Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Heillandi heimsborg, þar sem gaman er að skoða sig um, skemmta sér, snæða góðan mat og kaupa tískuvörur á góðu verði. Skemmtilegar skoðunarferðir í boði. Barcelona Á toppnum í vinsældum, fegurð og stíl • 11.–14. mars netverð á mann í tvíb‡li á Hotel Tryp Apollo. Flugsæti: 35.960 kr. – skattar innifaldir. 55.060* kr. Ver›dæmi: * Innifali›: Beint flug, skattar, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting m/morgunver›i í 3 nætur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 25 91 6 09 /2 00 4 Svona hættu þessu væli, góði, það fylgir nú áfallahjálp. Fjárframlög til Ís-lensku friðargæsl-unnar verða á næsta ári um 463 milljón- ir, verði tillaga til fjárlaga samþykkt óbreytt, og er þá gert ráð fyrir að hverju sinni verði um 25–35 frið- argæsluliðar við störf. Ekki er enn að fullu ljóst hver verkefni þeirra verða. Íslendingar hafa skuld- bundið sig til að stjórna flugvellinum í Kabúl fram í júní á næsta ári og veltur talsvert á því hvort þeir muni halda áfram stjórn hans eftir það, eins og útlit er fyrir, eða hvort aðrir taki við. Íslenska friðargæslan var form- lega stofnuð árið 2001 til að festa formlega í sessi friðargæslustarf Íslendinga. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þá yfir að stefnt væri að því að auka þátttöku í friðargæslu þann- ig að innan nokkurra ára gætu allt að 50 íslenskir friðargæsluliðar verið við störf. Enn er stefnt að því marki og í nóvember í fyrra greindi Halldór frá því að stefnt væri að því að fjárframlög til frið- argæslunnar yrðu um 550 milljón- ir árið 2006 miðað við að 50 frið- argæsluliðar yrðu á vettvangi. Eigi þessar áætlanir að stand- ast er ljóst að áherslur Íslendinga í friðargæslustarfi verða að breyt- ast. Á þessu ári hafa að jafnaði um 23–25 friðargæsluliðar verið á vettvangi og verður heildarkostn- aður við friðargæslu um 370 millj- ónir, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Með óbreyttum áherslum í friðar- gæslustarfi yrði kostnaður vegna 50 friðargæsluliða því um 740 milljónir. Langdýrasta og erfiðasta verk- efnið til þessa er stjórnun flugvall- arins í Kabúl í Afganistan sem tekur til sín um 60% af fjármagni og starfsliði íslensku friðargæsl- unnar á þessu ári, jafnvel þó að Ís- lendingar hafi ekki tekið við vell- inum fyrr en árið var tæplega hálfnað eða í byrjun júní. Íslend- ingar tóku verkefnið að sér til eins árs en í ljósi þess að erfiðlega hef- ur gengið að fá aðildarþjóðir Atl- antshafsbandalagsins til að leggja fullnægjandi mannskap og fjár- muni til uppbyggingarstarfs í Afg- anistan, og að það tók Þjóðverja sem áður stjórnuðu vellinum lang- an tíma að fá aðra til verksins, er ólíklegt að Íslendingar verði laus- ir allra mála í júní á næsta ári. Þvert á móti er líklegt að Íslenska friðargæslan ílengist eitthvað á vellinum og í utanríkisráðuneyt- inu er raunar gert ráð fyrir því þó að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Fleiri verkefni í Afganistan Arnór Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri Íslensku friðargæslunnar, segir að það séu meiri líkur en minni á því að Íslendingar geti af- hent öðrum stjórn flugvallarins í Kabúl í júní 2005. Í áætlunum um kostnað friðargæslunnar sé þó gert ráð fyrir þeim möguleika að Íslendingar verði þar eitthvað lengur við stjórn. Samkvæmt rekstraráætlun fyr- ir árið 2005 er miðað við að Íslend- ingar verði þar við störf allt árið og að kostnaður við það nemi 330 milljónum. Ef það gengur eftir munu því rúmlega 70% af fjár- munum friðargæslunnar á næsta ári vera notaðir vegna þessa verk- efnis. Arnór segir að fari svo að Ís- lendingar hverfi frá flugvellinum í Kabúl um mitt næsta ár komi til greina að þeir taki að sér önnur verkefni sem tengjast starfsemi Atlantshafsbandalagsins í Afgan- istan. Einn möguleikinn sé sá að þeir taki þátt í uppbyggingar- sveitum sem verið sé að koma á fót víðsvegar um landið, einkum í norðurhlutanum þar sem aðrar Norðurlandaþjóðir undirbúa starfsemi. Annar möguleiki sé sá að auka aðstoð við Sameinuðu þjóðirnar á sviði mannúðaraðstoð- ar í Afríku. Síðustu tvö ár hefur starfsemi friðargæslunnar að verulegu leyti falist í stjórn á flugvöllum, fyrst í Pristína en síðan í Kabúl. Það hlýtur að ýta undir áhuga íslenskra stjórnvalda á slíkum verkefnum að sérfræðingar í ör- yggismálum og embættismenn í Bandaríkjunum hafa lýst því að friðargæslan, og sér í lagi stjórnin á flugvöllunum, hafi vakið athygli í Bandaríkjunum og styrkt samn- ingsstöðu Íslands í viðræðum um varnir á Keflavíkurflugvelli. Arnór segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir að Íslenska friðargæslan tæki að sér sem fjöl- breyttust verkefni, bæði þau sem teljast erfið og krefjandi en einnig verkefni sem teljast „mýkri“ s.s. þróunar- eða mannúðaraðstoð. Hann býst við að þau verkefni sem friðargæslan taki að sér á næst- unni muni í auknum mæli falla í mýkri flokkinn. „Verkefnin eru óþrjótandi,“ segir Arnór. „En þetta fer að verulegu leyti eftir því hvernig mál þróast í Afganistan.“ Miðað við rekstraráætlun fyrir næsta ár er þó ekki að sjá að mýkri málin fái mikið vægi, a.m.k. ekki í bili. Fréttaskýring | Íslenska friðargæslan fær 463 milljónir árið 2005 Friðargæslan á flugvellinum Árið 2006 er gert ráð fyrir 550 milljóna kostnaði og 50 gæsluliðum við störf Íslenskir friðargæsluliðar í Kabúl. Meginstarfið felst í stjórn á Kabúlflugvelli  Af 24 íslenskum frið- argæsluliðum sem eru að jafnaði á vettvangi erlendis á þessu ári eru 17 á flugvellinum í Kabúl í Afganistan, fjórir í Sri Lanka og tveir á Balkanskaganum. Flug- vallastjórnun er því meginstarf Íslensku friðargæslunnar og ekki er útlit fyrir að það breyst- ist á næstunni. Gert er ráð fyrir að stjórn Kabúlflugvallar kosti 330 milljónir á næsta ári en það eru rúmlega 70% af rekstarfé. runarp@mbl.is ÓLAFUR Ó. Guðmundsson, yfir- læknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að kennaraverkfall bitni harðar á geðheilsu barna- og unglinga eftir því sem það dregst á langinn. Fyrstu tvær vikur verkfalls hafi í augum margra skjólstæðinga BUGL verið einskonar „annað jólafrí“ en nú geti verulega hallað undan fæti hjá þeim enda fari dagleg rútína barnanna úr skorðum meðan á verkfalli stendur. Skólamál þeirra sem útskrifast af Barna- og unglingageðdeildinni séu áfram í uppnámi þótt undanþága hafi fengist til að kenna þeim sem leggjast inn á BUGL í Brúarskóla. „Þetta er erfitt núna. Við þurfum að eiga náið samstarf við skólana og sérstaklega umsjónarkennarana um það hvernig eigi að taka á málum þessara nemenda, en nú eru ein- göngu skólastjórar til staðar og það hefur sýnt sig að það er alls ekki full- nægjandi. [...] Stutt verkfall kemur kannski fyrst og fremst þannig út að okkar skjólstæðingar upplifa jafnvel létti í byrjun, að vera lausir við skól- ann, vegna þess að þeirra vandi kem- ur oft sérstaklega fram í skólaum- hverfinu og þeir eru greinilega mjög misjafnlega í stakk búnir að taka á því. En eftir því sem verkfallið stendur lengur fer þessi daglega rút- ína úr skorðum, svefninn ruglast, krakkarnir vaka lengur fram eftir og þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á okkar skjólstæðinga,“ segir Ólafur. Undanþágunefnd launanefndar sveitarfélaganna og Kennarasam- bands Íslands, veitti Brúarskóla og fjórum öðrum sérskólum undanþágu frá verkfalli í síðustu viku en u.þ.b. 15–16 börn og unglingar sem leggj- ast inn á BUGL sækja skólann á hverjum tíma. Að sögn Ólafs þurfti að skipuleggja meðferðaráætlun þeirra á nýjan leik eftir að verkfall skall á en skjólstæðingar stunda nám í skólanum meðan á innlögn stendur, yfirleitt í um sex vikur, en fara að því búnu aftur í sinn heima- skóla. „Sérstaklega slæm áhrif á okkar skjólstæðinga“ ♦♦♦ UMBOÐSMAÐUR barna segir í skýrslu sinni um starf síðasta árs mjög mikilvægt að ná til umbjóð- enda sinna til að heyra sjónarmið þeirra og skoðanir. Í því skyni hefur börnum verið gefinn kostur á að senda erindi á heimasíðu umboðs- manns, www.barn.is. Þar er börnum boðið upp á að senda tölvupóst, fylla út sérstakt form með spurningum og einnig geta þau svarað Spurningu mánaðarins. Spurning mánaðarins að þessu sinni er svohljóðandi: Hvernig líður þér heima hjá þér? Hvað er best við heimilið? Hvað er verst við heimilið? Getur þú rætt persónuleg mál við foreldra þína? Er tekið mark á þér? Gerir fjölskyldan eitthvað saman? Hvernig geta foreldrar bætt sig og orðið enn betri foreldrar? Börn spurð um hagi sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.