Morgunblaðið - 08.10.2004, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIN Skagafjörður, opn-
unarmynd samnorrænu stutt- og
heimildarmyndahátíðarinnar Nor-
disk Panorama, er táknræn fyrir hið
tilraunakennda eðli hátíðarinnar,
þar sem leitað er handan þeirra við-
teknu marka og skilgreininga sem
sækja að okkur þegar við hugsum
um kvikmyndir.
Skagafjörð má flokka sem til-
raunamynd, en hún er nýjasta afurð-
in í borgar- og landslagsverkefni
hins virta kvikmyndagerðarmanns
Peters Huttons, sem jafnframt er
prófessor við kvikmynda- og raf-
miðlunardeild Bard College í New
York. Hutton hefur gert rúmlega
tuttugu kvikmyndir, þar sem hann
bregður upp þöglum portrett-
myndum af völdum stöðum í heim-
inum, og leitast við að draga fram
kjarnann í fegurð þeirra, dulúð eða
jafnvel ljótleika. Í stíl sínum skír-
skotar Hutton ekki síst til hinna svo-
kölluðu raunmynda (actualities) sem
gerðar voru í árdaga kvikmyndalist-
arinnar, og einkenndust af stuttum
myndskeiðum af mótífum úr sveit
eða borg, sjónarhornum sem víkk-
uðu sjóndeildarhring forvitinna
kvikmyndagesta. Í kvikmyndinni
sem hér um ræðir beinir Hutton
sjónum að Skagafirðinum, og bregð-
ur upp undurfögrum myndum af við-
fangsefninu. Fyrstu myndskeiðin
eru í þeim svart/hvíta stíl sem sjá má
í mörgum borgarmyndum Huttons
og vísar á einhvern annarlegan máta
til liðins tíma, þó svo að myndefnið
sé úr samtímanum. Kvikmyndin í
heild er jafnframt leikur með tíma-
og litaskynjun áhorfandans, en
áhugavert er hvernig helsti „sögu-
þráður“ þessarar þöglu raðar port-
rettmyndskeiða af landslagi, liggur í
litanotkuninni. Þar kallast m.a. á hið
svarthvíta og allt að því guðdómlega
skærir og fagrir litir.
Á setningarhátíð Nordisk Pano-
rama í Hafnarhúsinu var hin þögla
kvikmynd sýnd við dulúðugan undir-
leik Sigur Rósar og Steindórs And-
ersens sem þuldi rímur um Skaga-
fjörð. Þetta samspil jók á
áhugaverðan hátt á hinar allt að því
nostalgísku tímavangaveltur mynd-
arinnar. Hin íslenska veðrátta ákvað
einnig að láta í sér heyra, regn buldi
og vindur tók í yfirbreiðsluna yfir
porti Hafnarhússins þar sem mynd-
in var sýnd, og skapaði eft-
irminnilega stemningu.
Staldrað við fegurðina
KVIKMYNDIR
Nordisk Panorama –
MÍR-salurinn og Hafnarhúsið
Stuttmynd. Leikstjórn: Peter Hutton. Ís-
land, 28 mín.
Skagafjörður Heiða Jóhannsdóttir
STUTTMYNDIN Peningar eftir
Sævar Sigurðsson er ein af stutt-
myndum sem er í keppni á Nordisk
Panorama. Ósköp vænn maður finn-
ur peningaveski og freistast til að
taka peningana úr því, en endar með
því að tapa öllum peningunum.
Þetta er lítil anekdóta, þar sem
höfundur leikur sér með spaugilegar
dílemmuaðstæður, ekki ósvipað því
sem Chaplin gerði oft. Myndin er
mestmegnis í anda Chaplin, hún er
þögul, leikstíllinn léttilega ýktur og
karakterinn minnir ekki síst á flæk-
inginn klassíska, góðhjartaðan
náunga að reyna að redda sér. Loka-
atriðið undirstrikar þetta. Það er
gaman þegar vitnað er í fyrri meist-
ara og Sævari tekst bara vel upp.
Hárkollurnar rauðu fóru þó í
taugarnar á mér, og mér finnst að
það vandamál hefði mátt leysa á
annan og betri hátt, minna ýktan.
Vitnað í
meistarann
KVIKMYNDIR
Regnboginn – Nordisk Panorama
Peningar
Hildur Loftsdóttir
HÉRI HÉRASON
FRUMSÝNING FÖSTUDAGSKVÖLD
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
e. Edward. Albee
Í kvöld kl 20, - UPPSELT
Su 10/10 kl 20, Fi 14/10 kl 20, Fö 15/10 kl 20
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Frumsýning í kvöld kl 20 - UPPSELT
2. sýn su 10/10 kl 20 - Gul kort
3. sýn fi 14/10 kl 20 - Rauð kort
4. sýn fö 15/10 kl 20 - Græn kort
5. sýn su 24/10 kl 20 - Blá kort
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin
og bestu búningarnir.
Lau 9/10 kl 20,
Lau 16/10 kl 20,
Lau 23/10 kl 20
Fö 29/10 kl 20,
Lau 6/11 kl 20,
Lau 13/11 kl 20,
Lau 20/11 kl 20
Síðustu sýningar
SÍÐASTA SÖLUVIKA - ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR:
ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500)
MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR - VERTU MEÐ Í VETUR
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14
Su 24/10 kl 14, Su 31/10 kl 14
MENNINGARHÁTÍÐ FÉLAGS ELDRI BORGARA
Lau 9/10 kl 14:30 - kr. 1.500
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Su 17/10 kl 20, Fi 21/10 kl 20,
Su 31/10 kl 20
Aðeins þessar sýningar
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Í kvöld kl 20,
Lau 9/10 kl 20
Su 10/10 kl 20 - UPPSELT
Síðustu sýningar
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Förum saman
á sinfóníutónleika!
Fyrstu tónleikar Tónsprotans, nýju tónleikaraðar fjölskyldunnar, eru á
morgun. Nú geta pabbi, mamma og krakkarnir öll farið saman á jólatón-
leika, kvikmyndatónleika eða upplifað ævintýri úr öllum heimshornum.
Verð fyrir 4 frábæra tónleika er aðeins 3.400 kr. fyrir 16 ára og yngri og 5.100 kr.
fyrir þá eldri. Verð á stökum miðum er 1.000 og 1.500 kr.
Malcolm Arnold ::: Tam O’Shanter, op. 51
Johannes Brahms ::: Ungverskur dans nr. 5
Manuel de Falla ::: Elddansinn úr El amor brujo
Sergej Prokofiev ::: Troika úr Kitsje lautinanti
Pjotr Tsjajkovskíj ::: Kínverskur dans úr Hnotubrjótnum
Aaron Copland ::: Hoe-Down úr Rodeo
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 9. OKTÓBER KL. 15.00Tónsprotinn #1
ER BAKHJARL TÓNSPROTANS
Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20
Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20
ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir Stephen Sondheim
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Vakin er athygli á því að atriði í sýningunni eru alls ekki við hæfi barna.
☎ 552 3000Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
MIÐNÆTURSÝNINGAR
• Laugard 23/10 kl. 23
• Laugard 30/10 kl. 23
eftir LEE HALL
Geirmundur Valtýsson
í kvöld
Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Fös . 8 .10 20 .00 UPPSELT
Fös . 15 .10 20 .00 UPPSELT
Lau . 16 .10 20 .00 UPPSELT
F im. 21 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Fös . 22 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI
„F lo t t i r l e ikarar , f l o t tu r söngur ,
f lo t t sound . Mér fannst Hár ið
f rábær sýn ing . “
- A t l i Ra fn S igurðarson - le ikar i . -
NEMENDALEIKHÚSIÐ
Draumurinn
eftir William Shakespeare
Frumsýning
sun. 10. okt. kl. 20 - uppselt
2. sýn. þri. 12. okt. kl. 20
3. sýn. fös. 15. okt. kl. 20
Sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13
552 1971 - leiklistardeild@lhi.is
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
SVIK e. Harold Pinter
4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT
5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 UPPSELT
6. sýn. sun. 24/10 kl. 20 UPPSELT
7. sýn. fim. 4/11 kl. 20
8. sýn. sun. 7/11 kl. 20
9. sýn. fim. 11/11 kl. 20
10. sýn. fös. 12/11 kl. 20 nokkur sæti laus
„ósvikin listræn
upplifun“
SAB, Mbl
SVIK
gróska í gangi.
Solitude er finnsk stuttmynd sem
minnir meira á örljóð. Skemmtileg
hugmynd.
Goldfish Tradition er norsk mynd
um ofneyslu. Svolítið absúrd, en mjög
skemmtileg og hnitmiðuð mynd sem
margt má lesa úr.
Descent er dönsk stuttmynd um
mann sem er að fá taugaáfall. Vel
leikin, átakanleg og vel úthugsuð
mynd.
Grubby Girls er fyndin norsk
teiknimynd. Einfaldar teikningar og
einföld saga sem nær auðveldlega til
fólks vegna þess hversu raunsæ og
hrá hún er.
Home Game er norsk mynd um
það að fara á fætur á morgnana.
Tveir íþróttafréttaritarar eru mættir
inn í svefnherbergi og lýsa þessari
hrikalegu áskorun. Frábær hugmynd
sem er vel útfærð.
My Head er norsk sjálfsmynd, sem
sýnir haus sem breytist og skiptir um
umhverfi, tekin ramma fyrir ramma.
Flott verk um hið innra og hið ytra.
FLEIRI stuttmyndir voru sýndar í
þessum flokki, og þ.á m. Síðasti bær-
inn eftir Rúnar Rúnarsson og Síðustu
orð Hreggviðs eftir Hákon Grímsson
sem báðar hafa hlotið fínustu dóma í
Morgunblaðinu. Aðrar voru erlendar
og allar sérstaklega skemmtilegar.
Mikið ber á norskum stuttmyndum
enda eru Norðmenn víst sérstaklega
duglegir að styrkja þær og mikil
Úrval fínna stuttmynda
KVIKMYNDIR
Regnboginn – Nordisk Panorama
Shorts 6
Skarphéðinn Guðmundsson
Fréttasíminn
904 1100