Morgunblaðið - 08.10.2004, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Benjamín Magn-ús Sigurðsson
fæddist á Ásmund-
arnesi í Kaldrana-
neshreppi í Stranda-
sýslu 30. október
1917. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 30. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Benjamíns-
dóttir og Sigurður
Hólm Guðjónsson.
Bjuggu þau á Ás-
mundarnesi, í tvö ár,
sex ár í Kaldbak og í
eitt ár í Hvammi, áður en fjöl-
skyldan fluttist að Eyjum 1. Systk-
ini Benjamíns eru Ingibjörg látin,
Sigþrúður Jónína látin, Bernódus,
Guðmundur látinn, Andrés látinn,
Guðmundína Sigurey og Þóra
Svanhildur látin.
Benjamín kvæntist 8. desember
1944 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Láru Loftsdóttur, frá Bólstað í
Steingrímsfirði. Dætur þeirra eru
arsdóttir og c) Benjamín Magnús
Óskarsson.
Þegar Benjamín var 9 ára fluttu
foreldrar hans með börnin að Eyj-
um 1, sem er næsti bær fyrir inn-
an Kaldbakshornið. Þar ólst hann
upp til fullorðinsára. Á Eyjum var
nóg að starfa, að landbúnaði og
sjósókn. Aðeins sex ára gamall
kynntist Benni sjómennskunni, er
átti eftir að verða hans helsti
starfsvettvangur, er hann ásamt
frænda sínum á líku reki reru með
afa sínum Guðjóni Jónssyni í
Kaldbak. Reru þeir félagar á lítilli
skektu frá Kaldbak fram á víkina
og út og norður um Skreflur og
fiskuðu mest á færi og stundum á
línustubba. Á sína fyrstu vetrar-
vertíð fór Benni í ársbyrjun 1933,
þá aðeins 15 ára gamall, suður í
Hafnir á Suðurnesjum. Stóð ver-
tíðin frá 2. janúar til 15. maí. Á
þeirri vertíð fékk Benni 300 krón-
ur í laun, auk fæðis og þjónustu.
Árið eftir reri hann einnig á vetr-
arvertíð frá Höfnum og hafði 400
krónur í laun.
Um tíma átti Benjamín vörubif-
reið og vann með hana í vegagerð
víða.
Benjamín Magnús verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
1) Pálfríður Guðrún,
gift Hákoni Erni Hall-
dórssyni. Börn þeirra
a) Hákon Örn, sam-
býliskona Sibylle von
Löwis, sonur þeirra
Henrik og b) Gróa
Halla, gift Guðna
Kristni Guðmunds-
syni, börn þeirra
Gunnar Örn og Þrúð-
ur Sóley. 2) Sóley,
maður hennar Laust
Frederiksen látinn.
Synir þeirra a) Jack
Benjamín, sonur
Nikolaj, og b) Laust
Réne, kona Lísa Keum Marie,
börn þeirra Laust Kennie, Mike
og Mille Marie. Sambýlismaður
Sóleyjar Lindy Ottosen. 3) Guðrún
Ragnheiður, d. 10. júní 1999, gift
Jörgen Péturssyni, sonur þeirra
Jörgen Pétur. Börn Guðrúnar a)
Einar Þór Guðmundsson, í sam-
búð með Elvu Dögg Sveinsdóttur,
börn þeirra Daníel Fannar og
Guðrún Lára. b) Lára Ósk Ósk-
Þegar ég fór fyrst að muna eftir
mér var Benjamín Sigurðsson á Eyj-
um uppá sitt besta. Þeir Eyjabræð-
ur voru þá að hefja atorkukafla lífs-
ins með útgerð og hörkusjósókn frá
Eyjum í Kaldrananeshreppi, sem
stóð um alllangt skeið. Þeir urðu
strax annálaðir fyrir harðsækni og
aflasæld og voru oftast nefndir allir í
sömu andrá. Ég man að sjósókn
þeirra frá Eyjum þótti harðfeng og
ekki léttaverk að því loknu að fara
með aflann inn á Drangsnes eftir
hvern róður. Ekki voru þeir síður
þekktir sem hreysti- og þrekmenni
og altalað var í mínu ungdæmi að
léttilega tækju þeir olíutunnurnar
upp á löggunum, réttu þær hver öðr-
um í eða úr bátum sínum við bryggju
eða bjarghafnir og settu niður þar
sem við átti. Önnur verkefni leystu
þeir á svipaðan hátt og alls staðar
voru þeir eftirsóttir í skiprúm, allir
sem einn. Og allir munu þeir bræður
hafa komið við sögu hjálparstarfs
eftir snjóflóðið í Goðdal 1948 svo
dæmi sé tekið um samheldni þeirra
og samvinnu. Ég kynntist þeim
bræðrum ekki mikið fyrir norðan, en
bæði Benjamín og þó einkum Andr-
ési bróður hans síðar. Þannig er nú
einu sinni lífið í nútímanum.
Ég tel að með Benjamín á Eyjum
sé genginn mikilhæfur maður, sem
fær hefur verið um að bjarga sér á
eigin spýtur og hefur verið þeim eig-
inleikum búinn að vera sjálfbjarga
úr hverjum vanda. Þannig hafa
margir Strandamenn komið mér
fyrir sjónir. Það er skaði þegar slíkir
menn kveðja. Ég óska honum góðrar
ferðar.
Björn H. Björnsson.
Mig langar að minnast með fáein-
um orðum móðurbróður míns,
Benjamíns M. Sigurðssonar, sem ég
kallaði ávallt Benna frænda. Lof-
ræða á þetta ekki að vera; hann
hefði ekki fyrirgefið mér það.
Ekki treysti ég mér til að rekja
æviferil Benna frænda, en vil aðeins
geta þess að hann fæddist og var al-
inn upp á Ströndum, þar sem lífs-
afkoman byggðist að öllu leyti upp á
harðfylgi, eljusemi og dugnaði.
Sjálfur féll Benni frændi einkar vel
að þessu hrjóstruga umhverfi. „Það
þurfti mikla vinnu til að halda
hungrinu frá,“ sagði hann einhverju
sinni. Hann var mikill vexti og stór-
brotinn maður, hendurnar stórar og
kraftarnir miklir. Framganga hans
var með sama hætti. Sjómennska
var honum í blóð borin. Stundaði
hann sjóinn mestan hluta ævinnar
og var farsæll sjómaður.
Benni gerði augljóslega miklar
kröfur til sjálf sín í sambandi við
vinnuhörku. Með sama hætti ætla ég
að hann hafi gert sömu kröfu til
samferðamanna sinna, sem sumir
kunnu e.t.v. ekki að meta það. Ætla
ég því að sumum hafi þótt hann
harður í skiptum. Allt hans yfirborð
var hrjóstugt og hrjúft. En undir
þessu hrjúfa og harða yfirborði sá ég
ljúfan mann. Hann var einstaklega
barngóður og hafði alltaf tíma til að
sinna smáa fólkinu. Hann hafði til að
bera sérstaka frásagnargáfu og var
bráðskemmtilegur í samræðum.
Mér fannst hann hafa skemmtilega
kímnigáfu og það fylgdi honum til
dauðadags.
Ég heimsótti Benna frænda og
Láru konu hans í sumar og tóku þau
vel á móti mér eins og ævinlega.
Ekki var að sjá að Benni frændi væri
orðinn aldurhniginn. Hugurinn var
eins ferskur og áður og ekki vantaði
glettnina í karlinn, stríðnin kom upp
og glampinn í augun. Ég ræddi við
hann lífshlaupið og spurði hvort eitt-
hvað væri sem hann vildi breyta ef
hann ætti þess kost. Svar hans var
mjög ákveðið að svo væri ekki. Hann
myndi gera allt eins – allt eins.
Missirinn er sár fyrir þá nánustu
og það verður sjónarsviptir af þess-
ari stórbrotnu persónu. Þegar lík-
aminn er þrotinn kröftum er það þó
líkn að geta kvatt þennan heim svo
sáttur við lífshlaupið sem raun var á.
Ég votta Láru, dætrum þeirra,
tengdasonum, barnabörnum og öðr-
um aðstandendum innilega samúð
mína. Blessuð sé minning Benna
frænda.
Kristjana Guðjónsdóttir.
Kynni mín af Benjamín Sigurðs-
syni hófust haustið 1965, er ég kom í
heimsókn til Skagastrandar, þar
sem hann bjó þá með fjölskyldu
sinni. Benni kom mér fyrir sjónir
sem ákaflega sterkur persónuleiki,
glettinn en fastur fyrir með sínar
skoðanir á mönnum og málefnum,
sem hann kvikaði mjög sjaldan frá.
Benni var hár vexti og þrekinn,
glæsilegur á velli, stórskorinn í and-
liti og lá hátt rómur, sérstaklega ef
honum var mikið niðri fyrir.
Benni kunni ógrynni af vísum og
kvæðum, sem hann flutti listavel.
Einnig var hann sögumaður með af-
brigðum. Sögusvið og atburðir urðu
ljóslifandi í meðförum hans og átti
ég seinna eftir að reyna að varla
skeikaði orði í frásögn hans, af ein-
hverjum atburði, þó langt liði á milli
frásagna. Þannig eru frásagnir hans
einfaldlega hluti og órjúfanlegur
þáttur af minningu minni um Benja-
mín.
Aðeins sex ára gamall kynntist
Benni sjómennskunni, er átti eftir að
verða hans helsti starfsvettvangur.
Sótti hann sjóinn fast af áræði og
snerpu, er honum óx fiskur um
hrygg, en gætti þó ætíð að ofbjóða
ekki farviði sínum. 17 ára gamall
kaupir hann fyrsta bát sinn og hóf
útgerð frá Eyjum, þaðan var stutt á
gjöful fiskimið og aflaði hann vel.
Benni lagði upp á Drangsnesi. Þurfti
hann að sigla með aflann inneftir um
klukkutíma siglingu hvora leið. Var
oft lítið um svefn þegar gæftir voru
góðar og vel fiskaðist. Að ellefu mán-
uðum liðnum hafði Benni gert upp
við alla aðila er hann skuldaði.
Frásagnir Benna af Goðdalsslys-
inu 1948, þegar snjóflóð lagði íbúð-
arhúsið í rúst og hrakningum hans
og Stefáns Hólm fáum árum seinna
á Farsæl inn Húnaflóa skildu eftir
djúp spor. Ekki var þá um neina
áfallahjálp að ræða, ekki búið að
finna hana upp. Kannski var hans
áfallahjálp sú að segja frá þessum
atburðum eins og hann upplifði þá
með öllum þeim sárindum sem þeim
fylgdu. Mest tók á hann að bera látin
börnin úr rústunum. Benni var
staddur á Skarði, nýkominn þangað
ásamt Andrési bróður sínum og
Bjarna Loftssyni mági sínum, þegar
fréttin af slysinu barst. Benni sagð-
ist hafa þrifið skóflu þar við útihúsin
og hlaupið í einum blóðspreng fram-
eftir ásamt Andrési. Aðkoman var
hrikaleg. Benni var ákaflega barn-
góður. Börn fundu einfaldlega hlýju
og traust hjá honum þrátt fyrir á
stundum hrjúft yfirborð. Benni
ljómaði eins og sól í heiði þegar hann
átti samskipti við ungviði og óþreyt-
andi og þolinmóður að vísa veginn til
þroska og manndóms. Er því auðvelt
að setja sig í hans spor þegar hann
bar lík yngstu dóttur hjónanna í
Goðdal, á líkum aldri og elsta dóttir
hans, frá rústum íbúðarhússins nið-
ur í fjárhús, sem uppi stóðu, til að
leggja líkið til.
Þannig var Benni, brást skjótt við
hverjum vanda af æðruleysi og fum-
leysi. Minnisstæð eru mörg atvik úr
samskiptum okkar m.a. á selveiðum
við Eyjasker. Eitt atvik, þegar við
vorum að leggja selanetin á „vog-
inum“ við Djúpsker, sýnir vel snar-
ræði hans. Benni var frammi í bátn-
um tilbúinn að henda endasteininum
og kallar „nær“. Ég gaf vélinni inn
og fann um leið að báturinn lyftist.
„Bakka“ öskraði Benni og þrífur í
sömu svifum ár og stjakar bátnum
úr brotinu, áður en vélin náði að
vinna og forðaði okkur frá að lenda
uppi á skerinu. Benni hafði lengi
þjáðst af bakveiki, sem olli því að
hann var stirður í hreyfingum, jafn-
vel á sléttri grund. Úti á sjó um borð
var ekki að sjá að neitt hrjáði hann.
Benni stiklaði um bátana, þess
vegna eftir þóftunum ef því var að
skipta, af slíkri fimi að unun var á að
horfa. Það var hans líf og yndi að
vera á Eyjum. Að hugsa um æðar-
fuglinn, vinna að rekanum og fara á
sjó. Benni tók að kenna lasleika fyrir
nokkrum árum. Á sl. vori var svo
nærri honum gengið að hann komst
ekki norður að vitja átthaganna.
Ekki vildi hann leggja árar í bát og
vonaði til hinstu stundar að hann
næði mætti á ný. Það gekk ekki eftir
og lést hann 30. september sl. Far í
friði.
Hákon Örn Halldórsson.
Þeir hverfa á braut einn af öðrum,
kapparnir sem ruddu brautina fyrir
framförum þjóðarinnar á tuttugustu
öldinni. Benjamín Sigurðsson, Benni
sterki eða Benni á Eyjum eins og við
kölluðum hann, er fallinn frá.
Ég sem lítill snáði í Asparvík á
Ströndum minnist þess ævintýra-
ljóma sem lék um nágranna okkar,
Eyjabræður. Stutt var á milli bæj-
anna Asparvíkur og Eyja og náinn
frændskapur og vinátta milli fólks-
ins. „Balarnir“ á Ströndum eru af
mörgum taldir harðbýlir og veðra-
samir. Mér fannst það aldrei. Fólkið
lifði með náttúrunni og bar djúpa
virðingu fyrir afli hennar og dulúð.
Þó hún sýndi stundum nokkra harð-
neskju, þá var hún líka oft mild og
gjöful þeim sem sóttu.
„Koma þeir þar Balamenn“ var
sagt stundarhátt af virðingu er fólk-
ið af þessum bæjum birtist á manna-
mótum. Benni á Eyjum var af-
burðasjómaður og á sjónum var
lífsbaráttan háð. Benni reit kafla um
atburði í viðburðaríkri ævi sinni og
fróðleik frá lífsbaráttu samtíðafólks
hans og birti m.a í Heima er best og
Strandapóstinum.
Eru þau minningabrot okkur dýr-
mæt. Þótt Benni og Lára væru flutt
suður dvöldust þau þó lengst af um
sumrin á Eyjum.
Þegar farið var norður Strandir
var fastur liður að koma við á Eyjum
og njóta gestrisni þeirra hjóna, Láru
og Benna. Benni kunni vel að segja
frá. Kraftmikið tungutak og lifandi
frásögn er öllum ógleymanlegt sem
voru svo lánsamir að njóta þessa
hæfileika hans. „Ég sko talaði við þá
á hreinni íslensku“ eins og hann lýsti
því gjarna sjálfur.
Ég heimsótti Benna nýverið á
sjúkrahúsið. Ljóst var að líkamlegir
kraftar þessa sterka manns fóru
dvínandi. En hugurinn, glettnin,
áhuginn á dægurmálum var óbug-
aður. Hann talaði og ég hreifst með
og hlustaði.
„Ég get því miður ekki fylgt þér
til dyra en skilaðu góðum kveðjum
til fólksins þíns.“ Nú fylgjum við
frænda og góðum granna til dyra og
þökkum honum fyrir samfylgdina.
Við þökkum hlýjar minningar um
góðan nágranna, vin og drengskap-
armann sem bæði leiddi og miðlaði
samferðafólkinu ríkulega af kjarki
og baráttuþreki.
Blessuð sé minning Benjamíns
Sigurðssonar frá Eyjum.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og ná-
grannanna frá Asparvík,
Jón Bjarnason.
BENJAMÍN MAGNÚS
SIGURÐSSON
Góð vinkona er
gengin. Mig langar að
minnast hennar í fáein-
um orðum.
Gunnhildur Daníelsdóttir var
fædd á Viðarsstöðum í Hjaltastaða-
þinghá 4. febrúar 1916, dóttir
hjónanna Rannveigar Óladóttur og
Daníels Runólfssonar sem þar
bjuggu. Jörðin Viðarsstaðir var
kirkjujörð og höfðu Daníel og Rann-
veig hana á leigu, bjuggu þar allan
sinn búskap þar til Rannveig dó
1946. Þá var búið selt og Gunnhildur
og Rúna systir hennar fluttu til
Reykjavíkur með föður sinn sem var
orðinn mjög sjóndapur. Í Reykjavík
tóku þau á leigu herbergi með að-
gangi að eldhúsi og þær systur tóku
til við að vinna fyrir sér og gamla
manninum.
Ég man vel eftir því þegar ég sá
Gunnhildi í fyrsta sinn. Ég var að
koma heim úr sumarvist í sveit og
vissi ekki að mamma, sem var kenn-
ari og ein með þrjú börn, var búin að
ráða til sín stúlku fyrir veturinn.
Gunnhildur kom á móti mér út í dyr
með lítinn ljóshærðan dreng á
handleggnum og var svo brosleit og
elskuleg að mér varð hlýtt til
hennar samstundis. Þetta var
haustið 1951 og alla tíð síðan höfum
GUNNHILDUR
DANÍELSDÓTTIR
✝ Gunnhildur Dan-íelsdóttir fæddist
á Viðarstöðum í
Hjaltastaðaþinghá 4.
febrúar 1916. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 13.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskapellu 20.
september.
við verið vinkonur.
Gunnhildur var
greind kona, ljóðelsk
og vel lesin. Hún var
líka músíkölsk, söng
vel og spilaði á harm-
óniku á yngri árum.
Hún var frábær dans-
ari og kenndi mér að
dansa. Þegar ég og
vinkonur mínar vorum
komnar yfir fermingu
og fór að langa á böllin
þá tók hún okkur
stundum með sér, tvær
eða þrjár, gætti okkar
vel og ók okkur heim.
Á yngri árum Gunnhildar, austur
á Fljótsdalshéraði, stundaði hún það
að renna sér á skautum og var svo
flink að jafnaldrar hennar og yngri
minntust þess oft sérstaklega
hvernig hún hefði „flogið yfir ísana“.
Hún var mikill dýravinur og lagin
við dýr, ekki síst hesta, og það var
henni að mæta ef hún varð vör við
að fólk færi illa með skepnur.
Gunnhildur var yfirleitt glaðlynd,
en hún fann líka til í stormum sinnar
tíðar. Hún var vinstrisinnuð og
mjög á móti her í landi. Dagfars-
prúð var hún og kvenna hjálpsöm-
ust, en þoldi ekki ranglæti og yf-
irgang. Til marks um það er
eftirfarandi atvik sem átti sér stað í
Keflavíkurgöngu.
Það var liðið að kvöldi og gangan
á leið niður Miklubraut. Skyndilega
kemur bíll frá húsi og út á götuna
inn í mannfjöldann.Göngumenn
hrjóta frá og bílnum er ekið áleiðis
niður eftir. Þá stígur smávaxin kona
með rauðan klút um hálsinn út á
götuna nokkrum metrum framan
við bílinn sem auðvitað bremsar og
stöðvast rétt hjá henni. Gunnhildur,
því þetta var auðvitað hún, styður
hönd á húddið á bílnum og hvessir
augun á bílstjóra. Þessum bíl var
ekki ekið lengra og gangan hélt
áfram. Enn sé ég hana fyrir mér,
þessa litlu konu sem varð þarna svo
stór.
Eiginmaður Gunnhildar var Guð-
mundur Gunnlaugsson, mikill
greindar- og ágætismaður og eign-
uðust þau einn son, Þröst Viðar.
Kona hans er Jórunn Pétursdóttir
og eiga þau tvær dætur og dótt-
urson. Sonardæturnar og lang-
ömmubarnið, hann Guðmundur litli,
voru henni til mikillar gleði í ellinni.
Þau, ásamt syni og tengdadóttur,
voru „ljósin í hennar lífi“ síðustu ár-
in.
Hún Gunnhildur mín var orðin
ósköp „léleg“ enda 88 ár hár aldur.
Upp úr áttræðu fór henni að dapr-
ast heyrn og sjón og nokkru síðar
fór hún að eiga erfiðara um gang –
en heilsunni hrakaði fyrst verulega
eftir að Guðmundur dó. Lengst af
hafði hún fótavist, en síðasta árið
var hún að mestu í hjólastól.
Nú er hún Gunnhildur mín farin.
Megi hún hleypa henni Rauðku
sinni á skeið yfir bláa ísa og dansa
síðan til morguns á landinu hinum
megin þar sem óskirnar rætast.
Að leiðarlokum vil ég kveðja
Gunnhildi með vísum eftir eitt
helsta uppáhaldsskáld hennar, Dav-
íð Stefánsson:
Um engi og tún
og ásinn heima
ég aftur reika,
sest í brekkuna
silkimjúka
og sóleyjarbleika.
Milt var sunnan
við moldarbarðið
og melinn gráa.
Þar fagna mér ennþá
fífillinn guli
og fjólan bláa.
Helga K. Einarsdóttir.