Morgunblaðið - 08.10.2004, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FRÆÐSLU- og
forvarnaverkefnið
Þjóð gegn þunglyndi
er samstarfsverkefni
á vegum Landlækn-
isembættisins. Því er
ætlað að stuðla að
upplýsinga- og kynn-
ingarstarfi á næstu
árum til að gera
greiningu og meðferð
þunglyndis skilvirkari
og ná fram öflugu
samstarfi í þjóðfélag-
inu og vitundarvakn-
ingu. Þunglyndi er
stærsti áhættuþáttur
sjálfsvíga og með því
að bregðast fyrr við
því má draga úr
sjálfsvígum og sjálfs-
vígstilraunum.
Til þess að slíkt
megi verða skiptir
miklu máli að allt
starfsfólk skóla og
nemendur fái fræðslu
um einkenni þung-
lyndis og hvar nem-
endur geta leitað
hjálpar fyrir sjálfa sig
og aðra. Þannig má
draga úr streitu og
stuðla að jákvæðara
umhverfi fyrir alla í
skólanum.
Hinn 10. september
kom út í vefútgáfu
bæklingurinn „Að
koma í veg fyrir
sjálfsvíg og sjálfsvígs-
tilraunir meðal ung-
linga“ í tilefni alþjóðlegs sjálfs-
vígsforvarnadags
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar, WHO. Bæklingurinn er
upplýsingarit um sjálfsvíg og
sjálfsvígshegðun, ætlað kennurum
og öðru starfsfólki í
efri bekkjum grunn-
skóla og í framhalds-
skólum. Er útgáfa
hans liður í forvarna-
verkefninu Þjóð gegn
þunglyndi. Bæklingur
þessi er upprunninn
hjá Alþjóðaheil-
brigðismálastofnun-
inni sem gaf hann út
árið 2000 sem hluta
svonefnds SUPRE-
verkefnis, sjálfsvígs-
forvarnaáætlunar á
heimsvísu á vegum
stofnunarinnar.
Bæklingurinn hefur
verið þýddur og lag-
aður að íslenskum að-
stæðum.
Þunglyndi er einn
algengasti geðræni
sjúkdómurinn. Það
byrjar oft snemma á
ævinni og geta því
árvökul augu skóla-
fólks og kunnátta
stuðlað að því að
fljótt verði brugðist
við.
Með því má draga
úr óþarfa þjáningu
og tryggja nem-
endum óskerta
vinnugetu og sjálfs-
traust. Auk þess má
nefna að inn á vef
Landlæknisembætt-
isins er sérstök síða
ætluð almenningi og
fagfólki um þung-
lyndi, kvíðaraskanir
og sjálfsvígsforvarn-
ir.
Vefslóðin er
www.thunglyndi.-
landlaeknir.is.
Árvökul augu
starfsfólks skóla
geta gert gæfumun!
Salbjörg Bjarna-
dóttir og Ágústa
Elín Ingþórsdóttir
fjalla um þunglyndi
Salbjörg Bjarnadóttir
Salbjörg er geðhjúkrunarfræðingur
og verkefnisstjóri Þjóðar gegn þung-
lyndi, Landlæknisembættinu.
Ágústa Elín er náms- og starfs-
ráðgjafi Borgarholtsskóla.
Ágústa Elín
Ingþórsdóttir
’Þunglyndi erstærsti áhættu-
þáttur sjálfsvíga
og með því að
bregðast fyrr
við því má draga
úr sjálfsvígum
og sjálfsvígstil-
raunum.‘
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin til-
viljun að hlutabréfamarkaðurinn í
Bandaríkjunum er öflugri en
hlutabréfamarkaðir annarra
landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af
markmiðum með stofnun þjón-
ustumiðstöðva er bætt aðgengi í
þjónustu borgaranna.“
Jónas Gunnar Einarsson:
„Áhrifalaus og mikill meirihluti
jarðarbúa, svokallaður almenn-
ingur þjóðanna, unir jafnan mis-
jafnlega þolinmóður við sitt.“
Jakob Björnsson: „Mörg rök
hníga að því að raforka úr vatns-
orku til álframleiðslu verði í fram-
tíðinni fyrst og fremst unnin í til-
tölulega fámennum, en vatnsorku-
auðugum, löndum...“
Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð
hvílir því á þeim sem taka ákvörð-
un um að spilla þessum mikilvægu
verðmætum fyrir meinta hagsæld
vegna frekari álbræðslu.“
Stefán Örn Stefánsson: „Ég
hvet alla Seltirninga til að kynna
sér ítarlega fyrirliggjandi skipu-
lagstillögu bæjaryfirvalda ...“
Gunnar Finnsson: „Hins vegar er
ljóst að núverandi kerfi hefur
runnið sitt skeið og grundvallar-
breytinga er þörf ...“
Eyjólfur Sæmundsson og
Hanna Kristín Stefánsdóttir:
„Öryggismál í landbúnaði falla
undir vinnuverndarlög og þar
með verksvið Vinnueftirlitsins.“
Jakob Björnsson: „Með þvílíkum
vinnubrögðum er auðvitað lítil
von um sættir.“
Guðmundur Hafsteinsson: „Því
eru gráður LHÍ að inntaki engu
fremur háskólagráður en þær
sem TR útskrifaði nemendur
með, nema síður sé.“
María Th. Jónsdóttir: „Á landinu
okkar eru starfandi mjög góðar
hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða
en þær eru bara allt of fáar og
fjölgar hægt.“
Hafsteinn Hjaltason segir
landakröfumenn hafa engar heim-
ildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra
eignarland, eða eignarland Bisk-
upstungna- og Svínavatnshreppa.
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og Al-
coa, er að lýsa því yfir að Kára-
hnjúkavirkjun, álbræðslan í
Reyðarfirði og línulagnir þar á
milli flokkist undir að verða „sjálf-
bærar“!“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
MIG LANGAR til að segja ykkur,
lesendur góðir, smá sögu. Þannig er
mál með vexti að ég greindist með
MS í lok maí á þessu ári, og þegar ég
fékk fréttirnar brotnaði ég niður. Ég
vissi lítið um sjúkdóm-
inn, hélt ég myndi enda
í hjólastól á næstunni
og að lífið mitt eins og
ég þekkti það væri
bara búið. Á spít-
alanum fékk ég að
heyra um MS félagið,
en bara að það væri til
og ég gæti leitað þang-
að eftir upplýsingum
og gæti talað við fólk
þar.
Ég fer þá fljótlega
eftir greiningu og kíki
á MS félagið, og þar
tekur á móti mér Sig-
urbjörg, formaður félagsins, og ég
talaði við hana í u.þ.b. klukkustund.
Það var mjög gott að tala loksins við
manneskju sem er líka með MS því
hún skildi hvað ég var að ganga í
gegnum. Svo segir hún mér að félag-
ið sé lokað yfir sumarið, það sé ekk-
ert að gerast og ég verði að bíða
þangað til um haustið.
Í sumar leið mér mjög illa, las mér
til á Netinu, í bæklingum og bókum,
því það var það eina sem ég gat gert.
Læknirinn minn vissi mikið, en
ekki næstum því allt sem mig vant-
aði að vita.
Ekki gat ég leitað í félagið eftir
stuðningi og skilningi því það var
lokað.
Hverjum dettur í hug að loka
svona félagi yfir sumartímann? Fólk
er að greinast allt árið. Sumir eru á
sama stað og ég, þekkja ekki þennan
sjúkdóm, þekkja engan sem er með
þetta og hafa þá engan stað að leita á
því félagið sem á að styðja ný-
greinda er í 3 mánaða sumarfríi.
Þetta finnst mér engan veginn
ganga.
Maðurinn minn ákvað að bjóða sig
fram sem næsta formann MS félags-
ins. Hann heitir Valur Smári Þórð-
arson og er fullur af metnaði og hug-
myndum. Ég er að sjálfsögðu við
hægri hönd hans og þar sem ég er
með MS er ég full af hugmyndum
líka og í sameiningu (ef hann verður
kosinn) ætlum við að
koma félaginu í fullan
gang aftur og hafa
starfsemi allt árið. Eitt
af því fyrsta sem ég vil
gera ef við verðum kos-
in í stjórn er þjónusta
við nýgreinda. Ef fólk
hefur áhuga, þá langar
mig til að hringja í alla
sem eru nýgreindir og
spjalla aðeins við þá í
síma á hverjum degi
(eða eins og hentar
þeim best) fyrst til að
byrja með svo að þeir
geti talað við einhvern
sem skilur þá. Ég hefði þakkað guði
ef mér hefði verið boðið þetta, því
fyrst til að byrja með var ég svo ráð-
villt að ég vissi ekki hvað ég átti af
mér að gera. Það var ýmislegt að
gerast í líkamanum sem ég skildi
ekki. Ég gat varla gengið, ég var
með eymsli í húðinni, minnið fór að
hverfa og sjónin versnaði á tímabili.
Ég hafði enga orku, var síþreytt og
gat ekki verið innan um mikið af
fólki í einu. Það ruglaði mig alveg að
heyra fólk tala úr öllum áttum. Mig
fór bara að svima. Allt þetta að ger-
ast hjá mér og enginn til að tala við
sem þekkti þetta.
Ég hefði viljað fara í félagið, það
hefði verið tekið vel á móti mér, fólk
myndi setjast niður og tala við mig,
segja mér frá sér, tala um sjúkdóm-
inn og hjálpa mér. Ég hefði viljað
vera á fræðslufundum um sjúkdóm-
inn. En nei, það var sumarfríi í
nokkra mánuði.
Það hefur verið lítið um að vera í
félaginu allavega síðastliðið ár svo
ég viti. Við viljum koma af stað starf-
semi að einhverju ráði. Hafa fönd-
urkvöld, spilakvöld, spjallkvöld,
fundi og jólaböll svo eitthvað sé
nefnt.
Ég tók eftir því að þegar við
ákváðum að fara út í það að bjóða
okkur fram sem formannsefni, þá
fórum við að tala við mikið af fólki
sem er með MS og allt í einu var ég
ekki ein í heiminum sem átti bágt,
heldur var ég komin inn í félagsskap
í kringum sjúkdóminn sem ég er
með. Sú tilfinning var alveg frábær.
Núna er ég að verða aftur mjög
sterk andlega og nóg að gera. Það
munar öllu að umgangast fólk sem
er líka með MS því það skilur mann
og maður getur jafnvel hlegið að
sumu sem kemur fyrir mann.
Annað sem mig langar að koma að
líka. Við Valur ræddum við John
Benedikz sem er einn færasti MS-
sérfræðingur landsins og hann vill
koma aftur inn í félagið og bjóða
fram fría þjónustu fyrir MS-sjúkl-
inga. Það er mjög dýrt að fara á
stofu og hitta taugasérfræðing til að
fá svör við nokkrum spurningum,
eða láta skoða eitthvað nýtt sem
maður finnur fyrir að sé að gerast í
líkamanum. Af hverju á að setja fólk
á hausinn í læknakostnaði þegar það
er kannski bara á örorkubótum og
hefur nóg annað og betra að gera við
peningana sína?
John vann í félaginu hér áður, en
núverandi stjórn losaði sig við hann
af einhverjum ástæðum sem mér
eru ókunnar. Ég hugsa að enginn
geti svarað því nema núverandi
stjórn. Mér fannst rosalega gott að
tala við hann og hann sagði mér
mjög mikið um sjúkdóminn sem ég
vissi ekki áður. Hann er alveg ómet-
anlegur.
Svo ég bið alla sem eru í félaginu,
hvort sem þeir eru MS-sjúklingar,
vinir eða vandamenn, að mæta á að-
alfund sem er 30. október hjá MS fé-
laginu og kjósa Val sem næsta for-
mann.
MS-sjúkdómurinn
greinist allt árið –
líka á sumrin!
Emilía Birna Harðardóttir
ræðir mál MS-sjúklinga
’Í sumar leið mér mjögilla, las mér til á Netinu,
í bæklingum og bókum,
því það var það eina sem
ég gat gert.‘
Emilía Birna
Harðardóttir
Höfundur er nýgreindur
MS-sjúklingur.
HVER er ég? Það er góð spurn-
ing. Ég er kona, móðir, félagsliði
en um fram allt er ég manneskja.
Hvað skiptir mig máli? Að geta lif-
að sem sjálfstæðustu lífi í sátt við
sjálfa mig og náungann og að hafa
val. Ég er hreyfihömluð og sökum
þess skiptir gott aðgengi mig höf-
uðmáli. En hvað er
gott aðgengi? Gott að-
gengi er aðgengi fyrir
alla. Aðgengi fyrir
fatlaða snertir ekki
bara þá sem eru nú
þegar fatlaðir heldur
alla landsmenn. Við
erum jú öll mann-
eskjur sem eigum
okkar rætur í sama
jarðvegi. Við það að
fatlast hef ég sömu
mannréttindi. Ég af-
sala mér ekki þeim
réttindum að vera
manneskja við að fatl-
ast. Viðhorfsbreyting til fatlaðra
sem virka þátttakendur í samfélag-
inu verður að virða í verki en ekki
aðeins í orði. Á undanförnum árum
hefur margt áunnist í hagsmuna-
baráttu fatlaðra en það eru enn
ýmsar hindranir í veginum.
Hindranir eru tvíþættar. Annars
vegar áþreifanlegar hindranir og
hins vegar hinar huglægu hindr-
anir. Hinar áþreifanlegu hindranir,
eins og þröskuldar eða stigar, eru
ekki þær verstu. Þegar komið er að
vegg sem þarf að ryðja úr vegi er
stundum eina leiðin að klífa yfir
hann ef þú ræður ekki við að
brjóta hann niður. Það þarf að
horfast í augu við hindranirnar og
finna leiðir til þess að ryðja þeim
úr vegi. Hindrunum verður ekki
rutt úr vegi á einum degi. Byrja
verður á þeim hug-
lægu hindrunum sem
búa í huga okkar. Við-
horfsbreyting og vilji
er allt sem þarf. Þú
ert það sem þú hugsar.
Samfélagið gerir fólk
oft fatlaðra með því að
hafa aðgengi ekki fyrir
alla. Hús eiga að vera
hönnuð til að sameina
fólk fremur en að
sundra.
Ég á erfitt með
gang og notast oft við
hjólastól. Hjólastóllinn
er hjálpartæki sem
auðveldar mér að taka þátt í lífinu
á sjálfstæðan hátt. Það að fatlast
og þurfa að notast við hjálpartæki
getur verið erfitt að horfast í augu
við. Ég vel hins vegar mínar hugs-
anir og viðhorf til lífsins. Það tekur
tíma að aðlagast breyttum að-
stæðum. Erfiðara er að uppgötva
að sumir líta á þig öðrum augum
við það að fatlast. Að vera heil-
brigður eða fatlaður, er það spurn-
ingin? Ég lít á mig sem heil-
brigðan, hreyfihamlaðan
einstakling.
Þegar ég fer út að skemmta mér
fæ ég mér stundum vökva á barn-
um. Eftir nokkra drykki þarf ég að
skila af mér vökvanum en það er
hægara sagt en gert í sumum til-
fellum. Skemmtistaðir og veitinga-
hús eiga að vera með aðgengilegt
salerni. Því miður eru þau í mörg-
um tilfellum notuð fyrir ræstidót
eða geymslu á víni. Þegar svo ber
undir er verið að brjóta lög. Til-
tekið dæmi er á nýlegum skemmti-
stað í Kópavogi þar sem aðgengi
inni á staðnum er gott en hjóla-
stólasalerni er notað fyrir vín-
geymslu. Hver á að hafa eftirlit
með svona stöðum sem virða ekki
reglur né mannréttindi? Afleiðingar
af því að aka yfir á rauðu ljósi geta
leitt til umferðarslyss eða sektar
sem flestir vilja komast hjá. Ef
engin eftirfylgni er með lögum, til
hvers þá að hafa lög? Við verðum
að geta treyst því að fólk virði lög
landsins. Við berum sameiginlega
ábyrgð á framvindu mála er snertir
aðgengi fyrir alla. Hugsun er til
alls fyrst. Ég er það sem ég hugsa.
Aðgengileg hugsun er öllum til
framdráttar. Við þurfum öll að
komast á klósettið.
Ég þarf að komast
á klósettið!
Kolbrún D. Kristjánsdóttir
fjallar um málefni fatlaðra
’Hinar áþreifanleguhindranir, eins og
þröskuldar eða stigar,
eru ekki þær verstu.‘
Kolbrún Dögg
Kristjánsdóttir
Höfundur er varaformaður Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn