Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 44

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 44
Fegurð / Beauty. 1993–2004. Danir hafa miklar vænt-ingar til fyrstu stóru yf-irlitssýningar Ólafs Elí-assonar þar í landi, en hún verður opnuð í hinu nýja sam- tímalistasafni Árósa, ARoS í dag. Forstöðumaður þess, Gitte Örskue, er vel kunnug verkum Ólafs, en hún var sýningarstjóri sýningar hans á Feneyjatvíær- ingnum í fyrra. Sú sýning var með- al þeirra sem mesta athygli vöktu á tvíæringnum það árið og var hugmynd hans að henni meðal þeirra þátta sem vógu þungt þegar endanlega var ákveðið að bjóða honum að sýna í túrbínusal Tate Modern í London. Gríðarlega vel- gengni þess viðburðar á haustmán- uðum síðasta árs er óþarft að rekja, en hún skaut Ólafi upp á stjörnuhimin alþjóðlegra sam- tímalista á svipstundu. Sýningin í ARoS heitir „Minding the World“ [Gætt að heiminum], og fjallar eins og nánast öll list Ólafs um tengsl einstaklingsins við umhverfi sitt. Á sýningunni leggur hann sérstaka áherslu á samhengið í upplifun áhorfandans; „það að hreyfing frá verki til verks – frek- ar en stefnumót við einstök verk – er merkingarbær,“ eins og Gitte- Örskue orðar það í sýning- arskránni. Verk Ólafs taka enda yfir nánast allt safnið og flæða í gegnum rýmin sem ein heild. Örskue vísar til áhrifa franska heimspekingsins Maurice Merl- aeau-Ponty á Ólaf, sem lýsa sér í aukinni áherslu á sjálfskoðun og sjálfsmeðvitund áhorfandans frammi fyrir verkum hans. Í huga Merleau-Ponty var líkami og um- heimur sami efniviður; þéttofinn saman í þeim skilningi að í lík- amanum er fólgin sveigjanleg, gagnvirk og næm vitund sem gefur umhverfinu form og merkingu. Myndlist | Ólafur Elíasson opnar sína fyrstu yfirlitssýningu í Danmörku „Gætt að heiminum“ í ARoS Rauð og græn kviksjá / Red green kaleidoscope. 2004. Glerhúsið / The Glass House. 2004. fbi@mbl.is Ljósmynd/Bjarne Bækgaard 44 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING DÖKKKLÆDDUR maður gengur ákveðnum skrefum gegnum Lund- únaþokuna, nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa verið ranglega dæmd- ur, sviptur frelsinu, ærunni og fjöl- skyldunni. Hinn fyrrum geðþekki bartskeri Sweeney Todd er tekinn til starfa á ný, en nú er beiting rak- hnífsins ekki eins mikið nákvæmn- ismál, því litlu skiptir Sweeney þó blóðið fossi úr völdum kúnnum. Þá eru fórnarlömbin fyrirtaks hráefni í kjötbökur hennar ungfrú Lóett á neðri hæðinni. Sweeney kemst þó brátt að því að hefndin er ekki að- eins sæt, heldur líka gráðug og brátt gleypir hún allt sem hann elskar. Þetta er inntak söngleiksins Sweeney Todd, rakarinn morðóði, eftir Stephen Sondheim, sem Ís- lenska óperan frumsýnir í kvöld. Sweeney Todd var frumsýnd í New York árið 1979 og hefur verið sýnd víða um heim síðan þá og vakið mikla athygli hvar sem hún er sýnd. Sagan er grimmdarleg, en full af kímni og litríkum persónum sem eiga skilið mismikla samúð áhorf- enda. Þar á meðal er dómarinn sem dæmdi Sweeney, en hann er vægast sagt sið- og kynbrenglaður maður. Býður upp á túlkun og umræðu Kurt Kopesci, hljómsveitarstjóri verksins, segir margar ástæður vera fyrir því að verkið var valið, en fyrst og fremst hafi Óperan viljað kynna almenningi ný verk. „Þ.e.a.s. verk sem eru skrifuð á okkar tímum og einnig verk sem ekki hafa verið sýnd á Íslandi áður,“ segir Kurt og bætir við að Sweeney Todd uppfylli bæði þessi skilyrði og eigi nú ald- arfjórðungsafmæli. Sweeney Todd liggur á nokkurs konar jaðri söngleiks og óperu og segir Kurt það í raun vera stóran kost verksins, því það bjóði upp á túlkun og vangaveltur. „Sondheim segir okkur ekki sjálfur hvað hún á að vera, og ég held að það sé vilj- andi,“ segir Kurt. „Ef þú hugsar t.d. aftur til Don Giovanni hefur fólk velt fyrir sér hvort hún sé gaman eða alvöruópera. Það sama á við um Sweeney Todd, það eru alvarlegar persónur og fyndnar persónur og það eru alvarlegir atburðir og skondnar uppákomur. Þarna er fólk sem á sér auðvelt líf og fólk sem á sér erfitt hlutskipti. Þetta er ekki auðflokkað verk og heldur um- ræðunni gangandi. Fyrst og fremst er þetta góð tónlist og gott leik- húsverk og þess vegna hefur fólk áhuga á því. Mér finnst þetta vel skapað verk. Það eru fá verk sem ég þekki þar sem tónlistin og sviðsleikurinn koma eins vel saman. Það er ekki hægt að að skilja tónlistina frá textanum, textann frá sviðinu eða sviðið frá tónlistinni. Allt þarf að verka saman til að Sweeney Todd virki.“ Er hefnd réttlætanleg? Sú heimspekilega spurn- ing sem liggur til grund- vallar verkinu er hvort hefndin sé réttlætanleg. Kurt segir ljóst að Sond- heim komist ekki að þeirri niðurstöðu. „Í endann er Sweeney Todd refsað grimmilega af sínum eigin örlögum og gerist í raun sinni eigin dómari með gjörðum sínum. Sú hefnd sem hann ráðgerir kemur í bakið á honum sjálfum á versta veg þegar hann missir allt sem hann elsk- ar,“ segir Kurt. „Nið- urstaða verksins virðist mér vera sú að menn sem ákveða að gera öðrum mönnum illt til að hefna ranglætis sem þeir hafa þolað, fara villur vegar og baka sjálfum sér og öðrum einungis meiri eymd.“ Kurt segir það vera góðs vita að hann hafi nú unnið að Sweeney Todd í hálft ár og nú þegar frum- sýningin sé á næsta leiti finnist hon- um verkið jafnvel skemmtilegra en áður en hann hóf undirbúningsvinn- una. „Þá hlýtur eitthvað að vera spunnið í það, dálítið eins og góða bók sem maður tekur alltaf út úr bókahillunni.“ Ópera | Íslenska óperan frumsýnir söngleikinn Sweeney Todd, rakarann morðóða, í kvöld Blóðug hringekja hefndar Morgunblaðið/Þorkell Það er ekki furða að einhver uggur komi að þeim sem sitja í rakarastól Sweeney Todd, enda eiga ekki allir þaðan afturkvæmt. eftir Stephen Sondheim Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky Búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Leikmunir: Stella Sigurgeirsdóttir Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson og Stígur Steinþórsson Leikarar: Sweeney Todd: Ágúst Ólafsson Frú Lóett: Ingveldur Ýr Jónsdóttir Aðrir: Maríus Sverrisson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Davíð Ólafsson, Þorbjörn Rúnarsson, Snorri Wium, Sesselja Krist- jánsdóttir og Örn Árnason. Sweeney Todd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.