Morgunblaðið - 08.10.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.10.2004, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þetta er í níunda sinn semkonu eru veitt verðlaun-in frá upphafi en síðastféllu þau konu í skaut ár- ið 1996 er pólska skáldkonan Wisl- awa Szymborska hlaut þau. Verð- launaupphæðin í ár nemur ríflega 90 milljónum íslenskra króna. Í umsögn sænsku akademíunnar segir að Jelinek hljóti verðlaunin fyrir stíl sem einkennist af „fjöl- hljóma röddum í skáldsögum og leikritum þar sem óvenjuleg tök á tungumálinu afhjúpa fáránleikann í klisjum samfélagsins og vald þeirra.“ Í verkum sínum fjallar Jelinek gjarnan um óréttlæti hins stétt- skipta samfélags, kynhlutverk kvenna og átök kynjanna. Sænska akademían segir um stíl hennar að hann sé rökrétt framhald langrar hefðar í austurrískum bókmennt- um, þar sem gagnrýnin samfélags- umræða fer fram í bókmenntunum. Jelinek hefur jafnframt verið harður andstæðingur hægri aflanna í austurrískum stjórnmál- um og gekk svo langt árið 2000 að banna sýningar á leikritum sínum í austurrískum leikhúsum svo lengi sem Jörg Haider, formaður Frels- isflokksins, ætti sæti í ríkisstjórn landsins. Jelinek dró sig í hlé frá opinberu lífi eftir þingkosningar í Austurríki 1996, en Haider og stuðningsmenn hans höfðu þá m.a. lagt áherslu á það í kosningaáróðri sínum að verk Jelinek væru siðlaus og lágkúruleg. Jelinek sagði þegar henni var til- kynnt um Nóbelsverðlaunin að þau væru heiður fyrir sig en „engin fjöður í hatt Austurríkis“. Forseti Austurríkis, Heinz Fischer, sagði að verðlaunin væru viðurkenning fyrir austurrískar bók- menntir og „framúr- skarandi ritverk Jel- inek hafi nú unnið til æðstu alþjóðlegrar viðurkenningar.“ Samstarfsmenn Jelinek fögnuðu tíð- indunum í morgun, þar á meðal leikhús- maðurinn Robert Schnidel, sem sagði að „austurrísk- ir stjórnarandstæðingar ættu að gleðjast yfir verðlaununum“, en stjórnina skipa íhaldsmenn og Frelsisflokkurinn. „En Frelsisflokknum mun ekki þykja mikið til verðlaunanna koma vegna þess að Frelsisflokknum þykir ekki mikið til bókmennta koma,“ sagði Schnidel ennfremur. Sænska akademían bendir á í umsögn sinni að Jelinek sé umdeild í Austurríki en Jelinek lýsir heima- landinu í skáldsögunni Die Kinder der Toten hinna dauðu sem ríki dauð Jelinek er f ið 1946 og s háskólanám sögu, leikhús og tónlist í borg. Hún ritstörf í heim inni en býr München og P Hún gaf fyrstu bók ár Lisas S (Skuggi Lísu taka hennar í málahreyfing námsmanna á 7. áratugnu afgerandi áhrif á skrif he þykir skáldsagan Wir sind l el, baby (við erum tálbeitur 1970) vera helsta verk hen þessum árum. Þekktasta skáldsaga Je Die Klavierspielerin (Píanó inn 1988) sem segir sögu miðaldra píanókennara s með aldraðri móður sinni gefur sig á vald öfgakenndu órum og nær ægivaldi yfir nemanda sínum. Fyrir þre Austurríska skáldkonan Elfriede J Umdeildur höfu í heimalandi Tilkynnt var í gærmorgun að austurríski ri undurinn Elfriede Jelinek væri handhafi N elsverðlaunanna í bókmenntum árið 200 Sænska akademían veitti verðlaunin í 104. en þau voru fyrst veitt árið 1901. Elfriede Jelinek Gagnkvæmt traust og ör-yggi milli borgaranna ogstjórnmálamanna ergrundvallaforsendan að bættu lýðræði og víða er pottur brotinn í þeim efnum, jafnvel meðal rótgróinna lýðræðisríkja, að mati Stein Ringen, prófessors í fé- lagsfræði, við Oxford-háskóla. Ringen og Sandrine Rui, fé- lagsfræðingur við CADIS-stofn- unina í París, munu ræða stöðu lýð- ræðis og mögulegar umbætur á því á ráðstefnu Háskóla Íslands og Morgunblaðsins í Odda dag. Hvar er Ísland á listanum? „Lýðræði er af ýmsum toga og spurningin er því þessi; er í ljósi þessa munar hægt að komast að því hvort eitt form lýðræðis er betra en annað að gæðum?“ Ringen segir tvær aðferðir við að mæla þetta. Hægt sé að mæla hvaða tegundir lýðræðisríkja séu lýðræðislegastar og miklar og gagnmerkar rannsóknir hafi verið gerðar á því. „Eða þú getur spurt hvaða lýðræði kemur best til móts við þær kröfur sem til þess eru gerðar. Það er spurning sem ég er að spyrja – ég reyni að setja mig í fótspor borgarans sem horfir á lýð- ræðisríkið sem hann byggir og spyr; kemur það til móts við þær kröfur sem ég geri eða ætti að gera til þess?“ Hin „hefðbundna“ leið fræðanna sé að horfa til þess hversu lýðræðisleg ríkin eru „en við ættum að horfa á hvað þau gera fyrir fólk- ið,“ segir Ringen. Mjög mikilvægt sé að almenning- ur sé hafður með í ráðum þegar um- deildar ákvarðanir eru annars veg- ar, hvetja þurfi borgarana til að vera virkir og gera þeim ljóst að af- staða þeirra skiptir máli. Ringen hefur raðað 25 lýðræðis- ríkjum í sæti eftir gæðum lýðræðis í hverju þeirra á skalanum 1–8. Sem dæmi sé Noregur í fyrsta sæti ásamt einu öðru ríki en Ítalía verm- ir neðsta sætið í hópi fjögurra ríkja. Ringen vill engu um það svara hvar Ísland er á listanum, það sé spurn- ingu dagsins í dag og verði svarað á fyrirlestrinum. Almenningur virkjaður Sandrine Rui, við CADIS-stofn- unina í París, hyggst fjalla um reynslu Frakka undanfarin 15 ár við að virkja borgarana til þátttöku í ákvörðunum sem snerta umhverfi þeirra. Þær geti verið af ýmsum toga, s.s. við smíði nýrrar brúar, lagningu vegar eða jafnvel smíði vatnsfallsvirkjunar. „Við höfðum áður mjög miðstýrt og sterkt ríki [í Frakklandi] þar sem borgararnir höfðu engin áhrif á lýðræðið í þeim skilningi.“ Laga- ramminn hafi tekið breytingum og nú geti almenningur látið í ljós skoðanir sínar snemma í á arferlinu. Hún segir þessa tegund ræðis hafa skilað ýmsu o menningur hafi haft áhrif breytingar verið gerðar á um hugmyndum. Viðmi breyst í þá veru að hið megi ekki framkvæma ne borgarana með í ráðum. Gallar á þessu fyrirkom þó reynst ýmsir, m.a. að u sem skapast um tiltekn kvæmdir skilur stundum sig. Hugmyndin að baki s urspegla kjarna vandamá fólk geti komið á umbótu almannaheilla. „Það sem við sjáum hins að fólk tekur þátt þegar ha „þeirra“ eru í húfi. [...] mati verðum við að hafa í það að vera þátttakendur er mikil vinna en ekki b hverjar hugmyndir,“ segir Spurð hvort Kárahnjúk sé dæmi um ákvörðun þjóðaratkvæðagreiðsla he vill komið til greina segir h er hægt að ákveða að hafa kvæðagreiðslu en gæði Staða lýðræðis og mögulegar umbætur verða Háskóla Íslands og Morgunblaðsins sem fra Stein Ringen, prófessor vi lagsfræðingur við CADIS- Almenningur sé hafður með í ráðum ENGIN GEREYÐINGARVOPN Skýrsla bandarísku vopnaleitar-nefndarinnar var lögð fram áBandaríkjaþingi í fyrradag. Í skýrslunni segir að Saddam Hussein hafi ekki búið yfir neinum sýkla-, efna- eða kjarnavopnum þegar Bandaríkja- menn og Bretar gerðu innrás í landið í mars í fyrra. Að auki hafi geta Íraka til að búa til kjarnorkusprengju stöðugt farið minnkandi og þeir lagt kjarn- orkuáætlanir sínar til hliðar árið 1991. Írakar hafi eytt efnavopnum sínum ár- ið 1991 og áætlanir um framleiðslu sýklavopna verið lagðar til hliðar árið 1995. Í meginatriðum hafi Írakar eytt öllum gereyðingarvopnum sínum árið 1991 og eftir því sem árin hafi liðið hafi geta þeirra til að hefja framleiðslu á ný minnkað. Skýrslan hefur verið kennd við Charles Duelfer, sem leiddi nefndina. Duelfer sagði í ræðu á fimmtudag að hvað sem þessu liði hefði staðið ógn af Saddam Hussein þar sem hann hefði viljað hefja þróun gereyðingarvopna á ný, kæmi til þess að Sameinuðu þjóð- irnar afléttu viðskiptabanni sínu. Í skýrslu nefndarinnar er einnig rakið hvernig Hussein tókst að grafa undan hinum viðamiklu refsiaðgerð- um, sem Írakar voru beittir, með því að múta ríkisstjórnum og ráðamönnum, háttsettum embættismönnum og öðr- um frammámönnum á alþjóðavett- vangi. Eins og kemur fram í fréttaskýringu hér í opnunni voru fyrirtækin og ein- staklingarnir, sem fengu ávísanirnar, flest í Rússlandi, Frakklandi og Kína, en öll eiga þessi ríki fastafulltrúa í ör- yggisráði SÞ. Í skýrslunni er sagt að markmið Saddams hafi verið að hvetja þau til að draga úr eða afnema refsiaðgerðirnar, sem settar voru á Írak eftir innrásina í Kúveit 1990. Þá hafi hann líka viljað reka fleyg á milli þeirra og hinna ríkjanna, sem eru með fastafulltrúa. Skýrslan hefur verið túlkuð með ýmsum hætti og allt eftir því hver á í hlut. Stuðningsmenn innrásarinnar í Írak segja að hún staðfesti að Saddam Hussein hafi haft fullan hug á að koma sér upp gereyðingarvopnum og benda á kaflann um múturnar. Andstæðingar stríðsins segja að allar forsendur fyrir því að ráðast inn í Írak hafi verið rang- ar. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að niðurstaða skýrslunnar um að engin gereyðingarvopn væru í Írak græfu ekki undan forsendunum fyrir því að ráðast inn í Írak. John Kerry, forsetaframbjóðandi demó- krata, segir hins vegar að Bush og Dick Cheney séu síðustu mennirnir á jörðinni, sem trúi því að upphaflegu forsendurnar fyrir stríðinu hafi verið réttar. Það er áfall fyrir bæði Bandaríkja- menn og Breta að engin gereyðingar- vopn skuli hafa fundist í Írak og greini- legt að allt mat á upplýsingum hefur verið á þann veg að gera skyldi mikið úr öllu sem benti til að þar væru slík vopn, en minna úr vísbendingum um hið gagnstæða. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að Saddam Hussein var miskunnarlaus harðstjóri, sem enga virðingu bar fyrir mannrétt- indum og mannslífum og hélt áfram að halda Írökum í greipum skelfingar þótt hann ógnaði ekki umheiminum. MEIRI VERND FYRIR LITLA HLUTHAFA Benedikt Árnason, skrifstofustjóri íviðskiptaráðuneytinu, greinir frá því í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, að nefnd á vegum Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra sé langt komin með drög að frumvarpi um yfirtökur og yfirtökuskyldu. Í frumvarpinu verði í fyrsta sinn tekið á tengslum á milli aðila, sem geti leitt til yfirtökuskyldu. Eins og fram kemur í fréttaskýr- ingu Viðskiptablaðs Morgunblaðsins taka núverandi lagaákvæði um yfir- tökuskyldu ekkert á tengslum milli fé- laga. Þau kveða á um að yfirtöku- skylda myndist ef einn aðili eignist meira en 40% hlut í félagi eða ef ein- hver hafi öðlazt rétt til að tilnefna eða setja af meirihluta stjórnar í félagi. Jafnframt myndast yfirtökuskylda á grundvelli samnings aðila við aðra hluthafa um rétt til að ráða yfir 40% atkvæða í félagi. Eins og vikið er að í blaðinu í gær hafa menn að undanförnu rætt hvort yfirtökuskylda hljóti ekki að hafa myndazt við það að Baugur keypti yfir 10% hlut í Og Vodafone, en Norður- ljós, hlutdeildarfélag Baugs, hafði áð- ur keypt 35% hlut í félaginu. Saman- lagður hlutur þessara tengdu aðila er um 45%, en engu að síður leikur vafi á því hvort yfirtökuskylda hafi myn- dazt. Þetta er aðeins eitt af fleiri sam- bærilegum dæmum, sem upp hafa komið á undanförnum árum. Um þetta segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, í blaðinu í gær: „Það er ekki svo auðvelt að skera úr um það [hvort yfirtökuskylda hafi myndazt í Og Vodafone] með vafalausum hætti eins og lögin eru núna. Á undanförn- um misserum hefur þetta verið eitt af þeim atriðum sem Kauphöllin hefur lagt ríka áherslu á að löggjafinn skýri frekar.“ Það virðist liggja í augum uppi að við endurskoðun lagaákvæða um yf- irtökur sé tekið tillit til eigna- og stjórnunartengsla aðila sem geta ráð- ið félagi með minnihluta atkvæða, ekki sízt í ljósi vaxandi samþjöppunar í við- skiptalífinu. Morgunblaðið hefur lengi barizt fyrir því að eignarhlutur, sem myndar yfirtökuskyldu, yrði lækkaður niður í 33%. Nokkur áfangi náðist í því máli í fyrra er hlutfallið var lækkað úr 50% í 40%. Það er hins vegar ljóst að stund- um þarf ekki svo hátt hlutfall til að hafa raunveruleg yfirráð í félagi í krafti dreifðrar eignaraðildar að öðru leyti. Þá getur meirihlutinn í raun orð- ið valda- og áhrifalaus. Við slíkar að- stæður er alltaf hætta á að lítil við- skipti verði með bréf í félagi og verðmyndunin léleg. Það er því ótví- ræður hagur almennra fjárfesta að ákvæði um yfirtökuskyldu séu skýrð og vernd smærri hluthafa aukin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.