Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Sverrir
Afhenti bækling Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra leit í heimsókn í Barnasmiðjuna í gær og kynnti sér verksmiðjuna og framleiðsluna.
Við það tækifæri afhenti Hrafn Ingimundarson, eigandi Barnasmiðjunnar, ráðherra fyrsta eintakið af nýjum vörulista fyrirtækisins.
Grafarvogur | Foreldrar hugsa allt of mikið um
að vernda börn sín fyrir hættum í umhverfinu,
þegar þeir ættu frekar að hugsa um að börnin
verði sjálfsörugg og kunni að takast á við um-
hverfið. Þetta er mat Barböru Hendricks, kan-
adísks landslagsarkitekts, sem hefur starfað við
hönnun barnaleikvalla í yfir
20 ár.
Hendricks starfar um
þessar mundir í Danmörku,
en er stödd hér á landi á
vegum Barnasmiðjunnar í
Grafarvogi til að kynna hug-
myndir sínar fyrir fólki sem
kemur að vali á leiktækjum
og hönnun á leiksvæðum hér
á landi. Hún segir að á sín-
um langa starfsferli hafi hún
séð leiki barna breytast mikið, en ekki síður
segir hún breytingu í viðhorfum foreldra áber-
andi.
„Við fullorðna fólkið höfum miklu meiri stjórn
á lífi barnanna okkar heldur en var þegar ég var
að alast upp. Krakkar fara ungir á leikskóla og
það er alltaf einhver að fylgjast með hvað þeir
eru að gera. Það er svo mikið af fólki sem hefur
áhyggjur af áhættu og skaðabótaskyldu sem vill
helst af öllu hreinsa umhverfi barnanna af öllu
sem gæti mögulega verið hættulegt.“
Leikir barna breyst mikið
Þetta segir Hendricks alls ekki af hinu góða:
„Með því að taka áhættuna úr lífi barnanna er-
um við líka að taka þann neista úr lífi þeirra sem
fylgir því að geta prófað eitthvað sem þau eiga
ef til vill ekki að gera. Leikir barnanna hafa
þess vegna breyst mikið vegna þess hvað við
leyfum þeim og hvað við leyfum þeim ekki að
gera. Þegar ég ólst upp höfðum við vissulega
reglur um hvað mátti og hvað ekki, en þær voru
ekki mjög margar. Í dag er ótrúlega mikill fjöldi
af reglum um hvað má og hvað ekki, reglurnar
eru svo margar að börn vita oft á tíðum ekki
lengur hvað er bannað og hvað ekki,“ segir
Hendricks.
„Við erum að ofvernda börnin okkar, en á
sama tíma erum við að minnka örvunina, ung
börn sem hljóta nægilega örvun þjálfast nægj-
anlega í því að meta umhverfið og þurfa því ekki
á allri þessari vernd að halda, því þau verða
öruggari með sig. Það á að hvetja börn til að
verða eins örugg með sig, líkamlega og andlega,
eins og hægt er, og það gerist ekki ef þau fá
aldrei að taka áhættu. Eina leiðin til að vernda
börnin er að sjá til þess að þau kunni að takast á
við umhverfið.“
Hendricks er hér á landi til að kynna hug-
myndir sínar um hvernig nálgast megi það við-
fangsefni að hanna leiksvæði fyrir börn.
„Áherslan á að vera á skapandi hönnun, hönn-
uðir eiga að nota hugmyndaflug sitt og hæfi-
leika til að skapa gott umhverfi fyrir börn. Það
er mikilvægt að taka leiki barna alvarlega og
skapa þeim umhverfi sem hentar á leikvell-
inum,“ segir Hendricks.
Það er mikilvægt fyrir fólk sem vinnur að því
að gera leiksvæði fyrir börn að eiga góð sam-
skipti við börn og hlusta á þau og sjá hvað þau
gera, segir Hendricks. „Ég fer reglulega á leik-
skóla og eyði deginum þar. Börnin leika sér,
sýna mér hvað þeim þykir gaman að gera og
hvernig þau leika sér. Svo er það mín ábyrgð
sem hönnuður að hugsa um það sem fram fer og
reyna að sjá út hvernig ég get notað þessar upp-
lýsingar til að búa til betra umhverfi, skemmti-
legri leiktæki og fleira í þeim dúr.“
Foreldrar ofvernda börnin sín
Barbaras
Hendricks
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 21
MINNSTAÐUR
!
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Reykjavík | Borgarráðsfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokks og áheyrn-
arfulltrúi Frjálslyndra lögðu
fram fyrirspurn um færslu
Hringbrautarinnar á fundi
borgarráðs í gær og vildu þeir
vita hver umframkostnaðurinn
væri við að leggja brautina í op-
inn stokk á 600 metra kafla milli
Snorrabrautar og Njarðargötu.
Einnig var óskað eftir skýr-
ingu borgaryfirvalda á því hver
umframkostnaðurinn yrði við að
breyta fyrirhuguðum mislægum
gatnamótum á mótum Snorra-
brautar og Miklubrautar þannig
að þau verði ljóslaus. Að lokum
voru borgaryfirvöld spurð hvers
vegna væri áfram gert ráð fyrir
því að gamla Hringbrautin yrði
áfram í notkun, þrátt fyrir að
takmarkið hefði verið að auka
pláss fyrir Landspítala – há-
skólasjúkrahús.
Jafnframt lögðu borgarráðs-
fulltrúar minnihlutans fram svo-
hljóðandi tillögu: „Lagt er til að
gert verði heildstætt mat á fag-
legum og fjárhagslegum kost-
um þess og göllum að leggja nið-
ur akstur á gömlu
Hringbrautinni um lóð LHS frá
Snorrabraut að Barónsstíg og
byggja þess í stað nýtt hring-
torg á mótum Snorrabrautar og
Eiríksgötu, nýjan rampa fyrir
hægri beygju til vesturs af
Snorrabraut niður á nýja
Hringbraut og nýja tengingu
Hlíðarfótar við vestari hluta
gömlu Hringbrautar, Laufás-
veg og Barónsstíg skv. með-
fylgjandi uppdráttum átaks-
hóps Höfuðborgarsamtakanna
og Samtaka um betri byggð,
dags. í september 2004.“
Vilja upp-
lýsingar
um Hring-
braut
Kópavogur | Lokahnykk-
urinn á spænskri menn-
ingarhátíð sem staðið
hefur yfir í Kópavogi
undanfarna viku verður
á laugardag, og verður
haldið málþing um
spænska menningu fyrir
hádegi, en fjölskylduhá-
tíð í Vetrargarðinum í
Smáralind eftir hádegi.
Fjölskylduhátíðin
verður haldin í Smára-
lind milli kl. 14 og 16 á
laugardag, en meðal
dagskráratriða eru flamenco-dans,
spænsk tónlist, fimleikaatriði, kór-
söngur, kynningar á námsframboði
fyrir þá sem vilja læra spænsku og
margt fleira.
Málþingið verður haldið í Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs, á
milli kl. 10 og 12 á laugardag og
ber það yfirskriftina Spænska
heimsveldið endurrisið. Fjöldi fyr-
irlestra verður í boði, m.a. um
spænska nútímalist, áhrifamátt
Spánar í Evrópu, arkitektúr á
Spáni o.fl. Mæting er öllum opin,
en tilkynna þarf um þátttöku með
tölvupósti á netfangið salurinn-
@salurinn.is fyrir klukkan 16 í
dag föstudag.
Menningarhátíð í
Kópavogi að ljúka
Reuters