Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 25
DAGLEGT LÍF
Bætiefni á betra verði!
Gerið verðsamanburð!
100 töflur
aðeins
kr.527,-
Sterk B-vítamín með C
Classic Rock
Ármúla 5 • S: 568-3590
Idol-keppnin á breiðtjaldi
og boltinn í beinni.
Hljómsveitin
Sixties
Föstudaginn 8. okt.
Hljómsveitin
Dure-x
Laugardaginn 9. okt.
Grímsbæ &
Ármúla 15
Haustvörurnar komnar
Stærðir
36 - 50
Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur
Þú færð skóna
hjá okkur
Vefurinn Stoðkennarinn, stod-kennarinn.is, er hugsaðursem stuðningur við kennara
og nemendur 9. og 10. bekkjar í ís-
lensku- og stærðfræðinámi. Upphafs-
maður og höfundur efnis á vefnum er
Starkaður Barkarson sem sjálfur hef-
ur reynslu af kennslu í framhalds-
skólum. Starkaður hefur búið víða er-
lendis og m.a. unnið við skriftir en
hann er með BA-próf í íslensku ásamt
kennsluréttindum. Hann hefur skrif-
að smásögur, skáldsögu og stutt-
myndahandrit og er nú að flytja til
Parísar eftir að hafa búið í Berlín og
Madríd.
Hugmyndin að vefnum kviknaði
þegar Starkaður var búsettur í Berlín
haustið 2002 og þurfti að læra for-
ritun frá grunni. „Fyrst kviknaði
hugmyndin að stafsetningaræf-
ingum. Smám saman bætti ég svo við
vefinn, kláraði fyrst stafsetning-
arhlutann, bætti svo við málfræði- og
lesskilningshluta og er nú að vinna í
stærðfræðihlutanum,“ segir hann.
Vefurinn er aðgengilegur fyrir
nemendur og kennara og ætlaður öll-
um þeim sem vilja hressa upp á kunn-
áttu sína, eins og segir á vefnum:
„Stoðkennarinn er gagnvirkur vefur
sem einkum á erindi til ungs fólks
sem er farið að horfa til samræmdu
prófanna í íslensku og stærðfræði,
sem og þeirra sem hafa lokið grunn-
skóla en telja sig ekki hafa náð nægi-
legum tökum á námsefninu. Eðli
málsins samkvæmt er efnið sniðið að
þörfum 9. og 10. bekkinga en margt
af því höfðar jafn vel til 8. bekkinga,
til að mynda stafsetningarhlutinn. Að
sama skapi geta jafnt getulitlir sem
og getumeiri nemendur nýtt sér það
sem í boði er þar sem notanda gefst
ávallt kostur á hjálp frá Stoðkenn-
aranum ef hann rekur í strand.“
Starkaður segist hafa ákveðið að
takmarka sig við ákveðinn aldur og
fög þannig að nemendur og kennarar
gætu nýtt vefinn markvisst allan vet-
urinn án þess að verða uppiskroppa
með efni. „Einnig lagði ég áherslu á
gagnlega gagnvirkni, að nemandi
fengi ítarlega svörun frá Stoðkenn-
aranum þegar hann gerir villur. Því
lætur Stoðkennarinn sér ekki nægja
að benda einfaldlega á villu heldur út-
skýrir hann fyrir notanda hvers
vegna þetta telst villa og hvernig
hann hefði mátt komast hjá henni.
Stoðkennarinn heldur einnig utan um
einkunnir nemenda. Þannig getur
kennari fylgst með vinnuframlagi
nemenda sinna og að sjálfsögðu ætti
það að virka hvetjandi á nemendur að
sjá einkunnir færðar til bókar. Núna
er ég farinn að leggja meiri áherslu á
námsefni handa framhaldsskólum af
þeirri einföldu ástæðu að erfitt er að
lifa á því að selja grunnskólunum ein-
um. Einnig virðast þeir betur í stakk
búnir til að nýta sér hina öru
tækniþróun,“ segir Starkaður.
Hann segir að vefnum hafi verið
vel tekið, bæði af grunnskólum og
framhaldsskólum og foreldrar og
nemendur hafi haft samband við
hann ef skóli þeirra hafi ekki keypt
aðgang. „Eins og er get ég ekki litið á
Stoðkennarann sem fullbæra fyr-
irvinnu. Margir hvetja mig til að
hækka taxtann en satt að segja veit
ég ekki hvað grunnskólar geta borg-
að,“ segir Starkaður. Hann segist lít-
ið hafa notað veraldarvefinn sjálfur í
kennslu en hann hefur fulla trú á að
kennarar muni nýta sér vefinn betur.
„En „betur“ þarf ekki endilega að
þýða meira. Kennarar eru enn að
fikra sig áfram á veraldarvefnum og
tel ég að margir, bæði kennarar og
vefhönnuðir, séu enn á einhvers kon-
ar frumstigi. Vefurinn sem slíkur
leysir ekki öll heimsins vandamál og
auðveldlega má eyða mörgum dýr-
mætum vinnustundum í að hanna vef
eða vefverkefni sem litlu skila. Ég
persónulega kýs fremur að lesa texta
af bók, liggjandi upp í sófa, en að rýna
í tölvuskjáinn. Því þarf Stoðkenn-
arinn að bjóða upp á eitthvað sem
bækur gera ekki, gagnvirkni og
gagnagrunn sem heldur utan um ein-
kunnir,“ segir Starkaður að lokum.
MENNTUN | Vefur fyrir nemendur, foreldra og kennara
Fyrir þá sem vilja hressa
upp á kunnáttuna
Morgunblaðið/Kristinn
TENGLAR
.....................................................
www.stodkennarinn.is
ÁOstadögum um síðustu helgivoru frumsýndir ýmsir nýirostar sem eru að koma í
verslanir um þessar mundir.
Þar á meðal er kurlaður fetaostur
og feta með sól-
þurrkuðum
tómötum og svo
feta með hvít-
lauk.
Kurlaði feta-
osturinn er ók-
ryddaður og
liggur hvorki í saltvatni né olíu.
Bæði fetaostur með sólþurrkuðum
tómötum og fetaosturinn með hvít-
lauk eru í minni olíulegi en þeir sem
hafa verið til í verslunum og eru í
glerkrukkunum. Nýju fetaostarnir
eru hugsaðir fyrir þá sem vilja hafa
ostana sem snakk eða nota í matseld
og salöt en hafa hugsað sér aðra
sósu með.
Gotti-
smurosturinn er
mildur, hreinn
smurostur og
hentar á brauð og
kex svo og til
matargerðar.
Gráðaostur á brauð
og í matargerð
Gráðaostasmurostur er ein nýj-
ungin sem er komin í verslanir. Sá
ostur hentar á
brauð og kex og í
matargerð og er
seldur í gler-
glösum.
Hjá Osta- og
smjörsölunni feng-
um við uppskrift að
gráðostapasta en þar er smur-
gráðaostur í stóru hlutverki.
Gráðaostapasta
f. fjóra
250 g pasta ( skeljar eða lítil rör )
125 g smurgráðaostur
1 hvítlauksgeiri, sneiddur
30 g smjör, í bitum
pipar og salt
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbein-
ingum á pakka.Hrærið saman
gráðaosti, smjöri og hvítlauk.Bræðið
gráðaostahræruna. Látið leka vel af
pastanu og blandið gráðaostasmjör-
inu vel saman við.Berið parmesanost
með og snittubrauð.
Mysingur með van-
illu er ein nýjungin sem
kynnt var á Ostadögum
og einnig mysingur
með banana- og súkku-
laðibragði.
Þá er Hrókur svo-
kallaður að koma á markað en sá
ostur er hugmynd Mjólkurbús Flóa-
manna en
hann er
skyldur ca-
membert og
brie, bragð-
mildur hvít-
mygluostur með mjúka og krem-
kennda áferð.
Að lokum er það ostakaka með
hindberjum sem þegar fæst í versl-
unum. Hún er
ekki bökuð,
heldur hleypt
með mat-
arlími. Það má
frysta þessa
köku eins og
aðrar ostakök-
ur og geymist hún vel í frysti í 3–4
mánuði.
Eplavínarbrauð
Kexsmiðjan á Akureyri setti ný-
lega eplavínarbrauð á markað.
Þau eru
viðbót við
tvær aðrar
tegundir vín-
arbrauða
sem fram-
leidd hafa
verið um
langt skeið,
en það eru
vínarbrauð með og án súkkulaðis.
Eplavínarbrauðin eru mjúk og
mælt með að skella þeim aðeins í ofn
eða örbylgjuofn áður en þau eru bor-
in fram.
Þá hefur Kexsmiðjan á Akureyri
hafið framleiðslu á möffins með toffí
eða karamellubragði. Þessi möffins
eru viðbót við krakkamöffins með
M&M.
Nýtt kex
Frón hefur hafið framleiðslu á
tveimur nýjum kextegundum, hesli-
hnetu Frón með súkkulaðibitum og
súkkulaði Frón með súkkulaðibitum,
semsagt tvöfalt súkkulaði.
Ostar og
vínarbrauð
Á RÖLTINU
FRÉTTIR
mbl.is