Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 37

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 37 FRÉTTIR Íslandsmótið í einmenningi 2004 Mótið verður spilað 15.–16. októ- ber í Síðumúla 37. Spilamennska hefst föstudag kl. 19.00 og lýkur um kl. 18.00 laugardag. Spilaður verður barometer. Allir spila sama kerfið þ.e. einfalt Standard-kerfi og er hægt að nálgast það á skrifstof- unni eða www.bridge.is Skráning í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is Skráningar verða að berast í síð- asta lagi fimmtudaginn 14. okt. kl. 17.00. Keppnisstjóri er Björgvin Már Kristinsson. Núverandi Íslands- meistari í einmenningi er Birkir Jón Jónsson. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 5. oktober var spil- að á 9 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit í N/S urðu þessi. Bragi Björnss. - Auðunn Guðmundss. 267 Kristján Ólafss. - Friðrik Hermannss. 224 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 220 A/V Helgi Sigurðss. - Gísli Kristinsson 274 Stefán Ólafsson - Kristján Þorlákss. 251 Jón Ó. Bjarnas. - Ásmundur Þórarinss. 230 Bridsfélag Suðurnesja Þriggja kvölda hausttvímenningi lauk með sannfærandi sigri Gunn- laugs Sævarssonar og Karls G. Karlssonar. Karl Hermannsson og Arnór Ragnarsson urðu í öðru sæti og feðgarnir Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason þriðju. Nk. laugardag verður dagsmót. Spiluð verður sveitakeppni, 8–10 spil milli sveita, og veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið. Öllum er heimil þátttaka en mótið hefst kl. 13. Í hléi verða veitingar og verðlaun afhent fyrir síðasta vetur. Spilað verður í félagsheimilinu að Mánagrund. Næsta mánudag hefst sveit- arokk, sveitakeppni þar sem ekki þarf að mynda sveitir aðeins pör. Bridsfélag Hreyfils Vetrarstarfið er komið á fullan skrið. Nú stendur yfir þriggja kvölda tvímenningur og er lokið fyrsta kvöldinu. Önnur umferð verður spiluð nk. mánudagskvöld kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ÞÓ AÐ lítt eða ekkert hafi í sumar og haust orðið vart við hina norsk- ættuðu eldislaxa sem sluppu úr kví í Norðfjarðarhöfn í fyrra, er ekki þar með sagt að ýmsir sjaldséðir gestir hafi ekki látið sjá sig. Hjá Veiðimálastofnun fengust þær upplýsingar að 2–3 hnúðlaxar, eða bleiklaxar, hefðu veiðst í ís- lenskum ám í sumar. Hnúðlaxar eru Kyrrahafstegund sem Rússar reyndu mjög að koma á fót í ám í Hvítahafinu fyrir allnokkrum ár- um. Hrygna þeir nú í nokkrum ám á Kólaskaga. Þeir hafa veiðst í ís- lenskum ám flest sumur, aðeins þó fáein dýr hverju sinni. Þetta er fremur smávaxin laxategund, oft- ast 3–4 pund og hængurinn er auð- þekktur, er bæði þunnur, með aga- legan og einstaklega vel tenntan krók, og hnúð á bakinu. Hrygnur eru ekki jafnauðþekktar. Regnbogar Þá veiddust nokkrir regnboga- silungar að vanda, m.a. þessir ár- vissu fiskar í Varmá og Þorleifs- læk. Þar veiddust allnokkrir regnbogar, sérstaklega um vorið og voru sumir þeirra einkar falleg- ir fiskar, allt að 6–7 pund. Flestir þó 3–4 pund. Er helst hallast að því að þetta séu undanvillingar frá fiskeldisstöðvum í nágrenninu. En regnbogar veiddust víðar, m.a. 8 punda 62 sentimetra fiskur í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Sá er nú til rannsóknar hjá Veiðimálastofn- un og þar á bæ segja menn erfitt að átta sig á upprunanum. Hann gæti þó verið hingað kominn um langan veg. Flundra líka Loks má nefna að flundran virð- ist vera að treysta sig í sessi. Síð- ustu árin hefur hún veiðst á nokkr- um stöðum. Þessi smávaxni flatfiskur, sem er náskyldur sand- og skarkola, fór fyrst að sjást sunnanlands, veiddist m.a. í Ölfusá neðanverðri og Varmá/Þorleifs- læk. Hrukku menn talsvert við er þeir drógu „kola“ á land, fjölda kílómetra frá sjó. En það er í eðli flundru að skjótast upp í ferskvatn, en best kann hún við sig í hálfsöltu. Í sumar fannst flundran víðar, ekki síst á Vesturlandi, m.a. fundust seiði hennar í ósi Elliðaána. Fleiri lokatölur Lokatala í Laxá í Dölum var 1.537 laxar á móti 1.394 í fyrra. Fremur léleg veiði var í ánni stærstan hluta sumars vegna þurrka, en í haust var stanslaus mokveiði. Þá var Ólafur Helgi, veiðivörður í Laxá í Kjós, sannspár er haft var eftir honum í Morgunblaðinu að áin myndi ná 1.500 löxum. Lokatal- an í Laxá var einmitt 1.502 laxar sem er örlítið minna en í fyrra, en þá veiddust 1.654 laxar. Kunnugir voru eigi að síður samdóma um að meira hafi verið af laxi í ánni í sum- ar. Þá var lokatala í Grímsá ásamt Tunguá 1.127 laxar, nokkrum löx- um minna en í fyrra, en þá var heildarveiðin 1.156 stykki. Blandaður kokkteill í ánum Morgunblaðið/Einar Falur Vænn lax berst um. Hann var á leið ofaní klakkistu við Stóru Laxá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ÞETTA er hópur flugmanna sem síðast starfaði við innanlandsflug Ís- landsflugs en sem kunnugt er hefur félagið hætt áætlunarflugi innan- lands og annað félag, Landsflug, tekið við því. Í fremri röð sitja, frá vinstri: Helgi Rúnar Sævarsson, Guðlaugur Birnir Ásgeirsson, Jenný Ýrr Benediktsdóttir, Stefán Magn- ússon, Jóhann Ingi Helgason og Elí- as Dagfinnsson. Í aftari röð eru, frá vinstri, flug- stjórarnir Þór Fannar Þórhallsson, Valur Hlíðberg, Stefán Sæmunds- son, Magnús Brimar Jóhannsson og Halldór Árnason. Í hópinn vantar Bryndísi Láru Torfadóttur flug- stjóra. Flestir úr hópnum sinna áfram innanlandsfluginu um skeið þar sem Íslandsflug leigir nýja félaginu flug- mennina. Þeir munu síðar smám saman flytjast á þotur Íslandsflugs eftir því sem þjálfun þeirra til þotu- flugs vindur fram. Eru þoturnar í verkefnum víða um heim.Ljósmynd/Snorri Snorrason Flugmenn Íslandsflugs á leið úr innanlandsflugi með því að bjóða lægri vexti. Það er í raun ekki hlutverk Byggðastofnun- ar að keppa við bankana en ég hef haldið því fram – og held því fram enn – að Byggðastofn- un hafi enn þá þýðingarmiklu hlutverki að gegna við eflingu atvinnulífs,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún minnir á að allar aðgerðir sem beitt sé til eflingar atvinnu- lífsins á landsbyggðinni eigi að vera til stöðugrar endurskoðunar og þar sé Byggðastofnun ekki und- anskilin. Hún bendir á að farið hafi verið í sérstakt átak af hálfu stjórnvalda með því að Byggða- stofnun hafi verið falið að kaupa hluti í fyrirtækjum. Um 350 millj- ónum hafi verið varið til þess í fyrra. „Í framhaldi af því höfum við orðið vör við í raun mikla þörf á því að koma með slíkum hætti að atvinnurekstri, t.d. við stofnun nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni þannig að ég held að það sé eitt- hvað sem við þurfum að skoða,“ segir ráðherra. IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra segir að sennilega þurfi að bregð- ast við vegna aukinnar uppgreiðslu lána hjá Byggðastofnun enda sé það hennar mat að stofnunin hafi enn þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Ráðherra tekur þó fram að það sé ekki hlutverk stofnunar- innar að keppa beint við viðskipta- bankana en fundað verði með stjórnendum Byggðastofnunar á næstunni til þess að fara yfir þessi mál. „Ég vil engu að síður segja að mér finnst þetta vera jákvæð þró- un ef viðskiptabankarnir eru farn- ir að sinna betur lánsfjárþörf fyr- irtækja á landsbyggðinni, m.a. Hefur enn þýðingar- miklu hlutverki að gegna Viðskiptaráðherra um uppgreiðslur lána Byggðastofnunar Valgerður Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.