Morgunblaðið - 08.10.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 29
Skýrsla bandarísku vopna-leitarnefndarinnar, semlögð var fram á Banda-ríkjaþingi í fyrradag, hefur
kynt enn undir umræðunum um
Íraksstríðið, sem nú er orðið efst á
baugi í kosningabaráttunni vestra.
Niðurstaða hennar var sú, að engin
gereyðingarvopn hefðu verið til í
Írak er innrásin var gerð. Þau voru
þó meginréttlætingin fyrir stríðinu.
Viðbrögð George W. Bush Banda-
ríkjaforseta við skýrslunni voru þau,
að hann sagði hana sýna, að Saddam
Hussein, fyrrverandi Íraksforseti,
hefði haft löngun til og getað byrjað
aftur á framleiðslu gereyðingar-
vopna og jafnvel komið þeim í hend-
ur hryðjuverkamanna. Demókratar
á Bandaríkjaþingi fóru hins vegar
ómjúkum höndum um Charles
Duelfer, yfirmann vopnaleitarinnar,
og niðurstöðu hans.
„Það, sem þú ert að segja okkur,
er ekki aðeins, að Írakar hafi engin
gereyðingarvopn átt, heldur hafi
Saddam sjálfur tekið ákvörðun um
að eyða þeim,“ sagði Carl Levin,
helsti fulltrúi demókrata í hermála-
nefnd öldungadeildarinnar. „Þetta
er yfirgengilegt og þveröfugt við
það, sem ríkisstjórn Bush hélt fram
fyrir innrásina. Þessi niðurstaða
þýðir, að tvær meginástæður ríkis-
stjórnarinnar fyrir stríðinu voru kol-
rangar.“
Duelfer sagði einnig, að ekki hefði
verið unnið að neinum ólöglegum
vopnaáætlunum í Írak eftir að
vopnaeftirlit hófst þar árið 1991.
Hefði búnaður til slíkrar framleiðslu
verið úr sér genginn en samt væri
ljóst, að Saddam hefði getað endur-
vakið framleiðsluna síðar. Þingmenn
demókrata brugðust reiðir við þeirri
yfirlýsingu og sögðu, að hættan af
Saddam hefði augljóslega ekki verið
sú, sem básúnuð var fyrir innrásina.
Ástæðan ekki
langanir Saddams
„Við fórum ekki í stríð vegna
hugsanlegra langana og fyrirætlana
Saddams í framtíðinni,“ sagði Levin.
Jay Rockefeller, öldungadeildar-
þingmaður demókrata, sem sat
fundinn í hermálanefndinni. Hann
gagnrýndi harðlega þá yfirlýsingu
Bush forseta, að Bandaríkin hefðu
ekki getað tekið þá „áhættu“ að leyfa
Saddam að sitja áfram.
„Við réðumst inn í erlent ríki og
þúsundir manna hafa látið lífið. Samt
stafaði okkur engin alvarleg ógn af
Írak,“ sagði hann.
Niðurstöður skýrslunnar hafa
vakið mikla umræðu í Bretlandi þar
sem Tony Blair forsætisráðherra er
sakaður um að hafa sagt þjóðinni
ósatt. Menzies Campbell, talsmaður
frjálslyndra demókrata, sagði, að
réttlæting Blairs fyrir innrásinni
væri endanlega hrunin til grunna og
Michael Howard, leiðtogi Íhalds-
flokksins, sagði, að Blair hefði ekki
sagt satt um þær upplýsingar, sem
hann hefði fengið. Hann ítrekaði þó
stuðning sinn við Íraksstríðið, sem
hann sagði „sorglegt“ að mörgu
leyti.
Blair, sem staddur var í Eþíópíu,
kvaðst verða að viðurkenna, að engin
gereyðingarvopn hefðu verið í Írak
en skýrslan sýndi samt, að Saddam
hefði aldrei ætlað sér að fara eftir
ályktunum Sameinuðu þjóðanna.
Jack Straw, utanríkisráðherra Bret-
lands, sagði, að Saddam hefði verið
hættulegri en nokkurn hefði órað
fyrir.
„Hættan af Saddam Hussein,
hvað hugrenningar hans varðaði, var
jafnvel enn meiri en talið var,“ sagði
Straw.
John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu og mikill stuðningsmaður
innrásarinnar, sagði, að skýrsla
vopnaleitarnefndarinnar breytti
engu og hann sæi enga ástæðu til að
biðjast afsökunar.
Meginniðurstaðan
Lykilatriðin í skýrslu vopnaleitar-
nefndarinnar eru þessi:
Ekkert bendir til, að Saddam hafi
ráðið yfir gereyðingarvopnum árið
2003. Hugsanlegt er þó, að eitthvað
hafi verið til af þeim en ekki í hern-
aðarlega mikilvægum mæli.
Upplýsingar eru um, að vísu
brotakenndar og byggðar á nokkr-
um líkum, að Saddam hafi viljað
halda við getunni til að framleiða
gereyðingarvopn þegar refsiaðgerð-
um linnti.
Vandinn við að greina gereyðing-
arvopn úr fjarlægð endurspeglast í
þeim röngu ályktunum, sem dregnar
voru fyrir innrásina. Tæknilegir sér-
fræðingar mistúlkuðu staðreyndir
og komust að rangri niðurstöðu.
„Engin geta, engin vopn“
Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður
vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu
þjóðanna, brást við skýrslunni með
því að segja, að hann vonaði, að Bush
og Blair viðurkenndu, að innrásin í
Írak hefði verið mistök. Sagði hann
nú vera ljóst, að að þessu leyti hefðu
refsiaðgerðir SÞ tekist fullkomlega.
Undir það tók líka Robin Cook,
fyrrverandi utanríkisráðherra Bret-
lands:
„Það voru engin efnavopn, engin
lífefnavopn, engar verksmiðjur til að
framleiða þau, engin tæki til að
skjóta slíkum vopnum. Það var engin
vopnaáætlun, engin geta, engin
vopn. Að þessu hefðum við getað
komist, hefði Hans Blix verið leyft að
ljúka verki sínu í stað þess að fara í
stríð, sem kostað hefur 10.000
mannslíf.“
Heimildir:
AP, AFP, BBC, Los Angeles Times.
Hart deilt á Bush og Blair
í kjölfar vopnaskýrslu
Fréttaskýring | Bandarísk vopnaleitarnefnd tel-
ur að engin gereyðingarvopn hafi verið í Írak.
Gagnrýnendur innrásarinnar segja þetta sýna, að
logið hafi verið að fólki, en stjórnvöld í Bandaríkj-
unum og Bretlandi réttlæta stríðið meðal annars
með illum ásetningi Saddams Husseins.
AP
Charles Duelfer, yfirmaður vopnaleitarinnar, með skýrsluna á fundi her-
málanefndar bandarísku öldungadeildarinnar.
’Að þessu hefðum viðgetað komist, hefði
Hans Blix verið leyft að
ljúka verki sínu.‘
Saddam Hussein fékk ólöglega í sinnhlut 11 milljarða dollara, um 786milljarða ísl. kr., og tókst um leið aðgrafa undan ströngustu, efnahags-
legu refsiaðgerðum, sem gripið hefur verið
til. Gerði hann það með því að bera fé á rík-
isstjórnir og ráðamenn, háttsetta embætt-
ismenn og aðra frammámenn á alþjóðavett-
vangi.
Þetta er fullyrt í vopnaskýrslunni, sem
kynnt var á Bandaríkjaþingi í fyrradag, en
þar segir meðal annars, að Benon Sevan, sem
stýrði þeirri áætlun Sameinuðu þjóðanna,
sem nefnd var „Olía fyrir mat“, hafi þegið mút-
ur frá Saddam. Átti áætlunin eingöngu að
gagnast íröskum borgurum en ekki stjórnvöld-
um í Írak.
Múturnar voru í formi „olíuávísana“ og með-
al mútuþeganna voru, að sögn skýrsluhöfunda,
Megawati Sukarnoputri, þáverandi forseti
Indónesíu; Charles Pasqua, fyrrverandi innan-
ríkisráðherra Frakklands; Vladímír Zhírí-
novskí, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í
Rússlandi, og ríkisstjórnir, fyrirtæki og ein-
staklingar í Evrópu, Bandaríkjunum, Mið-
Austurlöndum og Afríku.
Í skýrslunni segir, að fyrirtæki og ein-
staklingar í 44 löndum að minnsta kosti hafi
fengið þessar ávísanir sem voru heimildir til að
kaupa ákveðið magn af olíu á ákveðnu verði.
En lesa má þó út úr henni, að sumar þeirra hafi
verið notaðar með löglegum hætti, aðrar ekki
innleystar nema að hluta og enn aðrar alls
ekki.
Fyrirtæki og einstaklingar, sem fengu ávís-
anirnar, voru flest í Rússlandi, Frakklandi og
Kína en öll eiga þessi ríki fastafulltrúa í örygg-
isráði SÞ.
Bandarísk fyrirtæki ekki nafngreind
Sagt er, að markmið Saddams hafi verið að
hvetja þau til að draga úr eða afnema refsiað-
gerðirnar, sem settar voru á Írak eftir innrás-
ina í Kúveit 1990. Þá hafi hann líka viljað reka
fleyg á milli þeirra og hinna ríkjanna, sem eru
með fastafulltrúa.
Nokkur bandarísk fyrirtæki eru á þessum
lista og fengu þau í hendur ávísanir á kaup ol-
íu á niðursettu verði fyrir milljarða dollara.
Þau má hins vegar ekki nafngreina vegna
bandarískra laga um persónuvernd.
10 til 35% hagnaður
Ávísanirnar var hægt að selja olíu-
fyrirtækjum eða öðrum með 10 til 35% hagn-
aði. Ávísun á 10 milljón olíuföt gat þannig skil-
að handhafanum, milliliðinum, allt frá einni og
upp í 3,5 millj. dollara, allt frá 70 og upp í 250
millj. ísl. kr. Sagt er, að Sukarnoputri hafi
fengið ávísun á sex millj. föt; Pasqua á 11 millj.
föt; rússneska utanríkisráðuneytið á 55 millj.
föt; Zhírínovskí á 53 millj. föt og rússneski
kommúnistaflokkurinn á 110 millj. föt. Ekki
hafa allar þessar ávísanir verið innleystar að
fullu. Sem dæmi um það má nefna, að Sevan er
sagður hafa fengið ávísun á 13 millj. olíuföt og
vera búinn að innleysa fyrir 7,3 millj. fata.
Stendur nú yfir rannsókn í máli hans hjá SÞ.
Auk þessa samdi Saddam beint við rík-
isstjórnir í nágrannalöndunum um olíusmygl,
sem báðir högnuðust á. Fulltrúar Saddams
sömdu þá um að kaupendurnir greiddu undir
borðið ákveðna þóknun sem rann beint til ein-
ræðisherrans og nánustu samstarfsmanna hans
og námu þessar fjárhæðir samanlagt millj-
örðum dollara.
Megawati Suk-
arnoputri: Sögð
hafa fengið sex
millj. olíuföt .
Benon Sevan:
Sagður hafa fengið
ávísun upp á 13
millj. olíuföt.
Charles Pasqua:
Sagður hafa í
heildina fengið 11
millj. olíuföt.
Segja Saddam hafa beitt
umfangsmiklum mútum(Börn
u 1997)
ðans.
fædd ár-
stundaði
í lista-
sfræðum
Vínar-
stundar
maborg-
einnig í
París.
út sína
rið 1967
Schatten
u). Þátt-
í stjórn-
gum
um hafði
nnar og
lockvög-
r, elskan
nnar frá
elinek er
ókennar-
u Eriku,
em býr
i. Erika
um kyn-
r ungum
emur ár-
um gerði þýski leikstjórinn Michael
Hanake kvikmynd eftir sögunni
með frönsku leikkonunni Isabelle
Huppert í aðalhlutverki.
Jelinek hlaut Georg Büchner
verðlaunin árið 1998 en þau eru
veitt þýskumælandi rithöfundi.
Af öðrum verkum Jelinek má
nefna Michael 1972, Die Liebha-
berinnen (Ástkonurnar1975), Die
Ausgesperrten (Hinir innilokuðu
1980) Lust (Losti 1989), sem hún
segir að lýsi, „ofbeldi karla gegn
konum í dæmigerðu hjónabandi“.
Leikrit Jelinek eru á annan tug
og meðal þeirra helstu eru Was
geschah, nachdem Nora ihren
Mann verlassen hatte oder Stützen
der Gesellschaften. (Það sem gerð-
ist eftir að Nóra yfirgaf mann sinn,
eða stuðningur samfélagsins 1980),
Clara S. um eiginkonu Roberts
Schumanns tónskálds. Nemenda-
leikhús Leiklistarskóla Íslands
flutti Clöru S. fyrir nokkrum árum.
Krankheit oder Moderne Frauen
(Veikindi eða nútímakona 1987) og
nýjasta leikrit hennar frá 1998
nefnist Sportstück sem fjallar um
ofbeldi og fasisma í íþróttum.
Jelinek hefur auk þess gefið út
ljóðabækur, skrifað greinar, út-
varpsleikrit, óperutexta og ritgerð-
ir.
Í austurrískum fjölmiðlum var
haft eftir Jelinek í gær að hún
treysti sér ekki til að veita verð-
laununum viðtöku í eigin persónu
vegna slæmrar heilsu sinnar. „Ég
get ekki verið innan um fólk,“ segir
hún og kvaðst vera haldin því sem
læknar kölluðu félagsfælni.
Jelinek
undur
inu
ithöf-
Nób-
04.
sinn
ákvörðun-
d íbúalýð-
og að al-
og ýmsar
umdeild-
iðin hafi
opinbera
ema hafa
ulagi hafi
umræðan
ar fram-
lítið eftir
é að end-
álsins og
m í þágu
s vegar er
agsmunir
Að mínu
í huga að
í lýðræði
bara ein-
r Rui.
kavirkjun
þar sem
efði ef til
hún: „Það
þjóðarat-
hennar
velta á þjóðmálaumræðunni sem á
undan hefur farið.“
Og Ringen bætir við: „Geta allir
tjáð skoðanir sínar, er þeim stillt
upp saman, eru allir „neyddir“ til að
hlusta á mótrökin og svo framveg-
is? [...] Þjóðaratkvæðagreiðsla get-
ur verið gagnlegt tæki ef það er not-
að í tengslum við gagnlegar og
góðar umræður. Ég held hins vegar
að spurningin um Kárahnjúka sé af
öðrum toga og það er ekkert já- eða
nei-svar til við því hvort eigi að
virkja: Það sama gildir um refaveið-
ar í Bretlandi, þar er engin lausn í
sjónmáli, í Þýskalandi hefur lengi
verið rætt um hraðatakmarkanir á
Autobahn og í Bandaríkjunum um
vopnaeign almennings, í Noregi eru
það úlfar og sauðfé. […] Þetta eru
undantekningaspurningar með
enga lausn í sjónmáli, annaðhvort
mun umræðan halda áfram eða
finna verður einhverja aðferð til að
komast að niðurstöðu, í gegnum
þingið eða með þjóðaratkvæða-
greiðslu, en hún leysir ekki málin
nema allir séu tilbúnir að una nið-
urstöðunni,“ segir Ringen.
Ráðstefnan er haldin í dag í stofu
101 í Odda, frá kl. 15–18.30.
a ræddar á ráðstefnu
am fer í Odda í dag
Morgunblaðið/Þorkell
ið Oxford-háskóla, og Sandrine Rui, fé-
-stofnunina í París.