Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 41
DAGBÓK
Þáttur lyfja í íslenskri
heilbrigðisþjónustu
Eru réttar áherslur í sparnaði
í heilbrigðiskerfinu?
Hádegisfundur í Iðnó við Tjörnina í dag
föstudaginn 8. október kl. 12.00.
Frummælandi Anna Birna Almarsdóttir
lyfjafræðingur.
Hvað segja stjórnvöld?
Jónína Bjartmarz alþingismaður og formaður
heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis.
Allir velkomnir!
Lyfjahópur Félags íslenskra
stórkaupmanna.
Opnunartími:
Mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-14
Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939
Hausttilboð
Nýir bolir
Verð
1.500
&
1.900 kr.
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn verðurhaldinn hátíðlegur laugardaginn 9.október nk., en Alþjóðlegu geðheil-brigðissamtökin hafa ákveðið að í ár
skuli þessi dagur tileinkaður tengslum milli lík-
amlegrar og andlegrar heilsu.
Fjöldi aðila tekur þátt í skipulagningu dagsins í
Reykjavík, en ákveðið hefur verið að nota slag-
orðið „sleppum grímunni“ til þess að vekja fólk til
umhugsunar um hversu mikilvægt það er að við-
urkenna raunverulega líðan sína fyrir sjálfum sér
og öðrum.
Dagskráin í Reykjavík verður fjölbreytt, en
haldin verða fræðsluerindi um þunglyndi í Há-
skólabíói, geðhlaup verður úr Nauthólsvík, geð-
ganga í umsjá ÍSÍ og hátíðardagskrá í ráðhúsinu.
Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá
Lýðheilsustöð, segir geðheilsu jafn viðkvæma og
líkamlega heilsu, enda verði andlegir og lík-
amlegir þættir heilsunnar ekki aðskildir. „Má þá
heldur ekki gleyma félagslega þættinum. Heilsa
er líkamleg, andleg og félagsleg líðan og gerir ein-
staklingum kleift að lifa innihaldsríku lífi,“ segir
Guðrún. „Þannig er engin heilsa án geðheilsu.“
Hverjir eru helstu áhættuþættir geðheilsu?
„Við lifum í samfélagi þar sem hraði er mikill og
miklar kröfur eru gerðar til okkar í leik og starfi.
Forsendur fyrir því að okkur geti liðið vel er jú
óumdeilanlega góð heilsa, andleg, líkamleg og fé-
lagsleg. Hafa ber í huga að hóflegt álag getur ver-
ið hvetjandi, en óhóflegt álag eða áföll geta verið
skaðleg. Streita, áhyggjur, ónógur svefn og slæm
sjálfsmynd, félagsleg einangrun, hreyfingarleysi
og óreglulegt eða lélegt mataræði eru allt þættir
sem geta ógnað heilsu okkar.“
Hvað getum við gert til að halda geðheilsunni?
„Við þurfum að vera meðvituð um það sem ógn-
ar heilsu okkar og að þekkja meðal annars tak-
mörk okkar og bjargráð við streitu. Reglubundin
hreyfing og rétt mataræði skiptir miklu máli. Þá
er mikilvægt að sjálfsmyndin sé í lagi, við séum
sátt við okkur sjálf svo og meðvituð um kosti okk-
ar og galla. Ennfremur er mikilvægt að hafa þann
styrk til að bera að geta tekist á við vandamál og
erfiðleika á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, en
falla ekki í þá gryfju að mála skrattann á vegginn
og láta hendur fallast. Þeir sem eru undir miklu
álagi eiga oft erfitt með að hugsa jákvætt, en það
er mögulegt að þjálfa sig í að ýta neikvæðum
hugsunum til hliðar og kalla fram jákvæðar hugs-
anir í staðinn.
Við berum ábyrgð á eigin heilsu og eigin líðan.
Ekki er þar með sagt að það sé okkur að kenna ef
okkur líður illa, en það er á okkar ábyrgð að tak-
ast á við það sem veldur vanlíðan, með hjálp ann-
arra ef við þurfum.“
Geðrækt | Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn á laugardaginn
Við berum ábyrgð á geðheilsunni
Guðrún Guðmunds-
dóttir er fædd á Húsa-
vík í Suður-þingeyj-
arsýslu árið 1955.
Eftir verslunarpróf og
sjúkraliðapróf lauk hún
stúdentsprófi á Húsa-
vík 1990 og BSc í hjúkr-
unarfræði 1994. Þá
lauk hún meistaraprófi
í hjúkrunarfræði frá HÍ
árið 2004. Guðrún hef-
ur starfað að geðheil-
brigðismálum lengst af á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi og starfar nú á Lýðheilsustöð
sem verkefnisstjóri Geðræktar.
Maki Guðrúnar er Viðar Hafsteinn Eiríksson,
og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn.
Hvers eiga öryrkjar
að gjalda?
HVENÆR er búist við að öryrkjar
fái hærri bætur? Þá meina ég pen-
inga sem við getum komist af með
út mánuðinn til lífsviðurværis, því
þegar maður er búinn að borga
reikningana og ná í lyfin sín er nú
heldur lítið eftir.
Það er ekki einu sinni hægt að
fara á útsölu og kaupa sér jogg-
inggalla, sem er svo hlýr og nauð-
synlegur þegar fer að hausta.
Við áttum fyrir lifandis löngu að
fá samtals 40.000 krónur til við-
bótar á örorku okkar. Þetta mál er
til háborinnar skammar fyrir rík-
isstjórnina. Einnig mætti hún
gjarnan fara að hugsa um að
lækka skatta hjá öryrkjum og bara
öllum á landinu.
Er ef til vill verið að hegna okk-
ur fyrir að missa heilsuna? Og
ekkert má út af bera, t.d. aukinn
tannlæknakostnaður. Það þykir
sem sé algjör fígúruháttur ef fólk
þarf til að mynda að fá sér postu-
línskrónu á tönn og ekkert greitt
niður frá Tryggingastofnun.
Og lífið er okkur svo erfitt í dag,
bæði heilsufarslega og pen-
ingalega, og því spyr ég aftur: Er
enn verið að hegna okkur og nið-
urlægja?
Monika Pálsdóttir,
Torfufelli 27, Rvík.
Bjarni Fel. góður
MIG langar að koma á framfæri
hrósi til Bjarna Fel. en hann er
byrjaður að lýsa mörkunum í
enska boltann í Sjónvarpinu á
mánudögum.
Enginn kann betur á enska bolt-
ann en Bjarni Fel.
Áhugamaður.
Hjól týndist
í Ljósheimum
MONGOOSE Rockdile 24" stelpu-
hjól, lillablátt og silfrað, hvarf frá
Ljósheimum 2 sl. föstudagskvöld.
Þeir sem hafa orðið séð hjólið vin-
samlega hafi samband í síma
553 0308.
Fundarlaun.
Læða í óskilum
HVÍT og gul læða fannst á Grand-
anum í Vesturbænum. Er rökuð á
kvið.
Upplýsingar hjá Elísabetu í
síma 867 7865 og 515 2361.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3
Rbd7 5. Bc4 Be7 6. 0–0 0–0 7. He1 c6
8. a4 Dc7 9. Ba2 b6 10. h3 a6 11. Be3
Bb7 12. dxe5 dxe5 13. Rh4 g6 14. Bh6
Hfe8 15. Df3 Bf8 16. Bg5 Bg7 17.
Had1 Hf8 18. Hd2 b5 19. Hed1 b4 20.
Re2 c5 21. Rg3 Bc6 22. Hd6 Bxa4 23.
Bxf6 Rxf6 24. Hxf6 De7 25. Hdd6
Bxf6 26. Hxf6 Bxc2
Staðan kom upp á Norðurlanda-
móti taflfélaga á Netinu sem lauk fyr-
ir nokkru.
Sigurbjörn Björnsson (2.315) hafði
hvítt gegn Ole Alkærsig (2.192). 27.
Rxg6!
og svartur gafst upp enda verður
hann mát eftir 27. … hxg6 28.
Hxg6+ Kh7 29. Dh5#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Í TILEFNI Alþjóða geðheilbrigð-
isdagsins verður Félag sérfræð-
inga í klínískri sálfræði, í sam-
vinnu við Geðhjálp, með
fyrirlestraröð sem nefnist Þung-
lyndi: Sálfræðilegt sjónarhorn.
Fyrirlestrarnir eru haldnir í Há-
skólabíói, sal 3, á morgun, laug-
ardaginn 9. október, frá kl. 10 til
13. Aðgangseyrir er kr.1.000.
Fyrirlestrarnir, sem eru sex
talsins, eru endurteknir frá sl.
vori, en þá þurftu margir frá að
hverfa vegna mikillar aðsóknar.
Í fyrirlestrunum verður skýrt
frá sjónarhorni sálfræðinnar á
orsökum og meðferð þunglyndis
sem er vaxandi vandi í nútíma
þjóðfélagi. Athyglinni er beint að
hugsun og hegðun þess þung-
lynda, en einnig er fjallað um
samspil þunglyndis við líkamlega
sjúkdóma, streitu og misnotkun
áfengis.
Fundarstjóri er Sigursteinn
Másson, formaður Geðhjálpar.
Sálfræðilegt sjónarhorn á þunglyndi
NÝHÍL-hópurinn
hefur gefið út
bókina Af okkur
en þar er um að
ræða aðra bók-
ina í röð svokall-
aðra
„Afbóka“ Ný-
híls.
Er þar að finna
greinar, ljóð og þýðingar eftir með-
limi Nýhíl-hópsins þar sem tekist er
á við hugtökin þjóðerni og hnatt-
væðingu.
Ritstjóri er Viðar Þorsteinsson.
Heimspeki
Bókaútgáfan
Salka hefur gefið
út bókina 101 holl-
ráð – Andleg upp-
bygging til að
grennast í eitt
skipti fyrir öll eftir
Victoríu Moran. Í
bókinni bendir
Victoría leiðir til að
komast í gott og varanlegt form með
innri styrk.
Lykillinn er að rækta með sér
sjálfsvirðingu og hlúa að líkama og
sál með margvíslegum hætti.
Sjálfshjálp