Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 11 FRÉTTIR Sími: 568-1626 www.stasia.is Full búð af nyjum og glæsilegum haustvörum! Stærðir 36-56 , „UMRÆÐAN um erlendar fjárfest- ingar í íslenzkum sjávarútvegi er bæði tímabær og þörf. Alþjóðavæðing og vaxandi samkeppni um fjármagn, vinnuafl og viðskiptavini kallar á um- ræðu um stöðu og starfsskilyrði ís- lenzks sjávarútvegs, bæði á hinum pólitíska vettvangi og innan greinar- innar,“ segir Jón Þórisson, aðstoðar- forstjóri Íslandsbanka. Þessi skoðun Jóns kom fram í er- indi sem hann hélt á fundi með for- ystumönnum í eyfirzku athafnalífi í gær. Þar ræddi Jón meðal annars við- skipti Íslandsbanka við sjávarútveg- inn og sagði að bankinn hefði sér- þekkingu í sjávarútvegi og legði mikið upp úr samstarfi við innlend og er- lend fyrirtæki. Hann benti á að bankinn væri að sækja inn í norskan sjávarútveg, en útrás hans í sjávarútvegi hefði hafizt í Kanada. Nú væri Íslandsbanki í sam- starfi við sjávarútvegsfyrirtæki um allan heim og nefndi hann sérstaklega Kanada, Bandaríkin, Chile og Nýja- Sjáland, en það væru allt lönd með ábyrga fiskveiðistjórnun eins og Ís- land. Jón sagði að styrkleiki íslenzks sjávarútvegs fælist í kvótakerfinu, mikilli hagkvæmni, mikilvægi hans fyrir efnahagslífið í heild og frum- kvæði í atvinnugreininni. Veikleik- arnir væru á hinn bóginn atgervis- flótti, pólitísk óvissa eða óeining, takmarkanir á eignarhaldi og kvóta- eign, lítill áhugi fjárfesta og miklar ytri sveiflur, sem sköpuðust af verði á olíu og afurðum, gengisbreytingum og sveiflum í afla. Sífellt stærri fyrirtæki Hann benti á að fyrirtækin væru sí- fellt að verða stærri og stærri, bæði hér heima og erlendis og öflugar ein- ingar hér heima fyrir þyrfti til að eiga viðskipti við hina risastóru viðskipta- vini úti í heimi. Hins vegar takmark- aði kvótaþakið vöxt fyrirtækjanna, þrátt fyrir að hið alþjóðlega viðskipta- umhverfi kallaði stöðugt á stærri ein- ingar, sem nýttu fjármagn betur, nytu meiri hagnaðar, gætu verið með stöðugt framboð og uppfyllt auknar kröfur viðskiptavina um gæði, áreið- anleika og rekjanleika. Allt þetta leiddi til þess að fyrirtækin þyrftu að stækka en kvótaþakið og bann við er- lendum fjárfestingum í íslenzkum sjávarútvegi hömluðu vextinum. Hann benti á þá þversögn að hér væri bann við fjárfestingum útlend- inga í útveginum, en Íslendingar fjár- festu á hinn bóginn víða í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum. Ísland væri til dæmis eitt örfárra landa sem bönnuðu með öllu erlenda fjárfest- ingu í fiskvinnslu, þótt óbein eignar- aðild væri leyfileg. Jón sagði að vaxandi stuðningur væri við að leyfa erlenda fjárfestingu í íslenzkum sjávarútvegi, eins og fram hefði komið hjá Halldóri Ásgríms- syni, forsætisráðherra og Finnboga Jónssyni, stjórnarformanni Sam- herja. Því væri full þörf á því að ræða af alvöru möguleikana á því að leyfa slíkar fjárfestingar, hve miklar þær til dæmis mættu vera og hvaða áhrif þær gætu haft, bæði til góðs eða ills. Tímabært að ræða erlendar fjárfestingar                        ENGAN sakaði þegar eldur kviknaði í einbýlishúsi við Tjarnargötu í Vest- mannaeyjum á tíunda tímanum á mið- vikudagskvöld. Íbúar urðu eldsins varir og komust út án vandræða. Eld- urinn kviknaði á efri hæð hússins og hafði ekki náð að breiðast út þegar slökkvilið kom á vettvang. Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Vest- mannaeyjum var kallað að húsinu, en að sögn Ragnars Þórs Baldvinssonar slökkviliðsstjóra var talsverður reyk- ur en fremur lítill eldur þegar að var komið. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn, en rjúfa þurfti þak við reykháfinn til að hleypa út reyk og hita. Tals- verðar skemmdir urðu á efri hæð hússins og þaki vegna bruna og slökkvistarfs. Eldurinn kviknaði út frá reykröri sem leiddi reyk frá kamínu út um reykháf hússins. Kamínan stóð á efri hæð hússins, en efri hæðin er úr timbri. Þetta er annar bruninn í Vest- mannaeyjum á nokkrum mánuðum þar sem kviknar í út frá kamínu. Geta valdið hættu Ragnar segir að mikil hætta getur skapast út frá kamínum sé frágangur á reykrörum ekki nægjanlega góður, og brýnir fyrir fólki sem setur upp kamínu að tryggja að reykrörið sé nægilega vel einangrað og frágangur allur góður þegar slík rör eru lögð í hús. Ragnar segir erfitt fyrir fólk að at- huga ástandið þegar búið sé að leggja rör fyrir reykinn í þak húsa, en segir fólk verða að fylgjast vel með þegar kamínur eða önnur opin eldstæði eru í notkun. Ljósmynd/Eyjafréttir Slökkvilið þurfti að rjúfa þak til að hleypa út reyk og hita. Kviknaði í út frá kamínu SKÁKSAMBAND Íslands kynnti nýja, metnaðarfulla og róttæka stefnu sambandsins í gær, en stefnan ber heitið „Finnur Fjórir“ og felur í sér fjögur F eða fjögur framtíðarmarkmið sambandsins. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrsti kvenforseti Skáksambands Íslands, kynnti stefnuna á blaða- mannafundi í gær og opnaði um leið sérstaka Ólympíuhátíð Skák- sambandsins 2004 sem stendur fram á sunnudag. F-in fjögur nefnast Framtíðar- gambíturinn, Femínistagambítur- inn, Fishcergambíturinn og Fyr- irtækjagambíturinn. „Orðið gambítur er skákmál fyrir bragð,“ segir Guðfríður og bætir því við að það sé notað í tengslum við upphaf stórsóknar í skák. Því sé það orð vel við hæfi varðandi framtíðar- stefnumótun Skáksambandsins. Framtíð skák- listarinnar efld Hverju F er ætlað ákveðið hlut- verk en sem dæmi má nefna er hugsunin á bak við Framtíðargam- bítinn að auka og efla til muna veg skáklistarinnar og beinist það fyrst og fremst að ungum skák- mönnum og -konum. T.a.m. með því að setja ný þátttökumet á barna- og unglingaskákmótum, stofnun 10 nýrra taflfélaga um land allt og hvatt verður til þess að skák verði tekin upp sem skyldu- fag í tilteknum grunnskólum landsins að sögn Guðfríðar. „Það hefur orðið mikil skákvakning bæði á meðal barna og unglinga, og annarra,“ segir Guðfríður um stöðu skákmála meðal ungs fólks í dag. Hún sagði Femínstagambítinn skýra sig sjálfan en með honum er ætlað að auka hlut kvenna í skákí- þróttinni af krafti. Athygli vekur svokallaði Fisc- hergambítur, sem vísar til banda- ríska stórmeistarans í skák Bobby Fischer. Að sögn Guðfríðar er það Geðræktarátak Skáksambands Ís- lands 2004, sem kallast „Hugarafl við hugarangri“. Guðfríður segir að hægt sé að nota lögmál skáklist- arinnar til þess að hjálpa fólki og gera því kleift að takast á við hug- arangur hversdagsins, s.s. áhyggj- ur og öryggisleysi. „Námskeið, kennsla og fjöltefli verður í boði endurgjaldslaust fyrir stofnanir og samtök sem hlúa að þeim er eiga við geðræn vandamál að stríða frá fyrsta janúar á næsta ári til fyrsta janúar árið 2005,“ segir Guðfríður. Fyrirtækjagambíturinn gengur út á að fá fyrirtæki til samstarfs við Skáksambandið að uppbygg- ingu þess, og bendir Guðfríður á að MP Fjárfestingarbanki sé aðal- styrktaraðili hátíðinnar og Ólymp- íuskáksveitar Íslands 2004. Víða teflt næstu daga Á blaðamannafundinum kynnti Guðfríður til leiks tíunda stór- meistara Íslendinga í skák, sem heitir Lenka Placnikova. Auk þess kynnti Guðfríður Ólympíusveit Ís- lands í skák 2004 sem keppir á móti á Mallorca á Spáni, dagana 14.–31. október. Hátíðin hófst strax eftir fundinn með því að Placnikova hóf að tefla fjöltefli við landslið stúlkna í skák. Sömuleiðis hóf Guðlaug Þorsteinsdóttir, fyrr- um Norðurlandameistari í skák, að tefla fjöltefli við Norðurlanda- meistara barnaskólasveita í skák 2004, Rimaskóla og Laugalækjar- skóla. Á laugardag mun Ólympíusveit Íslands tefla blindandi við alþing- ismenn, borgarfulltrúa og aðra góða gesti í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsinu, klukkan 14. Á sunnudag lýkur hátíðinni með kvennaskákmóti í Ráðhúsi Reykja- víkur þar sem öllum konum og stúlkum sem kunna mannganginn er boðið til þátttöku. Skáksambandið blæs til sóknar Morgunblaðið/Kristinn Guðríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, og Sig- urður Valtýsson hjá MP fjárfestingabanka skrifa undir samning um styrk til handa ólympíuliði sambandsins í Þjóðmenningarhúsi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.