lagið og áhuga almennings á að eiga hlutabréf í félaginu, og reyna að auka virkni verðmyndunar á markaðnum. Eignarhaldið hefur verið mjög þröngt eins og allir sjá sem skoða félagið. Hins vegar viljum við búa í haginn þannig að við eig- um bréf til að geta notað í tengslum við yfirtök- ur og samruna við önnur fyrirtæki. Við ætlum okkur að hafa tækifæri til að vaxa ört á næst- unni. Þar erum við að horfa bæði á félög innan- lands og erlendis,“ segir Hannes Smárason. Heimild til fjárfestinga Á hluthafafundi Flugleiða verða tvö mál til viðbótar hlutafjáraukningunni lögð fyrir. Kjósa þarf einn aðalmann í stjórn auk þess sem tveir varamenn verða kjörnir. Þá verða lagðar til breytingar á samþykktum félagsins sem gefur heimild til þess að stunda fjárfestingarstarf- semi. Tillaga á hluthafafundi Flugleiða um 40% aukningu hlutafjár Vilja vöxt og fleiri hluthafa Hannes Smárason ♦♦♦ AÐ MINNSTA kosti þrjátíu og fimm manns biðu bana og 125 særð- ust í þremur sprengingum í gær- kvöldi á vinsælum ferðamannastöð- um á Sínaískaga í Egyptalandi, rétt við landamærin að Ísrael. Talið er næsta víst að um hryðjuverk hafi verið að ræða, egypskir embættis- menn voru að vísu varkárir í yfir- lýsingum en vitni sögðu hins vegar að um bílsprengjur hefði verið að ræða í öllum tilvikum og ísraelska öryggislögreglan virtist viss í sinni sök. Þá sagði AFP-fréttastofan að áð- ur óþekkt íslömsk samtök, Jamaa Al-Islamiya Al-Alamiya, hefðu lýst yfir ábyrgð á ódæðunum. Fyrsta sprengingin varð við Hilt- on-hótelið í ferðamannabænum Taba sem stendur nánast alveg við landamærin að Ísrael. Sagði ísr- aelska blaðið Haaretz að margt benti til að flutningabíl hlöðnum sprengiefni hefði verið ekið að hót- elinu. Flestir gestanna á Hilton-hótel- inu í Taba voru Ísraelar og flestir hinna látnu þar voru Ísraelar. Ekki er nema mánuður síðan ísraelsk stjórnvöld réðu borgurum sínum frá því að ferðast til Egyptalands og sögðust hafa ástæðu til að ætla að þar væri hætta á hryðjuverki sem beinast myndi gegn Ísraelum. Tvær minni sprengingar urðu síðar í Ras Shitan, tjaldstæði nærri bænum Nuweiba, norður af Taba, en þangað sækja ísraelskir ferða- menn einnig. Seint í gær lét embættismaður í ísraelska utanríkisráðuneytinu hafa eftir sér að stjórnvöld væru undir það búin að flytja þá tólf til fimmtán þúsund Ísraela sem væru Egyptalandsmegin á Sínaískaga yf- ir landamærin og til síns heima. Ísraelskir sjúkraflutningamenn fóru yfir landamærin inn í Egypta- land, eftir að leyfi fékkst frá þar- lendum yfirvöldum, og tóku þátt í hjálparstarfi á vettvangi. Ísr- aelsher sendi einnig þyrlur til að flytja slasaða á sjúkrahús í Ísrael. Mikið manntjón í til- ræði í Egyptalandi Reuters Kona, sem slasaðist í sprengingunni í Taba, sést hér flutt í sjúkrabíl. Myndin er tekin af sjónvarpsskjá. Að minnsta kosti 35 dóu í spreng- ingum við landa- mæri Ísraels

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.