Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 31
UMRÆÐAN
Stykkishólmsbók
Stórglæsilegt ritverk sem vakið hefur mikla athygli og fengið afar lofsamlega dóma gagnrýnenda:
„Aðeins eitt orð á við til að lýsa þessu verki: Stórvirki.“
Mbl. 23. des. 2003, Jón Þ. Þór.
Sölumenn: Þorbjörg ☎ 581 2727, Sigríður ☎ 553 0403, Þórhildur ☎ 438 1147. Einnig má panta bókina á netinu: bragijos@hotmail.com
Tilvalin tækifærisgjöf!
MORGUNBLAÐIÐ hefur lagt sig
í líma að vera víðsýnt, frjálslynt dag-
blað og tekst það oft. Stundum hend-
ir þó að blaðið fellur í
pytt pólitískrar þröng-
sýni og bókstafstrúar.
Slíkt gerðist í leiðara 1.
okt. sl. þar sem fjallað
er um fyrirkomulag við
val á hæstaréttardóm-
ara. Blaðið andmælir
gagnrýni fræðimanna
á skipun ráðherra í
dóminn á þann hátt, að
ætla má, að hinir lög-
fróðustu menn fari með
fleipur eitt og fásinnu.
Blaðið mótmælir, sem
röngu, því sjónarmiði
Sigurðar Líndals fyrrverandi pró-
fessors, að Hæstiréttur geti raðað
umsækjendum eftir því sem hann
telur að sé „réttinum mestur styrk-
ur“. Blaðið vísar til þess að í lögum
sé „hvergi að finna heimild til þess-
arar forgangsröðunar“ og bætir við:
„þótt dómarar og prófessorar séu
miklir lögvísindamenn hafa þeir
enga heimild til að lesa úr lögum,
sem Alþingi hefur sett, eitthvað sem
þar er ekki að finna,“ það sé eins og
aðferðir KGB á tímum Sovét „að
túlka lög á þann hátt að bókahnífur á
skrifborði væri ólögleg vopnaeign“
og „að röksemdafærsla og mála-
tilbúnaður prófessoranna (þ.e.
Eiríks Tómassonar, Stefáns Más
Stefánssonar og Sigurðar Líndals)
gangi ekki upp.“ Ekki ætla ég að
blanda mér í þessa þrætubók, að
öðru leyti en því, að mér virðist
KGB-tilvitnunin frekar eiga rætur í
orðhengilshætti blaðsins sjálfs en
lögskýringum prófessoranna
þriggja, eins og nú skal vikið að.
Við skipun dómara í Hæstarétt
liggur mikið við að vanda valið. Þar
kemur umsögn Hæstaréttar til, að
sem hæfastur einstaklingur verði
valinn og að jafnræðis sé gætt milli
kynja. Ráðherra ræður vali, ábyrgð-
in er hans að skapa traust. Vissulega
eru til dugmiklir afburðalögmenn
eða sérfræðingar á þröngu sviði sem
gagnast mega réttinum. Það er hins
vegar ekki nóg ef þá skortir eðlis-
greind til þess að geta verið góðir
dómarar og óumdeildir eins og Njáll
á Bergþórshvoli og Þorgeir Ljós-
vetningagoði, svo ég nefni menn úr
hæfilegri fjarlægð, sem nutu
trausts, bæði samherja og andstæð-
inga. Að skapa traust um Hæstarétt
er sennilega eitt mikilvægasta verk-
efnið sem samfélagið stendur
frammi fyrir á næstu misserum.
Traust til dómsins er sannfæring
fólksins fyrir því að hann sé óhlut-
drægur og sjálfstæður. Aðgerð ráð-
herra, að skipa jafn umdeildan mann
og Jón Steinar Gunnlaugsson, er lík-
lega ekki til þess fallin að skapa það
traust, þrátt fyrir það að hann sé
e.t.v. afburðamaður í lögum. Morg-
unblaðið telur að móta þurfi aðferð
við val á dómurum sem sæmileg sátt
ríki um, það séu sam-
eiginlegir hagsmunir
þjóðarinnar að það tak-
ist. Undir það má taka,
en sú aðferð sem nú er
viðhöfð getur vel dugað
ef menn nálgast við-
fangsefnið af víðsýni og
ábyrgð í stað pólitískr-
ar hentistefnu.
Allt mannlegt líf er
umgirt reglum. Sumar
eru lögfræðilegar og
byggjast á lögum og
samningum. Aðrar eru
óskráðar. Siðferðis-
reglur fjalla um það sem er gott og
vont, hvað manni ber að gera eða
ber ekki að gera. Markmið allra
reglna er að auka væntingar í mann-
legum samskiptum og skapa traust.
Siðferði er á nokkurn hátt sett yfir
aðrar reglur um mannleg samskipti.
Siðferði gerir ráð fyrir ábyrgð, sem
gengur lengra en hin lagalega. Með
lögum um Hæstarétt er ráðherra
veitt ábyrgð, bæði lagaleg og sið-
ferðileg, til að skipa dómara. Því
fylgir frelsi til að velja og gerir um
leið kröfu um að óæskilegir atburðir
verði ekki. Lögin um Hæstarétt fela
í sér skýr ákvæði um að dómurinn
eigi að fjalla um hæfi og hæfni um-
sækjenda. Ráðherrann á að styðjast
við þessa „bestu manna yfirsýn“ í
vali sínu, það er hans ábyrgð. Að
þessu sinni og reyndar síðast líka,
velja ráðherrar sín rök, að því er
virðist, eins og „afburðalögmenn“
KGB forðum. Það er auðvitað full-
komlega ábyrgðarlaust og til þess
fallið að slíta sundur friðinn.
Að slíta sundur
friðinn?
Skúli Thoroddsen fjallar um
Morgunblaðið og skipan
hæstaréttardómara
’Að skapa traust umHæstarétt er sennilega
eitt mikilvægasta verk-
efnið sem samfélagið
stendur frammi fyrir á
næstu misserum.‘
Skúli Thoroddsen
Höfundur er lögfræðingur.
NÚNA stendur yfir spænsk
menningarvika í Kópavogi. Með-
al atburða hennar er sýning í
Gerðarsafni á úrvali spænskrar
nútímalistar, unnu á pappír.
Þetta er einstaklega vönduð,
yfirgripsmikil og fjölbreytt sýn-
ing og er mikill fengur fyrir Ís-
lendinga að fá hana hingað til
lands.
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á ritgerð Guðbergs
Bergssonar rithöfundar í sýn-
ingaskrá sem er að mínu mati
eitt það allra besta sem hefur
verið skrifað á íslensku um
myndlist. Auk þess að lýsa ein-
staklega vel þeim straumum
sem ríktu í hinu sérkennilega
andrúmslofti á Spáni eftir borg-
arastyrjöldina nær umfjöllun
Guðbergs mun lengra til skiln-
ings á óhlutbundinni list og í
textanum er hvergi orði ofaukið.
Á menningarhátíðinni verða
einnig sýndir dansar og leikin
tónlist og allt af listamönnum á
heimsmælikvarða.
Það er ástæða til að þakka
þegar vel er gert. Gunnar I.
Birgisson, formaður bæjarráðs
Kópavogs, sem átti hugmyndina
að menningarhátíðinni, Guð-
björg Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður Gerðarsafns, svo og Guð-
bergur Bergsson og Luis
Revenga sem settu upp þessa
myndlistarsýningu hafa unnið
þrekvirki. Hafið þökk fyrir.
Ágúst Einarsson
Kópavogur
og Spánn
Höfundur er prófessor
í Háskóla Íslands.
Fréttasíminn
904 1100