Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 18

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NORODOM Sihanouk, konungur Kambódíu, hefur sagt af sér, að því er Norodom Ranariddh prins, sonur konungsins, tilkynnti þingi landsins í gær. Sagði prinsinn, að Chea Sim, forseti öldungadeildar þingsins, myndi gegna skyldum þjóðhöfðingj- ans til bráðabirgða. Konungsembættið gengur ekki í arf í Kambódíu og í stjórnarskrá landsins segir að konungur ríki allt þar til hann gengur á fund feðra sinna. Því er deilt um hvort ríkjandi konungur geti í raun sagt af sér. Sihanouk er 81 árs gamall. Hann hefur áður sagt af sér og ítrekað hót- að afsögn. Talið er að bág heilsa kon- ungs og pólitískar deilur hafi leitt til afsagnar hans nú. Konungurinn fór til Kína í janúarmánuði til að leita sér lækninga og hótaði þá að koma ekki aftur ef stjórnmálamenn létu ekki af deilum. Sam Rainsy, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, mun nýlega hafa sent konungi bréf. Þar sagði Rainsy að verið væri að undirbúa mótmæli gegn konungi þegar hann sneri aftur en til stóð að konungur kæmi aftur heim til Kambódíu í gær frá Kína. Sagði Rainsy að honum yrði án efa kennt um þessar aðgerðir og þær yrðu notaðar sem átylla til að reyna að bæla stjórnmálaflokk hans niður. Erlendir sendimenn og sérfræð- ingar um málefni Kambódíu kváðust telja að yfirlýsing konungs væri lokatilraun hans til að reyna að hafa áhrif á það hver verði eftirmaður hans. Vitað er að hann vill að Siha- mouni prins, 51 árs gamall fyrrum dansari og hálfbróðir Ranariddhs, verði næsti konungur Kambódíu. Sagt er að Ranariddh prins hafi gert leynilegt samkomulag við Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, þess efnis að sá fyrrnefndi verði næsti konungur landsins. Nú eru 65 ár liðin frá því Norodom Sihanouk tók fyrst við konungsemb- ættinu í heimalandi sínu. Sihanouk var haldið í stofufangelsi í rúmt ár þegar Rauðu khmerarnir réðu ríkj- um í Kambódíu á síðari hluta átt- unda áratugarins. Fimm af 14 börn- um hans voru drepin í valdatíð khmeranna en talið er að tæpar tvær milljónir manna hafi týnt lífi í land- inu er kommúnísk ógnarstjórn þeirra réði þar ríkjum. Sihanouk fór í útlegð eftir að stjórn Rauðu khmer- anna var steypt. Hann sneri aftur til Kambódíu 1991 og tók við konungs- embættinu tveimur árum síðar. Stjórnarkreppa ríkir í Kambódíu Phnom Penh. AFP. Norodom Sihanouk ásamt Norodom Monineth drottningu. Reuters Sihanouk segir af sér en stjórnarskrá heimilar ekki afsögn SKÖMMU fyrir innrásina í Írak í fyrra kallaði Saddam Hussein æðstu hershöfðingja sína á sinn fund og trúði þeim fyrir leyndarmáli sem kom þeim í opna skjöldu: gereyðingar- vopnin, tilefni innrásarinnar, voru ekki til. Þetta kemur fram í skýrslu banda- rískrar nefndar, sem rannsakaði vopnabúr Íraka og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu eytt gereyð- ingarvopnum sínum 1991. Í skýrsl- unni kemur einnig fram að Saddam dreymdi um að eignast aftur gereyð- ingarvopn, sem hann taldi að myndu tryggja honum virðingarsess í araba- heiminum. Hann taldi að Írökum staf- aði langmest hætta af grannríkinu Ír- an, ekki Bandaríkjunum, og leit svo á að ef Íranar kæmu sér upp gereyð- ingarvopnum þyrftu Írakar að gera það líka. Var ekki blekktur „Menn urðu mjög hissa þegar Saddam sagði: „Því miður, strákar, við eigum ekki nein gereyðingarvopn til að beita gegn innrásarliðinu,“ sagði háttsettur bandarískur embættis- maður um fund Saddams með hers- höfðingjunum. Áður höfðu margir sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar talið að fleðulegir hershöfðingjar hefðu leynt því fyrir Saddam að Írakar ættu engin gereyðingarvopn og sagt hon- um það sem hann vildi heyra. Því fer hins vegar fjarri að sam- starfsmenn Saddams hafi villt um fyr- ir honum því að hann fylgdist sjálfur mjög grannt með efna-, sýkla- og kjarnavopnaáætlunum Íraka og trúði jafnvel ekki dyggustu samstarfs- mönnum sínum fyrir því sem var að gerast í þeim efnum, að því er fram kemur í skýrslunni. Skýrsluhöfundarnir segja að Sadd- am hafi sjálfur viljað stjórna vopna- áætlunum Íraka, bæði vegna þess að hann hafi verið haldinn sjúklegri tor- tryggni í garð samstarfsmanna sinna og vegna þess að hann hafi haft mik- inn áhuga á vísindum og allri tækni. Vanmat hættuna á innrás Þessar upplýsingar vekja þá spurn- ingu hvers vegna Saddam hindraði vopnaleit eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna, braut gegn ályktunum ör- yggisráðsins og bauð umheiminum birginn frá Persaflóastríðinu 1991 og þar til honum var steypt af stóli, úr því að hann vissi að Írakar áttu ekki nein gereyðingarvopn. Þótt Saddam neitaði oft fullyrðing- um Bandaríkjamanna um að Írakar ættu bönnuð vopn hélt hann samt áfram að gefa út yfirlýsingar sem renndu stoðum undir þá goðsögn að hann réði yfir gereyðingarvopnum. Honum var mjög umhugað um að auka virðingu sína í arabaheiminum og naut þess út í æsar að vera álitinn eini leiðtoginn í heiminum sem þyrði að bjóða stórveldinu birginn. Gögn um yfirheyrslurnar yfir Saddam Hussein benda til þess að hann hafi vanmetið hættuna á innrás í Írak vegna deilunnar um gereyðing- arvopnin og litið svo á að til að hann gæti haldið völdunum hefði verið nauðsynlegt að umheimurinn – eink- um Íranar – héldi að hann ætti slík vopn. Skýrsluhöfundarnir segja að meginmarkmið Saddams hafi verið að blekkja stjórnvöld í Íran – „einkum vegna þess að ljóst er orðið að Íranar eru að koma sér upp sömu getu og honum var meinað um“. „Íranska ógnin var mjög, mjög raunveruleg í huga Saddams og hann vildi ekki að Íran færi fram úr Írak, honum fannst að hann yrði að halda Írönum í skefjum. Hann lét þess vegna liggja að því að hann ætti meira en hann átti,“ sagði Charles Duelfer, sem stjórnaði rannsókninni. Hann bætti við að Saddam hefði orðið á hrapalleg mistök þegar hann neitaði að trúa hótunum George W. Bush Bandaríkjaforseta um að valdi yrði beitt til að koma honum frá völd- um. Taldi að vopnin hefðu bjargað stjórn hans Í skýrslunni kemur fram að Sadd- am sagði við yfirheyrslur að tveir at- burðir hefðu sannfært hann um að til að halda völdunum þyrfti hann að eiga gereyðingarvopn eða vera álitinn eiga þau. Fyrri atburðurinn átti sér stað seint á níunda áratugnum þegar Írak virtist vera að tapa stríðinu við Íran. Her Saddams tókst þá að stöðva framrás íranskra hersveita með því að beita efnavopnum. Allt að 80.000 Íranar féllu eða urðu óvígir í árásinni og hún varð að lokum til þess að samið var um vopnahlé. Saddam var einnig sannfærður um að efna- og sýklavopn Íraka hefðu bjargað stjórn Baath-flokksins eftir að fjölþjóðaher undir forystu Banda- ríkjanna hrakti íraskar hersveitir frá Kúveit árið 1991. Ákveðið var að stöðva framrás innrásarhersins í suð- urhluta Íraks og steypa ekki stjórn Saddams af stóli. Á þessum tíma töldu ráðgjafar George H.W. Bush, þáverandi for- seta, að Saddam hefði ekki þorað að beita efna- eða sýklavopnum vegna þess að Bandaríkjastjórn hafði hótað að svara slíkri árás með enn öflugri vopnum. Gefið var í skyn að jafnvel kæmi til greina að beita kjarnavopn- um ef þörf krefði. Saddam og nánustu samstarfs- menn hans virðast hins vegar hafa talið að Bandaríkjastjórn hefði ákveð- ið að steypa honum ekki af stóli vegna þess að hún hefði vitað að hann hefði gefið fyrirmæli um að efna- og sýkla- vopnum yrði beitt gegn innrásarliðinu ef það reyndi að ráðast inn í Bagdad. Eftir stríðið var Saddam sannfærð- ur um að stjórnin í Washington kæm- ist að lokum að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum Bandaríkj- anna að semja við hann, m.a. vegna ol- íulindanna í Írak og til að veraldleg stjórn hans gæti verið mótvægi við klerkastjórnina í Íran og trúarof- stæki hennar. Bandaríkin studdu Írak sem mót- vægi við írönsku stjórnina í forsetatíð Jimmy Carters og síðar Ronalds Reagans. Samskipti Íraks og Banda- ríkjanna versnuðu hins vegar og tengslin voru rofin þegar Írakar réð- ust inn í Kúveit 1990. Óttaðist Ír- an meira en Bandaríkin Hélt því leyndu fyrir hershöfðingjum að gereyðingarvopnin væru ekki til AP Bandarískir hermenn á leið frá borginni Samarra í gær en þar hafa verið harðir bardagar síðustu daga. Reuters Saddam Hussein í hlekkjum. Washington. Los Angeles Times, AP. BANDARÍSK stjórnvöld lögðu í gær fram formlega kvörtun til Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna þess stuðnings sem að- ildarríki Evrópusambandsins (ESB) hafa veitt evrópska flugvélaframleið- andanum Airbus. Fulltrúar ESB sögðu hins vegar ekkert óeðlilegt við samband ESB og Airbus og sögðu að Bandaríkjamönnum yrði svarað í sömu mynt vegna stuðnings þar- lendra yfirvalda við Boeing, banda- rískan samkeppnisaðila Airbus. Robert Zoellick, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, sagði að Airbus væri nú orðið stærra fyrirtæki heldur en Boeing og að áframhaldandi opinber stuðningur Evrópuríkjanna við Air- bus skekkti því samkeppnisstöðuna. Banaríkjamenn hafa einnig sagt upp samningi við ESB frá árinu 1992 sem takmarkar opinberan stuðning við þróunarstarf flugvélaframleiðenda. „Ef Bandaríkin vilja fara þessa leið þá tökum við þeirri áskorun,“ sagði hins vegar Pascal Lamy, sem fer með viðskiptamál í framkvæmda- stjórn ESB, að því er fram kom á fréttasíðu BBC. „Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að tekið verði fyrir hinar miklu, ólög- legu niðurgreiðslur til Boeing, sem skaða Airbus,“ sagði Lamy einnig og nefndi sérstaklega stuðning Banda- ríkjastjórnar við áætlanir Boeing um framleiðslu nýrrar tegundar far- þegaflugvéla sem fengið hafa heitið 7E7. Bandaríkin leggja fram kvörtun til WTO Gagnrýna stuðning ESB við Airbus ÍRANAR munu halda áfram að þróa þekkingu sína á kjarnorku „hvað sem það kostar“ þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjunum, að sögn Akbars Hashemi Rafsanjanis, fyrrverandi forseta Írans, í gær. Rafsanjani er enn áhrifamikill í forystu Írans. Hann sagði að ef leiðtogar landsins gæfu upp á bát- inn „lögmætan“ rétt þjóðarinnar myndu þeir kalla yfir sig sögulega hneisu sem aldrei yrði afmáð. „Þjóð sem er reiðubúin til að fórna getur ekki mistekist. Við er- um baráttumenn og reiðubúnir til að berjast,“ sagði Rafsanjani. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hvatti í september Írana til að hætta þegar öllum tilraunum til að auðga úran en slíkt úran er hægt að nota til að smíða kjarnorkuvopn. Svo getur farið að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykki refsiað- gerðir gegn Írönum ef þeir hætta ekki tilraunum sínum. „Hvað sem það kostar“ Teheran. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.