Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 45
MENNING
Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is
Hagkvæmir og traustir prentarar fyrir fyrirtæki
CANON BLEKSPRAUTUPRENTARAR
Canon
færir þér
gæði
Canon i6500
A3+ litableksprautuprentari
Canon i6500 er A3+ litableksprautuprentari með fjögurra hylkja kerfi - Single
Ink - sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Þá býr i6500 yfir Microfine Droplet
tækni sem dregur enn úr rekstrarkostnaði en eykur gæði að sama skapi.
· Prentar 17 bls. á mín. í sv/hv.
· Prentar 12 bls. á mín. í lit.
· 4800x1200 punkta upplausn.
· Arkamatari fyrir 100 bls.
Verð: 49.900 kr.
Canon ip4000
Hagkvæmur alhliða prentari
Canon ip4000 er hagkvæmur alhliða prentari sem býður m.a. upp á einstök
gæði í ljósmyndaprentun. Canon ip4000 er með fimm hylkja kerfi - Single Ink
- sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Hann býr yfir nýrri hönnun með
tveimur pappírsbökkum og er með ,,duplex” og CD-R/DVD prentun. Mikið af
hugbúnaði fylgir með.
· Prentar allt að 25 bls. á mín. í sv/hv.
· Prentar 17 bls. á mín. í lit.
· 4800x1200 punkta upplausn.
· Microfine Droplet tækni.
Verð: 29.900 kr.
Canon ip2000
Flottur, hraðvirkur og auðveldur
Canon ip2000 er hraðvirkur prentari sem býður upp á rammalausa prentun –
blæðingu - og þ.a.l. verður ekki hvítur rammi yst á blaði. Canon ip2000 er með
Microfine Droplet tækni sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði og meiri gæðum.
· Prentar allt að 20 bls. á mín. í sv/hv.
· Prentar 15 bls. á mín. í lit.
· Allt að 4800x1200 punkta upplausn.
· Rammalaus prentun - blæðing.
Verð: 14.900 kr.
Canon ip3000
Fjölhæfur og öflugur prentari
Canon ip3000 er fjölhæfur og öflugur prentari sem býr yfir nýrri hönnun með
tveimur pappírsbökkum og er með ,,duplex” og CD-R/DVD prentun. Canon
ip3000 er með fjögurra hylkja kerfi - Single Ink - sem stuðlar að lægri
rekstrarkostnaði. Mikið af hugbúnaði fylgir með.
· Prentar allt að 22 bls. á mín. í sv/hv.
· Prentar 15 bls. á mín. í lit.
· 4800x1200 punkta upplausn.
· Microfine Droplet tækni.
Verð: 21.900 kr.
Af hverju eiga fyrirtæki að velja Canon prentara?
Hagkvæmir í rekstri:
Frábærar niðurstöður í könnunum óháðra samtaka.
Hraðvirkir:
Þekktir fyrir hraða án þess að fórna gæðum.
Direct Printing:
Hægt að prenta beint úr stafrænni myndavél án
þess að nota tölvu.
Hafðu samband við söluráðgjafa Nýherja sem veita þér faglega
ráðgjöf við val á rétta prentaranum.
Síminn er 569 7700 og netfangið er prentlausnir@nyherji.is
Söluaðilar um land allt.
HVERS megnugur er listgagnrýn-
andi sem mætir inn á listsýningu
sem er uppseld, þ.e. hvert einasta
verk er með litlum bláum depli við
hliðina, eins og raunin er með sýn-
ingu Þorra Hringssonar í Listasafni
ASÍ. Almenningur hefur fellt sinn
dóm og greitt verkunum atkvæði
með veski sínu. En undirritaður er
ekki almenningur. Verk Þorra eru
fæst neitt sérstaklega góð og það
sem verra er: þau eru ekki um
nokkurn skapaðan hlut. Myndlist
verður að vera um eitthvað – annars
er hún bara innihaldslaust skreyti.
Ef hægt er að tala um eitthvað í
verkunum, sem nálgast það að vera
umfjöllunarefni er stilla og mann-
leysi, en það nær þó engu flugi.
Þessi verk, þar sem Þorri vinnur
með minni úr Aðaldal í Þingeyj-
arsýslu þar sem hann er lang-
dvölum, eru ekki dæmigerð fyrir
það sem maður man eftir að hafa
séð eftir hann. Listamaðurinn mál-
aði til dæmis myndir af mat upp úr
gömlum uppskriftarbókum og þær
myndir voru um eitthvað.
Þessi verk á sýningunni í ASÍ
eru, þrátt fyrir að vera tæknilega
vel framkvæmd, ekki nægjanlega
góð málverk heldur. Í þau vantar
meira líf, meiri dýpt, vinnu og yf-
irlegu, og eru Vegurinn niður á eyr-
ar og Séð í botn, dæmi þar um. Í
Séð í botn eiga grastopparnir t.d. að
vera úti í miðju vatni, en líta frekar
út fyrir að vera á flugi uppi í himn-
inum. Sum verkanna eru svo eins og
máluð upp úr útlenskum kennslu-
bókum um listmálun, eins og til
dæmis Miðnætti, mistur og dala-
læða og Þokunótt I og II, og birtan
er ekki sú íslenska birta sem ég
þekki. Aukinheldur fannst mér lit-
irnir í mörgum verkanna frekar
ættaðir úr fantasíum en íslenskri
náttúru.
Ég hef ekki rannsakað birtu né
liti Aðaldals, og get því ekki sagt
með fullvissu að litirnir og birtan á
sýningunni séu ekki raunsannir. En
ég held samt að Þorri geti betur.
Framhaldið gæti ráðist af því á
hverjum hann tekur meira mark,
mér eða almenningi.
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Opið frá kl. 13–17 alla daga nema mánu-
daga. Til 10. október.
ÞORRI HRINGSSON. MÁLVERK.
Þóroddur Bjarnason
EINS og komið hefur fram í blöðum
var 18. norræna kirkjutónlistarmótið
haldið í Árósum dagana 16. – 19. sept-
ember. Mótið er haldið fjórða hvert
ár til skiptis á Norðurlöndunum. Í ár
voru það frændur vorir Danir sem
voru gestgjafar. Mikið fjölmenni var
á mótinu eða alls 1.000 þátttakendur,
organistar, prestar, kórfólk og annað
áhugafólk um kirkjutónlist. Margir
tónleikar voru í boði þar sem hvert
Norðurlandanna kynnti sýnishorn af
því sem fram hefur komið í viðkom-
andi landi síðustu árin. Alls voru 13
tónleikar í boði auk 15 pallborðs-
umræðna um mismunandi málefni
tónlistarstarfs innan kirkjunnar,
bæði í nútíð og framtíð ásamt kynn-
ingu hvers lands á nýlegri guðsþjón-
ustutónlist.
Formlegir hátíðartónleikar voru í
Dómkirkjunni sem státar af stærsta
kirkjuorgeli í Danmörku (um 100
raddir). Upphafsverkið á þessum tón-
leikum var Te Deum eftir Jón Þór-
arinsson og að þessu sinni flutt af
dönskum kammerkór, einsöngvurum
og hljóðfæraleikurum. Þetta glæsi-
lega verk var hreint út sagt stór-
glæsilegt í þessu stóra og hljómfagra
kirkjurými. Það fór um mann gæsa-
húð þegar voldugir upphafstónarnir
hljómuðu í stóra orgelinu og tromp-
etunum og kórinn kom inn á fullum
styrk. Flutningurinn var góður og vel
útfærður og þetta volduga verk Jóns
Þórarinssonar var okkur Íslend-
ingum til mikils sóma og var að allra
mati hápunktur tónleikanna og Jóni
klappað lof í lófa að flutningi loknum.
Íslenski kórkonsertinn var í hönd-
um Graduale Nobili kórs Langholts-
kirkju undir öruggri handleiðslu Jóns
Stefánssonar. Tónleikarnir sem voru
í kirkju heilags Páls hófust með Dav-
íðssálmi 100 eftir Tryggva M. Bald-
vinsson og síðan fylgdi frumflutn-
ingur á Vesper eða aftansöng eftir
Tryggva. Verkið er í 5 köflum þar
sem skiptist á kórsöngur og org-
elhugleiðing. Margir kaflanna eru fal-
legir og áheyrilegir en í heild var
verkið fremur langdregið. Lára
Bryndís Eggertsdóttir lék á orgel
kirkjunnar í báðum þessum verkum
auk þess sem hún hljóp á milli og
söng með kórnum í a cappella köfl-
unum og söng einsöng ásamt fleiri
kórfélögum sem voru því miður ekki
nafngreindir í efnisskránni. Verk
Tryggva voru flutt á hliðarlofti í
kirkjunni. Kórinn gekk síðan niður og
flutti Verk Jóns Nordal Salutatio
Mariae, verk Þorkels Sigurbjörns-
sonar Haec est sancta solemnitas
ásamt Ave Maríu eftir Oliver Kentish
og Ég vil lofa eina þá eftir Báru
Grímsdóttur. Síðast á tónleikunum
frumflutti kórinn nýtt og fallegt verk
eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, In
Paradisum. Það er engum blöðum um
það að fletta að flytjendur fóru hrein-
lega á kostum og náðu að nýta með
sér hljómgun kirkjunnar og var gam-
an að sjá undrunarsvipinn á mörgum
tónleikagestum þegar kórinn lék sér
að hverju verkinu á eftir öðru. Í lokin
uppskáru flytjendurnir dúndrandi
lófatak og þurftu að flytja aukalag.
Síðustu tónleikar kvöldsins þar
sem Íslendingar komu við sögu voru í
Markúsarkirkjunni og þar léku org-
anistar frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð
og Danmörku ásamt Eyþóri Inga
Jónssyni frá Íslandi. Allir léku þeir
og kynntu verk frá sínu landi. Eyþór
flutti Ionizations eftir Magnús Blön-
dal Jóhannsson og Toccötu Jóns Nor-
dal. Eyþór lék verkin af miklu öryggi
með smekklegu og hógværu radda-
vali. Það var samdóma álit margra
tónleikagesta að Toccata Jóns hefði
verið besta og glæsilegasta verkið á
þessum tónleikum enda reis hún hátt
í túlkun Eyþórs.
Það er ekkert leyndarmál að hlut-
ur Íslendinga var mikill á þessu móti
og að ýmissa áliti það sem mesta at-
hygli vakti, bæði tónsmíðarnar og
stórglæsilegur flutningur listafólks-
ins sem svo sannarlega kom sá og
sigraði.
Sómi
Íslands
Jón Ólafur Sigurðsson
TÓNLIST
Norræna kirkjutónlistarmótið í
Árósum
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR – KÓRTÓNLEIKAR –
ORGELTÓNLEIKAR
Kammerkórinn Camerata. Tine Skat
Mathiesen sópran, Valdemar Villadsen
tenór. Jakob Lorentzen orgelleikari og
trompetleikararnir Judy Hunskjær og
Carina Olesen. Stjórnandi Micael
Bojesen.
Dómkirkjan í Árósum föstudaginn 17.
september kl. 10.
Graduale Nobili, Lára Bryndís Eggerts-
dóttir, orgelleikari. Stjórnandi Jón Stef-
ánsson.
St. Pauls kirke í Árósum 17. september
kl. 16.30
Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari.
St. Markus kirke í Árósum 17. sept-
ember kl. 21.30