Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 52

Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ sem ber yfirskriftina Sauðamessa 2004 verður haldin í Borgarnesi á morgun, laugardaginn 9. október. Eins og nafnið gefur til kynna er hátíðin helguð sauðkindinni og lambakjötsáti. Markmiðið er að sýna sauðkind- inni þá virðingu sem hún á skilið, minna fólk á gæði íslenska lambakjötsins og ennfremur að vekja athygli á hinu mikla landbúnaðar- og mat- vælavinnsluhéraði sem Borgarfjörðurinn er. Fréttaritari hitti forystusauðina; þá Bjarka Þor- steinsson og Gísla Einarsson til þess að forvitnast um nánar um Sauðamessuna. „Það hafa verið haldnar velheppnaðar bæj- arhátíðir um allt land, við þekkjum humarhátíðir og fiskidaginn mikla og þannig kviknaði hug- myndin,“ segir Gísli „Hér hefur Borgfirð- ingahátíð verið haldin í nokkur ár en í sumar má eiginlega segja að hún hafi farið út í veður og vind, vegna leiðindaveðurs. Okkur fannst hug- myndin um Sauðamessu svo góð að við urðum að sjá hana verða að veruleika. Þeir félagarnir segja að fyrir tæpum mánuði hafi þeir manað hvor ann- an upp í að láta ekki sitja við orðin tóm heldur framkvæma þetta sjálfir. „Þetta er unnið í hinum eina sanna ungmennafélagsanda,“ segir Bjarki og bætir við að þetta sé alls ekki gert í gróðasjón- armiði, nema þá bara fyrir bæinn í heild sinni. Fyrirtæki og stofnanir í héraðinu hafa stutt vel við bakið á verkefninu Fé rekið í gegnum Borgarnes Þar sem svo er komið nú til dags, að í réttunum er fleira fólk en fé og margir eiga þess ekki kost að komast í sveitina eða í snertingu við sauðfé ákváðu þeir að gera tilraun með að færa rétt- arstemninguna til fólksins. Sauðamessan hefst nefnilega á því að fé verður rekið frá Hyrnunni í rétt á Rauðatorgi við Brákarsund þar sem hátíða- höldin fara fram. Féð kemur af bæjum í kringum Borgarnes, sem einnig skaffa yfirsmala og fjall- kónga. Gísli og Bjarki skora á heimamenn að koma til fyrirstöðu. „Vonandi verður enginn í rekstrarerfiðleikum,“ segja þeir og glotta. Börn- um verður boðið að fara á bak á gangnahrossum við réttina og þar verður reynt að kalla fram sannkallaða réttargleði. Í gamla mjólkursamlagshúsinu verður haldinn kjötmarkaður þar sem Borgarnes kjötvörur selja lambskrokka, niðursagaða eftir óskum kaup- enda. Fyrirtækið mun ennfremur kynna nýj- ungar í framleiðslu og síðast en ekki síst þá ætla þeir að bjóða gestum og gangandi upp á íslenska kjötsúpu. Jarm-Idol! „Já, öllum landsmönnum verður boðið í súpu ef út í það er farið,“ segir Gísli. „Ýmislegt fleira verður á dagskránni, t.d. jarm-idol keppni, at- hugað hver getur orðið kindarlegastur auk þess sem keppt verður í fjárdrætti, sparðatíningi og sauðburði og eigum við jafnvel von á að einhver Íslandsmet verði sett. Bjartur í Sumarhúsum mun að sjálfsögðu mæta sem og landbún- aðarráðherra, Baggabræður og fleiri góðir menn.“ Sauður ársins verður útnefndur en það er að sögn þeirra mikið sæmdarheiti. Réttarkaffi verður allan daginn á Búðakletti og réttarball um kvöldið. „Vonandi tekst vel til, ef ekki þá verðum við bara svartir sauðir héðan í frá,“ segir Bjarki. „Við vonumst auðvitað til að fá alveg fullt af fólki, og að þessi hátíð sé komin til að vera,“ segir Gísli „Og þótt sauðkindinni hafi verið kennt um ýmislegt s.s. gróðureyðingu og slíkt þá er stað- reyndin sú að hún hefur haldið lífi í Íslendingum. Við Íslendingar erum allir sveitamenn og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það, öll erum við sauðir inn við beinið,“ endar Gísli á að segja og þar með eru þeir forystusauðirnir farnir til ann- arra verka enda nóg að gera við undirbúning há- tíðarinnar. Fjölskylduhátíð | Sauðamessa 2004 í Borgarnesi ,,Öll erum við sauðir inn við beinið“ Borgarnesi. Morgunblaðið. Ljósmynd/Guðrún Vala Forystusauðirnir Bjarki Þorsteinsson og Gísli Einarsson munu leiða Sauðamessuna. ATVINNA mbl.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i 14  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Lífið er bið KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Frábær ný mynd frá þeim sömu og framleiddu nóa albínóa í aðalhlutverkum eru Gary Lewis, Martin Compston og Guðrún Bjarnadóttir Ég heiti Alice og ég man allt MILLA JOVOVICHI I ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. B.i 16 ára Sýnd kl. 5.50, 8 OG 10.10. Sýnd kl. 5.40, 8 OG 10.20. Tom Hanks Catherine Zeta Jones Fór beint á toppinn í USA Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. ill i í i ll li í l i  Ó.H.T. Rás 2 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.50, 8 OG 10.10 frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum “Bridget Jones Diary”, “Love Actually” og “Notting Hill” frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum “Bridget Jones Diary”, “Love Actually” og “Notting Hill” NÆSLAND LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Ó.H.T. Rás 2  S.G. Mbl Before Sunset ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20 KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.45 KRINGLAN Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8. Hún þarf að setja upp hringinn til að taka við rf ún a að tj se a u ri i tilh ng nn t iað aka v ð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.