Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 33 MINNINGAR ✝ Ari BjörgvinÁrnason fæddist að Þverhamri í Breiðdal hinn 26. október 1918. Hann lést á Hjúkrunar- heimili HSSA á Höfn 29. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Árni Pálsson, f. 29.9. 1887, d. 31.1. 1955, og Guðrún Helga Pálsdóttir, f. 10.12. 1899, d. 14.6. 1924. Ari átti tvo yngri bræður sem eru Páll, f. 6.9. 1921, d. 6.11. 1999, og Helgi, f. 5.6. 1924. Sambýliskona Ara var Guðrún Guðríður Stef- ánsdóttir, f. 12.8. 1905, d. 22.5. 1999. Ari bjó alla sína bú- skapartíð á Setbergi eða þar til heilsan fór að bila og hann flutti árið 1996 á Dvalarheimili aldr- aðra á Höfn að Hvannabraut 5. Síð- ustu árin dvaldi hann á Hjúkrunar- heimili HSSA á Vík- urbraut 30. Útför Ara Björg- vins fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Laxá. Sumarið er að baki og litir haustsins verða æ meira áberandi, litir sem minna á að sumarið sé lið- ið og veturinn á næsta leiti. Und- angengnir dagar hafa verið lygnir og sólríkir. Loftið tært, fjallahring- urinn og jöklarnir skartað sínu feg- ursta. Þannig kvaddi Hornafjörður föðurbróður minn, Ara Árnason frá Setbergi. Ari var mikið náttúrubarn og hafði yndi af öllum fjallaferðum og þó einkum smalamennsku. Hann var um margt sérstakur maður, var vel greindur og gat svarað vel fyrir sig. Var mjög trúaður. Stund- um svolítið einþykkur og sérvitur og gat líka verið mjög stríðinn, þegar sá gállinn var á honum, án þess þó að ætla sér að meiða nokk- urn vitandi vits. Ari er búinn að vera hluti af til- veru minni frá því að ég man fyrst eftir mér. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar horft er til baka. Minningar sem eru manni afar kærar og tengjast Ara mest og best. Til dæmis þegar sauðburð- ur stóð yfir og þegar þurfti að ná lömbunum til að merkja og marka. Eða að fara með honum inn á dal á vorin þegar gemlingarnir voru reknir á fjall og vera lengi fram- eftir úti í vornóttinni bjartri og hlýrri. Hjálpa til við að dytta að girðingum og eða stinga út skán. Halda í rollur á meðan hann rúði þær. Fara með honum á haustin í smalanir inn á dal eða upp á heiði. Og þegar líða fór á haustin að fara og vitja um silunganet eða skjóta nokkrar stokkendur. Á veturna var farið í fjárhúsin til að gefa og hleypa fénu út á beit. Stundum á vetrarkvöldum var tekið í spil við Ara og ömmu sem bjuggu á hæð- inni fyrir neðan. Hér er bara fátt eitt talið. Hvað þetta var góður tími. Söknuður yfir því sem er liðið en jafnframt þakk- læti fyrir að hafa fengið tækifæri til að verða samferða öllu því góða fólki sem bjó á Setbergi í þá daga og flest hefur nú kvatt þessa jarð- vist. Með þessum fáu línum langar mig til að kveðja Ara frænda með þökk fyrir samfylgdina. Hafðu þökk fyrir allt og Guð geymi minn- ingu þína. Stefán Helgi Helgason, Setbergi. Okkur langar í fáum orðum að minnast Ara Björgvins Árnasonar frá Setbergi. Það sem fyrst kemur upp í hug- ann eru samverustundir við smala- mennsku, sauðburð og önnur bú- skaparstörf á Setbergi. En á Setbergi í Nesjum var Ari bóndi og ól aldur sinn frá barnæsku til elli- ára. Ari þótti dálítið sérlundaður. Hann hélt fast í ýmsa gamla bú- skaparhætti svo dæmi sé nefnt. Verklag og skipulag nútímabú- skaparhátta átti ekki alltaf upp á pallborðið hjá honum. Stundum var brosað að sérvisku hans af sam- ferðafólki hans og stundum brosti hann að sjálfum sér þegar hann átti það til að vera örlítið þver. Hann gat verið kíminn með af- brigðum og eflaust lifa margar hnyttnar og glettnar setningar í hugum þeirra sem þekktu hann úr Nesjasveit. Á góðum degi söng Ari við bú- störfin hvort sem var upp til fjalla í smölun eða inni í fjárhúsunum við gegningar. Féð virtist ekki styggj- ast við sönginn, það þekkti tóninn þó ekki væri hann á lágu nótunum því mikill var raddstyrkurinn. Ari hafði afskaplega fallega og sterka tenórsöngrödd, var í raun hetju- tenór. Það rifjast upp nú, er við kveðjum hann, hversu fallega söng- röddin hans hljómaði í kyrrðinni inni á dal í smalamennsku. Sauð- fénu og mannfólkinu sem í kring um hann var leið vel við þær að- stæður. Hann átti það til að syngja svo tók undir í hamrabeltunum í fjöllunum. Hann söng gömul ís- lensk sönglög eins og „Blessuð sértu, sveitin mín“ og það rifjast nú upp fyrir okkur að þannig lærði maður mörg gömul íslensk lög og texta. Sveitinni sinni og þó sér- staklega Setbergi unni hann mjög og helgaði í raun krafta sína. Í önn dagsins á Setbergi gaf Ari sér stundum tíma til að spá í gróð- ur og steina með okkur sem seinna reyndist gagnlegur undirbúningur í grasafræði og jarðfræði. Af öllum gróðri hélt hann sjálfur mest upp á bláklukku og af öllum steinateg- undum hélt hann mest upp á rauð- an jaspis. Ari var í raun fagurkeri varðandi ýmsa hluti í náttúrunni og gerði þeim hærra undir höfuð en flestu í lífinu. Hann Ari á Setbergi eins og hann var oftast kallaður af þeim sem til hans þekktu var ekki allra og hafði eflaust engan áhuga á að vera það. „Til hvurs myndi það svo sem vera að vera allra?“ hefði hann sjálfur getað sagt. En „til hvurs“ var eitt af snilldarlegum orðatil- tækjum sem hann fléttaði inn í daglegt málfar sitt og notaði óspart. Þetta orðatiltæki hans inni- hélt sambland af kímni og kerskni og jafnvel fólst í því heimspekileg vangavelta um tilurð hluta og að- stæðna í mannlegu lífi. Oftar en ekki varð skoplega hliðin auðsýni- legri en aðrar í þessum vangavelt- um hans svo nærstaddir brostu og hlógu. Sumardagurinn fyrsti var mikill uppáhaldsdagur hjá Ara. Þá gaf hann krökkunum á Setbergi sum- argjafir sem voru alltaf vel úti látn- ar og hnífjafnar. Núna á haustdög- um kveðjum við endanlega samveru við Ara, ömmu/langömmu, frænku og Palla sem öll bjuggu á neðri hæðinni á Setbergi, þau eru nú öll látin. Eftir standa góðar minningar um til dæmis spila- mennsku síðan við vorum krakkar. Slíkar stundir eru ómetanlegar, vonandi ódauðlegar og rifjast upp á stundum sem þessum. Allar minningar okkar um Ara eru hlýjar og notalegar og til þess eins fallnar að vekja góða tilfinn- ingu séu samverustundirnar rifj- aðar upp. Hann kallaði mann „Súru“ eða „Hnoðra“ ef við gerðum ekki eins og hann vildi þegar við vorum krakkar. Stærri urðu skammyrðin ekki. Það dugði til að við gerðum eins og hann vildi. Þetta umhverfi sem við ólumst upp í með kynslóðinni sem brátt er að hverfa á Setbergi er uppruni sem við erum þakklátar fyrir. Við ber- um sterkar tilfinningar til Setbergs og vonumst til að komandi kyn- slóðir geti dvalið þar eins og sú kynslóð sem nú er að hverfa von- aðist til. Í dag verður jarðsunginn góður frændi og vinur okkar, Ari Björgvin Árnason frá Setbergi í Nesjum. Við biðjum Guð að blessa minningu hans. Árný Björk Sigurðardóttir, Árný Helgadóttir. Látinn er góður vinur minn og mikill öðlingur, Ari Björgvin Árna- son, á Setbergi í Nesjum í Horna- firði, tæplega 86 ára gamall. Ari Björgvin var fæddur að Þverhamri í Breiðdal 26. október 1918 en þangað hafði móðir hans, Guðrún Helga Pálsdóttir, farið sem vinnukona til hjónanna Ara Brynj- ólfssonar og Ingibjargar Högna- dóttur um sumarið 1918 og mun Ari hafa verið skírður í höfuðið á þeim hjónum. Hún er með sveininn unga í Þverhamri til vors 1919 að hún flytur til barnsföður síns að Setbergi. Guðrún Helga var fædd 10. desember 1899 en lést mjög ung frá þrem ungum drengjum að- eins 25 ára 14. júní 1924. Var yngsti drengurinn Helgi Halldór fæddur 5. júní það ár, sá í miðj- unni, Páll, var fæddur 6. septem- ber 1921 en hann lést 6. nóvember 1999. Faðir Ara Björgvins var Árni Pálsson fæddur 29. september 1887 og látinn 31. janúar 1955. Eft- ir lát konu sinnar bjó Árni ásamt systur sinni Guðrúnu Pálsdóttur með sonum sínum til dauðadags. Við lát föður síns 1955 taka þeir bræður Ari og Páll við búi að Set- bergi og Helgi bróðir þeirra 1956. Þeir bræður ráku búið saman. Ari talaði alltaf vel um fóstru sína og frænku og sagði að hún hefði alltaf verið eins og sín móðir. Guðrún fóstra hans var fædd á gamlársdag 1885 og lést í hárri elli 4. júlí 1988, þá tæplega 103 ára. Kona Ara var Guðrún Guðríður Stefánsdóttir fædd 12. ágúst 1905 og látin 21. maí 1999. Þau hófu búskap á Set- bergi 1938 og bjuggu þau saman í rúm 54 ár eða til 1992 að Guðrún fer á hjúkrunarheimilið Skjólgarð. Ara kynntist ég fyrst rétt fyrir 1980 en þá var ég að vesenast með geymslu á hjólhýsi sem ég átti. Þá var ég vel málkunnugur Helga bróður hans. Ég bar það í tal við Helga hvort hann gæti kannski geymt fyrir mig hjólhýsið inni á Setbergi. Helgi sagðist skyldu at- huga það fyrir mig, hann þyrfti að ræða það við Ara bróður sinn. Svo kom svarið nokkrum dögum síðar að það væri sjálfsagt að geyma það hjá þeim. Ég fer í Setberg og hitti Ara. Hann benti mér á stað við Kirkjubrotshraun, þar væri gott skjól í sveig við hraunið, nú ég geng frá hjólhýsinu þarna, síðan árið eftir þá spyr ég Ara hvort ég megi ekki girða í kingum það til að verja það vegna kinda og hrossa, jú jú, það var allt í lagi, nema að það væri þarna nokkuð gott skjól fyrir hrossin á veturna í þessum sveig við hraunið. Þá var það að Gunna hans tók af skarið og sagði að það væri alveg sjálfsagt að ég fengi að girða þarna, og það var gert og setti ég niður strax um 150 skógarplöntur þarna innan girðing- arinnar, nú nokkrum árum síðar fékk ég að stækka girðinguna um helming, og enn síðar eða árið 2000 fékk ég enn stærra svæði til um- ráða sem ég girti eða um 4 hekt- ara. Ég tel að það hafi hjálpað til með það að Ari sá hvað lundurinn við Kirkjubrotshraunið var orðinn fallegur og hann hafi trúað því að ég myndi setja áfram trjágróður í það svæði sem ég er og byrjaður að gera. Þarna við Kirkjubrotshraun myndaðist sú vinátta á milli okkar Ara sem aldrei bar skugga á því oft kom Ari til mín og ræddum við gang lífsins. Ekki vorum við alltaf sammála og þegar ég var sem há- fleygastur þá átti Ari til með að segja: „Mikið óskaplegt barn getur þú nú verið, Sverrir minn,“ nú en oftast komumst við nú að niður- stöðu. Ari var ekki allra, en hann tók mér vel, alveg frá fyrsta degi, hann átti til að ganga fram af fólki með tilsvörum sínum og held ég að hann hafi verið að því til að kanna viðbrögð viðmælanda. Ari virtist frekar hrjúfur en í brjósti hans sló hjarta og það gott, hann mátti ekk- ert aumt sjá, hann var mjög hjálp- samur, það get eg borið vitni um en margir voru þeir lambsskrokk- arnir og kartöflurnar sem hann færði mér. Ari átti margar ferðir inn í dal- inn sinn, það er Hoffellsdal og voru þær ófáar á haustin til að leita að sauðfé og unni hann sér ekki hvíld- ar fyrr en hann vissi að allar kind- ur væru komnar í hús. Hoffells- dalur frá Setbergi og inn í Dalstafn eru um það bil 12 kílómetrar og ekki var alltaf farið á hesti heldur gengið og uppá Setbergsheiði þá var hún gengin. Bú þeirra bræðra var meðalbú um og yfir 250 fjár og allt að 9 nautgripir og nokkur hross. Páll bróðir hans vann til fjölda ára hjá varnarliðinu á Stokk- nesi og síðar á Keflavíkurflugvelli en alltaf kom hann heim í fríum og vann búinu vel bæði við heyskap og fleira. Helgi hafði vinnu af vörubíl- um sem hann átti og rak. Á efri árum tóku mjög að hrella Ara verkir í mjöðmum, sérstaklega vinstri mjöðm og gat ég talið hann á að fara í mjaðmaliðsskiptaaðgerð í apríl 1996. Það kostaði nokkuð margar samtalsstundir. Hann sagðist vera orðinn svo gamall að það borgaði sig ekki, en hann sam- þykkti það samt fyrir rest og fór ég með honum í flugvél til Reykja- víkur. Þar var aðgerðin gerð og kom hann síðan aftur heim sjö vik- um síðar. Eftir þá aðgerð leið hon- um miklu betur, en um þetta leyti var hann orðinn vistmaður á Skjól- garði og eftir að hann kom heim átti hann að nota hækjur fyrst á eftir, en hann gekk nú bara með þær og hef ég það eftir litlum stúlkum sem áttu heima rétt hjá Skjólgarði hvað gamli maðurinn væri að gera með hækjur úr því að hann notaði þær ekkert. Ari skrifaði dagbók til fjölda ára og hann hafði alveg sérstaklega fallega rithönd svo að af bar, sem hann hélt til efri ára en síðustu ár- in þjáðist hann af parkisonsveiki og titruðu hendur hans töluvert mikið á stundum. Eitt var það sem hrjáði Ara vin minn og það nokkuð mikið en það var skammdegið, það var honum oft erfitt og þá hefur nú oft lagst aukið erfiðið hjá Gunnu hans og fjölskyldu Helga bróður hans. Ara og Guðrúnu varð ekki barna auðið en Guðrún átti dótturina Jó- hönnu Þorgerði Þorvarðardóttur fædd 7. febrúar 1935, látin 31. ágúst 2000. Jóhanna var alin upp hjá Þorvarði Stefánssyni bróður Guðrúnar og konu hans. Jóhanna varð síðar kona Helga bróður Ara og eignuðust þau fimm börn. Einn drengur dó ungur en hin eru á lífi. Jæja, Ari minn, þá er komið að kveðjustundinni og veit ég að Gunna þín hefur tekið vel á móti þér úr síðasta ferðalaginu eins og svo oft áður. Genginn er góður drengur. Vertu sæll, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Þinn vinur, Sverrir Aðalsteinsson. Í dag er kvaddur hinstu kveðju Ari Björgvin Árnason, fyrrum bóndi á Setbergi í Nesjum í Horna- firði. Fyrir mér væru þessi tíma- mót svosem ekkert merkileg nema fyrir þær sakir, að við Ari vorum samferða í lífinu sumarpart árið 1970, og þær samvistir settu mark sitt á mig með varanlegum hætti. Ég var fjórtán ára gamall, í kaupamennsku hjá Ara þetta sum- ar, og það er í raun ótrúlegt hversu þessi tími hefur alla tíð staðið mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ég man til dæmis eins og gerst hafi í gær þá stund þegar fundum okkar bar saman í fyrsta sinn. Í eldhúsinu tók á móti mér frekar mæðulegur maður, sem eftir stutta kveðju, sagði mér að fara með mjólkina út á brúsapall. Mér leist satt að segja ekkert á blikuna við þessi fyrstu kynni. Ari var eins og íslensk náttúra. Hjá honum var ýmist heiðríkja eða dimmviðri. Þegar léttskýjað var yf- ir honum var hann hvers manns hugljúfi, hafði yndi af því að fræða óharðnaðan ungling um sögu og staðhætti. Nærvera hans var í senn skemmtileg, fróðleg og nærandi. Þegar lágskýjað var í hugskoti Ara, gat yfirborðið verið hrjúft og erfitt. En eins og er með íslenska náttúru, þá unnu heiðríkjudagarnir margfalt upp dimmviðrið. Þótt á stundum hafi reynt á þol- rifin í samvistum okkar Ara, þá hafði allt sinn tilgang eftir á að hyggja og ekki vafi á því í mínum huga, að á sama hátt og ég hef alla tíð búið að þeim áskorunum sem á stundum fylgdu samvistum við hann. Það var til dæmis ekki í ófá skipti, að hann vakti mig eld- snemma á morgnana, fyrir allan venjulegan fótaferðatíma, til þess eins að rökræða við mig um lands- ins gagn og nauðsynjar. Þá var hann útmetinn í því að vera á önd- verðum meiði og hann naut sín sér- staklega, þegar tekist hafði að hleypa mér ærlega upp í umræðun- um. Glímurnar voru erfiðar þegar á þeim stóð, en eftir á að hyggja var hann að herða mig upp og kenna mér rökræður og því hafði ég bara gott af. Sá sem tapaði sér og missti yfirvegun, hann tapaði rökræðunum. Einhverju sinni hafði mér staðið til boða að fara með Helga bróður hans út á Höfn. Þangað hafði ég aldrei komið þannig að mér fannst það afar spennandi tilhugsun og hlakkaði mikið til. Við Ari vorum nýbúnir að hirða og koma heyi í hlöðu og lítið framundan. Þá bar svo við, að Ari rétti mér hrífu í hönd og sagði að ekki væri tími til þess arna, þar sem við þyrftum að raka dreif. Við gengum út á Ný- rækt, dágóðan spöl og rökuðum um það bil tvo hektara þar sem af- raksturinn var innan við fimm lítil drýli. Á þeim degi hugsaði ég hon- um þegjandi þörfina og vel það, en hann kepptist allan tímann við að sannfæra mig um að ekkert væri í sollinn í þéttbýlinu að sækja. Eftir á að hyggja, var hann að þjálfa mig í að takast á við mótlæti og ég hafði gott af því sem endranær. Þótt á stundum hafi ýmislegt gengið á, hafði hann ætíð sterka tilfinningu fyrir því hvenær hætta væri á því að hann gengi of langt og þá lagði hann sig í líma við að jafna sakir og sættast. Hann var nefnilega þannig maður, að ekkert mátti hann aumt sjá og góð- mennska og blíðlyndi voru honum í blóð borin, þótt á stundum ætti hann erfitt með að láta það í ljós ef þannig stóð á. Þetta kom best fram í sendibréfunum frá honum. Þau voru engu lík. Stíllinn, einlægnin og orðfærið: minntu á sendibréf frá fyrri tímum; allt öðruvísi en maður átti að venjast bæði fyrr og síðar. Ari var ekki langskólagenginn maður, en rithönd og málfar var óaðfinnanlegt og stíllinn sérstakur. Hann var sjálflærður, fylgdist vel með og fróður um flesta hluti, enda samræður við hann ætíð þroskandi. Þegar ég minnist samvistanna við Ara hugsa ég stundum til þess hvernig það er að klífa fjall sem erfitt er uppgöngu. Það gengur ýmislegt á meðan á því stendur, en að því loknu lifir minningin ævar- andi og sterk; eitthvað sem maður mundi ekki fyrir nokkurn mun vilja hafa misst af. Blessuð sé minning hans. Bjarni Snæbjörn Jónsson. ARI BJÖRGVIN ÁRNASON S. 555 4477 • 555 4424 Erfisdrykkjur Verð frá kr. 1.150

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.