Morgunblaðið - 08.10.2004, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DANSVERK Merce Cunn-
ingham, Split Sides, er sýnt nú
um stundir í Barbicanhöllinni í
Lundúnum. Sýningar hófust í
fyrradag og lýkur á morgun. Sem
fyrr eru það Radiohead og Sigur
Rós sem sjá um tónlistina. Í
spjalli við breska blaðið Indep-
endent rifjar hinn áttatíu og fimm
ára gamli Cunningham m.a. upp
viðkynningu sína við Sigur Rós.
„Þeir litu út eins og mennta-
skólapiltar,“ segir hann. „En það
virtist vera mikil vinátta í gangi á
milli hljómsveitanna.“ Þess má
geta að það voru Radiohead sem
þrýstu á að fá að taka Sigur Rós
með sér í þetta verkefni en Sigur
Rós hitaði upp fyrir sveitina í
kjölfar plötunnar Kid A.
Nýútkomin er þá fyrsta plata
Sigur Rósar, Von, er sveitin var
tríó, skipuð þeim og Jóni Þór
Birgissyni, Georg Holm og Ágústi
Ævari Gunnarssyni. Kjartan
Sveinsson, sem þá var ekki form-
lega genginn í sveitina, lagði þar
einnig hönd á plóginn.
Tónlist | Sigur Rós
Split Sides í Barbican
ÞESSI um
margt sér-
stæða – en að
mestum hluta
ágæta plata –
er runnin unda
rifjum söngva-
skáldsins Geirs
Harðarsonar frá Akranesi. Bærinn
sá hefur löngum verið giska mikill
tónlistarbær og leggur einn sonur
hans í tónlistarlegu tilliti, Orri Harð-
arson (ekki þó skyldur Geir), lóð sín á
vogarskálarnar.
Tónlistin er mestan part einföld
söngvaskáldatónlist en er lyft
smekklega upp af aðstoðarmönnum
Geirs og munar þar mest um trym-
bilinn Birgi Baldursson (S.H. draum-
ur og Bless t.d.) og Orra sjálfan. Lög-
in eru þannig skreytt með flautum,
rafmagnsgíturum og oft og tíðum
glúrnum útsetningum.
Geir sjálfur er ekki góður söngvari
og ekki lipur textasmiður en það er
einhver súrrealísk ára í kringum
plötuna sem heldur henni saman á
einhvern furðulegan hátt og skilar
henni í höfn. Geir fer um margt und-
arlegar leiðir í listsköpun sinni og
það heldur eyrunum a.m.k. sperrt-
um.
Stundum hefur maður á tilfinning-
unni að Geir hafi aðallega langað til
að gefa út plötu plötunnar vegna því
að sum lögin eru óttalega veikburða
og margir textar óttaleg hrákasmíði,
ef ekki bara hreinasta bull. Í „Buff-
aló“ má t.d. heyra þetta ævintýralega
rím „Ég var kaldur á eyrum og kinn/
veðurbarinn af norðanvind.“ Í óðnum
um skröltormana segir þá: „Hvað er
til ráða gegn þvílíkum her/Ein var sú
lausnin er loks birtist mér/Ég fór út á
svalir og sannfærði þá/að þeir myndu
ekkert, hér ætilegt fá“.
Það eru stórskrítin lög, og um leið
stórskemmtileg lög, eins og „Buf-
faló“, „Skröltormar“ og „Aha“ sem
valda því að maður fyrirgefur Geir
flest. Einlæg og blátt áfram innileg-
heit styrkja plötuna og valda því að
maður „kann vel við hana“, umfram
allt.
Sérstaklega vil ég tiltaka „Buff-
aló“, einhvers konar losaraleg, ís-
lensk útgáfa af Neil Young og Crazy
Horse. Lagið er sáraeinfalt en ómót-
stæðilegt. Það er óborganlegt þegar
það heyrist lágt í Geir sjálfum, eftir
annað viðlagið: „Orri? Hvernig væri
að taka kórusinn aft-
ur … Orri … Buffalló … “. Og síðan
gera þeir nákvæmlega það. Algjör
snilld.
Það sem spillir plötunni helst eru
tvö þunglamaleg lög í eins konar
þjóðlagastíl þar sem Geir horfir aftur
til „gullaldar“ íslensks þjóðlífs. Þessi
lög dragnast að því er virðist enda-
laust áfram og eru ekki skemmtileg.
Söngvaskáldagírinn, hvort heldur
hann er í háum eða lágum, hentar
Geir best en skrölt hans um epískar
þjóðlagastemmur er svo gott sem
skelfilegt.
Landnám er sæmilegasti frum-
burður þar sem galgopalegur sjarm-
inn ríður baggamuninn og heldur
honum þannig réttum megin við lín-
una.
Skröltorm-
ar skrölta
Á fyrstu plötu Geirs Harðarsonar
eru „stórskrítin lög og um leið stór-
skemmtileg lög“.
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Lög og textar eftir Geir Harðarson. Hörð-
ur Jónsson á tvo texta. Flytjendur á plöt-
unni eru Geir, Orri Harðarson, Birgir Bald-
ursson, S. Ragnar Skúlason, Heiðrún
Hámundardóttir og „vinir & kunningjar“.
Upptökustjórn, hljóðritun og -blöndun var
í höndum Orra Harðarsonar. Buffalo gefur
út en Zonet dreifir.
Geir Harðarson – Landnám
Arnar Eggert Thoroddsen
ROKKSVEITIN Maus mun gefa út tvöfalda safnplötu
hinn 18. október næstkomandi. Hin eiginlega safnplata
ber heitið Tónlyst 1994–2004 og henni fylgir svo auka-
plata, Lystaukar 1993–2004 og inniheldur hún áður óút-
gefin lög. Fyrri platan innheldur flest þau laga Maus
sem hafa farið í útvarpsspilun og koma þau af þeim fimm
breiðskífum sem sveitin hefur gefið út til þessa. Auk
þess er þar að finna þrjú lög sem ekki er að finna á breið-
skífum Maus og enn fremur eitt nýtt lag, sem ber titill-
inn „Over me, Under Me“. Lystaukar 1993–2004 inni-
heldur m.a. prufuupptökur af lögum sem komust ekki á
plötur á sínum tíma. Einnig er þar að finna lagið
„Crawl“, fyrsta lagið sem Maus tók upp árið 1993 og tón-
leikaupptökur, m.a. frá Músíktilraunum sem Maus vann
vorið 1994. Fjórar endurhljóðblandanir eru líka á plöt-
unni eftir Quarashi, gusgus, Dáðadrengi og Delphi og
einni eitt tökulag, „Bás 12“, eftir Þey.
Tíu ár af Mausi
Hljómsveitina skipa Birgir Örn Steinarsson, Eggert
Gíslason, Daníel Þorsteinsson og Páll Ragnar Pálsson.
Tónlist | Maus með safnplötu
www.borgarbio.is
Miðasala opnar kl. 15.30
Mögnuð spennumynd
með Denzel Washington í
fantaformi
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
COLLATERAL
TOM CRUSE JAMIE FOXX
Hörkuspennumynd frá
Michel Mann leiksjóra Heat
Þetta hófst sem hvert annað kvöld
Fór beint á toppinn í USA!
Sýnd kl. 5.40.Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15.
NOTEBOOK
VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
Óvæntasti
grínsmellur ársins
Fór beint
á toppinn
í USA
Þú
missir
þig af
hlátri...
punginn á þér!
KVIKMYNDIR.COM
H.L. MBL
Sýnd kl. 6 og 10.Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
Kr. 450
Mbl.
Ó.Ö.H. DV
Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta
Scary Movie hóp
Klárlega
fyndnasta
mynd ársins!
VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
Óvæntasti
grínsmellur ársins
Fór beint
á toppinn
í USA
Þú
missir
þig af
hlátri...
punginn á þér!
Ó.Ö.H. DV
Klárlega
fyndnasta
mynd ársins!
VINCE VAUGHN BEN STILLER
Mjáumst
í bíó!
kl. 5.30, 8 og 10.15.
VINCE VAUGHN BEN STILLER
Yfir 31.000 gestir!
DENZEL WASHINGTON
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15.
Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta
Scary Movie hóp
Ó.Ö.H. DV
Sýnd kl. 8 og 11. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal.
„Ég anda, ég sef,
ég míg ... Tónlist“
Bubbi Morthens
Til heljar og til
baka með
atómbombunni
Bubba Morthens
„Ég anda, ég sef, ég
míg ... Tónlist“ Bubbi
Morthens
Til heljar og til baka
með atómbombunni
Bubba Morthens
Rauða ljónið
Danshúsið Eiríkstorgi
Fjörugur dansleikur verður haldinn
í danshúsinu Eiríkstorgi.
Hljómsveit Hilmars Sverrissonar leikur frá kl 22.00.
✿✿✿
Aðgangur ókeypis