Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2004 47 Á MORGUN verður frumsýnd ný söngsýning, söngkabarett sem ber heitið Með næstum allt á hreinu og byggist lauslega á Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu eða öllu heldur tónlist þeirrar vin- sælu myndar. Höfundur verksins er enda fyrrum Stuðmaður, sjálfur Valgeir Guðjónsson. Það eru sex leikarar og söngvarar sem koma fram í sýning- unni en þau eru Andrea Gylfadóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Hjálmar Hjálmarsson og Jón Jósep Snæbjörnsson. Þau eru bökkuð upp af hljómsveit sem skipa þeir Eðvarð Lárusson gítarleikari, Jó- hann Ingvason hljómborðsleikari, Bjarni Ágústs- son gítarleikari, hljómborðsleikari og trompetleik- ari, og Birgir Baldursson trommuleikari. Jóhann Ásmundsson og Eiður Arnarsson munu svo skipta með sér bassanum. Kröftugt „Þeir komu að máli við mig í vor, þeir Broadway- bændur,“ segir Valgeir með kersknisglampa í aug- um. Hann segist vera eins konar stýrimaður hvað uppsetningu verksins varðar en Stefán Sturla Sig- urjónsson er meðleikstjóri. „Hugmyndin var sú að nota tónlistina úr Með allt á hreinu sem virðist hafa öðlast lengra líf en að- standendur óraði fyrir á sínum tíma (hlær). Mér fannst þetta skemmtileg og spennandi hugmynd og það hefur verið mikill metnaður í gangi frá byrj- un.“ Valgeir segist hafa sest niður og skrifað niður grind sem ætlað er að halda utan um tónlistina. Hann og leikararnir/söngvararnir hafi svo þróað verkið áfram í sameiningu. „Þetta er draumur í dós fyrir mig því að ég er að fást við allt aðra hluti í dag. Það er því mjög hress- andi að fá að takast á við þetta, sérstaklega með svona öflugum og gefandi hóp en fólkið er mikið að koma með hugmyndir um hvernig megi vinna þetta og er afskaplega frjótt. Sýningin hefur því þróast mjög skemmtilega og verður einkar kröftug. Þetta verður blanda af gríni, rokki og almennu stuði.“ Fyndnir vinklar Sögusvið verksins er stór vinnustaður sem er að fara að halda árshátíð. Starfsmenn fá leikstjóra í lið með sér (Hjálmar Hjálmarsson) til að setja upp sýningu og hann hefur undarlegar hugmyndir og væntingar um hvernig vinna eigi væntanlega sýn- ingu og leggur einstaklega djúpar meiningar í lög- in sem flytja á. „Sem er dálítið fyndinn vinkill,“ segir Valgeir. „Því að fólk kemur stundum upp að mér og er búið að leggja ákveðinn skilning í texta sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir sjálfur eða pælt í. Það er alltaf dálítið gaman fyrir höfunda þegar dýpri merking en ætluð var er lögð fyrir þá.“ Sýningin tekur því ekki mið af kvikmyndinni góðu beint. Hins vegar er verið að vinna með lögin úr henni og einnig fleiri lög frá tíma Valgeirs með Stuðmönnum. „Það er viss samsvörun á milli hinnar vonlausu hljómsveitar sem fer mikinn í Með allt á hreinu og fólksins í þessari sýningu, sem færist of mikið í fang á skemmtanasviðinu,“ segir Valgeir. „Leik- stjórinn hjálpar þá ekki til þar sem hann er fullur af ranghugmyndum og þar að auki kynóður!“ Grín, rokk og almennt stuð Morgunblaðið/Þorkell Frumsýningarfiðringur: Nokkrir þeirra sem koma að sýningunni Með næstum allt á hreinu í góðu stuði. Söngsýning | Með næstum allt á hreinu frumsýnt í Broadway Lög Stuðmanna lifa með þjóðinni og nú hafa nokkur þeirra tekið sér bólfestu í nýjum söngleik sem ber heitið Með næstum allt á hreinu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við höfundinn, Stuðmanninn eina og sanna, Valgeir Guðjónsson. Með næstum allt á hreinu er frumsýnd á laug- ardaginn. Verð fyrir sýningu, kvöldverð og dans- leik er 6.400 krónur. Sýning og dansleikur kosta 2.500 kr. Sýningardagar verða 9. og 16. október og á öllum jólahlaðborðum Broadway. Einnig hægt að kaupa sýninguna á árshátíðir. www.broadway.is arnart@mbl.is Í SAMTALI við Arnar Lauf- dal, eiganda og framkvæmda- stjóra Broadway, kemur fram að ákveðnar breytingar eru væntanlegar í Broadway „Við erum að fara að taka ákveðna leikhússtefnu. Í Norðursalnum (Litla sviðinu) höfum við t.d. verið að reka leikhússportsýninguna Le’Sing sem hefur gengið af- skaplega vel. Þar verður bráð- um færð upp ný sýning, Allra meina þjónn, í leikstjórn Halls Helgasonar sem mun lúta svipuðum lögmálum og fyrra verkið.“ Hann segir að sýningin nýja, Með næstum allt á hreinu, muni búa yfir meira af leik en fyrri sýningar sem hafa byggst fyrst og fremst á söng. „Við ætlum að gera tilraunir með þetta form og finnst spennandi að halda áfram á þessari braut, að reyna að samþætta leikhús og söng- sýningu.“ Auk þess er verið að koma fyrir nýju hljóð- og sýning- arkerfi í Broadway. „Þetta er stærsta kerfi sem sett hefur verið upp til þessa á landinu,“ segir Arnar. „Með því ætlum við að fara meira inn á tónleikamarkaðinn í framtíðinni og taka inn stór, alþjóðleg nöfn.“ Breyt- ingar í Broad- way
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.