Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
www.islandia.is/~heilsuhorn
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Glucosamine
(870 mg í hverjum belg)
ásamt engifer og turmeric
Fyrir vöðva og liðamót
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum
Árnesaptóteki Selfossi,
Yggdrasil Kárastíg 1 og
Borgartúni 24
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Sigurður Freyr Sig-
urðsson, kennari á Egilsstöðum, er
í verkfalli eins og aðrir grunn-
skólakennarar. Honum hug-
kvæmdist á dögunum að efna til
golfmóts á Ekkjufellsvelli, þar sem
etja skyldu kappi yngri kylfingar
og eldri. Skilyrði var að tvær kon-
ur yrðu í hvoru liði og var það
gert til að efla þátttöku kvenna í
golfinu, ásamt því að fá nýja golf-
ara til að taka þátt í mótum og
starfinu á golfvellinum. Lögðu KB-
banki og Malarvinnslan til 50 þús-
und króna verðlaunafé hvort fyr-
irtæki og mátti sigurliðið ráðstafa
því að vild til góðs málefnis að eig-
in vali.
Ekki mátti á milli sjá hvernig
leikar færu, en það urðu yngri kylf-
ingarnir sem báru sigur úr býtum.
Ákvað liðið að fénu skyldi varið til
að styrkja starfsemi Hússins, ný-
stofnaðs ungmennahúss á Egils-
stöðum, en Rauði kross Íslands er
þar í forsvari. Svona getur kenn-
urum í verkfalli dottið ýmislegt
gott og gagnlegt í hug.
Góð golfhugmynd
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Golfleikur fyrir gott málefni Sigurður Freyr Sigurðsson kennari og Pétur
Gíslason, fyrirliði yngri golfara, með veglegan verðlaunabikar.
Egilsstaðir | Um helgina var opn-
aður nýr þreksalur í Íþrótta-
miðstöðinni á Egilsstöðum. Þar er
boðið upp á aðstöðu til líkams-
ræktar í nýjum og fullkomnum
tækjum.
Salurinn er í nýrri viðbyggingu
á annarri hæð hússins og leysir af
hólmi aðstöðu sem áður var í kjall-
ara. Suðurveggur salarins er allur
einn gluggi en norðurveggur heill
spegill. Salurinn er búinn full-
komnum tækjum til þrekþjálfunar
og segja forsvarsmenn Íþrótta-
miðstöðvarinnar þau með þeim
fullkomnustu í landinu. Starfsemin
er á vegum Íþróttamiðstöðv-
arinnar og verða menntaðir leið-
beinendur til aðstoðar fyrir iðk-
endur.
Fyrri áfangi Íþróttamiðstöðv-
arinnar var byggður árið 1984,
sundlaug byggð við húsið árið
1995 og lokið við húsið 1999. Þrek-
salurinn er að hluta byggður þar
sem áður voru áhorfendapallar við
sundlaug.
Í Íþróttamiðstöðinni eru nú,
ásamt hinum nýja þreksal, fullbú-
inn íþróttasalur, heitir pottar,
sundlaug og einkarekin líkams-
rækt. Skammt frá er Vilhjálms-
völlur, þar sem er fullkomin frjáls-
íþróttaaðstaða og
knattspyrnuvöllur og í Selskógi of-
an við Egilsstaði eru skokkbrautir.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Engin afsökun Nýr þreksalur var vígður á Egilsstöðum fyrir skemmstu.
Enn efla þeir þrekiðNetlömbin ganga vel út | Salalambakjöts frá Austurlambi á Net-inu hefur tekið vel við sér í haust
og hafa nú yfir 100 kassar verið
sendir til
kaupenda í
öllum lands-
fjórðungum.
Í frétta-
tilkynningu
frá Aust-
urlambi segir
að auk net-
sölunnar hafi
nú verið
útbúin sér-
stök pöntunareyðublöð, sem bænd-
ur hafi nýtt sér til þess að senda
þeim sem ekki hafa aðgang að Net-
inu.
Að sögn Sigurjóns Bjarnasonar
hjá Austurlambi, hafa kaupendur
almennt lokið upp lofsorði um
gæði Austurlambs, enda sé um sér-
verkaða og sérvalda vöru að ræða,
sem ekki er fáanleg eftir öðrum
leiðum. Mikið sé um endurtekin
viðskipti og stöðugt bætist nýir
viðskiptavinir í hópinn.
Átján bændur á Austurlandi
selja nú kjöt í gegnum Austurlamb,
en um slátrun sjá Norðlenska mat-
borðið á Húsavík og Sláturfélag
Vopnafjarðar. Sundurtöku og
pökkun annast Kjötkaup hf. á
Reyðarfirði. Finna má nánari upp-
lýsingar á vefnum austurlamb.is.
Ný verslun á Djúpavogi | Kaup-
félag Héraðsbúa hyggst opna nýja
verslun á Djúpavogi á næstu vikum.
Verður verslunin með dagvöru og
umboð fyrir Esso. Reiknað er með
að afgreiðslutími verði kl. 11–18
virka daga og 11–15 á laugardögum.
AKUREYRI
ÞÆR voru stoltar af verki sínu,
systurnar Ásdís Ósk, sem er 3
ára, og stóra systir hennar, Aldís
Vala, sem er 10 ára. Þær tóku
sig til nú á miðvikudag, þegar
fór að snjóa fyrsta sinni, og
bjuggu til þennan myndarlega
snjókarl á lóðinni heima hjá sér
við Mararbyggð í Ólafsfirði. Vel
gekk að hnoða snjóboltana og
setja þá hvern ofan á annan og
skreyta svo með viðeigandi
hætti. Snjór var yfir öllu í bæn-
um en ekki nema einn dag eða
jafnvel brot úr degi. Undir kvöld
urðu það því örlög karlsins að
bráðna, en það er víst ekki nýtt
þegar snjókarlar eru annars veg-
ar. Snjór er nú farinn af láglendi
en nær niður í miðjar hlíðar.
Lágheiðin var þungfær eftir
þessa fyrstu snjókomu vetrarins
og hálka í sveitinni inn af Ólafs-
firði.
Morgunblaðið/Gísli Kristinsson
Snjókarlinn Ásdís Ósk við snjókarlinn góða, sem stóð í skamma stund, en
hann gerði þessi þriggja ára hnáta í félagi við systur sína, Aldísi Völu.
Stolt af
snjókarli
sínum
„ÞAÐ eru allir brjálaðir, í orðsins
fyllstu merkingu,“ sagði Kristín
Gunnþórsdóttir á Bakka í Svarfaðar-
dal, formaður Foreldrafélags Húsa-
bakkaskóla. Fræðsluráð Dalvíkur-
byggðar boðaði í gærkvöld til
kynningar- og umræðufundar um
skólamál, en í vikunni kom út skýrsla
sem unnin var hjá skólaþróunarsviði
kennaradeildar Háskólans á Akur-
eyri. Um er að ræða hagkvæmniat-
hugun á færslu á starfsemi Húsa-
bakkaskóla til Dalvíkurskóla.
Niðurstaða athugunarinnar leiðir í
ljós að ná má verulegu hagræði með
því að sameina skólana tvo, útgjöld
sveitarfélagsins myndu minnka um
117 til 140 milljónir króna á fimm ár-
um.
Kristín sagði Húsabakkaskóla
mjög góðan grunnskóla og viður-
kennt væri að hann væri vel rekin.
„Okkur þykir þetta því svakalega
óréttlátt, ef ákveðið yrði að leggja
skólann niður,“ sagði hún. Nemend-
ur eru 44 talsins í 1. til 8. bekk og er
tæpur helmingur þeirra búsettur á
Dalvík. „Húsabakkaskóli hefur þótt
góður kostur, þar er gott mötuneyti
og hann hefur alltaf haft á að skipa
góðum kennurum,“ sagði Kristín.
Nemendur sem ekki hafi fallið inn í
hópinn í Dalvíkurskóla hafa í ein-
hverjum mæli sótt skóla á Húsa-
bakka og sagði Kristín það hafa gef-
ist vel. „En þetta virðist allt snúast
um peninga og það er súrt,“ sagði
Kristín og benti enn fremur á að
orðstír skólans hefði víða borist.
Dæmi væru um að fjölskyldufólk af
höfuðborgarsvæðinu hefði flutt í
Svarfaðardal og „skólinn er hluti af
aðdráttaraflinu þegar fólk ákveður
að flytja búferlum,“ sagði Kristín.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar
fundar nk. þriðjudag þar sem fjallað
verður um skýrsluna og gengið frá
tillögu til bæjarstjórnar. Næsti
fundur bæjarstjórnar Dalvíkur-
byggðar er svo 19. október næst-
komandi.
Hagkvæmt að flytja starfsemi Húsabakkaskóla
Það eru allir brjálaðir
FARÞEGUM með Strætis-
vögnum Akureyrar fjölgaði um
10% þegar bornir eru saman ný-
liðinn septembermánuður og
sami mánuður í fyrra. „Það er í
sjálfu sér nokkuð gott, við erum
ánægð með þetta,“ sagði Stefán
Baldursson, forstjóri SVA. Í lok
ágúst sendi félagið ókeypis mán-
aðarkort inn á öll heimili í bæn-
um, en það veitti þeim sem hafði
kortið undir höndum möguleika
á að ferðast ókeypis með vögn-
unum í liðnum mánuði. Tilgang-
urinn var að sögn Stefáns að
vekja athygli bæjarbúa á að það
borgaði sig að ferðast með
strætó í vinnu eða skóla. Bent
var á að mánaðarkort í strætó
kostar 3.500 krónur, sem er mun
minni kostnaður en fylgir því að
reka bíl. Með því að ferðast með
strætó segja forsvarsmenn fé-
lagsins að heimili geti sparað sér
um hálfa milljón króna á ári í út-
gjöldum miðað við að reka bíl.
„Þetta átak okkar mæltist vel
fyrir meðal bæjarbúa og ég vona
að við höfum fengið nýja við-
skiptavini í kjölfar þess,“ sagði
Stefán en áfram yrði haldið að
vekja athygli á kostum þess að
ferðast með almenningsvögn-
um.
Farþegar með SVA á liðnu ári
voru um 190 þúsund talsins, en
æskilegt þykir að fjölga þeim
umtalsvert. Bent hefur verið á
að bæjarbúar greiði tap af
rekstri vagnanna, með því að
nota þá meira minnkar tapið.
Fjölgi notendum má einnig gera
ráð fyrir minni umferð á götum
bæjarins, sem þýðir minni
mengun og viðhaldskostnaður
gatna yrði einnig minni.
Farþeg-
um SVA
fjölgaði
um 10%
Hætt verði að greiða | Skóla-
nefnd Akureyrar hefur samþykkt
að leggja til við bæjarráð að Ak-
ureyrarbær hætti að greiða kostnað
vegna nemenda í Tónlistarskól-
anum á Akureyri sem ekki eiga lög-
heimili á Akureyri. Lagt er til að
framvegis verði að liggja fyrir sam-
þykki lögheimilissveitarfélags nem-
anda, sem vill stunda nám við Tón-
listarskólann, um greiðslu á þeim
kostnaði sem til fellur vegna náms-
ins. Þessi breyting taki gildi um
næstu áramót. Þá leggur skóla-
nefnd einnig til að „Samkomulagi
um tónlistarkennslu“ frá árinu 1997
milli Akureyrarbæjar annars vegar
og sveitarfélaganna sem standa að
Tónlistarskóla Eyjafjarðar hins
vegar, verði sagt upp, þannig að
það falli úr gildi eftir yfirstandandi
skólaár.
Fyrir fundinn voru lagðar fram
upplýsingar úr fjárhagsáætlun Tón-
listarskólans og upplýsingar um
kostnað á ýmsum afmörkuðum lið-
um ásamt samanburði á gjaldskrá
skólans við aðra tónlistarskóla.