Morgunblaðið - 08.10.2004, Page 20

Morgunblaðið - 08.10.2004, Page 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Siglingamerki en ekki dys | Í fornleifa- rannsókn sem fram fór í landi Galtarár í Kollafirði kom í ljós að mannvirki sem talið hefur verið forn dys er það væntanlega ekki. Líkur er leiddar að því að um sé að ræða fornt siglingamerki. Samkvæmt örnefnaskrá fyrir Galtará átti þræll sem drepinn var að hafa verið dysjaður þarna. Á vef Reykhólahrepps er haft eftir Ragnari Edvardssyni, sem rann- sakaði dysina, að hún reyndist vera stór grjóthrúga. Eftir að efri hluti hennar hafði verið fjarlægður kom í ljós mannvirki, hlað- ið úr grjóti og torfi. Hellum hafði verið rað- að upp á rönd og stórt grjót sett á milli. Torf hafði síðan verið borið að og sett á milli og ofan á steinana. Undir þessu mannvirki var svo hringlaga pallur gerður úr torfi. Pallurinn sat ofan á óhreyfðum jökul- jarðvegi. Sagði Ragnar augljóst að þetta mann- virki væri ekki dys í venjulegri merkingu þess orðs og heldur ekki kuml því engin mannabein, dýrabein né gripir hafi fundist við rannsóknina. Á vefnum er sagt líklegt að hér sé um að ræða einhvers konar sigl- ingamerki, mið til að leiðbeina skipum sem sigla inn til lendingar í Kollafirði. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Reka stálþil | Undirritaður hefur verið verksamningur milli Húsavíkurhafnar og fyrirtækjanna Árna Helgasonar ehf. og Ísar ehf. um rekstur stál- þils og fyllingar innan á Bökugarð, en fyrirtækin áttu lægsta tilboð í verkið. Samningsupphæðin er rúmar 86 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Húsavíkurbæjar, og á verkinu að vera lokið um næstkomandi áramót. Við stálþilið verður 130 metra langur viðlegukantur. Dýpi við hann er 10 metrar og möguleiki á dýpkun niður á 12 til 13 metra. Kynna flugmódelsportið | Flugmód- elfélag Suðurnesja stendur fyrir kynningu á smíði og samsetningu flugmódela í 88 húsinu að Hafnargötu 88 í Keflavík næstkomandi laugardag. Kynningin verður milli kl. 15 og 17. Kynntur verður flughermir og myndbönd tengd módelflugi verða sýnd. Kynning þessi er styrkt af menningar-, íþrótta og tómstundaráði Reykjanesbæjar. Almennings-bókasöfnin í Ár-borg halda bóka- markað í Tryggvaskála um helgina. Á markaðnum verða afskrifaðar bækur, gamlar bækur, sjaldgæfar bækur, bækur á erlendum málum og margs konar tímarit. Grúskarar og safn- arar eiga sérstakt erindi á bókamarkaðinn, segir í fréttatilkynningu, og einn- ig er sumarhúsaeigendum bent á að endurnýja les- efnið í bústaðnum. Félagar úr unglingadeild Björg- unarfélags Árborgar hjálpa bókavörðum safn- anna við að koma bóka- kössum úr geymslu í Tryggvaskála. Bókamark- aðurinn er opinn föstudag. kl. 15 - 19, laugard. og sunnud kl. 11 - 17. Bókamarkaður Loðmundarfjörður | Magni Þ. Ragnarsson á Brenni- stöðum og Þorsteinn Kristjánsson á Jökulsá og fjall- kóngur í Loðmundarfjarðarsmalamennsku, glíma hér við að koma einni útigöngukindinni til réttar að Klyppsstöðum. Útigöngukindin sú, sem var ein af þremur slíkum er komu til réttar þetta haustið, var ekki á þeim buxunum að láta svipta sig frelsinu sem hún hefur haft síðasta eina og hálfa árið og lét hafa töluvert fyrir því að koma sér inn í réttina. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sauðþráar kindur Rúnar Kristjánssoná Skagaströndveltir fyrir sér ástandinu í heimsmál- unum: Starf að friði mikil mennt er meinleg staðan þó og spennt er. Út um heiminn um það kennt er árásinni á World Trade Center. Hann yrkir um nýjan forsætisráðherra: Heldur glóru þó menn þjóri, þings í kór er margra stjóri. Hugumstór í hundaklóri hringanórajakka-Dóri! Svo fer Rúnar alveg yfir á hinn væng stjórnmál- anna: Telur sig nú til stærstu stássa, stillir sér upp á móti sjöllum, sósíaldemókratakássa kokkuð úr gömlum allaböllum! Af pólitík pebl@mbl.is Garður | Verið er að byggja við útihús vitavarðarins á Garð- skaga. Byggðasafnið í Garði sem býr við þröngan kost í úti- húsunum fær nýbygginguna til afnota og mun aðstaða þess gjörbreytast. Verið er að setja upp mót fyrir uppsteypu húss- ins. Það verk annast starfsmenn Grindarinnar í Grindavík fyrir verktakana, Braga Guðmunds- son og Tryggva Einarsson. Smiðirnir láta kuldann ekkert á sig fá, klæða sig bara eftir veðri. Húsið á að vera tilbúið 1. maí. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Byggðasafn rís á Garðskaga Saga Reykjanesbær | Nokkrir grunnskólakenn- arar mættu á fund bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar í vikunni og afhentu þar bréf þar sem komið var á fram færi þökkum til bæj- aryfirvalda fyrir þann skilning og virðingu sem þeim hefði verið sýnd í verkfalli. Í bréfinu segir einnig, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar: „Þrátt fyrir að við séum sitthvorumegin við samninga- borðið í dag, erum við samherjar og eigum með okkur sömu markmiðin, að efla og þróa grunnskólastarf bæjarins. Reykja- nesbær hefur sýnt það í verki að metnaður í skólamálum er mikill og hefur skólahús- næði bæjarins verið stórbætt á undanförn- um árum. Þó er það svo, að innra starf skólans er það sem allur árangur veltur á. Það er okkar helsta krafa, að metnaður okkar bæjarfélags, skili sér á samninga- borðið, og bærinn nýti sér sterka stöðu sína sem fyrirmyndar „skólabær“ til að hvetja önnur bæjarfélög til slíks hins sama.“ Kennarar þakka bæjarstjórn Selfoss | Fundur um lýsingu og breikkun Suðurlandsvegar frá Reykjavík til Selfoss um Hellisheiði verður haldinn 9. október næstkomandi á Hótel Selfossi kl. 14. Yf- irskrift fundarins er: Vegabætur á lífæð Suðurlands. Það eru Atorka, samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, og hin óformlegu samtök Vinir Hellisheiðar sem standa fyrir fund- inum. Vinir Hellisheiðar hafa afhent sam- gönguráðherra yfir 5000 undirskriftir til stuðnings lýsingu og breikkun Suðurlands- vegar um Hellisheiði og Atorka leggur mikla áherslu á nauðsyn þessara vegabóta fyrir eflingu atvinnulífs á Suðurlandi. Áhersla er lögð á það að fá upplýsta um- ræðu um málefnið á fundinum og gert ráð fyrir því að farið verði yfir það frá ýmsum sjónarhornum. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, mun flytja ávarp í upphafi fundarins. Aðrir sem flytja erindi á fundinum verða Svanur G. Bjarna- son, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveit- arfélaga, Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, Steinþór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík, og Hjalti Helgason, bæjarfulltrúi í Hveragerðisbæ. Vegabætur á „lífæð“ Suðurlands ♦♦♦       Mýrdalur | Upptaka á gulrófum stendur nú sem hæst hjá bændunum í Þórisholti og á Litlu Heiði í Mýrdal en þeir hafa um árabil ræktað rófur með góðum árangri. Uppskeran í ár er mjög góð og rófurnar fallegar, að sögn Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti. Mikil framför varð í uppskeru- störfunum þegar þeir tóku í notkun rófnaupptökuvél sem Smári Tómas- son frá Vík í Mýrdal hannaði og smíðaði. Ekki þarf lengur að liggja á fjórum fótum í garðinum við að rífa upp rófurnar heldur standa menn uppréttir við færiband. Vélin sér al- gjörlega um að losa rófurnar og koma þeim í poka, einungis þarf að hreinsa burtu gras og rusl sem slæð- ist með. Uppskerustörfin stóðu sem hæst í Þórisholti þegar fréttaritari var þar á ferðinni og mikið af rófum þegar komið í stórsekki. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Uppskera Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Páll Rúnar Pálsson, Rakel Pálma- dóttir og Tómas Pálsson hreinsa rusl úr rófunum af færibandinu. Bændur taka upp róf- urnar af miklum móð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.