Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 42

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Árnaðheilla dagbók@mbl.is  80 ÁRA afmæli.Frú Margrét Jóna Ísleifsdóttir, Hvolsvegi 19, Hvols- velli, verður áttræð í dag, 8. október. Mar- grét dvelur ásamt eig- inmanni sínum á skoskri grund á af- mælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Ídag, 8. októ- ber, er sextug Guðrún Greipsdóttir, Klapp- arstíg 11, Njarðvík. Hún og sambýlis- maður hennar, Sig- urður Lárusson, taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 9. október kl. 15.30, í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvík. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er gáski í þér í dag. Notaðu hvert tækifæri til að leyfa sköpunargáfunni að blómstra og láttu hendur standa fram úr ermum. Áhugamál bjóða upp á möguleika. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er ráðlegt að ræða málin heima fyrir í dag. Verkefni á heimilinu gætu krafist athygli þinnar og rétt að láta þau ekki sitja á hakanum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er rétt að ganga til samninga og beita hyggjuvitinu. Þú ert í essinu þínu í dag og átt að nýta það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hvernig getur þú bætt þig í vinnunni og aukið tekjurnar? Þetta er umhugs- unarefni í dag og verður það á næst- unni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í merki þínu í dag og því getur verið að þú sért tilfinningasam- ari núna en endranær. Þú átt því til að berast mikið á við slíkar aðstæður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það hefur verið mikið að gera í pen- ingamálum og vinnunni undanfarið. Í dag þarft þú að slaka aðeins á og forð- ast álag. Það er í þína þágu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Í dag er rétt að ráðgast við vin, sem gæti veitt þér holl ráð eða í það minnsta góðan félagsskap, sem yrði þér til upplyftingar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú færð góða hugmynd í dag, en það gæti verið erfitt að hrinda henni í framkvæmd. Beittu öllum þínum hæfi- leikum til að knýja hana fram. Ekki láta deigan síga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til að fara í stutta ferð og bregða út af venjunni. Þú vilt eitthvað nýtt og fá spennu í líf þitt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú tekur fólk allt í einu eftir þér. Þrátt fyrir athyglina er rétt að finna tíma til að fara yfir peningamál og fjárreiður. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er andstætt þínu merki í dag og það þýðir að þú þarft að gefa eftir og mætast á miðri leið í samningum við aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leggðu þig fram um að skipuleggja þig betur í vinnunni í dag. Reyndu að ná yfirhöndinni og þá mun þér áreið- anlega líða vel. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Í þér blundar rómantík, en þú ert einnig með fæturna á jörðinni og átt auðvelt með að átta þig á öðru fólki. Árið fram- undan verður skemmtilegt og býður upp á ánægjulega samveru. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 fjörmikil, 8 mergð, 9 ansa, 10 létust, 11 móki, 13 kylfu, 15 hest- ur, 18 fjarstæða, 21 guð, 22 sprungu, 23 hakan, 24 geðslag. Lóðrétt | 2 fugl, 3 styggði, 4 krók, 5 dulin gremja, 6 hönd, 7 fíknilyf, 12 nag- dýr, 14 sætti mig við, 15 unnt, 16 beindu að, 17 tími, 18 skjótar, 19 yrkja, 20 smákorna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt |1 miski, 4 strák, 7 nýrun, 8 ástúð, 9 ann, 11 roks, 13 ansa, 14 úlfúð, 15 mælt, 17 anir, 20 urt, 22 tækin, 23 Japan, 24 arðan, 25 narra. Lóðrétt | 1 mænir, 2 skrök, 3 inna, 4 skán, 5 rætin, 6 koðna, 10 nafar, 12 sút, 13 aða, 15 motta, 16 lokað, 18 napur, 19 renna, 20 unun, 21 tjón. Tónlist Kjallarinn | Dj Danni Deluxe. Neskirkja | Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík á morgun kl. 17. Norræna húsið | Alliance française býður til klassískra gítartónleika kl. 20. Duo Astor. Salurinn | Flamenco-tónleikar. Vagninn Flateyri | Hörður Torfa kynnir ný- útkomna plötu sína, Loftsögu. Skemmtanir Áslákur | Viðar Jónsson næstu helgar. Cafe Catalina | Hermann Ingi spilar. Idolið á breiðtjaldi. Celtic Cross | Spilafíklarnir í kjallaranum. Ómar trúbador á efri hæðinni. Classic Rock | Sixtís fös. og Dure-x lau. Danshúsið Eiðistorgi | Gömlu og nýju dans- arnir um helgina frá kl. 22–03. Gaukur á Stöng | Hoffman, Manhattan og Yan Mayen, kl. 22. Hressó | Heiðar Austmann spilar. Kaffi Sólon | Októberfest, Dj Þröstur 3000. Klúbburinn við Gullinbrú | Dans á rósum. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit skemmta um helgina. Nasa | Í Svörtum fötum í kvöld. Players | Brimkló í kvöld. Leiklist Borgarleikhúsið | Héri Hérason frum- sýndur. Íslenska Óperan | Sweeney Todd frumsýnd. Bækur Tryggvaskáli | Almenningsbókasöfnin í Ár- borg halda bókamarkað um helgina. Dans Kántrýbær | Á morgun verður línudansball frá kl. 21. Jói dans og Thea úr Danssmiðj- unni. www.danssmidjan.is. Rauða ljónið | Hljómsveit Hilmars Sverr- issonar alla helgina. Mannfagnaður Lionsklúbburinn Engey | Flóamark. lau. kl. 13–16 og sun. kl. 13–15 við Sóltún 20. Fréttir Alþjóðahús | Aðstoð verður veitt fyrir börn innflytjenda á aldrinum 9–13 ára við heima- nám og málörvun á mán. kl. 15–16.30. Skráning í síma 545 0400. Fyrirlestrar Alþýðuhúsið Akureyri | Stefna, félag vinstri manna heldur fund á morgun kl. 14. Aðalheiður Steingrímsdóttir sagnfræðingur flytur erindið: Dagsbrún yfir austurleið – El- ísabet Eiríksdóttir, ævi hennar og störf. Háskóli Íslands | Connie Delaney, prófessor við University of Iowa, flytur fyrirlestur í Öskju kl. 14.30–15.30. „Þekking í heilbrigð- isþjónustu – frá rannsóknum til sjúklinga – notkun rafrænu sjúkraskrárinnar“. Háskóli Íslands | Rut Kristinsdóttir heldur fyrirlestur um meistarprófsverkefni sitt „Landið er fagurt og frítt. – Mat á íslensku landslagi og fegurð þess,“ kl. 16 í Öskju-132. Háskóli Íslands | Kl. 16 flytur Elías H. Bjarnason fyrirlestur um meistaraverkefni sitt, „Hönnun, smíði og prófanir á nanóskrif- ara,“ í stofu 157 í VRII. Fundir Borðeyri | Félag ungra framsóknarmanna í Dala- og Strandasýslu heldur fund í barna- skólanum á Borðeyri, kl. 20.30. Meðal gesta verða Halldór Ásgrímsson, Magnús Stefánsson og Kristinn H. Gunnarsson. Spegilinn | Hvað eru lotugræðgi og lyst- arstol, hver eru einkennin, hver er orsökin, hvað er til ráða? Opið hús lau. á Hressó. Uppl. á www.spegillinn.is Hverfafélag Samf. í Breiðh. | Fundur um þing og borg á morgun kl. 11, í Árskógum 4. Námskeið Maður lifandi | Kynningarfundur á Sunray- námskeiði kl. 17.30. Frístundir 88 Húsið | Kynning á smíði og samsetningu flugmódela í 88 húsinu, Hafnargötu 88, lau. kl. 15–17. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4, | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–12, smíði og útskurður kl. 13–16.30, bingó kl. 13.30. Borgfirðingafélagið | Félagsvist á morgun kl. 14, Síðumúla 37. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 böðun, kl. 9–16 vinnustofan op- in, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–12 baðþjón., kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 14–15 söngstund, kl. 15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað kl. 9, blöðin, rabb, kaffi á könnunni, frjáls prjón- astund, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara Kópavogi | Almennur félagsfundur á morgun kl. 14 í Félagsheim- ilinu Gullsmára. Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, alþingismaður, ræðir og kynnir tryggingamál og svarar fyrirspurnum. Bingó. Spilað kl. 14 í dag í Gullsmára 13. Fé- lagsvist spiluð í Gjábakka kl. 20.30. Félag eldri borgara Reykjavík | Menning- arhátíð í Borgarleikhúsinu á morgun kl. 14.30 17. Húsið opnað kl. 13.30. Kynnir Helgi Seljan. Fjölbreytt dagskrá, upplestur, kór- söngur, stutt leikatriði og fl. Miðasala í Borgarleikhúsinu, s. 568 8000 og á skrif- stofu FEB, s. 588 2111. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Slök- unarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Opið í Garðabergi kl. 13–17. Furugerði 1 | Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, kl. 14.15, Aðalheiður Þor- steinsdóttir leikur á píanó fram að kaffi. Gerðuberg | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. bútasaumur og fjölbreytt föndurgerð, kl. 10.30 létt ganga um Elliðaárdalinn. Kl. 13 bókband, frá hádegi spilasalur opinn. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag- blöðin, almenn handavinna, bútasaumur, út- skurður, hárgreiðsla, kl. 10, fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58, | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu, jóga kl. 9–12, fótaaðg. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl. 9–16, myndlist kl. 9–16, hárgreiðslustofa kl. 9–12, s. 568–3139. Gönuhlaup kl. 9.30. Brids kl. 13.30. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 11.30–12.45 hádegismatur, kl. 14 leikfimi, kl. 15–16 kaffi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 11.45– 12.45 hádegisverður, kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Vitatorg | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrt- ing kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. SÁÁ | Árshátíð SÁÁ á Hótel Sögu. Borð- hald kl. 20. Saga Class leikur til tvö. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10– 12 í safnaðarh. Kaffi, spjall, Sögustund. Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum þri. og fös. kl. 11–15 í kórkjallara. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is MAGADANSFÉLAGIÐ Raks Sharky stendur fyrir fjölbreyttri og glæsilegri maga- danssýningu í Iðnó í kvöld kl. 21. Auk íslenskra dansara mun tvöfaldur Danmerk- urmeistari Anna Barner sýna listir sínar, en hún vann í júní alþjóðlegu maga- danskeppnina „Raks Sharki Contest“ í Berlín, en meðal dómara voru Mahmoud Reda, Farida Fahmy, Samasem, Beate og Horacio Cifuentes. Nánari upplýsingar á www.- bellydance.is. Magadansmeistari sýnir í Iðnó 50 ÁRA afmæli. Ídag, 8. októ- ber, verður fimmtug Margrét Benjamíns- dóttir, Stangarholti 9, Reykjavík. Í tilefni þessa áfanga verður hún með móttöku laugardaginn 9. októ- ber milli kl. 17 og 19 á Hótel Cabin, Borgartúni 32, í veislusal á 6. hæð. Hecht Cup. Norður ♠K4 ♥4 ♦Á9852 ♣107632 Vestur Austur ♠98762 ♠ÁDG1053 ♥108 ♥6 ♦DG64 ♦K1073 ♣94 ♣Á5 Suður ♠– ♥ÁKDG97532 ♦– ♣KDG8 Þeir voru bæði hissa og glaðir spil- ararnir í Hecht-tvímenningnum sem tóku upp spil suðurs hér að ofan – þéttur nílitur í hjarta og tvær eyður. Nánast tólf slaga hönd. En það getur verið vandasamt að melda slík spil, því það má búast við því að fleiri spilarar við borðið séu ánægðir með skipt- inguna sína. Hér er galdurinn sá að rúlla rólega upp í sex hjörtu og lokka austur til að dobla, frekar en fórna í sex spaða. Sjö pör af þeim 26 sem sátu í NS spiluðu sex hjörtu dobluð, oft eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – Pass 1 spaði 4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass 5 hjörtu Pass Pass 5 spaðar 6 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Það er snjall leikur að láta fjögur hjörtu duga í fyrstu atrennu, því varla verður það lokasögnin. Síðan verður að segja rólega fimm hjörtu næst og vona að AV reyni fimm spaða. Eftir þessa þróun er erfitt fyrir austur að sjá að slemman sé sögð til vinnings og hann getur ekki annað en doblað með ásana sína tvo. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hlutavelta | Þessir krakkar héldu ný- lega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 5.296 krónur. Þau heita Anja Hildur Christiansen og tvíburasystkinin Hreiðar Kristinn og Fríða Kristín Hreiðarsbörn. Röng mynd Í Morgunblaðinu í gær birtist mynd af Bjart- eyju Sigurðar- dóttur. Um var að ræða mynd, sem fylgdi grein- inni af alnöfnu greinarhöfundar, sem hér birtist mynd af og eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökun- um. LEIÐRÉTT Bjartey Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.