Morgunblaðið - 08.10.2004, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
V
ið erum reyndar ekki með mat-
jurtagarð ennþá en það er draum-
urinn,“ segir Hadda Fjóla Reyk-
dal og sker niður í mexíkóskt
kjúklingasalat eftir uppskrift sem
hún fékk frá Nönnu systur sinni sem býr í
Boston. „Við Nanna erum alltaf í sambandi á
Netinu og skiptumst á uppskriftum og leitum
hvor til annarrar ef okkur vantar ráðleggingar
fyrir matarboð.“ Hadda og eiginmaður hennar,
Snorri Einarsson, hafa búið í Gautaborg í tvö
ár og eru börnin þrjú, Hjalti 6 ára, Lilja að
verða 5 og Hildur eins og hálfs árs. Þeim líkar
vel í Svíþjóð og eru ánægð með matvöruversl-
anirnar, bæði verð og úrval af fersku græn-
meti og kryddjurtum sem þau nota mikið í
matargerð. „Það er gaman að geta valið úr
mörgum tegundum af salati og kryddjurtum
og verðið er líka lægra en á Íslandi. Grænmet-
ið er alltaf mjög ferskt og gott, líka í lág-
vöruverðsverslunum. Svo eru hér grænmet-
ismarkaðir og þá er eins og maður sé nær
bóndanum,“ segir Hadda og sker gulrætur í
forréttinn, en Svíar borða sérstaklega mikið af
gulrótum.
Snorri og Hadda hafa bæði mikinn áhuga á
matargerð og finnst gaman að prófa sig áfram
með uppskriftir og mismunandi samsetningu.
„Ég á nú samt ekki mikinn heiður af því sem er
boðið upp á núna,“ segir Snorri hógvær en rað-
ar svo fordrykk og forrétti á borð: „Bloody
Mary“ og haustgrænmeti með ídýfu sem hann
lagaði. Hadda segir að þau séu mjög samstillt í
eldhúsinu og við undirbúning en það sé
kannski algengara að hún eldi.
Matreiðslubækur á náttborðinu
Þau halda oft matarboð og Hadda segir að
þau reyni þá að gera sem mest fyrirfram því
það sé synd ef gestgjafarnir eru fastir í eldhús-
inu og missi af frábærum félagsskap. Upp-
skriftirnar sem þau gefa eru allar þess eðlis að
hægt er að undirbúa matinn fyrirfram og
Hadda bendir á að það sé líka kostur þegar
fólk er með lítil börn. Þegar Snorri og Hadda
velja matseðil fyrir matarboð blaða þau í ein-
hverjum af matreiðslubókunum sínum og al-
gengt er að þau velji uppskrift og breyti henni
svo eftir eigin höfði. Snorri ákvað t.d. að nota
piparrót í staðinn fyrir avocado í ídýfu með
fersku grænmeti. Grænmetið var svo valið
m.t.t. árstímans þegar gulrætur og radísur eru
algengar á borðum. Matreiðslubækurnar á
heimilinu eru margar og eru þær uppáhalds-
lesefni Höddu. Þær liggja t.d. í bunkum á nátt-
borðinu og gulir miðar stingast út úr hér og
þar.
Matur og myndlist
Kjúklingasalatið er blanda úr nokkrum
réttum sem Nanna, systir Höddu, setti
saman. Hadda segist hrifnust af salatsós-
unni, þar komi fram eitthvert alveg nýtt
bragð þegar kóríander og hnetusmjöri er
blandað saman. Hins vegar geti bragðið af
marineringunni á kjúklingnum horfið sós-
unnar vegna og því geti verið jafngott að nota
tilbúinn grillaðan kjúkling, og fljótlegra. „Mar-
ineringin er samt mjög góð en þyrfti að fá að
njóta sín betur,“ segir Snorri. Matreiðsluáhugi
þeirra systra kemur m.a. til af uppeldinu, en
pabbi þeirra, Jón Reykdal myndlistarmaður,
hefur alltaf haft mikinn áhuga á matreiðslu.
„Ég er alin upp við góðan og ekki síður fal-
legan mat,“ segir Hadda og staðfestir að um-
ræður feðginanna snúist ekki síður um mat en
myndlist. „Litasamsetning á salati skiptir mig
til dæmis miklu máli og þó ég sé ein í hádeginu,
bý ég mér til fallega samloku í matinn. Snorri
er líka alinn upp við tilraunaeldamennsku og
honum finnst vissulega gaman að borða fal-
legan mat, en segir að bragðið skipti hann þó
mestu. Hann er sammála Höddu um að það sé
skemmtilegt að bjóða upp á fallegan mat í mat-
arboðum og þá hjálpast þau að við að búa til
það sem hægt er að kalla matarlistaverk.
Eplauppskera
Eplaeftirrétturinn er úr sænsku mat-
reiðslubiblíunni Matreiðslubók Bonniers. Nú
er tími eplauppskerunnar í Svíþjóð og epli og
rósmarín fannst Snorra og Höddu skemmtileg
blanda. Höddu langaði líka að gefa uppskrift
að bandarískum „brownies“ en það er eitthvað
sem maður leitar ekki að í sænskum mat-
reiðslubókum, segir hún brosandi. Í þessari
uppskrift er t.d. kíló af súkkulaði og hálft kíló
af smjöri og í uppskriftinni kemur fram að
þetta nægi í 20 bita. Hadda fékk 80 bita því
hver kaka í bandarísku stærðinni var skorin í
fernt sem er jú evrópskara.
Haustgrænmeti með ídýfu
fyrir 4–6
1 dós sýrður rjómi
rifin piparrót
fínhakkað rósmarín eftir smekk.
Öllu blandað saman.
Grænmeti:
2 sellerístilkar
4–6 radísur
½ gúrka
1–2 gulrætur
Afhýðið og skerið gulræturnar,
gúrkurnar og sellerístilkana í lengj-
ur. Setjið botnfylli af ídýfu í lágt glas
og stingið grænmetinu ofaní ásamt
einni radísu.
Mexíkóskt kjúklingasalat
Fyrir 6
Salatið:
Salatblöð eða salatblanda, magn
eftir smekk
1 dós svartar baunir, stór eða lítil,
skola af þeim
1 dós maísbaunir
tómatar, skornir í bita
1 rauð paprika, skorin í bita
1 gul paprika, skorin í bita
¼–½ rauðlaukur, skorinn í strimla
væn lúka af fersku kóríander, klippt
niður
6 kjúklingabringur maríneraðar og
grillaðar, sjá uppskrift neðar.
Hnetusmjörs-kóríandersósa, sjá
uppskrift neðar.
Marinering fyrir
kjúklingabringur:
1⁄2 bolli tequila
¾ bolli lime-safi (þarf ekki að vera
ferskur en er betra, ca. 5 lime)
Blanda öllu saman í matvinnslu-
vél. Geymist í kæli í 2–3 vikur.
Salatið sett í skál, sósunni hellt yf-
ir eða borin fram sér, kjúklinga-
bringurnar skornar í strimla og sett-
ar efst. Gott að bera fram með
nachos, guacamole og salsa.
Ofnbökuð epli með
rósmarín og appelsínum
Fyrir 4
4 stór græn epli
50 g smjör (stofuheitt)
1 dl flórsykur
½ msk finhakkað ferskt rósmarín
(má vera þurrkað)
rifinn börkur af 1 þveginni appelsínu
safi úr 1–2 appelsínum (rúmur 1 dl)
1 msk smjör til að smyrja form.
Stillið ofninn á 225°C. Þvoið eplin
og skerið kjarnann úr með epla-
kjarnahníf.
Rispið spíral niður eftir eplinu
með hníf til þess að hýðið springi
ekki þegar eplin eru bökuð.
Setjið eplin í eldfast smurt mót.
Hrærið saman smjör, flórsykur,
rósmarín og appelsínubörk og setjið
fyllinguna í holuna á eplunum.
Hellið appelsínusafanum yfir.
Bakið eplin í u.þ.b. 35 mínútur í
miðjum ofni, eða þar til þau eru gull-
inbrún og mjúk þegar stungið er í
þau. Gott að bera fram með þessu ís
eða rjóma.
Hægt er að gera réttinn
með dags fyrirvara. Gerið þá
allt nema að setja eplin inn í ofn.
Setjið þess í stað plastfilmu yfir fatið
og geymið í kæli.
Svívirðilegar
súkkulaðikökur
453 g ósaltað smjör
453 g hálfsætt súkkulaði
og 340 g að auki í bitum (hægt að
nota suðusúkkulaði eða dökkt
blokksúkkulaði)
170 g bittersúkkulaði (gott að nota
súkkulaði með miklu kakóinnihaldi,
t.d. 70%)
6 mjög stór egg
3 msk skyndikaffi
2 msk vanilludropar
2¼ bollar sykur
1¼ bolli hveiti
1 msk lyftiduft
1 tsk salt
3 bollar saxaðar valhnetur
Forhitið ofninn í 180°C. Smyrjið
og hveitistráið bökunarform
30x45x2,5 cm. Bræðið saman smjör,
bittersúkkulaðið og 453 g af því hálf-
sæta í meðalstórri skál í vatnsbaði.
Látið standa til að það kólni lítil-
lega. Hrærið saman egg, skyndi-
kaffi, vanillu og sykur í stórri skál,
þeytið ekki. Hrærið volgri súkku-
laðiblöndunni út í eggjablönd-
una og látið kólna að stofu-
hita.
Sigtið saman 1 bolla af
hveiti, lyftiduft og salt í
millistóra skál. Bætið út í
kalda súkkulaðiblönduna.
Hellið valhnetunum og 340
g af súkkulaðibitum í milli-
stóra skál með ¼ bolla af
hveiti og blandið. Blandið
þessu við súkkulaðiblönduna
og hellið í bökunarformið.
Bakið í 20 mínútur, sláið þá
bökunarforminu við ofnhilluna til að
hleypa lofti úr forminu og bakið í 15
mínútur til viðbótar eða þar til ekk-
ert festist við tannstöngul sem
stungið er ofan í. Ofbakið ekki! Látið
kólna vel, setjið í ísskáp, og skerið í
tuttugu stórar kökur.
Athugið: Það er mikilvægt að
velta hnetunum og súkkulaðibitun-
um upp úr hveiti til að hindra að þeir
sökkvi til botns. Mikilvægt er að
blandan kólni vel áður en súkku-
laðibitunum er bætt út í svo þeir
bráðni ekki og eyðileggi kökurnar.
Hægt er að baka kökurnar með viku
fyrirvara, pakka þeim í plast og
geyma í ísskáp. Einnig fínt að frysta.
MATARKISTAN | Kjúklingasalat, epli og rósmarín og svívirðileg súkkulaðikaka
Skiptir máli að maturinn sé fallegur
Epli og rósmarín, haust-
uppskeran úr garðinum og
mexíkóskt kjúklingasalat er
meðal þess sem Hadda Fjóla
Reykdal myndlistarmaður og
Snorri Einarsson læknir bjóða
lesendum upp á.
Ljósmynd/Hadda Fjóla Reykdal
Súkkulaðibomba: Svívirðilegar
súkkulaðikökur.
Haustuppskeran: Ljúffeng epli með
rósmarín og appelsínuberki.
Morgunblaðið/Steingerður
Gestgjafarnir: Hadda Fjóla Reykdal og Snorri Einarsson.
Kjúklingasalat:
Að hætti Nönnu.
steingerdur@mbl.is
½ bolli appelsínusafi (ferskur úr 2
appelsínum, annars úr fernu)
1 msk chili-duft
1 stk jalapeno skorinn niður (fræin
fjarlægð)
3 hvítlauksrif skorin
2 tsk salt
1 tsk svartur pipar
Marinera í 4–6 klst (eða yfir nótt)
Grillið síðan bringurnar á útigrilli
eða bakið í ofni við 180°C í u.þ.b. 20–
25 mínútur og skerið svo niður í
sneiðar. Má nota heitar eða kaldar í
salatið.
Sósan: (u.þ.b. einn bolli)
3 msk hnetusmjör
1⁄4 bolli vatn
1 hvítlauksrif
2 msk hrísgrjónaedik
1 msk hunang
1 msk sojasósa
2 tsk fersk, rifin engiferrót
2 msk ferskt kóríander
2 tsk sítrónusafi