Morgunblaðið - 08.10.2004, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 27
UMRÆÐAN
Á HEIMASÍÐU
sinni skýrir Valgerður
Sverrisdóttir aðild sína
að þeirri ákvörðun að
útiloka mig frá störf-
um fyrir þingflokk
framsóknarmanna inn-
an þings sem utan.
Telur hún að ákvörð-
unin þurfi ekki að
koma neinum á óvart
„þegar atburðir síð-
ustu mánaða og ára
eru hafðir í huga“ og
vísar svo til þess að
„stefna Kristins hefur verið á skjön
við meginstefnu flokksins í mik-
ilvægum málaflokkum svo sem at-
vinnumálum, efnahagsmálum, utan-
ríkismálum“. Klykkir hún svo út
með því að hún geti ekki krafist
þess að ég sé og verði framsókn-
armaður, það ákveði
ég sjálfur.
Aðeins 61% tryggð
kjósenda flokksins
Ég hef skoðað afstöðu
stuðningsmanna
Framsóknarflokksins í
6 stórum og umdeild-
um málum. Í þeim öll-
um fara viðhorf meiri-
hluta stuðningsmann-
anna saman við mín
sjónarmið. Hins vegar
held ég að í þeim öllum
séu skoðanir Val-
gerðar í minnihluta og oft í veruleg-
um minnihluta. Skyldi Valgerður
segja að stuðningsmenn flokksins
séu ekki framsóknarmenn eða hefur
það breyst svo, sem felst í því að
vera framsóknarmaður að mati Val-
gerðar, að framsóknarmennirnir
hafa ekki áttað sig á því og eru að
verða viðskila við prókúruhafa
Hinnar Réttu Skoðunar Flokksins.
Ég tek eftir því að í rannsóknum
Gallup kemur fram að svonefnd
tryggð kjósenda við stjórnmála-
flokka er minnst við Framsókn-
arflokkinn og hefur nánast hrunið á
síðustu árum. Í ágúst 2002 birtir
Gallup athugun og þar er tryggð
kjósenda flokksins aðeins 75,6%
miðað við kosningarnar 1999 og er
sú minnsta af öllu flokkum. Hinn
stjórnarflokkurinn nýtur þá stuðn-
ings 91,6% kjósenda sinna. Tveimur
árum síðar, ágúst 2004, kemur önn-
ur könnun á því sama. Þá ætlar að-
eins 61,0% þeirra sem kusu flokkinn
í fyrra að styðja hann nú. Tryggðin
er hins vegar miklu meiri hjá Sjálf-
stæðisflokknum eða 84,6%. Hvers
vegna eru kjósendurnir að yfirgefa
flokkinn í miklu meiri mæli en hjá
öðrum flokkum og hvers vegna er
staðan svona góð hjá hinum stjórn-
arflokknum? Augljóst,
Framsóknarflokkurinn stendur að
ákvörðunum sem kjósendur flokks-
ins eru ósáttir við en þær ákvarð-
anir falla á hinn bóginn kjósendum
Sjálfstæðisflokksins vel í geð
Kjósendur og Kristinn
sammála
Ég hef beitt mér fyrir breytingum á
kvótakerfinu en Valgerður staðið á
móti. Gallup upplýsir í síðasta mán-
uði að aðeins 39% stuðningsmanna
flokksins styðji óbreytt kerfi, 53%
þeirra vilja breyta því og 8% leggja
það niður. Fyrir tveimur árum gerði
Gallup könnun um sölu Símans, 64%
stuðningsmanna flokksins vildu
ekki selja. Aðeins 9% stuðnings-
manna flokksins studdu stríð við
Írak og 54% vildu ekki stríð undir
neinum kringumstæðum. sbr. Gall-
up í febrúar 2003. Samt var tekin
ákvörðun sem aðeins 9% stuðnings-
manna flokksins studdu. Í mars
2003 sýnir könnun Fréttablaðsins
að 63% kjósenda flokksins eru and-
víg ákvörðun ríkisstjórnarinnar í
Íraksmálinu. Í fjölmiðlamálinu var
ríkisstjórnin í miklum minnihluta
samkvæmt öllum könnunum og í
gegnum allar útgáfur málsins. Í júlí
ætluðu aðeins 36% kjósenda flokks-
ins að staðfesta fjölmiðlalögin en
53% kjósendanna ætluðu að greiða
atkvæði gegn lögunum. Áform
ríkisstjórnarinnar um að setja skil-
yrði um aukinn meirihluta til þess
að fella lögin úr gildi studdu aðeins
32% kjósenda flokksins en 62%
þeirra voru andvíg. Ákvörðun for-
seta Íslands um að synja um stað-
festingu á lögunum studdi 51%
kjósenda flokksins en aðeins 40%
voru á móti. Fleiri mál get ég nefnt
svo sem afstöðu til aðildar að Evr-
ópusambandinu, einkarekstur í heil-
brigðiskerfinu og framkvæmd jafn-
réttissamþykkta flokksins. Í öllum
þessum málum tel ég með rökum að
afstaða mín sé í góðu samræmi við
vilja meirihluta stuðningsmanna
flokksins.
Þeir eru margir sem eru mjög
hugsi yfir því hvert stefnir með lýð-
ræðið eftir átök undanfarins árs,
þar sem ríkisstjórnin hefur verið
helsti gerandinn. Sveinbjörn Eyj-
ólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit
og áður aðstoðarmaður landbúnað-
arráðherra, flutti góða hátíðarræðu
17. júní sl. í Borgarnesi. Hann velti
þessu fyrir sér og sagði m.a.: „Lýð-
ræði er ekki síður menning en
stjórntæki. Þeir sem fara hverju
sinni með vald verða að hlusta. Það
dugir ekki lengur að tala og gera lít-
ið úr skoðunum annarra sem e.t.v.
eru manni ekki sammála. Í Íraks-
málinu var ekki hlustað og í raun
virðist enginn hafa tekið þessa
ákvörðun. Málið var ekki rætt á Al-
þingi og fólkið í landinu fékk ekki að
tjá sig. Hér voru gerð mikil mistök
sem endurspeglast í þeirri stöðu
sem nú er uppi að forseti lýðveldis-
ins neitar að staðfesta lög er varða
eignarhald á fjölmiðlum.“ Er þetta
ekki kjarni málsins, menn þurfa að
gera meira af því að hlusta og
minna af því skipa fyrir.
Hver er framsóknarmaður?
Kristinn H. Gunnarsson
fjallar um stöðu sína innan
Framsóknarflokksins ’Fyrir tveimur árumgerði Gallup könnun um
sölu Símans, 64% stuðn-
ingsmanna flokksins
vildu ekki selja. ‘
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður
Framsóknarflokksins.
ALVARLEGIR geðsjúkdómar
koma inn í líf fólks eins og fellibylur
sem skellur á fyrirvaralaust og skil-
ur eftir sig eyðileggingu, örvænt-
ingu og sorg. Tilveran gjörbreytist.
Ekkert er né verður
sem áður. Hamingja
og heilsa manna eru
samofin. Heilbrigður
einstaklingur á sér
margar óskir, hinn
sjúki og hans nánustu
aðeins eina.
Fyrr á tímum var
geðsjúkum og að-
standendum þeirra
nánast úthýst af sam-
félaginu. Stundum ráð-
lagði fagfólk meira að
segja aðstandendum
að yfirgefa sjúka ætt-
ingja sína til að bjarga sjálfum sér
og öðrum í fjölskyldunni því ekkert
væri hvort sem er hægt að gera –
geðsjúkdómar væru því sem næst
ólæknandi.
Í dag vitum við betur. Þekking á
orsökum geðsjúkdóma er að sönnu
enn afar takmörkuð en samt er ljóst
að samstillt átak sjúklingsins sjálfs,
aðstandenda, vina og fagfólks skilar
árangri, stundum undraverðum.
Hið óbærilega getur orðið bærilegt.
Að vísu ekki alla daga, langt í frá,
en vonin getur vaknað að nýju. Og
svo er bara að þrauka. Sálarþrek og
starfsgeta skipta mestu máli, von-
andi lengjast góðu stundirnar og
tími martraðanna styttist.
Sem aðstandandi geðfatlaðs ein-
staklings og kennari ungra manna
og kvenna veit ég líka,
að fordómar sam-
félagsins gagnvart
geðsjúkum fara
minnkandi. Umræðan
er orðin opnari,
skömmin minni og
nærgætnin meiri. Geð-
sjúkir verða hins veg-
ar að treysta á mann-
úð og kærleika
samferðamanna sinna.
Hjálparlaust geta þeir
ekki brotist út úr ein-
angrun sinni og fjötr-
um.
Saga Íslendinga geymir andartök
þegar þjóðin hefur öll sameinast um
að láta gott af sér leiða og stendur
saman gegn hörmungum og sjúk-
dómum. Skemmst er að minnast
baráttunnar gegn „Hvíta dauðan-
um“, berklaveikinni. Á okkar tímum
er m.a. tekist á við krabbamein og
hjartasjúkdóma.
Ég er þess fullviss að næsta stóra
verkefnið í heilbrigðismálum okkar
Íslendinga verða forvarnir gegn
geðsjúkdómum ásamt umönnun og
endurhæfingu geðsjúkra. Kiwanis-
hreyfingin hefur í 30 ár stutt við
bakið á geðsjúkum og samtökum
þeirra. Dagana 7.–10. október fer
fram landssöfnun Kiwanishreyfing-
arinnar til stuðnings geðsjúkum
undir kjörorðinu „Lykill að lífi“. Af-
rakstur söfnunarinnar rennur til
tveggja brýnna verkefna. Annars
vegar til samtakanna Geðhjálpar til
að nýta upplýsingatæknina í því
skyni að rjúfa einangrun geðsjúkra,
einkum á landsbyggðinni. Hins veg-
ar til að styrkja starfsemi barna- og
unglingageðdeildar Landspítala
–háskólasjúkrahúss.
Sýnum öll stuðning við geðsjúka í
verki. Kaupum lykil að lífi.
Lykill að lífi
Svanur Kristjánsson skrifar
um Landssöfnun Kiwanis
– Lykil að lífi ’Saga Íslendinga geym-ir andartök þegar þjóðin
hefur öll sameinast um
að láta gott af sér leiða
og stendur saman gegn
hörmungum og sjúk-
dómum.‘
Svanur Kristjánsson
Höfundur er prófessor við Háskóla
Íslands og stjórnarmaður í Geðhjálp.
Í DESEMBER 2001 hélt Fiski-
félag Íslands fjölmennan fund um
veiðarfæri og veiðarfærarann-
sóknir. Frummælendur voru sér-
fræðingar í faginu og urðu fjörugar
umræður. Ein klár
niðurstaða fundarins
var – og sú skoðun hef-
ur oft komið fram – að
auka þyrfti rannsóknir
á sviði veiðarfæra til
þess að þekkja betur
umhverfisáhrif þeirra
og geta þróað valhæfni
þeirra. Framtíðar-
markmið þess verks
yrði að útbúa veið-
arfæri sem sköðuðu
umhverfið sem minnst
og veiddi aðeins þá
fiska sem ætlunin væri
að veiða. Vitaskuld verður löng leið
að ná því markmiði en um það er
víðtæk samstaða að reyna.
Jafn undarlega og það hljómar
hafa útvegsmenn þessa lands og
samtök þeirra LÍÚ oft verið gagn-
rýnd fyrir að vinna gegn veiðar-
færarannsóknum þvert á orð þeirra
og athafnir. Sú gagnrýni varð að
hjómi einu hinn 8. september sl.
þegar LÍÚ gaf Háskólanum á
Akureyri glæsilega og fullkomna
neðansjávarmyndavél, sem einmitt
er forsenda veiðarfærarannsókna,
þótt hún gagnist einnig í mörg önn-
ur verkefni. Það var ekki upplýst
hvað slík myndavél kostar en öllum
er ljóst að tækið er af-
ar verðmætt, gjöfin
dýrmæt og að baki
gjöfinni stórhugur.
Enda er það rangnefni
að kalla þetta mynda-
vél því í raun er þarna
um að ræða lítinn vel
tækjum búinn kafbát,
sem hægt er að
stjórna til myndatöku,
sýnatöku og fleira.
Það fór ótrúlega lít-
ið fyrir þessari frétt í
flestum fjölmiðlum
landsins, sem endur-
speglar ef til vill minnkandi vægi
sjávarútvegs í þjóðarbúinu. Engu
að síður er þetta stórviðburður.
Með þessu tæki skapast vísinda-
mönnum á þessu sviði stórkostlegt
tækifæri til þess að efla framfarir í
veiðarfæratækni. Það var kynnt við
afhendingu myndavélarinnar að
Einar Hreinsson á Ísafirði – einn
fremsti sérfræðingur landsins í
veiðarfærum – hefði verið ráðinn af
þessu tilefni til Háskólans á Akur-
eyri með aðsetur á Ísafirði, en auk
þess sem tækið verður nýtt í þágu
rannsókna Háskólans verður það
leigt út til annarra verkefna eftir
því sem við verður komið.
Þessu atburður er ágætt tilefni
til þess að benda á – eins og gert
var á fyrrnefndum fundi Fiski-
félagsins – að íslenskur sjávar-
útvegur er afar samstiga um að
starfa í sem mestri sátt við um-
hverfi sitt og sýna aðgát í umgengni
við náttúruna. Sá stórhugur LÍÚ
sem samtökin sýna með þessari
gjöf á skilið að eftir honum verði
tekið og hafi þau þökk fyrir. Ísland
er nær því en áður að vinna afrek í
þróun veiðarfæra.
Neðansjávarmyndavél
Háskólans á Akureyri
Pétur Bjarnason fjallar um
veiðarfærarannsóknir ’Sá stórhugur LÍÚ semsamtökin sýna með
þessari gjöf á skilið að
eftir honum verði tekið
og hafi þau þökk fyrir. ‘
Pétur Bjarnason
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fiskifélags Íslands.