Morgunblaðið - 08.10.2004, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 43
MENNING
Það er stundum talað um þaðhve fáir erlendir tónlist-armenn leggja leið sína
hingað til tónleikahalds aðrir en
stöku stórstjarna, og margir minn-
ast daga Tónlistarfélagsins í
Reykjavík, þegar slíkir viðburðir
voru daglegt brauð og erlendir úr-
valslistamenn léku og sungu reglu-
lega í Austurbæjarbíói og víðar.
Vissulega hefur þetta verið raunin
undanfarin ár í þeirri grein tónlist-
arinnar sem hefur verið kölluð sí-
gild, þótt allt annar raunveruleiki
blasi við í dægurtónlistinni. Þó
sjást merki þess á allra síðustu
misserum að þetta sé að breytast,
og að Ísland sé að verða fýsilegur
viðkomustaður erlendra tónlistar-
manna í hvers
konar tónlist.
Norræna
húsið auglýsir
til að mynda
þrenna tónleika nú um helgina
með erlendum tónlistarmönnum. Í
kvöld leikur margverðlaunað
spænsk-franskt gítardúó, Duo
Astor, en tónleikarnir eru haldnir í
samvinnu við Alliance Française.
Eins og títt er þegar þegar erlenda
gesti ber að garði, sem Íslendingar
þekkja lítið til, fá blaðamenn send
gögn um afreksverk þeirra á er-
lendri grund.
Afrekaskrá Duo Astor er vægast
sagt tilkomumikil. Þau Francisco
Bernier, fæddur 1975, og Gaëlle
Chiche, fædd 1978, eru hvort um
sig handhafar fyrstu verðlauna í
alþjóðlegu Pittaluga-keppninni í
Alessandria á Ítalíu, en frá því þau
hófu að leika saman, árið 1996,
hafa þau sópað til sín meir en 20
verðlaunum í alþjóðlegum keppn-
um. Sagan á bak við tilurð dúósins
er talsvert rómantískt, en þegar
Francisco vann fyrstu verðlaunin í
Pittaluga-keppninni árið 1996 var
tveggja vikna tónleikaferð um Ítal-
íu í vinning. Hann bar sig aumlega
yfir því að þurfa að fara einn, og
bað um að fá að taka Gaëlle með
sér. Stjórnendur keppninnar létu
það eftir honum, en með því skil-
yrði að hún spilaði þá með honum
hluta af tónleikunum. Tveimur ár-
um síðar vann Gaëlle fyrstu verð-
laun í sömu keppni, og hlaut sams-
konar vinning. Þá var ekki um
annað að ræða en að hún tæki
Francisco með sér, og samstarf
þeirra var þarmeð gulltryggt. Síð-
an þá hafa þau ferðast víða og um-
sagnir gagnrýnenda í blöðum allt
frá Indlandi til Kanada gefa fyr-
irheit um að hér séu á ferðinni
mikilsháttar tónlistarmenn.
Skoski píanóleikarinn JamesPeace heldur svo tvenna tón-
leika í Norræna húsinu, annað
kvöld og sunnudagskvöld kl. 20.
Merkilegt nokk er hann með
spænska tónskáldið Isaac Albéniz
á sinni efnisskrá rétt eins og gít-
ardúóið, en hann leikur líka
tangóa eftir Astor Piazzolla og það
sem er kannski enn merkilegra –
eigin verk, en það er orðið afar
sjaldgæft nú til dags að tónlist-
armenn í sígildri tónlist séu jafn-
framt tónskáld.
Peace á sér reyndar langa sögu í
þeirri list, því fyrsta tónsmíð hans
varð til um svipað leyti og hann
fór að læra á píanóið, átta ára
gamall, árið 1971. Fimmtán ára
var hann ráðinn organisti við
Andrésarkirkjuna í Dumbarton, og
það var ekki fyrr en ári eftir það
að hann náði aldri til að innritast í
Konunglegu skosku tónlistar-
akademíuna.
James Peace hefur eins og fyrri
gestir Norræna hússins þessa
helgi, verið lunkinn við að krækja
sér í verðlaun og viðurkenningar;
og það sem athygli vekur, er það
að hann hefur hreppt slík hnoss
jafnt fyrir píanóleik, tónsmíðar
sínar og skrif um tónlist.
Í dag kennir James Peace píanó-
leik við Friedberg-tónlistarskólann
í Þýskalandi. Hann hefur sérhæft
sig í flutningi tangótónlistar, og
mörg verka hans eru samin undir
áhrifum frá argentínsku tangó-
hefðinni.
Útlendar vonarstjörnur
’Umsagnir erlendragagnrýnenda gefa fyr-
irheit um að hér séu á
ferð mikilsháttar tón-
listarmenn.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is
Rómantískt verðlaunadúó, Duo Astor, í Norræna húsinu í kvöld.
Bransinn og kúnstin er yfirskrift mál-þings sem efnt er til í tilefni affimmtu Grasrótarsýningu ungramyndlistarmanna í fyrirlestrarsal
Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, á morgun frá kl.
9.30–16.30. Á fyrri hluta þingsins, þar sem
„bransinn“ verður til umfjöllunar, tala Anna
Ríkharðsdóttir, Gjörningaklúbburinn, Daníel
Björnsson, Jón B.K. Ransu, Ágústa Krist-
ófersdóttir og Hlynur Hallsson, en á seinni
hlutanum, þar sem „kúnstin“ verður krufin,
tala Unnar Örn Jónasson, Ingibjörg Magna-
dóttir, Valur Brynjar Antonsson, Margrét H.
Blöndal og Carl Boutard. Í lok hvors hluta
verða umræður.
Fundarstjóri á málþinginu verður Markús
Þór Andrésson. Hann segir að viðfangsefni
málþingsins séu „…tuggur sem margoft hafi
verið rætt um á málþingum“ en að sú umræða
hafi verið heldur einsleit. „Fyrri parturinn
þingsins fer í bransann – allt sem við kemur
aðbúnaði listamanna, starfsumhverfi, gall-
eríum, hvað mætir fólki þegar það kemur úr
námi og fleira slíkt. Umræða um þessa hluti
hefur bara svo oft farið út í jarm og fólk barm-
ar sér og kvartar. En við viljum jú heyra báðar
hliðar málsins. Þarna talar fólk um Klink og
bank og þá innspýtingu sem það hefur verið
fyrir myndlistina, og ég vona að umræðan öll
verði á faglegum og uppbyggilegum grunni.
Eftir hádegi, þegar kúnstin verður tekin fyrir,
ræðum við um það hvert listin stefni, hvað sé
gott og slæmt í henni, og kannski að reynt
verði að greina strauma og stefnur í því sem er
að gerast í dag. Mér finnst gagnrýni Godds
(Guðmundar Odds Magnússonar) um sýningu
í Norræna húsinu nýverið sanna, að það séu
ákveðnar hræringar í gangi. Þar segir hann að
nú sé komin fram ný kynslóð krúttlegra borg-
arbarna, sem hafi óljósar hugmyndir um
sveitalíf – að það sé afturhvarf til sveitarinnar
og þess barnslega. Þetta er fín gagnrýni hvað
þetta varðar og kemur á réttum tíma fyrir
þessa umræðu.“
Markús segir að framsöguerindi frummæl-
enda verði fjölbreytt; Ágústa Kristófersdóttir
tali til dæmis um það hvernig listamenn kynna
sig gagnvart listasöfnum, Gjörningaklúbb-
urinn fjalli um mikilvægi og uppbyggingu
tengslanets og Hlynur Hallsson velti upp
þeirri spurningu hvort myndlistarmenn eigi að
markaðssetja sig eða verkin sín. En hvaða
væntingar hefur Markús um niðurstöður? „Ég
vona að þetta málþing valdi straumhvörfum
um það hvernig myndlistarmenn tala um sín
mál; að það verði bjart yfir fólki og það verði
fullt sköpunarkrafts og tilhlökkunar: að það
fari ekki að barma sér um ástandið í gall-
erírekstri, hvað myndlistarmenn séu lítið
kynntir erlendis eða hvað yfirvöld mættu gera
meira til að styðja við myndlist. Það er gömul
vísa sem yngri kynslóðin hefur haft klingjandi
í eyrunum, en ég vona að hún svari með öðrum
tón á þessu þingi og að umræðugrundvöllurinn
verði annar, uppbyggilegri og bjartsýnni. Ég
hef miklar væntingar til seinni hluta málþings-
ins, og vona að fólk virkilega takist á við það að
fjalla um myndlistina sjálfa. Það hefur ein-
kennt íslenskt myndlistarumhverfi að fólk er
duglegt við að tala um allt sem lýtur að mynd-
listinni, en þegar kemur að henni sjálfri er fátt
um svör. Ég veit ekki hvort það er skóluninni
að kenna, eða smæð samfélagsins. Það gæti
verið að fólk lærði ekki nógu vel að tala ab-
strakt um hlutina, en fólk þarf að geta tekið
sjálft sig út fyrir fagið, eins og fólk á öðrum
starfsvettvangi ræðir um verkefni sín, án þess
að því finnist það vera að kremja í sér hjartað.“
Myndlist | Málþing Grasrótarsýningarinnar á morgun
Ný kynslóð, nýr tónn?
Frá Grasrótarsýningunni sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu og Orkuveituhúsinu.
Sweeney
Todd
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir
Stephen Sondheim
Grimmdarleg saga, litríkar persónur
og leiftrandi húmor!
Frumsýning í kvöld kl. 20
Miðasala: www.opera.is
og í síma: 511 4200
FYRSTU tónleikar Spænskra daga í Kópavog-
inum voru haldnir í Salnum á sunnudagkvöldið.
Þar komu fram þær Auður Gunnarsdóttir sópran
og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og
fluttu þær tónlist eftir Albeniz, Granados og
fleiri.
Auður og Helga Bryndís skiptust á að vera í
aðalhlutverki því ýmist sönglög eða einleiksverk
fyrir píanó voru á dagskránni. Tónleikarnir hóf-
ust á sónötu í D-dúr eftir Albeniz sem píanóleik-
arinn spilaði líflega og af töluverðu öryggi. Sama
má segja um hin píanóverkin; Sevilla Sevillanas
eftir Albeniz og Sonatine pour Yvette eftir Mont-
salvagte. Hið fyrrnefnda leið að vísu fyrir full-
mikla pedalnotkun og á köflum hörkulegan áslátt
en sónatínan var afburðavel leikin, túlkunin ein-
kenndist af mögnuðum andstæðum auk þess sem
tæknileg hlið flutningsins var til fyrirmyndar.
Helga Bryndís spilaði undir söng Auðar og
gerði það með sannfærandi tilþrifum, sér-
staklega er á leið. Frammistaða Auðar var hins
vegar nokkuð misjöfn; fyrir hlé voru á dag-
skránni lög eftir Granados og de Falla sem
hljómuðu flest eins, jafnvel þótt þau fjölluðu um
ólíkar tilfinningar. Kenna má túlkuninni um, sem
var dálítið bæld, enda var söngkonan niðursokkin
í nótnabókina fyrir framan sig og leit varla upp
úr henni. Það var eins og hún væri að halda ræðu,
ekki miðla sorg, reiði og ástríðum til tónleika-
gesta. Auk þess var söngurinn heldur óperulegur
fyrir þá tónlist sem verið var að syngja, of mikið
víbrató, o.s.frv.
Lögin eftir Obradors og Turina voru talsvert
betri; nótnabókin var að vísu enn til staðar, en
Auður lifði sig meira inn í þær tilfinningar sem
tónlistin fjallar um. Sumt var beinlínis glæsilegt
og síðasta lagið, Las locas por amor úr laga-
flokknum Poema en forma de canciones eftir
Turina, var sérlega seiðandi og áhrifaríkur endir
á tónleikunum.
Spænskar ástríður
TÓNLIST
Salurinn í Kópavogi
Auður Gunnarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir
fluttu spænska tónlist. Sunnudagur 3. október.
SÖNGUR OG PÍANÓ
Jónas Sen
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn