Morgunblaðið - 08.10.2004, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Sverrir
SYLVIA Heal, varaforseti neðri
deildar breska þingsins, er í op-
inberri heimsókn á Íslandi um þess-
ar mundir. Í gær heimsótti hún Al-
þingi og ræddi hún við Guðmund
Árna Stefánsson, 1. varaforseta Al-
þingis, Össur Skarphéðinsson, for-
mann Samfylkingarinnar auk þess
að ræða við fulltrúa þingflokkanna.
Einnig hitti hún Halldór Ásgríms-
son forsætisráðherra og Árna
Magnússon félagsmálaráðherra.
Hún mun svo fara til Þingvalla í
dag en opinberri heimsókn hennar
lýkur á morgun.
Varaforseti
breska
þingsins
í heimsókn
10 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra segir það fjarri að fjármál
sveitarfélaga séu öll í kaldakoli.
Ekki sé þó hægt að líta framhjá
þeirri staðreynd að nokkur sveit-
arfélög glími við rekstrarvanda eða
erfiða fjárhagsstöðu. Eftirlitsnefnd
um fjármál sveitarfélaga hafi fjár-
mál þessara sveitarfélaga í sér-
stakri meðferð og vinni að því
ásamt stjórnendum að styrkja
rekstrargrundvöll þeirra. Kom
þetta m.a. fram í máli ráðherra í
umræðum utan dagskrár á Alþingi í
gær um fjármál sveitarfélaganna.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, málshefjandi um-
ræðunnar, sagði hins vegar að af-
koma sveitarfélaganna í heild væri
óviðunandi. „Vissulega er staðan
misjöfn en þegar sveitarfélögin eru
gerð upp sem ein heild hafa þau
verið rekin með tapi og safnað
skuldum og hafa gert það samfellt í
um einn og hálfan áratug,“ sagði
hann.
Kom einnig fram í máli þing-
mannsins að sveitarfélögin hefðu
verið rekin með átta milljarða
króna halla sl. tvö ár, þ.e. á árunum
2002 og 2003. „Það lætur nærri að
þau hafi safnað um 35 milljarða
skuldum nettó á síðastliðnum tíu til
ellefu árum,“ sagði hann ennfrem-
ur. „Eftirlitsnefnd sveitarfélaga tók
nýlega til sérstakrar athugunar
reikningsskil 47 af 101 sveitarfélagi
sem send höfðu inn gögn og í fram-
haldinu var ákveðið að skrifa sér-
staklega 23 sveitarfélögum – tæp-
lega fjórðungi sveitarfélaganna – til
að krefja þau um nánari skýringar.
Þetta er staðan og nú hefur rík-
isstjórnin sett af stað mikið verk-
efni um sameiningu sveitarfélaga
og flutning verkefna – útgjalda-
frekra verkefna – yfir til sveitarfé-
laganna.“ Sagði hann að mörgum
virtist sem sú sameiningarvinna
hefði byrjað á öfugum enda, þar
sem „tekjumál sætu föst“ eins og
hann orðaði það.
Steingrímur sagði að taka þyrfti
þessi mál til rækilegrar skoðunar á
Alþingi á næstu vikum og mán-
uðum. Það væri tómt mál að tala
um sameiningu sveitarfélaga eða
flutning verkefna frá ríki til sveitar-
félaga fyrr en búið væri að taka á
fjárhagsvanda þeirra síðarnefndu.
Líti í eigin barm
Árni Magnússon sagði, eins og
áður kom fram, að því fari fjarri að
fjármál sveitarfélaga væru öll í
kaldakoli. „Þrátt fyrir að 23 sveit-
arfélög hafi fengið bréf frá eftirlits-
nefnd, í kjölfar árlegrar athugunar
hennar á reikningsskilum þeirra,
liggja afar mismunandi ástæður þar
að baki. Það er mikill misskilningur
að öll þessi sveitarfélög standi höll-
um fæti fjárhagslega. Hátt í helm-
ingur er til að mynda með um eða
yfir 50% eiginfjárhlutfall. Og ein-
ungis fimm þeirra eru með með-
altekjur á íbúa undir landsmeðal-
tali.“
Ráðherra sagði, eins og áður kom
fram, að nokkur sveitarfélög glímdu
við erfiða fjárhagsstöðu. Ekki væri
þó hægt að halda því fram að öll
sveitarfélög þyrftu á auknum
tekjum að halda. „Þetta sjáum við
m.a. hér á suðvesturhorninu þar
sem dæmi eru um sveitarfélög sem
ekki nýta tekjustofna sína til fulls,
hvorki útsvar né fasteignaskatt.“
Einnig mætti finna dæmi um sveit-
arfélög þar sem rangar og kostn-
aðarsamar ákvarðanir hefðu skaðað
fjárhagsstöðu þeirra. „Sveitarfélög-
in verða því líka að líta í eigin
barm.“
Bjartir tímar
Ráðherra rifjaði einnig upp að
ríkissjóður hefði greitt samtals 2,1
milljarð til jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laganna á árunum 1991 til 2001,
umfram lögbundna skyldu. „Á síð-
asta ári lagði ríkissjóður rúmlega
400 milljónir í jöfnunarsjóðinn í
sama tilgangi.“ Það væri því ekki
rétt að tala eingöngu á neikvæðum
nótum um samskipti ríkis og sveit-
arfélaga. „Það hefur margt áunnist
á liðnum árum og með auknu hlut-
verki sveitarfélaga,“ sagði hann,
„og eflingu þeirra með sameiningu
eru bjartir tímar framundan fyrir
sveitarstjórnarstigið.“
Þingmenn, bæði stjórnar og
stjórnarandstöðu, tóku þátt í um-
ræðunni. Stjórnarandstæðingar
lögðu þar m.a. áherslu á að taka
þyrfti á fjárhagsvanda sveitarfélag-
anna en stjórnarliðar sögðu það
m.a. mikinn misskilning að allt væri
á vonarvöl. Sum sveitarfélög stæðu
vel að vígi. Tiltekin sveitarfélög
stæðu þó höllum fæti, m.a. vegna
brottflutnings fólks úr sveitarfé-
laginu.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi
„Fjarri að fjármál sveitar-
félaga séu öll í kaldakoli“
Afkoma sveitarfélaganna óviðunandi, segir Steingrímur J. Sigfússon
Morgunblaðið/Golli
Þingmenn fylgjast einbeittir með umræðum á Alþingi.
ÁTTA þingmenn Samfylkingar-
innar hafa lagt fram á Alþingi
þingsályktunartillögu um að heil-
brigðisráðherra verði falið að
skipa nefnd sem rannsaki þung-
lyndi meðal eldri borgara og meti
umfang þess. Nefndin kanni sér-
staklega tíðni sjálfsvíga og sjálfs-
vígstilrauna hjá eldri borgurum.
Fyrsti flutningsmaður tillögunn-
ar er Ágúst Ólafur Ágústsson.
Í greinargerð segir að talið sé
að á milli tólf til fimmtán þúsund
manns þjáist af þunglyndi hér á
landi. „Þetta er gríðarlegur fjöldi
og þunglyndi eldri borgara er
sérstakt vandamál,“ segir í grein-
argerðinni. Þar segir einnig að
þunglyndi eldri borgara geti haft
margs konar sérstöðu sem beri
að taka tillit til. „Það getur í
sumum tilfellum verið frábrugðið
þunglyndi annarra aldurshópa
þar sem missir maka eftir langt
hjónaband, einmanaleiki og lífs-
leiði geta verið veigameiri orsök
en hjá öðrum hópum sem og fjár-
hagsáhyggjur og kvíði vegna
framtíðarinnar.“ Er því bætt við
að engin stofnun innan heilbrigð-
isgeirans hér á landi fáist á
skipulagðan hátt við þunglyndi
eldri borgara.
Nefnd kanni þung-
lyndi eldri borgara
PÉTUR H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp um að embætti
forseta Íslands verði lagt niður.
„Frumvarpið er
lagt fram til þess
að fá fram ít-
arlega umræðu í
þinginu og meðal
þjóðarinnar um
tilgang og hlut-
verk forsetaemb-
ættisins, en þess
er ekki vænst að
það fái loka-
afgreiðslu á
þinginu,“ segir þingmaðurinn m.a. í
greinargerð frumvarpsins, en efni
þess felur í sér breytingar á stjórn-
arskránni.
Í frumvarpinu er lagt til að lögin,
verði þau samþykkt, taki að fullu
gildi þegar kjörtímabili sitjandi for-
seta lýkur „enda er því ekki stefnt
gegn þeim persónum sem með prýði
hafa sinnt og sinna þessu háa emb-
ætti frá stofnun lýðveldisins“, að því
er segir í greinargerð.
Kemur þar einnig fram að Pétur
hyggist leggja frumvarpið fram að
nýju á síðasta þingi fyrir kosning-
arnar 2007 enda sé skylt að rjúfa
þing og efna til kosninga þegar sam-
þykktar eru breytingar á stjórn-
arskrá.
Í greinargerð er m.a. farið yfir
uppruna forsetaembættisins og hlut-
verk þess. „Ráðherra fer í raun að
mestu leyti með það vald sem forseta
er falið samkvæmt stjórnarskrá og
embætti forseta felur helst í sér mót-
tökur fyrir erlenda þjóðhöfðingja og
erindreka og önnur veisluhöld sem
forseti efnir til og tekur þátt í.“
Þá segir að aðrir embættismenn,
s.s. forseti Alþingis, forseti Hæsta-
réttar og forsætisráðherra, geti auð-
veldlega tekið að sér þau störf sem
forsetinn gegni. „Við það mundu
sparast miklir fjármunir sem væru
betur komnir annars staðar og þær
[breytingarnar] eru í fullu samræmi
við íslenskt þjóðfélag sem byggist á
miklu jafnrétti fólks og er að mestu
laust við stéttskiptingu og prjál.“
Forseta-
embættið verði
lagt niður
Pétur H. Blöndal
GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, mælti fyrir
frumvarpi á Alþingi í gær sem felur í
sér „réttarbót fyrir launþega ef upp
kemur sú staða að kjarasamningar
eru lausir mánuðum saman,“ að því er
útskýrt er í greinargerð frumvarps-
ins. Er m.ö.o. lagt til að launþegum
verði tryggðar sambærilegar launa-
breytingar og öðrum launþegum hafi
verið tryggðar dragist gerð nýrra
kjarasamninga verulega á langinn.
Er í því sambandi miðað við að kja-
rasasamningar viðkomandi stéttar-
félaga hafi verið lausir lengur en í sex
mánuði.
„Réttarbót launþegans felst í því að
honum sem einstaklingi er tryggð
leiðrétting á launum í samræmi við
það sem samið hefur verið um við
önnur launþegasamtök eða stéttar-
félög. Ákvæðin verða virk þegar svo
hagar til að samtök launþega og
vinnuveitendur hafa ekki gert nýjan
kjarasamning innan sex mánaða frá
því að eldri samningur féll úr gildi,“
segir í greinargerð.
„Um leið og sex mánuðir eru liðnir
er launþeganum tryggt að kjarabæt-
ur til hans verða afturvirkar í þrjá
mánuði. Jafnframt eru ákvæði um að
fyrir hverja 60 daga sem dregst að
endurnýja eða gera nýjan kjarasamn-
ing bætast 30 dagar við afturvirkni
hækkunar kaupliða og kjaraatriða.
Dragist í 12 mánuði að gera kjara-
samninga á launþeginn orðið lögvar-
inn rétt til þess að fá upphafshækkun
reiknaða aftur í
tímann til þess
dags er eldri
kjarasamningur
féll úr gildi.
Að þessum
lagabreytingum
gerðum ætti það
að vera úr sögunni
að vinnuveitendur
hagnist á því ár-
um og áratugum
saman, eins og
dæmi eru um, að draga gerð kjara-
samninga. Ákvæði [frumvarpsins]
ættu einnig að verða til þess almennt
að bein inngrip löggjafans í kjaradeil-
ur yrðu sjaldséðari en verið hefur á
undanförnum árum.“
Flýtt fyrir gerð samninga
Þingmaðurinn bendir á að kjara-
samningar Sjómannasambands Ís-
lands og Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands, sem og
Alþýðusambands Vestfjarða, hafi
verið lausir frá 1. janúar sl. eða í níu
mánuði. Kjarasamningar grunnskóla-
kennara hafi verið lausir frá 1. apríl
eða í sex mánuði. „Þetta frumvarp, ef
það fengi fljóta afgreiðslu á Alþingi,
gæti vissulega flýtt fyrir gerð kjara-
samninga í þessum launadeilum sem
ekki sér enn fyrir endann á.“
Launþegar fái
réttarbót drag-
ist að semja
Guðjón A.
Kristjánsson