Morgunblaðið - 08.10.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.10.2004, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Komdu í næsta útibú, kanna›u máli› á kbbanki.is e›a hringdu í síma 444 7000. KYNNTU fiÉR HVERNIG fiÚ GETUR LÆKKA‹ GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI – kraftur til flín! ÖSSUR HF. í samstarfi við rann- sóknar- og þróunarfyrirtækið Vic- thom Human Bion- ics, tilkynnti í gær að fyrsti gervifótur- inn, sem byggist á lífverkfræðilegri hönnun og ætlaður er fólki, sem misst hefur fótlegg fyrir neðan hné, yrði reyndur í nokkrum völdum löndum, m.a. í Norður-Am- eríku, á næstu vik- um og mánuðum. Fóturinn er vélknú- inn og tölvustýrður. Í tilkynningu fyr- irtækjanna segir að um sé að ræða ein- staka nýjung og markaðssetning hefjist af fullum þunga á næsta ári. Jón Sigurðsson forstjóri Össurar segir að samstarf Össurar við Vic- thom hafi byggst á því að koma afli í tölvustýrðan fót. Hann segir að um sé að ræða nýjung í heiminum sem feli í sér nýja framtíðarsýn. „Það hefur engum tekist að setja afl í gervilim áður. En ég undirstrika að þetta er það sem við höfum alltaf sagst ætla að gera og breytir í engu hagnaði eða veltu félagsins til skamms tíma,“ segir Jón Sigurðs- son. Hann segir að þó að markaðssetn- ing hefjist á næsta ári þýði það ekki að sala hefjist um leið. Um sé að ræða markaðssetningarferli sem hefjist með klínískum prófunum og markaðssetning geti tekið mörg ár. Árni A. Arason markaðsstjóri Össurar segir að stóri munurinn á þessum fæti og öðrum sem til séu á markaðnum sé sú staðreynd að fót- urinn sé vélknúinn. „Hingað til hefur notandinn alltaf þurft að hreyfa fót- inn sjálfur, en hér er í raun verið að herma eftir hreyfingu heila fótarins. Gervilimurinn skynjar hreyfingu hans og túlkar hana,“ segir Árni A. Arason. Nýr gervifótur lærir af heil- brigða fæt- inum. „Einstök nýjung“ og stórmerkt framfaraskref segja Össur og Victhom – Markaðssetning hefst 2005 Fyrsti vélknúni gervifóturinn ● MISSKILJA mátti myndatexta á bls. 2 í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær á þann veg að Skarphéðinn Berg Steinarsson væri stjórnarformaður bæði Baugs og Norðurljósa. Skarp- héðinn er stjórnarformaður í Norður- ljósum og Og Vodafone, en fram- kvæmdastjóri hjá Baugi. Árétting ● ÁFRAM hækkuðu hlutabréf í Kaup- höll Íslands í gær og hækkaði Úrvals- vísitalan um 1,43% upp í 3.939 stig. Mest viðskipti voru með bréf KB banka og hækkaði gengi bankans um 2,2% í þeim viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Össurar um 4,8% og bréf Lands- bankans um 3,3%. Alls námu viðskipti með hlutabréf 1.946 milljónum króna í Kauphöllinni í gær. Í Bandaríkjunum lækkuðu helstu vísitölur talsvert. Nasdaq lækkaði mest eða um 1,14%, Dow Jones um 1,12% og S&P 500 um 1%. Áfram hækkanir ● HANNES G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir í leiðara fréttabréfs samtakanna að nýtt fjárlagafrumvarp beri fá merki um strangt aðhald gegn þenslu. Útgjöldin aukist um 8%, sem sé sama hlutfall og í fyrra. Hannes segir að ástæða sé til að óttast að aðhald ríkisfjármála verði ekki nægj- anlegt til að koma í veg fyrir þenslu í efnahagslífinu og bendir á að vegna þess að alþjóðlegt vaxtastig ryðji sér nú til rúms hér á landi hafi Seðlabank- inn minni áhrif en áður. „Takmarkað aðhald ríkisfjármála og tiltölulega lítil áhrif Seðlabankans vekja þess vegna ugg um að þensla næstu missera brjótist fram í skaðlegu launaskriði og verðbólgu,“ segir Hannes. Hann segir afar brýnt að opinber fjármál verði aðhaldssöm á næstu árum. Einnig þurfi að tryggja greiðan aðgang erlends starfsfólks að vinnumarkaði. Framleiðniaukningin, sem hafi komið fram að undanförnu og birtist í því að hagvöxtur sé 5% en störfum fjölgi ekki, megi líkja við „himnasendingu sem stuðlar að því að atvinnulífið geti borið þær launakostnaðarhækkanir sem um hefur samist í kjarasamn- ingum án þess að þær finni sér farveg í verðlagshækkunum.“ Vantar aðhald gegn þenslu ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.